Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Lánið lék við Landsbankann Bankinn fékk óvenju hagstæð kjör á nyju skuldabréfaláni með víkjandi ákvæði á er- lendum markaði að fjárhæð 2 milljarðar króna. Þetta lán leysir af hólmi eldri víkjandi lán frá Seðlabankanum og Trygg- ingarsjóði viðskiptabanka. Krístinn Briem kynnti sér málið og ræddi við þá Hauk Þór Haraldsson forstöðumann og Barða Ámason aðstoðarbankastjóra. FULLTRÚAR Landsbank- ans munu á morgun und- irrita samning við Sumi- tomo Bank í London um skuldabréfaútgáfu bankans á al- þjóðlegum markaði að fjárhæð 30 milljónir dollara eða sem svarar til um 2 milljarða króna. Þetta þætti e.t.v. ekki í frásögur færandi und- ir venjulegum kringumstæðum, þar sem íslenskar lánastofnanir taka oft og iðulega lán á erlendum markaði án þess að hátt fari. Að þessu sinni eru hin nýju skuldabréf hins vegar með sér- stöku víkjandi ákvæði sem þýðir að þau víkja fyrir öllum kröfum á hendur bankanum öðrum en hlut- afé. Er þetta { fyrsta sinn sem ís- lensk lánastofnun gefur út slík bréf erlendis og hafa þau öll þegar verið seld til japanskra fjárfesta. Bréfin eru til 15 ára en bankinn hefur rétt til að greiða þau upp eftir tíu ár. Þau bera Libor-vexti að viðbættu 15 punkta álagi. Þetta þykja óvenju hagstæð kjör, en bankinn fékk m.a. tilboð frá Bandaríkjunum um lán með 40-50 punkta álagi. Viö bjóðum strikamerkjalausnir fyrir: talningu • vörumóttöku • pantanir • EDI ofl. Mikið úrval strikamerkjaprentara, lesara og handtölva. Hagstætt verð 10 ára reynsla Hafðu vakandi auga með þínum verðmætum. Sjálfvirkt! | RAFHDNNUN VBI Ármúla 17 - Sími 588 3600 - Fax 588 3611 - vbh@centrum.is H ll^f Skuldabréfalánið mun leysa af hólmi eldri víkjandi Ián Landsbank- ans hjá Seðlabankanum og Trygg- ingarsjóði viðskiptabanka sem nema nú um 1.565 milljónum. En þar sem lánsfjárhæðin er töluvert hærri styrkist eiginíjárhlutfall bankans nokkuð og er það nú áætlað yfir 10% samanborið við 9,46% um síðustu áramót. Víkjandi lán tekin 1992 En til að átta sig á aðdraganda þessarar tímamótalántöku þarf að fara allt aftur til ársins 1992. Þá glímdu flestar lánastofnanir við mikla erfiðleika viðskiptavina sinna í atvinnulífinu og máttu þola gífurleg útlánatöp. Vart þarf að taka fram að Landsbankinn átti þá einnig við ramman reip að draga. Til að styrkja eiginfjárstöðu sína fékk bankinn 2 milljarða eig- infjárframlag frá ríkissjóði og 2.250 milljóna víkjandi lán frá Seðlabanka og Tryggingasjóði við- skiptabanka. Framlag ríkisins var í formi skuldabréfs með gjalddaga árið 2013, en víkjandi lánin voru tvö talsins. Þannig tók bankinn fyrst 1.250 milljóna króna lán hjá Seðla- bankanum í desember árið 1992. Landsbankinn fékk þetta lán ekki til ráðstöfunar heldur varð að sam- komulagi að andvirðinu yrði varið til kaupa á spariskírteinum sem varðveitt eru í Seðlabankanum. Á gjalddögum eru spariskírteini seld til að fjármagna afborganir og vexti. Á árinu 1993 fékk bankinn lán að fjárhæð 1 milljarður frá Tryggingarsjóði viðskiptabanka. Eftirstöðvar þessara lána nema nú um 1.565 milljónum og átti næst að greiða af þeim 260 milljón- ir um næstu áramót. Að óbreyttu hefðu eftirstöðvarnar numið um 1.300 milljónum eftir þá afborgun og má því segja að eiginfjárstaða bankans styrkist um 700 milljónir með nýja láninu. Hagstæð kjör erlendis Þeir Landsbankamenn hafa undirbúið hina væntanlegu lántöku um eins árs skeið, en bankanum varð fyrst kleift að taka slíkt lán í fyrrahaust þegar alþingi sam- þykkti ný lagaákvæði þar að lút- andi. Þau heimiluðu honum að endurfjármagna eldri víkjandi lán- in með lántöku erlendis miðað við stöðu þeirra þann 1. janúar 1994. Af hálfu Landsbankans hafa þeir Barði Árnason aðstoðarbanka- stjóri, Haukur Þór Haraldsson, for- stöðumaður í íj'árreiðudeild, og Gunnbjörn Þór Ingvarsson, sér- fræðingur á alþjóðasviði, unnið að undirbúningi lántökunnar. Munu þeir undirrita lánssamninginn í London á morgun ásamt Halldóri Guðbjarnasyni bankastjóra. Haukur Þór segir að heimild Alþingis þýði að Landsbankinn megi taka víkjandi lán fyrir rétt rúma 2 milljarða. „Það var okkar mat að betra væri að leita á er- lenda markaði eftir þessu fjár- magni. í fyrsta lagi er ekki til þró- aður markaður hér á landi fyrir víkjandi lán því aðeins íslands- Morgunblaðið/Kristinn ÞEIR (f.v.) Barði Árnason, aðstoðarbankastjóri Landsbankans, Haukur Þór Haraldsson og Gunnbjörn Þór Ingvarsson hafa undir- búið útgáfu á skuldabréfum Landsbankans með víkjandi ákvæði á erlendum markaði. banki hefur tekið slík lán á mark- aðnum í einhveijum mæli. í öðru lagi töldum við að ekki væri nægi- legt framboð fjárniagns hér á inn- anlandsmarkaði. í þriðja lagi feng- um við vísbendingar um að kjörin erlendis á slíku láni yrðu mjög hagstæð. Síðastliðið haust var því ákveðið að kanna möguleika á slíku láni erlendis." Lánið greitt eftir 10 ár Eins og fyrr segir er lánið til 15 ára, en gert er ráð fyrir því að það verði greitt upp eftir tíu ár. Þetta stafar af því að i lagaákvæð- um um víkjandi lán banka er gert ráð fyrir að síðustu fimm ár láns- tímans skuli lán skerðast um 20% á ári í eiginfjárstöðunni, hvort sem greitt er af láninu eða ekki. Þar að auki hækka vextir af skulda- bréfum Landsbankans um 185 punkta eftir tíunda árið þannig að bankinn hlýtur óhjákvæmilega að greiða það upp innan þess tíma. Barði Árnason bendir á í þessu sambandi að bankar sem vilji taka víkjandi lán á Evrópumarkaði til fimm ára þurfi af sömu ástæðu að semja um tíu ára iánstíma. „En vegna hinna hagstæðu kjara sem buðust m.a. vegna ríkisábyrgðar ákváðum við að teygja okkur eins langt og hægt var með lánstímann eða í tíu ár. Það þýddi að lánið yrði að vera til fimmtán ára til að öðlast fullt gildi í eiginfjárstöðunni í tíu ár. Við leituðum á ýmsa mark- aði þar sem bankar taka víkjandi lán, en fengum fljótlega mjög gott tilboð frá Sumitomo Bank í Lond- on. Allir aðrir bankar reyndust dýrari en Sumitomo og buðu okkur lán með allt að 40-50 punkta álagi,“ segir hann. Þeir Landsbankamenn segjast afar ánægðir með kjörin á láninu, en auk 15 punkta álags á Libor- vexti fellur til um 125 þúsund doll- ara lántökukostnaður. Þriggja mánaða Libor-vextir voru á mánu- dag 5,5313%, þannig að vextir lánsins eru nú um 5,68%. Til sam- anburðar má nefna að bankinn greiðir nú um 5,8% vexti af banka- bréfaútgáfu sinni hér innanlands, auk verðtryggingar. Barði bendir ennfremur á að bankinn hafi fengið tilboð um lán með 15 punkta álagi á Libor-vexti meðan aðrir bankar eins og Den Danske Bank og Unibank verði að sætta sig við að greiða 30-50 punkta álag á Libor-vexti. Ríkis- ábyrgð á skuldbindingum Lands- bankans hafi ráðið úrslitum hjá þeim fjárfestum sem festu kaup á bréfun- um í Japan. „Það er ekki vafamál að við komumst beinlínis inn á þá markaði vegna þess að bankinn hefur ríkisábyrgð og að lánið er 20-25 punktum ódýrara en við myndum annars fá.“ En Haukur Þór bætir því við að auðvitað hafi orðspor bankans á erlendum mark- aði einnig haft hér áhrif þar sem hann hafí meira en 100 ára sögu að baki. Þar sem bankinn njóti rík- isábyrgðar verði hann hins vegar að greiða 25 punkta ríkisábyrgðar- gjald. Landsbankinn þurfti sérstakt áhættumat vegna lántökunnar frá matsfyrirtækinu Standard & Poor’s og hlaut einkunina A+ eða hina sömu og íslenska ríkið. Bréfin verða skráð í kauphöllinni í Lúxem- borg og geta því gengið kaupum og sölum á lánstímanum. Víkjandi lán ekki neyðarúrræði Þeir Haukur Þór og Barði leggja áherslu á að víkjandi lán séu ekk- ert neyðarúrræði banka heldur þyki það mjög eðlilegt erlendis að bankar taki slík lán. Hér á landi hafi umræðan hins vegar stundum verið á þann veg að leggja víkj- andi lán að jöfnu við það að ganga um Austurstræti með betlistaf. Sá misskilningur hafi skotið upp koll- inum að hér sé á ferðinni einhvers konar styrkur, en ekki raunveru- legt Ián sem verði endurgreitt með vöxtum. Eins og fyrr segir styrkist eigin- fjárhlutfall Landsbankans umtals- vert með útgáfu þessara víkjandi bréfa. Haukur Þór segir það afar mikilvægt fyrir bankann að eigin- fjárhlutfall sé á bilinu 9-10%, en þekktir bankar í Evrópu séu þó ekki með mikið hærra hlutfall en 10-11%. Um leið og hlutfallið fari hins vegar undir 9% dragi verulega úr svigrúmi Landsbankans til út- lána. „Meðan góð loðnuvertíð er í fullum gangi, þá hækka afurðalán- in hratt dag frá degi. Við verðum að hafa svigrúm til að geta mætt slíkum skammtímasveiflum. Bank- inn þarf að hafa 80 milljónir í eig- ið fé á móti hveijum milljarði í afurðalánum, þannig að aukning um 3-4 milljarða gerir kröfu um 240-360 milljónir. Við erum einnig { mikilli samkeppni við erlenda banka um lán til stærri fyrirtækja sem eru hér i viðskiptum. Lántakan styrkir okkur í sífellt harðnandi samkeppni," sagði Haukur Þór. Lotus Notes *( Póstgáttun www.nyherji.is NÝHERJI Skaftahlíð 24 - Sími 569 77QD http://www.nyherji.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.