Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 1
TOLVUR Ráöstefna um nýja tíma/4 m~—Æ FfARMÁL Lániö lék við Landsbankann /6 HLUTHAFAR Komið í veg fyrir deilur /8 VTOSraPri/iOVINNUUF PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 BLAÐ B Flug Samningar hafa tekist um að flugfélagið Atlanta annist allt sólarlandaflug fyrir ferðaskrif- stofuna Úrval-Útsýn á timabil- inu 1. júní tíl 1. nóvember á næsta ári. Ferðaskrifstofan hef- ur hingað til nær eingöngu skipt við Flugleiðir um sitt leiguflug, en hún er að stærstum hluta í eigu félagsins. /2 Afsláttur Meirihluti efnahags- og við- skiptanefndar Alþingis leggur til að afsláttur vegna hluta- bréfakaupa verði lagður niður í áföngum á næstu þremur árum, en verði ekki felldur nið- ur í einu lagi um áramót, eins og gert var ráð fyrir í frum- varpi til breytinga á lögum um tekju- og eignaskatt. /3 Kókflaska Áldós í laginu eins og Coca-Cola flaska verður markaðsprófuð á næstunni. Ðósin er í hönnun, en Coca-Cola markaðssetti plast- flösku í laginu eins og gömlu kók-glerflöskurnar 1994./3 yÖRUSKIPTIN Verðmæti vöruút- og innflutnings jan.-okt. 1995 og 1996 1995 1996 (fob virði í milljónum króna) jan.-okt. jan.-okt. Breyting á föstu gengi* Annað 10.188,0 Útflutningur alls (fob) Sjávarafurðir Ál Kísiljárn Skip og flugvélar Annað Innf lutningur alls (fob) Sérstakar fjárfestingarvörur Skip Flugvélar ^^- Landsvirkjun Tilstóriðju ^^^^^^^^^^^^ íslenska álfélagið íslenska járnblendifélagið Almennur innflutningur Olía Alm. innf lutningur án olíu Matvörur og drykkjarvörur Fólksbílar Aðrar neysluvörur Annað Vöruskiptajöfnuður ^^^^ Án viðskipta íslenska álfélagsins Án viðskipta íslenska álfélagsins, íslenska járnblendifélagsins og sérstakrar fjárfestingarvöru ' Míðað er vlö meðalgengl á vöruviðsklptavog; á þann mælikvarða var meðalverð erlends gjaldeyris 94.388,4 103.369,7 +9,5% 69.425,1 77.793,0 +12,1% 9.970,5 10.278,9 +3,1% 2.454,4 3.046,0 +24,1% 2.350,4 1.462,3 -37,8% 10.188,0 10.789,5 +5,9% 83.840,9 102.150,1 +21,8% 2.135,8 5.055,0 1.351,6 4.879,3 . 736,6 103,8 47,6 71,9 , 5.397,9 6.5J9.0 +20,9% 4.800,4 5.780,5 +20,4% 591,5 738,5 +24,9% 76.313,2 90.576,7 +78,7% 5.751,4 7.553,2 +31,3% 70.561,8 83.022,9 +17,7% 8.586,9 9.446,1 +10,0% 3.888,1 5.606,3 +44,2% 17.478,0 19.321,2 +10,5% 40.608,8 48649,3 +19,8% 10.547,5 1.219,6 5.377,4 -3.278,8 3.299,9 -1.993,6 I Janúar-október1996 óbreytt frá sama tíma árið áður. H$ln)U: HAGSTOFAISLANÐS Innflutningur umtalsvert meiri en spáð var Stefniríl4% aukningu ístað tæplega 10% LJÓST er að almennur innflutningur í ár verður verulega meiri en spáð var í þjóðhagsáætlun, sem lögð var fram með fjárlagafrumvarpinu í október. Stefnir í að hann geti orðið 14% meiri en í fyrra á föstu verð- lagi, en í þjóðhagsáætlun var spáð að hann yrði 9,7% meiri í ár en í fyrra. Hins vegar eru lfkur til þess að sérstakur innflutningur verði minni en gert var ráð fyrir og vegi þarna nokkuð á móti. Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, sagði að í þjóð- hagsáætlun hefði verið gert ráð fyr- ir að innflutningur vöru og þjónustu í heild ykist um 12,8% milli áranna 1995 og 1996. Talsverður hluti þeirrar aukningar stafaði af bygg- ingu álversins og gert hefði verið ráð fyrir að almenni innflutningur- inn ykist um 9,7%. Það væri hins vegar alveg ljóst að innflutningur almennrar neysluvðru myndi aukast meira en það í ár. Samkvæmt tölum fyrir fyrstu ellefu mánuðina stefndi í að hann yrði 12-15% meiri og ekki væri ólíklegt að hann gæti orðið um 14% meiri í ár en í fyrra á föstu verðlagi. Líkur væru hins vegar til þess að sérstaki innflutningurinn yrði minni og það vægi á móti að nokkru. Minni afgangur Þórður sagði að innflutningur á bifreiðum og ýmsum varanlegum neysluvörum hefði aukist mjög mikið í ár. Þannig virtist innflutningur fólksbíla á föstu verði ætla að auk- ast um 40% milli ára og innflutning- ur varanlegrar neysluvöru um 18-20%. Fyrstu tíu mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 103,4 milljarða króna en inn fyrir 102,2 milljarða króna. Afgangur var því af vöru- skiptunum við útlónd sem nam 1,2 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra voru þau hagstæð um 10,5 milljarða á föstu gengi. Vöruskipta- jöfnuðurinn er því 9,3 milljörðum króna lakari en á sama tíma í fyrra en um 5,5 milljörðum lakari að frá- töldum innflutningi og útflutningi á skipum og flugvélum, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar yfir inn- og útflutning fyrstu tíu mánuðina. Fyrstu tíu mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins 10% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 75% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 12% meira en á sama tíma árið áður. Þá var verðmæti útflutts áls um 3% meira og verðmæti kísil- járns 24% meira en á sama tíma árið áður. Heildarverðmæti vöruinnflutnings- ins fyrstu tíu mánuði þessa árs var 22% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Að frátöldum innflutn- ingi sérstakrar fjárfestingarvöru, inn- flutningi til stóriðju og olíuinnflutn- ingi sem jafnan er mjög breytilegur, reyndist annar vöruinnflutningur hafa orðið 18% meiri á fóstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af jókst innflutningur á matvöru og drykkjar- vöru um 10%, fólksbílainnflutningur jókst um 44% og innflutningur ann- arrar neysluvöru um 11%. ISLENSKI LIFEYRISSJOÐURINN Fjarfestu i öryggi • Abyrg fjárfestingarstefna • Hæsta raunávöxtun séreignarsjóða verðbréfafyrirtækjanna 1991-1995 • Tryggingar á góðum kjörum • Skattalegt hagræði Taktu á Ufeyrismálum þínum í tœha tíð! i Eitt símtal nœpr, LANDSBREFHF. SUÐURLANDSBRAUT 24, 10 yyýttt-tn- - ^tH- Áil%4v- ^í^ REYKJAVÍK, SÍMI 588 9200, BRÉFASÍMI 588 8598

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.