Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 1
ftotgmðMbfo 1996 SKYLMINGAR MIÐVIKUDAGUR4. DESEMBER BLAÐ c Sigur hjá Teiti TEITUR Örlygsson og félagar hjá griska liðinu Larissa unnu mikilvægan sigur um helgina er þeir fengu PAPAGOU í heimsókn. „Sigurinn var öruggur allan tfmann," sagði Teitur. „Við komumst mest 27 stigum yfir en í lokin slökuð- um við aðeíns á og unnum 79:63." Hann lék í 20 mínútur, gerði 11 stig og varð þriðji stiga- hæstur ieikmanaa Larissa. „PAPAGOU var búið að vinna í þremur af síðustu fjórum leikj- um og voru á svipuðum slóðum og við í deild- inni, Það var því mjög gott að sigra og nú erum við komnir í 10. sæti," sagði Teitur. Herbert stigahæst- ur með 25 stig HERBERT Arnarson varð stigahæstur í liði Donar í hollensku 1. deildinni er liðið vann góðan sigur á útiveUi á BS Weert, 95:86. „Ég fann mig ágætlega og skor- aði 25 stig," sagði Herbert. Hann setti niður fjögur Helga fékk gullverd- laun í Kaupmannahöfn Islenskir skylmingamenn unnu ein gullverðlaun og ein silfurverð- laun í N-Evrópubikarkeppninni í skylmingum með höggsverði sem fram fór í Kaupmannahöfn um sl. helgi. Helga Magnúsdóttir sigraði í kvennaflokki og Ragnar Sigurðs- son hlaut silfurverðlaun í karla- flokki. Þá varð íslenska karlasveitin í 4. sæti af 16 í sveitakeppni. Að loknum þremur mótum af átta um N-Evrópubikarinn eru Helga og Ragnar efst að stigum. Alls kepptu tíu íslenskir skylm- ingamenn á mótinu og að sögn Nikolays Mateevs, landsliðsþjálf- ara, undirstrikar þessi árangur stór- stígar framfarir hér heima og að íslenskir keppendur eru reiðubúnir að takast á við stórmót eins og Evrópu- og heimsmeistaramót. Helga ienti í hörkukeppni í kvennaflokki, þar sem keppendur voru níu. Hún mætti danskri stúlku, Tönju Möller, í úrslitum. „Ég fann mig mjög vel strax í byrjun og var því ekkert að hika," sagði Helga sem vann 5:3. Helga hefur æft skylmingar í eitt ár og segir árang- urinn ýta enn á sig við æfíngar. „Þessi árangur er ákveðin sárabót fyrir Islandsmeistaratitilinn sem mér tókst ekki að vinna." í karlaflokki þar sem Ragnar keppti voru 64 keppendur og komst hann í úrslit þar sem hann mætti Hollendingnum Ros Tijmen. „Ég var orðinn rosalega þreýttur þegar að viðureigninni kom, enda búinn að vera að keppa í tæpa níu klukku- tíma," sagði Ragnar. „Mér tókst ágætlega til í upphafi en síðan fór að halla undan fæti og hann sigr- aði 15:7. Ég verð að jafna metin við hann næst er við mætumst." „Það hefur mikla þýðingu að komast á svona sterk mót og sjá að við stöndum jafnfætis öðrum þjóðum. Skylmingar eru að komast á blað hér heima," sagði Helga. Næsta umferð í mótaröðinni verður í Stokkhólmi í janúar, en alls eru mótin átta. Þeir sem verða stiga- hæstir í karla- og kvennaflokki þeg- ar upp verður staðið í vor fá veg- iega bikara að launum. „Við stefn- um að minnsta kosti að því að Helga og Ragnar verði þar á meðal keppenda, því þau eiga góða mögu- leika í stigakeppninni," sagði Mate- ev þjálfari. Morgunblaðið/Július HELGA Magnúsdóttir og Ragnar Sigurðsson eru efst að stigum í N-Evrópubikarkeppninnl. HANDKNATTLEIKUR / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA þriggja stiga skot af atta og á vítalinunni hittí hann úr 9 af 10 skotum. Herbert kann vel við sig í Hollandi en það er dálítið meira leyft þar en hér lieiaia. „Menn mega skamma dómarann og leik- menn án þess að nokkuð sé gert í því. í leiknum var dæmd villa á einn af okkar mönnum, villa sem var alveg út í hött. Þegar sverttnginn hjá þeim hafði hitt í fyrra skotinu stóð þjálfari okkar upp og sagði honum að nú væri hann búinn að fá jóla- gjöfina mánuði of snemma. Strákurnn fékk boltann hjá dómaranum til að taka síð- ara skotið, setti hann undir hendina og fór að rifast við þjálfarann okkar. Dómarinn dæmdi þá á hann fimm sek- undur og við fengum bolt- ann," sagði Herbert. Góður leikur Guðmundar GUÐMUNDUK Bragason átti góðan Ieik þegar lið hans BCJ Hamborg vann Hanno- ver 100:72. Guðmundur gerði 19 stig og tok að auki 15 frákðst. Guðmundur og félagar eru því enn í efsta sæti norðurriðils 2. deildar- innar. Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, ánægðurmeð mótherja Islendinga „Við tökum því sem að höndum ber" Eg get ekki annað en verið ánægður með hvaða þjóðum við mætum í riðlakeppni Evrópu- keppni landsliða. Við tökum því sem að höndum ber," sagði Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, eftir að dregið hafði verið í riðlakeppni EM í Vínarborg í gær. ísland leikur í ríðlí með Júgóslavíu, Litháen og sigurvegaranum í E-riðli í forkeppni, þar sem Sviss, Finnland, Belgía og Georgía leika. „Ég reikna með að það verði Svisslendingar sem komast áfram," sagði Þorbjörn. Ef Syisslendingar komast áfram mæta íslendingar þeim fyrst á ís- landi í september 1997 og þá í Sviss. Leikið verður gegn Litháen í október. og Júgóslavíu í nóvem- ber, fyrst á Islandi. Tvö efstu liðin í riðlinum komast í úrslitakeppni EM, sem verður á ítalíu sumarið 1998. Þorbjörn sagði að þegar hann hefði borið riðilinn saman við hina fj'óra riðlana, væri ekki hægt annað en verið ánægður. „Júgóslavar eru með skemmtilegt lið, marga góða leikmenn sem leika með liðum til dæmis á Spáni. Þeir tryggðu sér rétt til að leika í HM í Japan á EM á Spáni þar sem þeir léku vel. Litháar hafa staðið sig vel í und- ankeppni HM og komust til Jap- ans. Þeir leika dæmigerðan rúss- neskan handknattleik. Svisslend- ingar eru alltaf erfiðir og það kom mér verulega á óvart að þeir kom- ust ekki til Japans, létu ítali skjóta sér ref fyrir rass. Með svissneska liðinu leika leikmenn eins og Mart- in Rubin, sem leikur með Dormag- en, og Mark Baumgartner, sem leikur með Lemgo," sagði Þorbjörn, sem leggur dæmið þannig upp að Júgóslavar eigi að vera sterkastir en Islendingar komi til með að berj- ast um annað sætið við Svisslend- inga og Litháa. Tvö efstu liðin í riðlunum fimm komast til ítalíu, þar sem tólf lið taka þátt í EM 1998. ítalir leika þar sem gestgjafar og Rússar sem Evrópumeistarar. Dráttur/C3 KNATTSPYRNA: BRONDBY VANN KARLSRUHE 5:0 OG KOMST AFRAM / C4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.