Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 60
•UYIINDAI HÁTÆKNI til framfara 'M\ Tæknival SKEIFUNNI 17 SlMI 550-4000 • FAX 550-4001 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.IS / AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK SÍF selur meira til A Italíu Aukningin um 15% milli ára Morgunblaðið/Golli Jólatré á Austurvelli STARFSMENN Reykjavíkur- borgar voru í gærkvöldi að setja upp jólatré á Austurvelli, en tréð er gjöf Oslóar til Reykjavíkur. Kveikt verður á trénu við hátíð- lega athöfn um næstu helgi. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna viil kaupa 13% hlut í ÚA SH og Burðarás yrðu með 23% eignarhlut STJORN Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hefur leitað eftir því við bæjarstjórn Akureyrar að fá keypt 13% hlutafjár í Útgerðarfélagi Akur- eyringa. Verði af kaupunum verða SH og Burðarás hf., dótturfyrirtæki Eimskips hf., sameiginlega með rúm- lega 23% eignarhlut í fyrirtækinu. Hlutur Akureyrarbæjar verður þá 20% og KEA 11,3%. Miðað við að gengi hlutabréfa í ÚA sé nú 5 er verðmæti 13% hlutafjár um 600 millj- ónir króna. Jakob Björnsson bæjarstjóri sagði á fundi bæjarstjórnar í gær að eitt formlegt tilboð hefði borist eftir að forkaupsrétti bæjarbúa og starfs- fólks UA lauk. Hann hefði rætt við forsvarsmenn SH sem sendu inn til- boðið, en málið væri enn ófrágengið. Hann vænti þess þó að niðurstaða lægi fyrir á fundi bæjarráðs sem haldinn verður á morgun, fimmtu- dag. Vísaði Jakob til samþykktar bæjarstjómar frá því í júlí síðastliðn- um þar sem bæjarstjóra var veitt heimild til að koma þessu máli á ákveðið stig. Sigríður Stefánsdóttir, Alþýðu- bandalagi, sagði að eðlilegt hefði verið að vekja á því athygli með form- legum hætti að forkaupsrétti væri lokið og óskað væri tilboða í hluta- bréfin. Sagði hún að farsælast væri að hafa það sjónarmið að leiðarljósi að sem hæst verð fengist fyrir hluta- bréfin. Hún sagði að ekkert samráð hefði verið haft við bæjarstjórn um hvaða aðferð ætti að hafa við söluna og hún teldi að bæjarstjóri hefði ekki umboð Alþýðubandalagsins til að ganga frá málinu á lokastig. Eðlilegt framhald „Það er ekki ætlunin að við ættum allt þetta hlutafé til frambúðar. Við viljum hins vegar hafa hönd í bagga þarna og þetta er í eðlilegu fram- haldi af því, sem við tókum þátt í á Akureyri með flutningi fjölmargra starfa norður og því samkomulagi, sem fólst í því að sala afurða UA yrði áfram á hendi SH. Við erum bara að tryggja að svo verði áfram með þessu. Auk þess vonar maður að þetta reynist góður fjárfestingar- kostur," segir Jón Ingvarsson. KEA á 11,3% í ÚA og rætt hefur verið um samstarf KEA og ÚA. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins mun áhugi á því fara minnkandi og rætt hefur verið um að KEA selji sinn hlut og noti féð til styrkingar eigin sjávarútvegsdeild. I byrjun nóvember keypti Burðar- ás hf. hlutabréf í ÚA af Einingu og Lífeyrissjóði Norðurlands á genginu 6,17. Kaupverðið var 376 milljónir. Við það hækkaði eignarhluti Burða- ráss hf. í ÚA úr 3,35% í 10,46%. Fyrirtækið er þriðji stærsti eigandi ÚA, á eftir Akureyrarbæ og KEA. SÖLUSKRIFSTOFA SÍF á Ít- alíu eykur sölu á markaðssvæð- inu um allt að 15% á þessu ári miðað við síðasta ár. Alls verða nú seld ríflega 4.000 tonn af saltfiskafurðum, að verðmæti nálægt 1,5 milljörðum króna. Uppistaðan í sölunni er hefð- bundinn flattur fiskur, en afurð- ir í neytendaumbúðum sækja stöðugt á. Sigurður Sigfússon, for- stöðumaður söluskrifstofunnar í Mílanó, segir að um þrír fjórðu hlutar sölunnar séu flattur fisk- ur. Einnig er selt mikið af flök- um, af þorski, keilu og löngu. Fullunnin vara „Við seljum í vaxandi mæli afurðir í neytendapakkning- um,“ segir Sigurður. „Þar er um að ræða fullunna vöru, salt- fiskflök eða flattan físk í neyt- endaumbúðum frá dótturfyrir- tæki SÍF í Frakklandi, Nord Morue. Þá seljum við mikið af reyktum síldarflökum frá ís- landi og útvötnuð saltfískflök frá Vinnslustöðinni í Vest- mannaeyjum. Við seljum allar okkar afurðir undir eigin vöru- merkjum og höfum náð að skapa okkur sérstöðu á mark- aðnum. Þessi sérstaða ásamt gæðum íslenzku afurðanna er grundvöllurinn að góðum ár- angri á markaðnum hér á Ital- íu,“ segir Sigurður Sigfússon. Morgunblaðið/Golli STEFÁN, Rannveig, Friðrik, Birna og Andri ganga niður landganginn á Brúarfossi og stiga fæti á íslenska fósturjörð eftir átta mánaða ævintýraferð. „Ævintýrið þess virði“ FIMM manna íslensk fjölskylda sem ferðast hefur gegnum myrk- viði Afríku seinustu átta mánuði sneri heim með Brúarfossi í gær. Miklir fagnaðarfundir urðu með fjölskyldunni og ættingjum, sem saman voru komnir í Sunda- höfn til að fagna komu hennar. Aldrei hætta á ferðum Ferðin gekk að mestu áfalla- laust og Friðrik Már Jónsson, Birna Hauksdóttir og börnin, Stefán 7 ára, Rannveig 12 ára og Andri Fannar 15 ára, segja hættu aldrei hafa verið á ferðum, hvorki frá mönnum né dýrum. „Fólkinu heima virtist leiðin miklu hrikalegri en raunin er og sjálfsagt er meiri hætta á ferðum víða í borgum í Bandaríkjunum eða Evrópu. Við hugsuðum sem svo að ekki væri hægt að svipta börnin þessari lífsreynslu og æv- intýri. Þetta var erfitt en samt þess virði,“ segir Birna. ■ Gríðarlegastór/6 Dómsmálaráðherra flytur frumvarp um punktakerfi ökuferilsskrár Missa ökuréttindi í 3 mánuði fyrir síendurtekin brot ■ SÍF eykur fisksölu/Dl NÝ AÐFERÐ til að ákvarða refs- ingar vegna brota á umferðarlögum verður að öllum líkindum tekin í notkun 1. júlí á næsta ári. Aðferðin byggist á því að allir með ökurétt- indi fá ákveðinn fjölda „punkta“ í ökuferilsskrá, en við hvert brot fækkar punktunum. Hverfi þeir al- veg missir ökumaðurinn réttindi í þijá mánuði. Búist er við að aðferð þessi gagnist helst í baráttu við umferðarlagabrot yngstu öku- mannanna. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráð- herra leggur fram frumvarp þessa efnis á vorþingi, en ríkisstjórnin hefur samþykkt málið fyrir sitt leyti. Þórhallur Olafsson aðstoðarmað- ur dómsmálaráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið að nú væri haldin ökuferilsskrá yfir alla öku- menn hjá lögregluembættum lands- ins. „Þetta nýja kerfi gerir ráð fyr- ir að allir ökumenn fái tólf punkta í ökuferilsskrá. Við hvert brot, sem telst svo alvarlegt að ökumaður er sektaður en þó ekki svo alvarlegt að varði tafarlausri sviptingu öku- réttinda, fækkar punktunum í fer- ilsskránni. Punktunum getur mest fækkað um 6 í einu og hverfi þeir allir verður ökumaður sviptur rétt- indum í þrjá mánuði. Missi menn punkta en bijóti ekkert frekar af sér næstu þijú árin fá þeir á ný fullt hús punkta.“ 19 ára með 27 sektir Þórhallur sagði að þessi háttur væri hafður á í Bretlandi, Þýska- landi og Ástralíu. „Þessi aðferð hefur reynst fækka umferðarlaga- brotum yngstu ökumannanna. í Þýskalandi fækkaði slysum sem ungir ökumenn voru valdir að um 20-24%. Ef allir ökumenn voru tald- ir var heildarfækkun slysa 6%. Hér á landi gæti þetta haft mikil áhrif. Ég get nefnt dæmi um 19 ára öku- mann, sem hefur verið sektaður 27 sinnum. Hann hefur alltaf greitt sinar sektir og haldið svo upptekn- um hætti, en með punktakerfinu væri búið að svipta hann ökurétt- indum.“ Þórhallur sagði að ökumenn yfir 25 ára aldri gerðust mun sjaldnar brotlegir í umferðinni en þeir sem yngri væru og ólíklegt væri að margir þeirra myndu missa öku- réttindi vegna síendurtekinna brota. „Þeir sem á annað borð bijóta umferðarlögin eftir að 25 ára aldri er náð eru frekar teknir fyrir alvarlegri brot, eins og ölvun við akstur, og missa ökuréttindi samstundis.11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.