Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Landgræðsluviðurkenning Mána Eitt hundrað hross á „eigin“ landi I allri umræðu um landvemd og umgengni um landið hefur neikvæð umfjöllun um meðferð hestamanna á landinu verið mjög áberandi. Það er því skemmtilegt innlegg í málið þegar hestamannafélagið Máni á Suð- umesjum fékk viðurkenningu frá Land- græðslunni fyrir uppgræðslu á félagssvæð- inu. Valdimar Krístinsson kynnti sér hvemig þeir Mánamenn stóðu að málum. VIÐURKENNINGIN kemur á besta tíma fyrir hestamenn því umræðan hefur verið afar neikvæð þetta árið, _ hæði í sjónvarpi og blöðum. Að sjálfsögðu er ástandið hvorki betra r.é verra eftir að viðurkenningin er veitt en hún undirstrikar að þótt minnihlutinn sé í misvondum mál- um er meirihluti hestamanna vel með á nótum hvemig eigi að um- gangast viðkvæmt landið og sumir vinna þrekvirki. Þar í hópi eru félagar Mána sem hafa grætt upp 100 hektara af gróðurlausu landi á tæpum þrjátíu árum. Ragnheiður Júlíusdóttir for- maður Mána sagði að hér væri fyrst og fremst verið að veita forkólfum uppgræðslunnar viðurkenningu. Spunninn hinn græni vefur Neyðin kennir naktri konu að spinna segir máltækið og það á svo sannarlega við um hér því beitiland fyrir hross var mjög af skornum skammti hjá félögum í Mána á þess- um árum. Umræða eða stemmning fyrir landgræðslu var hljóðlát á þessum árum og því ljóst að upp var lagt af brýnni þörf frekar en hugsjón einni saman. Uppgræðslan hefur byggst að mestu leyti á til- búnum áburði og grasfræi en á tímabili var hænsnaskítur notaður _njeð. Horfið var frá því eftir að salmonellusýkingar fóru víða að skjóta upp kollinum á seinni árum. Hægt og sígandi hefur græna tepp- ið á félagssvæði Mána stækkað ár frá ári. Ragnheiður formaður segir að ekki verði látið staðar numið þótt erfíðara sé að fá fólk til sjálf- boðastarfa í dag en áður var, viður- kenningin virki vonandi sem hvatn- ing til frekari afreka á þessu sviði og sömuleiðis vonaðist hún eftir að auðveldara verði að fá ýmsa aðila til að styrkja verkefnið. Búið er að girða fjörutíu hektara af ógrónu landi sem til stendur að rækta upp. Hámarks nýting - hófleg nyting Mánamenn hafa fyrir all löngu byijað að uppskera af erfiðinu. í dag eru allt að eitt hundruð hross félagsmanna í beit á svæðinu. Frá júníbyijun og fram í desember eru þar samfellt á milli 80 og 90 hross og á sumrin er randbeitt með raf- magnsgirðingu sem færð er dag- lega. Fýrst á vorin þegar gróður er að ná sér á strik er um dagbeit að ræða þ.e. hrossunum er hleypt út um hádegisbilið og hýst að kvöldi. Hámarksnýting næst með þessu móti án þess að gengið sé nærri landinu. Reiðskóli hefur verið rekinn um árabii hjá Mána og er skólahrossunum beitt þarna auk hrossa sem verið er að þjálfa fyrir keppni. Félagsmönnum er úthlutað beit eftir ákveðnum reglum og er reynt að hafa beitargjaldið í sam- ræmi við það sem gerist í næsta nágrenni, á höfðuborgarsvæðinu. Sérstakur beitarstjóri er skipaður úr röðum félagsmanna og hefur hann umsjón með þessari þjónustu. Viðurkenning sem vítamínsprauta Þetta áratuga starf hefur ekki verið mikið í umræðu hestamanna á meðal og því hefur beitilandið þeirra ekki þótt neitt merkilegra en annað land sem hross bíta. En nú þegar vakin er athygli með þess- "K Ljósmyndasýning Morgunbiaðsins NÁTTÚRUHAMFARIRNAR Á VATNAJÖKLI OG SKEIÐARÁRSANDI hlaup á Skeiðarársandi í byrjun nóvember eru meðal mestu náttúru- hamfara á íslandi á þessari öld. A svipstundu stórskemmdust samgöngumannvirki á Skeiðarársandi og hringvegurinn rofnaði sem olli einstaklingum og fýrirtækjum á sunnan- og austanverðu landinu miklum óþægindum. Ljósmyndarar Morgunblaðsins fylgdust vel með náttúruhamförunum og í anddyri Morgunblaðshússins, Kringlunni 1, hefúr verið komið upp yfirlitssýningu á völdum myndum sem teknar voru þar. Sýningin hefst á morgun, miðvikudaginn 20. nóvember, og iýkur föstudaginn 6. desember. Hún er opin á afgreiðslutíma blaðsins kl. 8-18 alla virka daga og laugardaga kl. 8-12. Allar myndimar á sýningunni eru til sölu. MYNDASAFN Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson BEITARMÁL hrossa eru mikið í umræðunni um þessar mundir og er framtak félaga í Mána á Suðurnesjum í uppgræðslu síð- ustu þrjá áratugi mjög lofsvert og til eftirbreytni fyrir aðra hesta- menn. Þykja þeir vel komnir að viðurkenningu landgræðslunnar. MEÐ randbeit er hægt að stórauka nýtingu beitarlands veru- lega en það er einmitt það sem félagar í Mána gera og með góðu eftirliti er tryggt að ekki sé gengið nærri landinu. um hætti á þessu stórmerkilega starfi má sjá hvað hægt er að gera með dugnaði og stefnufestu. Á þessu ári keypti félagið um tólf tonn af áburði og sagði Ragn- heiður að þrátt fyrir að mikill meiri- hluti félagsmanna væri ánægður með þessa starfsemi væri því ekki að neita að tágværar óánægjuradd- ir heyrðust um það hversu miklum fjármunum væri eytt í þessa starf- semi. Væru það helst raddir aðila sem ekki nýttu sér beitina. Ekki er að efa að þessi viður- kenning virkar sem vítamínsprauta á félaga í Mána um að halda áfram á sömu braut. En það sem er ekki síður mikilvægt er að þetta verði hvatning til hestamanna annars staðar á landinu um að feta í fót- spor Suðurnesjamanna. Ingvar Hallgrímsson einn af frumkvöðlun- um segir að vissulega hafi þeim sem brautina ruddu hlýnað um hjarta- rætur að fá þessa viðurkennitígu. „Það er notalegt að vita til þess að maður sé ekki að eyða landinu held- ur aðeins að njóta ávaxtanna af því sem maður hefur búið til sjálfur." Til hamingju Mánamenn. EX'CELL nýjasta undrið gegna; 20% afsláttur af öllum OROBLU sokkabt þriðjudaginn; miðvikuaagii Paloma Grindavík Sími 426 8711
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.