Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 4
4 B FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Y VIÐSKIPTI ISÍÐUSTU viku lauk merkilegri ráðstefnu á vegum Teymis hf. undir yfirskriftinni Ráðstefna um nýja tíma. Þar sýndu fjöl- mörg fyrirtæki sitthvað fróðlegt tengt al- og innraneti, aukinheldur sem ýmsir kunn- áttu- og fagmenn innlendir sem erlendir fluttu fróðlega fyrirlestra. Sem vonlegt er var mikil umfjöllun um lausnir sem Teymi kynnir fyrir hönd Oracle-hugbúnaðarfyrirtækisins, en einnig fjölmargt á seyði sem snertir tölvunot- endur almennt, ekki síst þegar menn reyna að spá í framtíðina. Ekki kom á óvart hvað ráðstefna Teymis- manna var fjölsótt, enda vel skipulögð og fjall- aði um margt það sem brennur á forsvars- mönnum fyrirtækja sem þurfa að bregðast við ným tækni vilji þau halda velli í framtíð- inni. Með því forvitnilegra sem sást var svo- kölluð nettölva, ný gerð af tölvu sem byggir meðal annars á þeirri hugmynd Sun-manna að „netið sé tölvan", sem má heimfæra upp á alnetið, því vissulega hefur það líka eigin- leika og gríðarstór tölva. Oracle hefur barist fyrir þessari nettölvu-hugmyndinni síðustu misseri og þrátt fyrir efasemdaraddir, sem hafa viljað skrifa hugmyndina á sérvisku Larrys Ellisons, forstjóra Oracle, er svo kom- ið, ekki síst fyrir tilverknað hans, að nettöl- van hefur náð að vinna sér sess sem vænleg- ur arftaki borðtölva í fyrirtækjanetum, aukin- heldur sem hún á eflaust eftir að hafa áhrifa á heimilismarkað þegar fram líður. Fyrirlestur útsendara Oracle um nettölvuna þar sem hann kynnti tilbúna afurð var vel sóttur og margir leituðu eftir frekari kynnum af nettölvunni á sýningu sem haldin var í tengslum við ráðstefnuna. Sú sýning kom reyndar nokkuð á óvart fyrir umfang sitt og Ráðstefna um nýja tíma Tölvur Fyrír skemmstu var haldin ráðstefna á Hótel Loftleiðum undir yfírskriftinni Ráðstefna um nýja tíma. Ámi Matt- híasson leit inn á ráðstefnuna og segir hana merki- lega, enda hafí þar verið tæpt á ýmsu sem fyrirtæki verði að bregðast við vilji þau á annað borð halda velli. þar var margt að fmna merkilegt. Oracle-bún- aður var áberandi sem vonlegt er, en einnig kynntu önnur fyrirtæki framleiðslu sína, til að mynda EJS, umboðsaðili fyrir Sun, sem er mjög í eldlínunni fyrir Java-forritunarmál sitt og væntanlegan Java-örgjörva. Java-örgjörvi Sun Sú nýjung, að hannaður er sérstakur ör- gjörvi sem margfaldar keyrsluhraða Java- hugbúnaðar, vekur upp margrar spurningar. Að sögn Sun manna verða fyrstu Java-örgjör- varnir ódýrir og ætlaðir fyrir smátæki, til að mynda mælitæki, firðsíma og ódýrar nettölv- ur. Síðar kemur á markað öllu veigameiri örgjörvi sem ætlaður er fyrir einkatölvur, en enn er margt á huldu um hönnun hans. Reynd- ar er margt óljóst um Java-örgjörvann al- mennt og þá ekki síst hvort hann eigi eftir að nýtast og í hvað. Þegar eru yfirburðir x86-örgjörvafjölskyldu Intel algjörir á borð- tölvumarkaðnum, PowerPC örgjörvinn hefur fest sig í sessi sem Apple Macintosh- örgjörvi, en ekki náð því markmiði að velta x86-örgjörvanum af stalii því Apple hefur ekki nema um 8% markaðshlutdeid á heims- vísu. Segja má að helstu áhrif PowerPC ör- gjörvans á stöðu Intel hafi verið til bóta. Int- el tók þessa ógn svo alvarlega að örgjörvaþró- un þess tók gríðarlegt stökk framávið og þannig eru ClSC-örgjörvar þess í dag meira en samkeppnisfærir við RlSC-hönnun Pow- erPC, en áður höfðu allir spáð því að saga x86-hönnunarinnar væri að líða undir lok. Gott dæmi um það er að í lok næsta árs koma á markað fyrstu tölvurnar sem keyra 300 MHz PowerPC örgjörva, en um líkt leyti hyggjast Intel-menn setja á markað sjöttu kynslóð af PentiumPro örgjörva sem verður 300 og 333 MHz. Ekki er gott að sjá hvern- ig Sun á eftir að farnast í þeim slag, en vissu- lega er djarft teflt að leggja þá gríðarlegu fjármuni sem þarf til að þróa samkeppnishæf- an örgjörva inn á markað sem þróast eins hratt og raun ber vitni. Á ráðstefnusýningunni mátti meðal annn- ars sjá merkilegar lausnir frá Oracle á ýmsu tengdu al- og innraneti og starfsmenn Oracle á þönum að halda einskonar einkasýningar fyrir þá sem vildu. Einnig sýndu lausnir ýmis fyrirtæki önnur en Oracle og Sun, innlend sem erlend, aukinheldur sem DeCode tímarit- ið var með uppsettar tölvur og setti skemmti- legan blæ á annars þurra fagsýningu með glymjandi danstónlist. Sýning Teymis var merkilegt framtak og vonandi endurtekið á næsta ári til að gefa kost á að fylgjast með helstu straumum frá útlöndum. Ábendingum um efni og athugasemdum má koma til arnim- @mbl.is. Ert þú með lánshæfa hugmynd til eflingar atvinnulífi ? Við veitum góðri hugmynd brautargengi! Við veitum fúslega nánari upplýsingar um lán til atvinnuskapandi verkefna í öllum greinum. D LANASJOÐUR VESTUR - NORÐURLANDA ENGJATEIG 3 - PÓSTHÓLF 5410. 125 REYKJAVÍK SÍMI: 560 54 00 FAX: 588 29 04 Hvatt til samstarfs við Islendinga Forstjóri E. Phil & Son telur íslenskan hug- búnaðariðnað einstaklega áhugaverðan „LÁG laun, lítil verð- bólga og góður hag- vöxtur á síðustu árum hafa leitt til þess, að á Islandi er umhverfíð mjög fyrirtækja- vænt,“ segir Seren Langvad, aðaleigandi danska byggingafyr- irtækisins E. Phil & Son, í viðtali við dag- blaðið Berlingske Tid- ende. Hvetur hann dönsk fyrirtæki til að leita eftir samvinnu við íslensk fyrirtæki og nefnir íslenskan hugbúnaðariðnað sem séretaklega áhugavert svið. í viðtalinu, sem birtist í síðustu viku, segir Langvad, að mikill kraft- ur sé í íslenskum hugbúnaðariðnaði og þar séu miklir möguleikar á sam- starfi og samvinnu. „Danir og íslendingar geta sótt hugmyndir hvorir til annarra og kannski eigum við eftir að sjá danskt-íslenskt Danfoss innan hug- búnaðariðnaðarins," segir Langvad. Langvad hefur mikla reynslu af starfsemi hér á landi eins og mörg- um er kunnugt en 25 ár eru liðin síðan hann og E. Phil & Son gerð- ust meðeigendur að stærsta bygg- ingarfyrirtækinu hér, ístaki. Er það nú að 92% í eigu E. Phil & Sön. Mikil gerjun „íslenskt efnahagslíf er traust og verðbólga sáralítil. Það er ýmislegt í geijun þama uppi. Lít- il, dönsk fyrirtæki ættu að leita eftir samstarfi við íslensku hugbúnaðar- fyrirtækin, sem hafa á að skipa mjög frjóu, vel- menntuðu og alþjóðlega sinnuðu fólki. Það er skynsamlegra fyrir okk- ur Dani að fjárfesta í hugviti en til dæmis ál- bræðslum,“ sagði Langvad. E. Phil & Son er mjög umsvifa- mikið í byggingariðnaðinum eins og sést á því, að á reikningsárinu 1995-’96 velti það 1.450 milljörðum ísl. kr. og hagnaðurinn var um 12 milljarðar ísl. kr. Hefur fyrirtækið aldrei verið rekið með tapi. íslensk- ir verkfræðingar og aðrir starfs- menn lstaks hafa starfað og eru að starfi fyrir E. Phil & Son víða um lönd, í Evrópu, Afríku, Asíu og Miðausturlöndum, og segir Langvad, að fyrirtækinu hafi komið vel hinn alþjóðlegi bakgrunnur Ís- lendinga hvað varðar menntunina, sem þeir sæki í allar áttir. S0ren Langvad Akærur í ADM máli vestra Washington. Reuter. ALRÍKISDÓMSTÓLL í Chicago hefur ákært þijá fyrr- verandi ráðamenn fyrirtækis- ins Archer Daniels Midland Co. (ADM) fyrir ólöglegt sam- komulag um verð á lysín að sögn bandaríska dómsmála- ráðuneytisins. Þeir sem nefndir eru í ákær- unni eru Miehael Andreas, fyrrverandi varaforstjóri og sonur stjórnarformanns ADM, Terrance Wilson, fyrrverandi yfirmaður kornvinnsludeildar, og Mark Whitacre úr stjórn ADM, sem var rekinn og var heimildarmaður alríkislögregl- unnar FBI í málinu. Dómsmálaráðuneytið til- kynnti einnig að Cheil Jedang Ltd. í Seoul í Suður-Kóreu hefði samþykkt að viðurkenna sekt sína og greiða 1.25 millj- ónir dollara sekt fyrir þátttöku í samsæri um frystingu á verði lysíns, amínósýru sem er notuð í skepnufóður. Kviðdómurinn ákærði líka framkvæmdastjóra japanska fyrirtækisins Ajinomoto, sem áður hafði viðurkennt meðan á rannsókn stóð. I október samþykkti ADM að lýsa sig sekt af tveimur ákærum um verðfrystingu í sölu landbúnaðarafurða og greiða 100 milljóna dollara metsekt. Rannsókn bandaríska dómsmálaráðuneytisins á lys- ín-, sítrónssýru- og sírópmörk- uðum heldur áfram. H-Laun - wmmm GrensásvcRi 8 • 108 Reykjavík • Sími: 568-8882 • Heimasíða: www.tm.is • Netfang: tm@tm.is *"'* 1..... - 3!^JWB^Epg||j|gjj|pWy|Mgj3qPBBMf|M||M|0|!pj||||!j|||^ ■öLvumiÐUin ipkp

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.