Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 35 AÐSENDAR GREINAR Einkavæðing: Hvers þarf að gæta? MEÐ EINKAVÆÐ- INGU er stefnt að því að draga úr ríkisum- svifum, auka sam- keppni og efla þannig markaðshagkerfið. A þann hátt verður hag- vöxtur best tryggður til lengri tíma litið. Aðferðir við einkavæðingu Að meginstefnu eru fjórar leiðir til þess að minnka umsvif hins opinbera og færa verk- efni til fyrirtækja í eigu einstaklinga. í fyrsta lagi getur ríkið hætt rekstri sem er óþarfur og einkaaðilar geta sinnt eða sinna nú þegar. Þetta á einkum við um rekstur sem rekinn er í samkeppni við einkaaðila á óarð- bæran hátt. í annan stað getur ríkið selt ein- stök fyrirtæki í heilu lagi eða hluta af andvirði þeirra. Þar sem ríkið á hlutabréf í einstökum fyrirtækjum ætti að vera forgangsmál að selja enda er það ekki hlutverk ríkisins að vera eignarhaldsfélag. í þriðja lagi má framkvæma einkavæðingu með því að senda hverjum kjósanda (eða landsmanni) Jónas Fr. Jónsson skírteini fyrir hluta- bréfaeign. Með því fæst dreifð eignaraðild og þátttaka almennings í atvinnulífínu án þess að hægt sé að halda því ram að fyrirtækin séu seld á undirverði til útv- alinna. í fjórða lagi er útboð opinberrar þjónustu ein leið einkavæðingar. Með því er ríkið að kaupa hagkvæmari þjónustu á verkefnum sem það vill tryggja framkvæmd á, nýta kosti samkeppninnar og minnka ríkisumsvif. Hvers þarf að gæta við einkavæðingu Huga þarf að mörgum atriðum við framkvæmd einkavæðingar. Þau helstu eru: 1) Söluaðferð. Söluaðferð getur verið mismun- andi eftir þeirri starfsemi sem í hlut á. Almenna reglan er sú að sala fari fram með almennu hlutafjárút- boði (útboðsleið). Þegar sérstaklega stendur á kann að vera hagkvæmara að beita tilboðsleið, er felur í sér að óskað er eftir tilboði í einu lagi í alla fala hluti. Síðari aðferðin á fyrst Einkavæðing er kjörin leið til að minnka skuld- ir hins opinbera, segir Jónas Fr. Jónsson, draga úr umsvifum þess og lækka skatta. og fremst við um sérhæfðan og áhættusaman rekstur. 2) Verðlagning. Verðlagning er mikilvæg þó svo að aðalmarkmið einkavæðingar eigi ekki að vera tekjuöflun fyrir ríkis- sjóð, heldur að minnka opinber um- svif og skapa eðlilegt markaðs- og samkeppnisumhverfi. Meginstefnan á engu að síður að vera sú að fá viðunandi verð og nýta andvirðið til þess að draga úr skuldum ríkissjóðs. 3) Dreifð eignaraðild. Stefna á að sem dreifðastri eign- araðild, enda er einkavæðing tæki til þess að draga úr áhrifum stjórn- málamanna og auka valddreifingu í þjóðfélaginu. 4) Samráð við starfsfólk. Samráð við starfsfólk er mikil- vægt og æskilegt er að gefa starfs- mönnum kost á því að eignast hlut í fyrirtækinu (t.d. með forkaupsrétti eða sérkjörum). Reynslan af einka- væðingu er almennt sú að hún eflir fyrirtækið og bætir hag þeirra sem þar starfa. 5) Huga þarf að samkeppnisstöð- unni. Afnema þarf sérleyfi og einkarétt þeirra fyrirtækja sem eru einkavædd þannig að þau starfi á sama grunni og aðrir á markaðnum og hafi ekki það samkeppnisforskot sem í slíku felst. Jafnframt verður að gæta þess að í kjölfar einkavæðingar eigi sér ekki stað óeðlileg meðgjöf af hálfu ríkisins sem brenglar samkeppnisstöð- una, s.s. miklar fjárfestingar, yfirtaka skulda, ábyrgð á lánum eða lánveiting á óvenju hagstæðum kjörum. Að síð- ustu er nauðsynlegt að gæta þess við einkavæðingu á einokunar- eða mark- aðsráðandi fyrirtækjum að sérstakur eftirlitsaðili fylgist með samkeppnis- háttsemi þeirra, t.d. sérstakur aðili innan Samkeppnisstofnunar. Skattalækkun í kjölfar einkavæðingar Hér hafa verið rakin helstu atriði sem ber að hafa í huga við einkavæð- ingu. Þó svo að verðið sé ekki aðal- atriðið er mikilvægt að nýta skyn- samlega andvirði þess sem fæst fyr- ir einkavæðingu. Slíkar eintekjur (one-off) má ekki nota til að skjóta útgjaldavandamálum hins opinbera á frest heldur á að nota til þess að greiða skuldir. Með minnkandi skuldum og rekstarumsvifum hins opinbera getur einkavæðing þannig leitt til lækkandi skatta. Höfundur er aðstoðarframkvæmdastjóri Verslunarráðs Islands. Ranghermi I MBL. 28. nóv. gerir formaður KÍ, Eiríkur Jónsson, athugasemdir við viðtal, sem Mbl. tók við mig fyrir skömmu í tilefni umræðunnar, sem nú stendur um skólamál. Hann kýs að leiða hjá sér, að gagn- rýni mín á þá ofur- áherslu, sem nú er lögð á námsgráðu í uppeldis- og kennslufræðum hef- ur ætíð byggst á eftir- farandi tveim atriðum. 1. Faglegi þátturinn er vanræktur, og nú er svo komið að allstór hluti þeirra sem kenna Jón Hafsteinn Jónsson stærðfræði á framhaldsskólastiginu kveinkar sér undan því að fást við ýmsa þá efnisþætti, sem þar eiga heima. Á grunnskólastiginu er ástandið enn verra þótt með öðrum hætti sé. Þar veður uppi virðingar- leysi fyrir formréttri notkun reikni- táknmálsins, svo að helst minnir á þá útreið, sem íslenskan má þola í munni unglinganna, og sumir kenna við (æskilega ?) málþróun! 2. Uppeldis- og kennslufræðilegi þátturinn er líkastur því, að verið sé að gera gys að þátttakendunum. í viðtalinu um daginn kom ég lít- ið inn á fyrra atriðið, en um það hef ég fjallað nokkrum sinnum í blaða- grejnum á síðustu átta árum. Á seinna atriðið lagði ég í viðtal- inu slíka áherslu, að það jaðrar við fölsun að nefna það ekki í andmælum við skoðun minni. Samlík- ing Eiríks við ökupróf fyrir rútubílstjóra verð- ur þannig fáránleg og ósanngjörn. Ég hef aldrei sagt að verk- þjálfun væri óæskileg fyrir kennaraefni, held- ur bent á fáránleika þess að gera þeim að sitja löng námskeið slík sem um þróun manns- fóstursins, til að geta orðið meira en leiðbein- endur í framhalds- skóla. Ég vil nú hnykkja á þessu atriði með nýlegu dæmi um þá ósanngirni og þann yfirgang, sem boðendur „nýrra“ viðhorfa í skólamálum við- hafa til að valta yfir þá, sem ekki vilja gerast auðmjúkir burðarkarlar undir tignarstóli þeirra. I allmörg ár hefur ungur maður með doktorsgráðu í stærðfræði frá einum virtasta háskóla heims kennt við Flensborgarskólann í Hafnar- firði. Ég veit ekki um neinn annan, sem kennir á framhaldsskólastiginu Sérfræðingaveldið í menntageiranum stjómast fremur af valdafíkn og hags- munapoti, að mati Jóns Hafsteins Jóns- sonar, en áhuga á reisn skólanna og árangri nemenda. hérlendis og hefur doktorsgráðu í stærðfræði. Hann á ekki að baki námskeið í uppeldis- og kennslu- fræði og telst því leiðbeinandi, en ekki framhaldsskólakennari, fær skert laun og nýtur ekki atvinnu- öryggis (á það sífellt á hættu að þurfa að víkja fyrir BS-manni með kennsluréttindi). Hann hefur hins vegar haft með höndum deildar- stjórn í sinni kennslugrein og nýtur þess að kenna unglingum. í hans tíð hafa nemendur frá Flensborgarskól- anum, vakið athygli fyrir góðan árangur í verkfræði- og raunvísinda- deild HÍ, svo og fyrir frammistöðu sína í hinni árlegu stærðfræðikeppni framhaldsskólanna, sem haldin er Kaupfélag Steingrímsf jarðar Hólmavík greiðir í Umhverfissjóð Verslunarinnar UMHVERFISSJÓÐUR VERSLUNARINNAR SILFURBUÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - ÞarfœrÖu gjöfina - Síðustu ár hefur skátahreyfingin selt sígrcen eðaltré, í hcesta gceðaflokki og prýða pau nú mörg hundruð íslensk heimili. **• 7 0 ára ábyrgð 1» Eldtraust >* 10 stcerðir, 90 - 370 cm it, Þarf ekki að vökva i*. Stálfótur fylgir <*■ íslenskar leiöbeiningar i* Ekkert barr að ryksuga » Traustur söluaöili f* Truflar ekki stofublómin <•* Skynsamleg fjárfesting rrrmr. BANDALAG ÍSLENSKRA SKÁTA BARNASTIGUR BRUM’S SlÐAN 1955 SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SIMI 552 1461 árlega, tvisvar á vetri. Nú síðast var svona stærðfræðikeppni haldin í október og í samræmi við úrslit hennar fóru fimm íslendingar til Finnlands til að keppa við sambæri- lega hópa frá skandinavísku og balt- nesku löndunum. Af þessum fimm komu þrír úr Flensborgarskóla, en fjórði Flensborgarinn tapaði á hlut- kesti fyrir MR-ingi. Sama mynd fæst af störfum hans, ef litið er á árangur í verkfræði- og raunvísinda- deild HÍ. Skólastjóri Flensborgarskólans hefur ítrekað sótt til menntamála- ráðuneytisins um að þessi leiðbein- andi verði ráðinn að skólanum sem framhaldsskólakennari, en fengið neitun. Ég leyfi mér því að segja að sérfræðingaveldið í menntageir- anum stjórnist fremur af valdafíkn og hagsmunapoti en áhuga á reisn skólanna og árangri nemendanna. Ráðherrarnir hafa trúlega ýmist ver- ið sammála sérfræðingunum eða óttast þá of mikið til að sýna þeim klærnar. Nú bíðum við, sem viljum sjá reisn íslenska skólans vaxa, þess að Birni, ráðherra, takist að leiða hann út úr þeim „vítahring", sem „félagsvísindin" hafa hneppt hann í. Fyrsta skrefið er stigið, þ.e. að greina vandann rétt. Höfundur er fyrrv. mcnntaskólakcnnnri. ^TVestfrost Frystikistur Staðgr.vcrð HF 201 72 x 65 x 85 36.614,- HF271 92x 65 x85 40.757,- HF396 126x65x85 47.336,- HF 506 156 x 65 x 85 55.256,- Frystiskápar FS205 125 cm 49.674,- FS275 155 cm 59.451,- FS345 185 cm 70.555,- Kæliskápar KS250 KS 315 KS 385 125 cm 46.968,- 155 cm 50.346,- 185 cm 56.844,- Kæli- og frystiskápar KF285 155 cm 70.819,- kælir 199 Itr frystir 80 ltr 2 prcssur KF283 155 cm 61.776,- kælir 199 itr frystir 80 Itr I prcssa KF350 185 cm 82.451,- kælir 200 ltr frystir 156 ltr 2 prcssur KF355 185 cm 77.880,- kælir 271 itr frystir 100 ltr 2 pressur oaíNei ! Faxafeni 12. Sími 553 8000 • SLIM-LINE dömubuxur frá gardeur Qhmtv tískuverslun ■ V/Nesveg. Seltj., s. 561 1680 ■ r Kjarvalsstaðir Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur. Opiö dag- lega frá kl. 10-18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.