Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 05.12.1996, Blaðsíða 12
* * \WREVF)tZ/ Kynntu þér tilboðsverð í Keflavík 5 88 55 22 HtorgmMnW VIÐSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 1996 Fólk Skipulags- breytingar hjá Stöð 3 ÍSLENSK margmiðlun hf. tók nýverið við rekstri Stððvar 3. Markmið fyrirtækisins er að vinna að uppbyggingu íslenskrar sjón- varpsstöðvar í einkaeigu og er stefnt að því að skrá hlutafélagið á hlutabréfamarkaði innan þriggja ára og vera með dreifða eignarað- ild, að stórum hluta í eigu almenn- ings. Áhersla verður lögð á að auka valfrelsi í íslensku sjónvarpi, efla innlenda dagskrárgerð og bjóða upp á nýjungar í fréttaþjón- ustu, segir í frétt frá fyrirtækinu. Eftir að Islensk margmiðlun hf. tók við rekstri Stöðvar 3 hefur farið fram umfangsmikil stefnu- mótunar- og starfsskipulagsvinna hjá fyrirtækinu. Störf hafa að nokkru leyti verið færð milli sviða og endurskipulögð. í framhaldi af því var nýtt stjómskipulag kynnt. • EINAR Kristinn Jónsson er stjórnarformaður íslenskrar margmiðlunar hf. Einar Krist- inn, sem er rekstrarhag- fræðingur (MBA) að mennt, er framkvæmda- stjóri og aðaleig- andi ráðgjafafyr- irtækisins Mark- viss ehf., var hann m.a. fjármálastjóri hjá Smjörlíki-Sól hf., sölu- og inn- kaupastjóri hjá Pennanum og við endurskoðunarstörf hjá KPMG Endurskoðun hf. Samhliða námi við IMD í Sviss starfaði hann að ráðgjafarverkefni í Þýskalandi og Sviss. Einar Kristinn er kvæntur Kristínu Einarsdóttur kaup- manni og eiga þau tvo syni. • ÁSDÍS Höskuldsdóttir er fjár- málastjóri íslenskrar margmiðlun- ar hf. Hún var skrifstofustjóri HM ’95 og áður rak hún Tískuvöru- verslunina Stefanel, starfaði við Ræktun mannauðs í fyrirtækjum frá ýmsum sjónarhornum var meg- inþema í erindum forsvarsmanna fjögurra fyrirtækja á Spástefnu Stjórnunarfélags íslands fyrr í vik- unni. Sjónarhorn ræðumanna voru ólík en þrjú þeirra gerðu mikilvægi góðs starfsfólks að umræðuefni. í erindum Þórarins V. Þórarins- sonar, framkvæmdastjóra VSÍ, Lilju Ólafsdóttur, forstjóra SVR, og Gunn- ars Helga Hálfdanarsonar, forstjóra Landsbréfa, kom skýrt fram að af- koma fyrirtækja og samkeppnis- hæfni þeirra ráðist að miklu leyti af hæfni starfsfólks og afstöðu þess til starfsins og starfseminnar. Á sömu Spástefnu voru kynntar niðurstöður í könnun á starfsvitund í íslenskum fyrirtækjum sem Mann- heimar ehf. og Stjórnunarfélag ís- lands gengust nýverið fyrir. Þar kem- ur í Ijós mikill munur á starfsvitund starfsfólks opinberra fyrirtækja og starfsfólks annarra fyrirtækja. í könnuninni er fyrirtækjum skipt í fimm flokka, fjármálafyrirtæki, framleiðslufyrirtæki, opinber fyrir- tæki, innflutningur og verslun, og þjónustufyrirtæki. Opinberu fyr- irtækin eru einu fyrirtækin sem í öll- um tilvikum eru fyrir neðan meðallag og þegar atriði eins og frumkvæði og afköst eru skoðuð eru þau tæp- um 30% fyrir neðan meðallag. Holl- reikningshald hjá Islenskum getraunum auk ýmissa annarra starfa í verslun- argeiranum. Ás- dís situr í stjórn HSÍ. Hún mun í janúar nk. ljúka viðskipta- og rekstrarhag- fræðinámi Endurmenntunar Há- skóla íslands. Ásdís á tvær dætur og er gift Ásmundi Magnússyni tæknifræðingi. • BOGI Þór Siguroddsson er sölu- og markaðsstjóri íslenskrar margmiðlunar. Hann er rekstrarhag- fræðingur (MBA) að mennt og starf- aði sem for- stöðumaður heildsölu neyt- endavöru hjá Hans Petersen hf. þar til hann hóf störf hjá Stöð 3 í febrúar á þessu ári. Bogi er höfundur bókarinnar Sigur í sam- keppni og formaður ÍMARK - fé- lags íslensks markaðsfólks. Bogi á þijá drengi og er kvæntur Lindu Björk Olafsdóttur lyfjafræðingi. • GUÐMUNDUR Hannesson er verkefnisstjóri hjá íslenskri margmiðlun hf. Hann er hag- fræðingur að mennt og starf- aði hjá IBM á íslandi og síðar Nýheija þar til hann var ráðinn til að vinna að undirbúningi að stofnun Stöðvar 3 í maí í fyrra. Hann gegndi síðan stöðu markaðs- stjóra og þjónustustjóra hjá stöð- inni. Guðmundur er kvæntur Ásu Jónsdóttur móttökuritara og eiga þau þijá syni. • LAUFEY Guðjónsdóttir er dagskrárstjóri Stöðvar 3. Hún lauk námi í kvikmyndafræði frá Háskól- anum í Kaupmannahöfn 1986 og starfaði sem dagskrárfulltrúi í Inn- kaupa- og markaðsdeild RÚV á árunum 1985-1995. Laufey situr í úthlutunarnefnd Kvikmyndasjóðs usta starfsmanna opinberra fyrir- tækja, þar sem kannaður var vilji þeirra til að bera hag starfseminnar fyrir brjósti, var um 17% fyrir neðan meðallag. Einungis fyrirtæki í inn- flutningi og verslun lenti fyrir neðan meðallag í þessum flokki og þá ein- ungis um 1% fyrir neðan meðallag. Með starfsvitund er átt við við- horf starfsfólks til þátta eins og ábyrgðar, hollustu og frumkvæðis á vinnustað. Að sögn aðstandenda könnunarinnar er tilgangurinn með henni að veita stjórnendum fyrir- tækja aðgang að áreiðanlegum upp- lýsingum um þróun viðhorfa innan fyrirtækisins og veita þeim saman- burð við önnur fyrirtæki. Jafnframt er niðurstöðunum ætlað að auð- velda stjórnendum að taka ákvarð- anir varðandi innri starfshætti fyr- irtækisins. Um fjörutíu fyrirtæki og íslands og hefur starfað við forval fyrir Nordisk Pa- norama. Enn- fremur hefur hún setið í dómnefnd Evrópsku sjón- varpsverðlaun- anna Prix Europa. Laufey er gift Erni D. Jónssyni og eiga þau þijú börn. • ÞÓRARINN Agústsson er tæknistjóri íslenskrar margm- iðlunar. Hann hefur starfað við sjónvarpsmynda- og kvikmynda- gerð frá árinu 1980 og er stofn- andi og eigandi Samvers hf. á Akureyri. Þórar- inn hefur frá upphafi stjórnað uppbyggingu tæknimála á Stöð 3. Hann er kvæntur Þorbjörgu Þorsteins- dóttur fjármálastjóra og eiga þau þijár dætur. • GUNNELLA Jónsdóttir er kynningarstjóri Islenskrar marg- miðlunar. Hún lauk BA-prófi annars vegar í fjölmiðlafræði og hins vegar í heimspeki og mannkynssögu frá Bandaríkjun- um 1988. Sam- hliða námi starf- aði hún sem blaðamaður í lausamennsku og tímabundið sem markaðsstjóri Rásar 2. Gunnella hóf störf á kynn- ingardeild Stöðvar 2 að loknu námi og starfaði þar fram á mitt ár 1995 en þá hóf hún störf hjá Stöð 3. Sambýlismaður Gunnellu er Helgi Helgason framkvæmda- stjóri. • INGIBJÖRG Gunnarsdóttir er sölustjóri auglýs- ingadeildar ís- lenskrar margm- iðlunar. Hún lauk námi frá Gautaborgarhá- skóla í starfs- mannastjórnun árið 1984. Fram til ársins 1992 starfaði hún við tæplega 1.500 starfsmenn þeirra tóku þátt í þessari fyrstu almennu könnun á starfsvitund í íslensku at- vinnulifi. Þjónustufyrirtæki eru þau fyrir- tæki sem sveiflast mest upp og nið- ur í einstökum atriðum könnunarinn- ar. Minnsti sveigjanleikinn er hjá þeim eða 22% fyrir neðan meðallag en í starfsanda og viðhorfi til yfir- manna eru þau um 55% yfir meðal- lagi. Samkvæmt könnuninni er starfsfólk þjónustufyrirtækja því ánægt í vinnunni en kvíðir nýjungum og hefur ekki mikla trú á aðlögunar- hæfni sinni. Yfirmenn fjármálafyrirtækja fá ekki háa einkunn hjá starfsfólki sínu en niðurstaðan af mati starfsmanna á yfirmönnum er um 28% fyrir neðan meðallag. Þessi mikli munur á viðhorfi til eigin rekstur og auk þess hjá Að- alstöðinni. Árið 1992 hóf hún störf við auglýsingadeild Stöðvar 2. Ingibjörg hefur starfað hjá Stöð 3 frá því í apríl á þessu ári. Hún á tvö börn og er gift Grétari Örv- arssyni tónlistarmanni. Ráðinntil Jóhanns Ólafs- sonar & Co. • ÓLAFUR Heiðar Jónsson, matreiðslumeistari, hefur verið ráðinn sölumaður hjá Jóhanni Ólafssyni & Co og mun hann annast sölu hótelvara fyrir veitinga- og stofnanamark- aðinn. Ólafur Heiðar er 29 ára gamall og nam matreiðslu á Hótel Loftleiðum frá 1984-1987, en þá fiutti hann sig um set og lauk námi 1988 frá flugeldhúsi Flugleiða í Keflavík undir leiðsögn Jóns G. Sigurðssonar matreiðslu- meistara. Hann öðlaðist meistara- réttindi í matreiðslu árið 1991. Strax að loknu námi hélt hann til Bergen í Noregi og vann þar um sumarið hjá SAS Service Partner sem er flug- og.veislueldhús. Hann hefur jafnframt starfað hjá Offic- ers Club í flotastöð bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli, veit- ingahúsinu Esjuberg, veitingahús- inu í Viðey og Rauða ljóninu. Síð- astliðin þrjú ár hefur Ólafur Heið- ar starfað á veitingahúsinu Esju sem matreiðslumeistari og nú sið- ast sem yfirmatreiðslumeistari. Hann hefur farið margar ferðir til útlanda til kynningar á íslandi fyrir Flugleiðir og Veitingahúsið Esju, bæði sem aðstoðarmaður og einnig skipulagt nokkrar ferðir sjálfur. Þá var Ólafur Heiðar að- stoðarmatreiðslumeistari hjá Sig- urði L. Hall í 13 sjónvarpsþáttum sem sýndir voru sumarið 1993. Hann er kvæntur Elísabetu B. Mikaelsdóttur skrifstofumanni hjá heildversluninni Garra og eiga þau eina dóttur. stjórnenda milli fjármálafyrirtækja og framleiðslufyrirtækja getur einnig bent til þess að lítill munur sé á milli undir- og yfirmanna innan fjár- málafyrirtækjanna og því beri starfs- fólk minni virðingu fyrir stjórnendum fyrirtækisins á meðan starfsfólk þjónustufyrirtækja ber meiri virðingu fyrir yfirmönnunum. Þrátt fyrir að ýmislegt athyglisvert komi fram í könnuninni vekur við- horf opinberra starfsmanna mesta athygli. Þegar á heildina er litið er starfsvitund í opinberum fyrirtækj- um um 12% fyrir neðan meðallag. í öllum öðrum fyrirtækjum er hún fyrir ofan meðallag og í framleiðslu- fyrirtækjum er hún um 10% fyrir ofan meðallag. Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri VSÍ, og Lilja Ólafs- dóttir, forstjóri SVR, töluðu um áhrif Nýttfólkhjá Hagvangi hf. • GÍSLI Árni Gíslason hefur ver- ið ráðinn á markaðssamskiptasvið Hagvangs. Hann er rannsókna- stjóri í eigindleg- um rannsóknum. Gísli nam sál- fræði við Háskóla Islands og í Ho- uston í Banda- ríkjunum. Gísli er ráðgjafi í innri og gagnvirkum samskiptum og mun hafa umsjón með vandamálagreiningin sam- kvæmt PDS- og SPIN-aðferða- fræðinnni. • HELENA Jónsdóttir hefur ver- ið ráðin á markaðssamskiptasvið Hagvangs sem verkefnastjóri í megindlegum rannsóknum. Einnig er hún ráðgefandi um neytendahegðun. Helena hefur lok- ið námi í sál- fræði. Samhliða námi í sálfræði við Háskóla íslands var Helena stundakennari við sama skóla og vann auk þess ýmis störf tengd sálfræði. Síðasta árið hefur Helena starfað sem sölu- og mark- aðsfulltrúi. • JÖKULL Mar Pétursson hefur verið ráðinn á markaðssamskipta- svið Hagvangs sem verkefna- stjóri í megind- legum rannsókn- um. Einnig er hann ráðgefandi í markaðssam- skiptum. Jökull er viðskiptafræð- ingur af markaðssviði frá Háskóla íslands. Jökull hefur starfað hjá fjármálasviði Kópavogsbæjar. • ARNA María Geirsdóttir hefur verið ráðin sem ritari hjá Hag- vangi. Hún hefur nýlokið námi af hagfræði- og stærðfræðibraut Verslunarskóla íslands. launa í erindum sínum á Spástefn- unni. Að sögn Lilju eru laun starfs- hvati að vissu marki en ekki ein sér og laun geta jafnvel verið of há. Þórarinn telur aftur á móti að laun séu endurgjald fyrir vinnuframlag og viðurkenning á hæfni í frammistöðu og framlagi hjá framsæknum fyrir- tækjum. Laun hjá þorra opinberra starfs- manna hafa ekki talist í hærri kant- inum og spurning er um hversu miklu máli laun skipta í starfsvitund í fyrirtækjum. Eins er fróðlegt að sjá ólíka afstöðu yfirmanns í opinberu fyrirtæki og framkvæmdastjóra samtaka vinnuveitenda til launa. Fram hafa komið hugmyndir hjá vinnuveitendum um að í næstu kja- rasamningum verði komið á vinnu- staðasamningum ofan á almenna rammasamninga. Það er því um- hugsunarvert hvort einhver opinber fyrirtæki velji að fara sömu leið og semja við starfsfólk um að hagræð- ingar í rekstri skili sér í launaumslag starfsmanna. Á næsta ári er áætlað að kanna á nýjan leik starfsvitund í íslenskum fyrirtækjum. Það verður athyglisvert að fylgjast með hver niðurstaðan verður þá og hvort einhverjar breyt- ingar hafa orðið á starfsvitund innan íslenskra fyrirtækja. GH Torgið Starfsvitund og mannauður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.