Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ Fordæma aðgerðir Israels- manna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi bréf frá Nemendafé- lagi Menntaskólans í Kópavogi sem sent var til utanríkisráðuneyt- is íslands: „Á nemendafundi Menntaskól- ans í Kópavogi 29. nóvember 1996 var samþykkt ályktun til ríkis- stjórnar Islands um að hún beiti sér fyrir frelsun Palestínu og for- dæmi siðlausar aðgerðir ísraels- manna á herteknu svæðunum (Vesturbakka Jórdanár og Gaza- svæðinu). Einnig mælum við for- dæmingu á afskiptum ísraels- manna á innanlandsmálum ná- grannalanda sinna. í þessu felst að lýðveldið ísland viðurkenni til- verurétt Palestínuríkis með Jerú- salem sem höfuðborg. Sendum við ályktun þessa til háttvirts utanríkisráðherra ís- lands, Halldórs Ásgrímssonar, með von um að hann komi málinu á framfæri á alþjóðavettvangi og við ríkisstjórn íslands." Gönguferð um miðborgina HAFNARGÖNGUHÓPURINN stendur fyrir gönguferð í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20 og verð- ur lagt upp frá Hafnarhúsinu. Gengið verður eftir strandstígn- um inn í Rauðarárvík og upp að gömlu gasstöðinni v/Hlemm. Það- an verður farið kl. 20.30 niður Laugaveg og Bankastræti, eftir Austurstræti og Aðalstræti og inn á Vesturgötu. Gönguferðinni lýkur við Hafnarhúsið. Á leiðinni verða skoðaðar götuskreytingar og litið í búðarglugga. Þá verður litið á auglýsingar í „Rafskinnu í Skemmuglugganum" og „Kaffikerlingarnar í gamla Kaaberhúsinu“. Að lokum verður stansað við jólabjölluna fyrir fram- an „Raforku“. Allir velkomnir. Aðventuferð Útivistar JEPPADEILD Útivistar verður með aðventuferð í Bása á Goða- landi helgina 6.-8. desember. Á laugardeginum verður létt ganga fyrir alla og sameiginlegt kaffi- hlaðborð, þar sem allir leggja til einhvern mat. Eftir matinn verður kvöldvaka. Haldið er heim á leið eftir hádegi á sunnudag. Bóka þarf í ferðina á skrifstofu Útvistar eigi síðar en 4. desember. Djass á Kringlu- kránni TRÍÓ Ómars Einarssonar, gítar- leikara, leikur á Kringlukránni á miðvikudagskvöld og hefst leikur- inn kl. 22. Með Ómari eru þeir Tómas R. Einarsson, kontrabassaleikari og Einar Valur Scheving, trommu- leikari. Leikin nverður jass úr ýmsum áttum. LEIÐRÉTT Myndabrengl MYNDABRENGL urðu í grein um Fræðslumiðstöð bílgreina í Morg- MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 47 FRÉTTIR Morgunblaðið/Ásdís TERRY Rance kom fram í Dagsljósi RÚV og svæfði fólk með einni snertingu. Dávaldur skemmtir í Loftkastalanum HINGAÐ til lands er kominn dávaldurinn Terry Rance og mun hann halda sýningar í Loftkastalanum dagana 4.-8. desember. Rance útskrifaðist frá alþjóð- legum skólum á Englandi og Spáni og hefur staðið fyrir fjöl- mörgum dáleiðslunámskeiðum jafnt í Bandaríkjunum sem á meginlandi Evrópu. Hann hefur hjálpað þúsundum manna að hætta að reykja. Undanfarinn áratug hefur áhugi Terrys beinst að sýn- ingarstörfum og kemur hann reglulega fram á alþjóðavett- vangi svo sem í Las Vegas og Atlantic City en einnig hefur hann verið með fasta dagskrá á skemmtiferðaskipinu Quenn Elisabeth. Terry sýnir listir sínar með aðstoð áhorfenda. A ábyrgð ritnefndar Morgunblaðinu hefur borist eftir- farandi athugasemd frá Wincie Jóhannsdóttur, settum rektor Menntaskólans við Hamrahlíð: „í tilefni fréttatilkynningar sem birtist í Morgunblaðinu í gær, þriðjudag, og skilja má svo að um frétt frá Menntaskólanum við Hamrahlíð sé að ræða, er rétt að taka fram eftirfarandi: 1. Fréttatilkynningin er frá rit- nefnd skólablaðsins Beneventum og er því alfarið á hennar ábyrgð. 2. Könnun sú á háttsemi nem- enda í MH sem greint er frá er unnin af nemendum í ritnefndinni án þess að leitað hafi verið leið- sagnar kennara skólans sem hafa menntun og reynslu í gerð og úr- vinnslu kannana. Því er óvarlegt að draga víðtækar ályktanir af umræddri könnun og ber frekar að líta á hana sem skemmtiefni í skammdegisdrunganum en vís- indalega rannsókn. 3. Nemendur og kennarar í Menntaskólanum við Hamrahlíð eru algerlega sammála um að fréttir af aukinni notkun fíkniefna í samfélaginu eru mjög alvarlegar og að beijast verður gegn fíkni- efnavandanum með öllum ráðum sem tiltæk eru.“ unblaðinu í gær. Undir mynd af Jóni Garðari Hreiðarssyni fram- kvæmdastjóra FMB vaptaði texta, en þar var sagt að Ásgeir Þor- steinsson endurmenntunarstjóri hefði verið með námskeið. Sá texti átti að fylgja stærri myndinni. Morgunblaðið biðst velvirðingar á mistökunum. Rétt skal það vera PÉTUR Pétursson hringdi og gerði athugasemdir við ljóð Jónas- ar Hallgrímssonar sem vitnað er til í Velvakanda í gær. Ljóðið heit- ir íslands minni og gerði Pétur m.a. athugasemdir við greinar- merkjasetningu í því. Að sögn hans er það rétt svona: Þið þekkið fold með blíðri brá, og bláum tindi fjalla, svanahljómi, silungsá og sælu blómi valla. Bröttum fossi, björtum sjá og breiðum jökulskalla - dijúpi’ hana blessun Drottins á um daga heimsins alla. Byrgjum brunninn ÞAU mistök urðu við birtingu greinar Benedikts Jóhannssonar, sálfræðings, „Byrgjum brunninn“, í Morgunblaðinu 28. nóvember sl. að hluti setningar féll niður. Rétt er málsgreinin svona: „Meðan þjónustan í Reykjavík var fullmönnuð samkvæmt fyrri reglugerð sinnti hún um 5-6% skólabarna einstaklingsbundið árlega. Auk þess voru starfsmenn þjónustunnar til ráðgjafar fyrir stjórnendur og starfsfólk skólanna og tóku þátt í hópathugunum og starfi með hópa.“ Höfundur og aðrir hlutað- eigendur eru beðnir velvirðingar á mistökunum. Nemendafélag MH ekki skrifstofan í BLAÐINU í gær birtist fréttatilkynning frá Nemenda- félagi MH um afmælisblað sem félagið hefur nýgefið út í tilefni af 30 ára afmæli skólans. Skilja mátti af niðurlagi tilkynning- arinnar að skrifstofa MH stæði á bak við hana en það er ekki rétt heldur er þessi tilkynning send af Nemendafélagi Menntaskólans við Hamrahlíð. Beðist er velvirðingar á mistökunum. SÖNGHÓPURINN Rúdólf. Jóladjass í Hafnarborg HAFNFIRSKIR Gildisskátar standa fyrir jóladjassi í Hafnar- borg fimmtudagskvöldið 5. des- ember kl. 21 undir yfirskriftinni Djass fyrir alla. Sönghópurinn Rúdólf kemur fram, en hann skipa Skarphéðinn Þór Hjartarson, tenór, Sigrún Þorgeirsdóttir, sópran, Þór Heið- ar Asgeirsson, bassi og Jóhanna Halldórsdóttir, alt. Á efnisskrá eru jólalög með djasssveiflu í útsetningu Skarphéðins Þórs Hjartarsonar. Aðgangseyrir er 700 krónur. Morgunblaðið/Kristinn Eldvarnafræðsla í grunnskólunum LANDSSAMBAND slökkviliðs- manna hefur allt frá árinu 1985 efnt til brunavarnaátaks um jól og áramót og nú stendur yfir eld- varnavika þar sem slökkviliðs- menn heimsækja alla grunnskóla á landinu og veita nemendum í 3. bekk fræðslu um eldvarnir. Slökkviliðsmennirnir fræða börnin meðal annars um eldvarnir á heim- ilunum, notkun reykskynjara og meðferð jólaskreytinga. Á mynd- inni sjást þeir Guðlaugur Davíðs- son, Oddur Hallgrímsson og Ari Hauksson sýna börnum í 3. bekk í Vogaskóla slökkvibifreið á lóð skólans eftir að eldvarnafræðslan hafði farið fram í skólanum í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.