Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 37 Kvennabarátta í kreppu? TRYGGJA lög jafnan rétt kvenna og karla? Ætlun mín er að reifa stuttlega helstu hugmyndir sem hafa verið uppi á þessu sviði en þar má einkum greina þrjár stefnur. í upphafi börðust konur fyrir formlegu jafnrétti á við karla, t.a.m. jöfnum kosningarétti. Síðar var farið að hampa eiginleikum kvenna og leggja áherslu á það sem aðgreindi þær frá körlum og sér- stökum reynsluheimi kvenna. Þær fóru að grundvalla baráttu sína á efnislegum rétti kvenna, þ.e. að til þess að raunverulegt jafnrétti næðist yrðu lög að taka á því mis- rétti sem konur væru beittar, ekki væri nóg að berjast fyrir formlegu jafnrétti. Það hefði sýnt sig að lög tryggðu ekki jafnan rétt karla og kvenna, heldur mismunuðu konum og hygldu körlum m.a. vegna þess að þau væru karllæg. Að undanförnu hefur gætt vax- andi gagnrýni á þessa „aðgreining- arstefnu". Því er mótmælt að hægt sé að álykta út frá sameiginlegri reynslu kvenna því hún sé ekki til. Fjöldi kvenna geti aldrei samsamað sig þeirri kvenímynd sem „reynslu- heimsfeministarnir" hafi skapað. Lögð er áhersla á mikilvægi túlkun- ar og sú skoðun gagnrýnd að lög séu karllæg þar sem það sé aðeins túlkun, lög þjóni ekki eða þurfí ekki að þjóna körlum frekar en konum, heldur eigi konur að túlka iögin sér í hag. Gagnrýnin á mannréttindakerfið En hvernig endurspeglast þessar kenningar í mannréttindaumræð- unni? Fjöldi karla og kvenna hefur beint sjónum sínum að mannrétt- indum sem leið til að rétta hlut kvenna. Femínistar sem berjast fyrir formlegum réttindum kvenna hafa hampað samningi Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismun- unar gagnvart konum frá 1979 sem þær telja mikilvægan til þess. Aðr- ir segja mannréttindakerfið karl- lægt, það hafi orðið til fyrir tilstilli karla og þróast í veröld karla og þurfi því heildarendurskoðunar við til þess að það geti mætt þörfum kvenna. Þannig gangi fyrrnefndur samningur Sameinuðu þjóðanna út á afnám allrar mismununar gagn- vart konum í skilningi karla og gefi því litla vísbendingu um hvað gætu verið kvenréttindi. En þessar skoðanir hafa svo aftur verið gagn- rýndar fyrir að vera eingöngu sjón- armið ákveðins hóps kvenna, þ.e. hinnar dæmigerðu hvítu, mennt- uðu, vestrænu, millistéttarkonu en ekki tekið mikið tillit til fjölbreyti- leika kvenna. Hins vegar má spyija hvort rétt sé að krefjast sérstakra réttinda í alþjóðalögum eins og þar sem gengið er út frá kúgun kvenna sem sammannlegu vanda- máli. Með kvenna- samningum var at- hyglinni beint að rétt- indum kvenna og því misrétti sem þær hafa verið beittar og sem slíkur var hann konum mikils virði. Nú 17 árum síðar vakna hins vegar spurningar um mikilvægi hans í jafn- réttisbaráttunni. T.d. má spyrja hvort kvennasamningurinn endurspegli einungis undirokun kvenna með því að gera réttindi þeirra að eins konar málamiðlun með óskýru orðalagi án þess að vera nokkurt framfara- spor þeim til handa? Ég held því ekki fram að samningurinn vinni gegn konum en vil þó nefna tvö dæmi af mörgum um veikleika hans. í alþjóðasáttmála um borg- araleg og stjórnmálaleg réttindi frá 1966 segir t.a.m. í 3. gr. að ríkjum beri að tryggja jafnrétti karla og kvenna til þeirra réttinda sem upp eru talin í samningnum, m.a. rétt- inn til að kjósa í 25. gr. samnings- ins. í 7. gr. kvennasamningsins segir aftur á móti að ríki skuli gera allar viðeigandi ráðstafanir til að afnema mismunun gagnvart konum í opinberu lífí og stjóm- málalífi, og sérstaklega tryggja konum til jafns við karla réttinn til að kjósa. Sé orðalag kvennasamningsins borið saman við orða- lag samnings um af- nám alls kynþáttamis- réttis frá 1966 má glöggt sjá að orðalag hins síðamefnda er mun afdráttarlausara. T.a.m. segir í 5. gr. hans að aðildarríkin skuli tryggja rétt allra til vinnu án nokkurrar mismununar. Aftur á móti segir í 11. gr. kvennasamningsins að aðildarríkin skuli gera allar viðeigandi ráð- stafanir til að tryggja jafnrétti karla og kvenna, einkum réttinn til vinnu. Því má óneitan- lega spyija, hvers vegna beijast konur ekki fyrir rétti sínum á grundvelli þessara svonefndu „stóru“ mannréttindasáttmála? Kvennabarátta í kreppu Fjöldi karla og kvenna hefur ekki fundið sér farveg innan kvennabaráttunnar. Sjá má veik- burða tilraunir í íslenskri pólitík til að grundvalla réttindabaráttu kvenna á fjölbreytileika þeirrra. Sú tilraun fellur þó um sjálfa sig ef ekki ganga aðrir fram fyrir skjöldu en fulltrúar þeirra stjómmálaskoð- ana sem grundvallaðar eru á frum- stæðri einstaklingshyggju. Sett er samasemmerki milli fjölbreytileika Fjöldi karla og kvenna, segir Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir, hefur ekki fundið sér farveg innan kvennabaráttunnar. kvenna og frelsi einstaklingsins en í þeim leik eru konur óhjákvæmi- lega dæmdar úr leik því misréttið sem konur eru beittar er falið að baki slagorðinu um frelsi einstakl- ingsins. Kvennabarátta sem byggir á eðlislægum mismun karla og kvenna á hiklaust undir högg að sækja vegna þeirrar afstæðis- hyggju sem nú er ríkjandi. Því verð- um við að staldra við og spyija okkur hvort æskilegt sé að halda baráttunni áfram með það að leið- arljósi að skapa ákveðna kvení- mynd ólíka körlum. Það þjónar a.m.k. ekki tilgangi að efna til skoðanakönnunar um eðli karla og eðli kvenna þar sem spurningamar fela í sér svörin og gera ekkert annað en að endurspegla og við- halda viðteknum hugmyndum um kynin og hlutverk þeirra. Hvað lög varðar er ljóst að þau tryggja kon- um nú þegar formlegt jafnrétti. Því verðum við líka að spyija okkur hvort rétt sé að halda kvennabar- Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir Halló, jafnrétti Framsóknarmenn héldu glæsilegt flokks- þing nú fyrir skemmstu. Flokks- þingið markaði tíma- mót í tvennum skiln- ingi, áttatíu ára far- sælt starf að baki og á þinginu var mörkuð stefna til móts við framtíðina. Hlutur kvenna í flokknum hefur vaxið á undanfömum ámm og nú samþykkti flokksþingið jafn- réttisáætlun fyrir árin 1996-2000. Með sam- þykkt tillögunnar hef- ur Framsóknarflokkurinn, fyrstur íslenskra stjómmálaflokka, mótað sér markvissa stefnu í jafnréttis- málum. Innan Framsóknarflokksins hafa konur átt greiða leið til að koma skoðunum sínum á framfæri, segja má að samþykkt jafnréttisáætlun- arinnar sé eðlilegt framhald af viðhorfum flokksmanna, þ.e. að leita þurfi allra til- tækra ráða til að virkja konur til ábyrgðar- starfa fyrir flokkinn og fyrir land og þjóð. Til að fylgja eftir jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins verður skipuð sérstök jafnréttisnefnd þar sem verða fulltrúar frá Landssambandi fram- sóknarkvenna, Sam- bandi ungra framsókn- armanna, þingflokki auk framkvæmda- stjóra flokksins. Þá skal á vegum flokksins starfa jafnréttisráðgjafí sem heyrir undir framkvæmdastjórn, hann mun verða flokksfélögum, kjördæmis- ráðum, þingflokki og félagsmönn- um öllum til ráðgjafar í jafnréttis- málum. Elín R. Líndal Með jafnréttisáætlun Framsóknarflokksins sýnir hann, að mati Elínar R. Líndal, skiln- ing sinn á samtímanum. Þá er kjördæmissamböndum gert að skila upplýsingum til jafn- réttisnefndar um hvernig þau og flokksfélögin ætli að ná markmið- um jafnréttisáætlunarinnar 1996- 2000, en flokkurinn hefur sett sér það markmið að aldamótaárið verði hvorki hlutur karla né kvenna í starfi á vegum flokksins lakari en 40%. Við skipan í nefndir, starfs- hópa og stjórnir á vegum flokksins skal við það miðað að hlutur kynj- anna sé sem jafnastur. Við röðun á framboðslista skal beita aðferðum sem tryggja það að hlutur kynjanna verði sem jafn- astur í fulltrúatölu á Alþingi og í sveitarstjómum. Þá er og ráðgert að upplýsingar verði reglulega kynntar um hlutfall kynjanna í stofnunum flokksins, Alþingi, ráðu- áttunni áfram á grundvelli rétt- indabaráttu þrátt fyrir að það hafí verið mikilvægt í upphafí hennar. Hinn virti breski fræðimaður, Carol Smart, fullyrðir t.a.m. að það að krefjast sérstakra réttinda til handa konum kunni jafnvel að vinna gegn þeim, sérstaklega þegar um er að ræða réttindi sem ekki hafa átt sér hliðstæðu. í raun gaeti það viðhaldið kúgun kvenna. Ég get tekið undir þessi sjónarmið af þeirri ástæðu einni að meðan enn er ekki farið að þeim lögum sem hafa verið sett um jafnrétti kynj- anna kann að vera til lítils að setja lög er varða sérréttindi til handa konum til að ná fram jafnrétti og leggja allt sitt traust á þess háttar úrræði. Slík löggjöf hefur varla' ~ nokkra þýðingu aðra en að endur- spegla stöðu kvenna. Dæmi um það er löggjöf um jákvæða mismunun sem hefur aldrei verið beitt. Annað dæmi er kvennasáttmáli Samein- uðu þjóðanna sem minnst var á hér áðan en leiða má rök að því að hann veiki réttindi kvenna sem finna má í hinum stærri og viða- meiri mannréttindasáttmálum. Því má nefnilega ekki gleyma að meg- inreglan um jafnrétti kynjanna er ein af grundvallarmannréttindum sem m.a. má finna í íslensku stjórn- arskránni og öllum helstu alþjóða- samningum Sameinuðu þjóðanna, þ. á m. mannréttindayfirlýsing-*^ unni. Ekki dugir þess vegna að bíða eftir viðhorfsbreytingu. Venju- lega þarf ekki viðhorfsbreytingu tii að farið sé að lögum. Nema hvað varðar jafnrétti kynjanna. Höfundur er lögfræðingur. neytum og sveitarstjórnum og gerður samanburður milli ára. Lög og reglur Framsókna'K ~ flokksins, kjördæmasambanda og framsóknarfélaga verða yfírfarin með það að markmiði að tryggja jafna þátttöku og stöðu kynjanna. Jafnframt mun fræðsla um jafn- réttismál og leiðir til árangurs verða virkur þáttur í starfí jafnrétt- isráðgjafans. Jafnréttisnefnd mun í árslok árið 2000 veita viðurkenn- ingu þeirri flokksstofnun sem best hefur staðið sig við framgang áætl- unarinnar. Eins og sést á þessu ágripi um jafnréttisáætlunina hefur Fram- sóknarflokkurinn sett sér skýr markmið og markað sér leið til að ná árangri. Með samþykki áætlurm arinnar sýndi flokkurinn í verki skilning sinn á samtímanum, þjóðin þarf á viðhorfum og þekkingu beggja kynja að halda til að skapa réttlátara þjóðfélag með manngildi í öndvegi. Höfundur er varaþingm. Framsóknarflokksins Norðurlandskjd. vestra og form. Jafnréttisráðs.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.