Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.12.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 1996 D 5 Auðlindir hafsins eru best varðveittar með nýtingu þeirra „HLUTVERK Fiskifé- lags íslands hefur ver- ið að breytast mikið á undanförnum árum, úr því að vera hluti af opinberri stjómsýslu í frjáls samtök áhuga- fólks og aðila í sjávar- útvegi. Þegar litið er til þess hvemig hægt er að marka félaginu sess til framtíðar, telj- um við félagið hafa þá einstæðu stöðu að vera einu samtökin í land- inu sem endurspeglað geta í heild sinni sjón- Einar K. Bjarni Kr. armið allra hagsmuna- Guðfinnsson Grímsson aðila í sjávarútvegi, eins og glöggt kemur fram á árleg- um Fiskiþingum," segja þeir Einar K. Guðfinnsson, stjórnarformaður Fiskifélagsins, og Bjarni Kr. Gríms- son, fiskimálastjóra. Ekki lengur vikist undan umræðu Þeir Einar og Bjarni eru ekki í nokkrum vafa um að umhverfismál munu á næstu ámm koma til með að brenna mjög á sjávarútveginum, hvort sem mönnum líkar betur eða verr enda komist sjávarútvegurinn ekki lengur undan því að ræða þetta brýna verkefni. Þeir fögnuðu áhuga sjávarútvegs- og umhverfís- ráðherra á því að taka upp sam- starf við Fiskifélagið á þessu sviði og sögðu félagið reiðubúið til þess að hafa forystu um það, eins og það hefði gert í mörgum af þeim framfaramálum, sem ýtt hafi verið úr vör allt frá stofnun félagsins 1911. „Við erum öll með á því að sjávarútvegur, sem ekki hefur já- kvæða ímynd, gengur ekki upp nema menn skynji mikilvægi þess að ganga vel um auðlindina. Á nýliðnu Fiskiþingi, þar sem megin- þemað var umhverfismál, var ann- ars vegar verið að reyna að benda á vaxandi ásókn erlendra umhverf- issamtaka og hinsvegar alþjóðlegar skuldbindingar, sem íslendingar hafa tekist á hendur, á sviði um- hverfísmála án þess að menn hafi almennt gert sér grein fyrir því hvað það feli í sér. Þetta á t.d. við um ákvæði í svokölluðum Ríó-sátt- mála um að draga verði úr koltví- sýringsmengun um 50% á heims- vísu á næstu árum.“ Gefum aldrei frá okkur nýtingarréttinn „Við þurfum að varðveita nátt- úruauðlindir hafsins, þá auðlind sem við eigum allt okkar undir. Aftur á móti er það eitt sem við getum aldrei gefíð frá okkur og það er réttur okkar til þess að nýta auðlindina, hvemig svo sem áróður umhverfissamtaka ýmissa kann að þróast. Út af fyrir sig eru þau fjölmörgu umhverfissamtök sem til eru, hvernig sem þau kunna að skil- greina sig, að vekja athygli á mál- stað, sem við getum á ákveðinn hátt tekið undir vegna þess að við þurfum vissulega að varðveita auð- lindir hafsins, en það gerum við best með því að nýta þær með sjálf- bærum veiðum. Gætum keypt okkur ímyndaðan frið Við íslendingar höfum ef til vill verið að ímynda okkur að við gæt- um keypt okkur frið frá öfgasinn- uðum umhverfissamtökum með því einfaldlega að láta undan tilteknum kröfum þeirra. Við höfum t.d. ekki tekið upp hvalveiðar að nýju, þótt öll efnahagsleg og líffræðileg rök mæli með því, af ótta við ágang umhverfissamtakanna. Nú er það auðvitað komið á dag- inn að þessi samtök, sem eru í eðli sínu efnahagsleg hryðjuverka- samtök, bregðast við eins og öll önnur samtök af því taginu. Þau ganga einfaldlega á lagið og það sýnir sig að það er hvorki hægt að kaupa sér frið frá þeim né held- ur að semja við þau,“ segir Einar. Kunna áróðurstæknina afskaplega vel „Vaxandi kröfur um stöðvun físk- veiða og bann á ýmis veiðarfæri, getur auðvitað fyrr eða síðar hitt okkur íslendinga mjög illa enda virðist þessum samtökum með hverju árinu vaxa fískur um hrygg auk þess sem þau virðast hafa ótrú- lega greiðan aðgang að fjölmiðlum, sem gerir málstað þeirra óneitan- lega trúanlegan fyrir hinn almenna borgara úti í heimi. Þau kunna áróð- urstækni sína afskaplega vel. Að mínu mati er full ástæða til að taka umhverfíssamtökin alvarlega og spoma við fæti á alþjóða vettvangi og fá aðrar þjóðir í lið með okkur. Fiskifélag íslands hyggst á næstu árum láta umhverfismál til sín taka, en að mati þeirra Einars K. Guðfmnsson- ar stjórnarformanns og Bjarna Kr. Grímssonar fískimálastjóra, sem Jóhanna Ingvarsdótt- ir ræddi við, er nauð- synlegt að fara að svara efnahagslegum hryðju- verkasamtökum sem kenna sig við umhverf- isvemd Menn hafa kannski haldið að áróðurinn myndi einskorðast við hvalveiðar og með því að hafa hægt um okkur á þeim vettvangi, myndu aðrar fískveiðar verða látn- ar í friði. Við væmm þar af leið- andi að skapa okkur jákvæða ímynd gagnvart þessum samtök- um. Það hefur aldeilis komið á daginn að svo er ekki,“ segir Einar. Heppin að fá ekki markaðsbann Bjami tók í sama streng og sagði náttúrusamtökin í auknum mæli beina spjótum sínum að veiðarfær- um, m.a. krókum sem smábáta- menn teldu mjög vistvæn veiðar- færi og slík samtök beijast fyrir því að netaveiðar verði alfarið bann- aðar í Bandaríkjunum, sem þær reyndar eru víða. „Það má svo sem segja með sanni að við séum ennþá tiltölulega hepp- in að hafa ekki fengið á okkur bann á sölu netafisks frá íslandi því á Bandaríkjamarkaði er yfirleitt bannað að versla með afurðir af dýrum sem veidd hafa verið í ólög- mæt veiðarfæri. Sömuleiðis hafa fregnir borist af því að nú eigi að fara að banna línu þar sem fugl geti bitið í línuna þegar hún rennur út og hann þar með drepist. Við verðum að bregðast við þeirri ógn, sem að okkur kann að steðja og felst í því að efnahagur okkar hrynji vegna markaðslokana." Einar sagði að úr því að þeir félagar væru að draga upp dökka mynd af ástandinu, mætti ekki gleyma því að á alþjóða vettvangi hefði sjálfbær nýting, eins og stund- uð er við Island, hvarvetna hlotið hljómgrunn. Alls staðar þar sem menn kæmu saman og væru að velta fyrir sér fæðuöflun framtíðar- innar, væri ljóst að hún myndi í vaxandi mæli byggja á því sem hafið gæfi af sér. Inn í þá framtíðar- sýn kæmi sjálfbær nýting. Nýta þarf lífríklð allt skynsamlega „Þess vegna tel ég að svar okkar gagnvart þessum samtökum sé mjög einfalt. Við munum einfald- lega segja að til þess að heimurinn megi lifa af og fái notið afraksturs- ins úr hafinu, verði menn að nýta hafíð með skynsamlegum hætti á grundvelli hinnar sjálfbæru nýting- ar, líkt og við erum að gera, en það byggist á því að við nýtum alla físki- stofna og allt lífríkið, sem í sjónum er. Það er sú grundvallarforsenda, sem við göngum út frá. Við megum hinsvegar ekki undir neinum kringumstæðum gera sam- komulag við þessi samtök í þeirri von að eitthvað af þeirra hug- myndafræði falli að okkar. Við vit- „VIÐ erum öll með á því að sjávarútvegur, sem ekki hefur já- kvæða ímynd, gengur ekki upp nema menn skynji mikilvægi þess að ganga vel um auðlindina." RÆKJUBA TAR RÆKJUBA TAR Nafn Staarð Afll Flskur Sjóf Löndunarst. ARNFIRÐINGUR BA 21 12 2 0 2 Bfldudalur | HÖFRUNGUR BA 60 27 4 0 3 Bildudalur ! PÍLOT BA 6 20 6 0 3 Bíldudalur BRYNDlS IS 69 14 1 0 1 Bolungarvík [ HÚNIÍS6B 14 3 0 2 Bolungarvðc NEISTI Is 218 15 3 0 2 Bolungarvik I SÆ8JÖRN ÍS 121 12 2 0 3 Bolungarvik SÆDlS ÍS 67 15 2 0 2 Bolungarvík ! ÁRNIÓLAlSai 17 4 0 3 Bolungarvfk BÁRA ÍS 66 25 5 0 3 Isafjöröur ! OAGNflSM 11 6 0 3 Isafjöröur FINNBJÖRN ÍS 37 11 3 ó 2 ísafjöröur GISSUR HVÍTIIS 114 18 4 0 2 Isafjöröur GUNNAR SIGURDSSON IS 13 11 3 0 2 ísafjöröur HAFSÚt.A IS 741 30 1 0 1 (#aíjöröur HALLDÓR SIGURÐSSON IS 14 27 7 0 3 ísafjöröur ! VER ÍS 120 11 8 0 4 iMfjörður GRÍMSEYST2 30 8 0 2 Drangsnes DrongsneB ! GUNNHILDUR ST 29 15 8 0 2 HILMIR ST 1 30 2 0 1 Drangsnes SIGURBJÖRG ST 66 25 4 0 2 OrangsneB SÆBJÖRG ST 7 76 5 0 2 Drangsnes ÁSBJÖRG ST 9 50 12 0 2 Drangsnes ÁSDlS ST 37 30 4 0 1 Hólmavík ! HAFÖRNHU4 20 2 0 1 Hvammstongi | H ÚN I H U 62 29 5 ö 1 Hvammstangi | GISSUR HVÍTt HU 35 165 8 0 1 Blönduós JÖKULL SK 33 68 23 0 2 Sauöárkrókur i PÓRIRSK 16 12 26 0 4 Souöórkrókur ERLÍNG KE 140 179 25 0 1 Siglufjöröur \ GAUKUR GK 660 181 20 0 1 Siglufjöröur SIGLUVÍK Sl 2 450 24 0 1 Siglufjöröur í STÁLVlKSII 364 27 0 1 Siglufjörður HAFÓRN EA 955 142 12 0 1 Dalvík [[on/fi EA 162 58 8 0 1 Dalvik STEFÁN RÖGNVALDS. EA 345 68 6 0 1 Dalvík SVANUR EA 14 218 33 0 1 Dafvfk SÆLJÖNSU Í04 256 26 0 1 Dalvík \2sæþór EA 101 150 31 0 1 Dafvflt SÓL R ÚN EÁ 351 147 20 0 1 Dalvík VÍÐIR TRAUSTI EA 517 62 3 0 1 Dalvfk SJÖFN PH 142 199 14 0 1 Grenivík ARONÞH 105 76 9 0 2 Húsavfk — Nafn FANNEYÞH 130 Stasrð 22 Afll 4 Flakur 0 SJÓf. 2 Lðndunarat. Húsavík GUÐRÚN BJÖRG PH 60 70 7 0 2 Húsavík 1 KRISTEY ÞH 25 50 24 0 3 Kópasker ÖXARNÚPUR PH 162 j7 ; jl: .0. 4 4 Kópasker ÞINGEYÞH51 .... 12~- 10 1 I 0 Kópasker SKELFISKBA TAR Nafn Staorð Afll Sjóf. Lðndunarst. FARSÆLL SH 30 178 48 ~ 5 Grundarflöröur HAUKABERG SH 20 104 41 5 Grundarfjöröur ARNAR SH 157 20 28 5 Stykkiohölmur | GRETTIR SH 104 148 62 6 Stykkishólmur GlSLÍ GUNNARSSON II SH 8i 18 29 5 Stykkishölmur HRÖNN BA 335 KRÍSTÍNN FRmiKSSON SH "í 41 104 47 57 5 5 Stykkishólmur Stykkishólmur SVANUR SH 111 138 55 5 Stykkishólmur ÁRSÆLL SH 88 101 49 5 Stykkishólrmir j ~"pðRSNES II SH 109 146 60 5 Stykkishólmur SILDARBA TAR Nafn 8taarð Afll Sjóf. Lðndunarst. [ GlGJA VE 340 366 776 2 Vestmannaeyjar KAP VE 4 402 529 1 Vestmannaeyjar ! SIGHVATUR BJARNAS. VE Bt 666 471 1 Vastmennaeyjer ISLEIFUR VE 63 513 464 1 Vestmannaeyjar [ HÁBERG GK 299 366 397 2 Grindavfk ELLIÐI GK 445 731 740 2 Reykjavík SUNNUBERG GK 199 385 429 3 Vopnðfjöröur "| BÖRKUR NK 122 711 726 5 Neskaupstaöur | JÚLLI DAN PH 364 243 19 2 Noskaupstaður Á RNp'ÖR EA 16 316 68 2 Eskifjöröur i GLÓFAXI VE 300 243 32 1 Eskifjöröur VlKURBERG 'GK i 328 168 2 Eskifjörður [ GRINDVlKINGUR GK 606 577 673 3 Rayöarfjöröur SÓLFELL VE 640 370 193 2 Reyöarfjöröur ARNEYKE50 347 167 1 Djúpivogur HUNÁRÖST SF 550 338 540 1 Hornafjöröur JÓNA EÐVALDS SE 20 336 205 1 Homafjöröur T1 um að þessum aðilum er ekki treyst- andi og þeir eru ekki heilir í afstöðu sinni," segir Einar. Brýnt að taka á brottkasti flsks Aðspurðir um hvort ekki væri tímabært að við tækjum til í eigin túngarði áður en við færum að kynna okkur sem ábyrga fískveiði- þjóð á alþjóða vettvangi í ljósi fregna af brottkasti smáfísks af íslenskum fiskiskipum, sögðu þeir að vissulega mætti ýmislegt betur fara hjá íslendingum. Á hinn bóginn ef við settum okk- ur í alþjóðlegt samhengi, stæðum við framar flestum öðrum í sjávar- útvegi. Við værum að fá meira út úr auðlindinni en aðrar þjóðir og værum ein fárra þjóða sem byggðu heilt efnahagskerfi á á sjávarútvegi án ríkisstyrkja. Einar sagðist telja að íslendingar ættu alla möguleika til þess að verða leiðandi í alþjóð- legri umræðu um sjávarútveg enda hefði það komið á daginn að staða íslands í alþjóðlegum sjávarútvegi væri mjög sterk. Einar og Bjarni voru sammála um að brottkast físks væri vanda- mál, sem taka þyrfti á. Ljóst væri þó að íslendingar væru ekki einir um þá meinsemd. „Brýnasta verk- efnið tel ég vera að efla fræðslu um sjávarútveginn hér, ekki síður en annars staðar, þannig að menn átti sig á því að þeir þurfa að ganga um auðlindina af varúð ef við eigum að geta lifað af henni í framtíð- inni. Það sem við gerum í dag get- ur haft áhrif í framtíðinni. Aukin fræðsla mun óneitanlega leiða til þess að menn gangi betur um auð- lindina,“ segir Bjarni. Skuldbindlngar í mengunarmálum Ekki síður er mikilvægt að aðilar í sjávarútvegi átti sig á því að við höfum í vaxandi mæli gerst aðilar að alþjóðlegum samþykktum og munum á næstu árum taka þátt í alþjóðlegum skuldbindingum í um- hverfis- og mengunarmálum. „Mengun er í eðli sínu alþjóðlegt fyrirbrigði, sem aldrei verður hægt að sigrast á nema með alþjóðlegum skuldbindingum, sem koma til með að kosta ýmiss konar óhagræði til skemmri tíma fyrir starfsgreinina. Ég held að Fiskifélagið geti verið vettvangur til þess að miðla þess- um upplýsingum til sjávarútvegs- ins og við urðum varir við það á Fiskiþingi að fjöldi þeirra alþjóð- legu skuldbindinga, sem við höfum þegar tekist á hendur, virtist koma mönnum töluvert á óvart, en hlýtur um margt að vera mótandi um okkar sjávarútvegsstefnu,“ segir Einar. Dragbítur í stjórnkerfinu Oft er því haldið fram að fisk- veiðistjórnunarkerfið sé dragbítur á það að menn gangi um auðlindina eins og best sé á kosið og hendi ekki fiski. Einar sagði að um þetta væru skiptar skoðanir hér á landi. „Ég myndi t.d. halda þessu fram þótt ég viti um fj'ölmarga innan Fiskifélagsins sem eru mér ósam- mála. Þetta er óútkljáð deilumál hér á landi sem við ættum ekki að hafa að útflutningsvöru. Framseljanlegt aflakvótakerfi „Það má t.d. rifja það upp að í frægri skýrslu tvíhöfðanefndarinn- ar svokölluðu um endurskoðun á fiskveiðistjómunarkerfínu var kom- ist að þeirri niðurstöðu að við ættum að halda í framseljanlegt aflakvóta- kerfí. Þar er sömuleiðis niðurstaðan sú að meginveikleiki þess kerfis væri tilhneiging til þess að kasta afla. Hinsvegar held ég að við íslend- ingar ættum fýrst og fremst að leggja áherslu á það í umræðu á alþjóðavettvangi að við setjum okk- ur tiltekin markmið um nýtinguna, burtséð frá því hvaða stjómunar- kerfí við nýtum síðan við það að ná í þennan afla. Við setjum okkur ákveðin markmið um leyfílegan heildarafla í hverri tegund og reyn- um síðan að virða þær reglur. Um þetta á málið fyrst og fremst að snúast,“ segir Einar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.