Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 10
10 B FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Símenntun — fram tíðarsýn Sjónarhorn Skynsamleg símenntun er fyrst og fremst undirbúningur fyrír framtíðina, skrífar Guð- jón Skúlason. Hún bætir samkeppnismögu- leika og reksturinn. Hann fær meira svig- rúm, þegar þekking starfsmanna batnar með tilliti til starfsumhverfísins. VAXANDI þörf er fyn'r öfluga símenntun í fyrir- tækjum enda hafa margir brugðist við og eflt sí- menntunarstarfið. Þrátt fyrir það skortir stundum á heildstæða stefnu og of oft eru framlög til fræðslu talin kostnaður. Skynsamleg sí- menntun er miklu fremur undirbún- ingur fyrir framtíðina. Hún bætir samkeppnismöguleika og rekstur- inn. Hann fær meira svigrúm, þegar þekking starfsmanna batnar með tilliti til starfsumhverfisins. Danir leggja verulegt kapp á endurmenntun og lætur danska rík- isstjómin ekki sitt eftir liggja. Hún hefur sett sér markmið um tækni- lega landvinninga og leggur nú verulega áherslu á hátækni og tæknilega þekkingu. Stjómvöld efndu m.a. til könnunar í mars á þessu ári. Hún leiddi í ljós að 47% heimila eru búin einkatölvum og 12% þeirra hafa aðgang að Inter- netinu. Fyrirtæki hafa auk þess verið virkjuð og hvött til þess að sinna símenntun og undirbúa starfsfólk fyrir nýja tíma upplýs- ingatækninnar, sem getur leitt til þess að: • starfsfólk mun í verulegum mæli vinna heima í gegnum tölvur • vinnusvæði verða meira svæðis- bundin í stað staðbundinnar vinnu • fyrirtæki verða í ríkum mæli net- tengd milli svæða og landa • vinnan verður hreyfanlegri • starfssamningar breytast, meira verður um verktakasamninga en minna um fastráðningar. Þessi þróun mun vissulega eiga sér stað hér að einhveiju leyti. Islensk stjómvöld og fyrirtæki verða að meta aðstæður og horfa meira til framtíðar í stað skammtíma lausna, sem okkur eru tamari. Þjónustufyrirtæki framtíðarinnar Hér á eftir verður mest fjallað um þætti, er snúa að þjónustufyrir- tækjum og þá þróun, sem þar má búast við, en tækifæri framtíðar- innar bíða fyrirtækja, sem koma auga á þau. I fyrsta lagi má búast við því að viðskiptamenn verði síð- ur trúir „sínu“ fyrirtæki. Þeir snúa sér til þeirra, sem mæta kröfum um þjónustu og vömgæði. Tæknin verður nýtt til þess að uppfylla þessar kröfur, ekki vegna þess að viðskiptamenn kaupi tæknina, heldur það sem hún býður upp á. Þá verður ekki hjá því komist að skapa starfsfólki viðeigandi skil- yrði, t.d. aðgengi að viðeigandi tækni, sem mun taka örum breyt- ingum. Fræðsla um þjónustumál og vöruframboð hefur að undanfömu vegið þungt, en framvegis verður að gefa síbreytilegri tækni gaum. Meiri kröfur verða gerðar um þekk- ingu, verkhæfni og persónuleika. í símenntun verður að taka mið af þessu og styrkja ráðgjafann fremur en afgreiðslumanninn. Þess vegna verður að auka kunnáttu til þess að afla upplýsinga til þess að veita ráðgjöfina. Hvernig mætum við framtíðinni? Það ræðst af hugmyndum um væntanlega þróun í tækni- og starfsmannamálum. Á grundvelli þeirra hugmynda verða áætlanir gerðar með hliðsjón af markmiðum og þörf viðskiptamanna. Hug- myndamatið fer meðal annars fram með því að reyna að fá svör við eftirfarandi spurningum: • hvernig mun tæknin og starfsem- in hvor í sínu lagi þróast í einstök- um atriðum? • hvernig má tengja tækni- og starfsmannaþróun saman í heild- stæða mynd? Fyrri reynsla af samtengingu þróunarferla nýtist væntanlega í þessari samtengingu. Næsta stig hefst, eftir að svör liggja fyrir varð- andi þessar spurningum, þ.e. að setja markmið og móta aðgerða- áætlun. Aðgerðaáætlun og markmið Aðgerðir byggjast á væntingum um: • tækniframfarir og áhrif þeirra á störfin • þróun í starfi stjómenda og starfs- manna • þróun einstakra rekstrarþátta. Á þessu stigi eru markmið ákveð- in og unnið að þeim. Eitthvert þeirra gæti tengst þjónustunni, en nú þeg- ar er augljóst að aukin samkeppni knýr á um meiri þjónustu og/eða lægri verð. Þess vegna verður að spyrða saman verðlagningu og þjón- ustustig, þ.e. að hærra verði fylgi hátt þjónustustig. (Sjá mynd 1). Gagnlegt gæti einnig verið að leit- ast við að svara því, hvemig tryggja megi tiltrú og traust viðskiptamanna og hefjast síðan handa við að auka þá tiltrú. Ætla má að hún vaxi með: • góðri og persónulegri ráðgjöf • persónulegri afgreiðslu sem styrk- ir tengsl milli viðskiptamanna og fyrirtækis • meiri tíma og athygli sem við- skiptamenn fá. Erlendar rannsóknir sýna að vinnutími í fjármálafyrirtækjum skiptist hlutfallslega sem sést á meðfylgjandi kökuriti. Osagt skal látið hvort þessi skipt- ing eigi við íslensk fyrirtæki en fróð- 44% $t)órnunarleg verkefni legt gæti verið að leita svara við því og grípa til viðeigandi ráðstafana verði niðurstaðan önnur en hægt er að sætta sig við. Augljóst er þó að mun meiri tíma þarf að veija í sam- skipti við viðskiptamenn. Ákjósanleg þróun í starfi stjórnenda og starfsfólks: Nú þarf að styðja starfsfólk til þess að mæta þróuninni, svo að hún valdi því síður áhyggjum, en verði áhugaverð. Þróunin felst einkum í því að hinn duglegi afgreiðslumaður hverfur, í hans stað kemur hinn snjalli ráðgjafi. Afgreiðslumaðurinn hefur einkum unnið við að: • leysa föst verkefni • líkja eftir (apa eftir) • gera hlutina rétt • koma til móts við óskir viðskipta- vinarins • passa upp á starf sitt Ráðgjafinn mun vinna á annan hátt. Hann: • býr til verkefni • sér möguleika • er upptekinn af réttu hlutunum • kemur vitneskju og upplýsingum á framfæri • kemur til móts við langtíma vænt- ingar viðskiptavinarins. Fyrirtæki geta reynt að meta hvar þau eru á þróunarbrautinni. Sum eru forsjál og leitast við að fylgja þróuninni eftir, jafnvel að sjá hana fyrir. Þau hafa raunhæfari möguleika til þess að mæta framtíð- inni, sem felur ef til vill í sér kröfur þriggja hópa. í fyrsta lagi mun viðskiptavinur- inn krefjast: • fyrirmyndar þjónustu • framúrskarandi ráðgjafar • góðs vöruframboðs í öðru lagi mun umhverfið/eigendur kreijast: • samkeppnishæfni • afraksturs • afkastagetu • þjóðfélagslegrar ábyrgðar. I þriðja lagi mun starfsfólk krefj- ast: • áhrifa • meðábyrgðar • sjálfsforræðis • upplýsinga • símenntunar • afkasta-/árangurshvetjandi launakerfis. Hvers vegna mistakast breytingar? Hér að framan hefur verið rakinn sá þróunarferill, sem virðist á næsta leiti. Þróuninni lýkur ekki þar með. Hún heldur áfram og fyrirtæki, sem tilbúin eru til þess að aðlaga sig breyttum tímum, munu lifa af. Fyrsta reglan er að vekja áhuga starfsmanna og fá þá til þess að fagna breytingum. Það má gera þær að ögrandi viðfangsefni og koma í veg fyrir neikvæð viðbrögð, sem felast í mótþróa gegn nýjung- um eða bábilju að geta stöðvað framþróun, jafnvel boðið henni birginn. Fyrirtæki með slíka menn, sem komast upp með að standa í vegi fyrir sjálfsagðri þróun, halda ekki lengi velli. Eftirfarandi þættir geta einmitt hindrað eðlilega þróun: • skortur á nákvæmri forskrift og markmiðum, þar sem viðfangs- efnið er óklárt eða upplýsingar ófullnægjandi og ónákvæmar. Margir eiga því erfitt með að greina þörfina og veldur jafnvel ónógri þátttöku og áhugaleysi yfirstjórnar • atburðarásinni er ekki nægilega stjórnað og ábyrgðarsvið eru óljós, svo að mikilvægar ákvarð- anir eru ekki teknar eða of seint. Allt aðlögunarferlið vinnst seint þannig að einbeiting tapast og tilgangurinn verður óljós. At- burðarásin einkennist af létt- vægri verk- efnastjórn, eftir- fylgni og eftirlit • breytingar eru ekki framkvæmd- ar í samhengi við reksturinn og það leiðir til þess að fræðsla og þjálfun verður ómarkviss. Það er nauðsynlegt að vanda til allra ákvarðana og varða þá leið, sem ákveðin hefur verið í að breyta eða bæta rekstur fyrirtækja. Allir verða að þekkja hlutverk sitt og hvers er vænst af þeim. Starfsfólk verður best virkjað með góðum upplýsingum og góðri fræðslu, þar sem símenntun verður eðlilegur og viðurkenndur þáttur í starfsemi fyr- irtækja. Símenntun er tæki fyrir- tækjum til framdráttar, en ekki íþyngjandi kostnaður nema því tæki sé ranglega beitt. Höfundur starfar að fræðslumálum fetra TRILLUR HJÓLABORÐ 0G VAGNAR ÁRVÍK ÁRMÚLA 1* SlMI 568 7222 • FAX 568 7295 Verður talandi minnis- tæki jólagjöfin í ár? HVER hefur ekki lent í því að missa af fundi vegna þess að það gleymdist að skrá hann í minnisbókina eða gleyma góðri hugmynd af því að skriffæri voru ekki við höndina þegar hún varð til? At- hafnamenn, sem eru á ferð og flugi allan daginn, fá skilaboð í sífellu en eiga ekki alltaf auðvelt með að muna öll atriði dags- ins eða skrifa þau hjá sér. Verslunin Mitt í náttúrunni við Laugaveg hefur nú hafið innflutning á „Business memo“-upptöku- tækinu og segir Erna Magnúsdóttir versl- unareigandi að það sé jólagjöf athafna- mannsins í ár. Tækið virkar þannig að ýtt er á hnapp og skilaboðin eru lesin inn. Til að fram- kalla þau er ýtt á annan hnapp en til að eyða skilaboðunum þarf að ýta á tvo hnappa. Tækið er lítið og kemst vel fyrir í skyrtuvasa. Blaðamaður Morgunblaðsins reyndi umrætt minnistæki um vikuskeið. Tækið kom sér vel, sérstaklega þegar blaðamað- urinn var staddur í erindum úti í bæ, enda var nóg að ýta á takkann til að festa ýmsar upplýsingar í minni tækisins. Þá var tækið óspart notað þegar góðar hug- myndir urðu til meðan beðið var á umferð- arljósum enda vonlaust að grípa til skrifta við slíkar aðstæður. Yfirleitt var minnisat- riðum safnað í sarpinn yfir daginn þegar viðkomandi var á ferð og flugi um bæinn og þau síðan framkölluð í lok vinnudags og færð í minnisbókina á skrifborðinu. í raun var aðeins eitt, sem takmarkaði notagildi tækisins, en það var feimni blaðamannsins við að lesa inn á tækið innan um annað fólk. T.d. fannst honum óviðkunnanlegt að hefja upp raust sína á fundum eða í lok funda til að lesa skila- boð inn á tækið þannig að þar var gripið til gömlu góðu skrifblokkarinnar. Að dómi blaðamanns eru helstu kostir tækisins þeir hvað það er fyrirferðarlítið og hve auðvelt er að grípa til þess við ýmsar aðstæður. „Business memo“ verður á sérstöku til- boðsverði fram að jólum og kostar 15.800 krónur með virðisaukaskatti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.