Morgunblaðið - 06.12.1996, Síða 1

Morgunblaðið - 06.12.1996, Síða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA plioriðiwMnöiS) 1996 KNATTSPYRNA FÖSTUDAGUR 6. DESEMBER BLAÐ Bjarni Guðjónsson kynnti séraðstæður hjá Grasshopperog ereftirsóttur Newcastle sýnir áhuga og Liverpool vill fá hann nska knattspyrnufélagið New- castle hefur sýnt áhuga á að fá Skagamanninn Bjarna Guðjónsson í sínar raðir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru ýmsir möguleik- ar fyrir hendi og eftir því sem næst verður komist er félagið fyrst og fremst að hugsa um fjárfestingu til framtíðar en Bjami er aðeins 17 ára. Beint tilboð liggur ekki á borðinu en Newcastle hefur óskað eftir frekari viðræðum við ÍA um framhaldið og vill fá Bjama aftur út til æfínga, en sem kunnugt er var hann þar í lið- inni viku. Bjarni er samningsbundinn ÍA út næsta ár en hugmyndir New- castle ganga ma. út á að hann verði hjá félaginu í vetur en leiki með IA næsta sumar og jafnvel kemur til greina að slíkt fyrirkomulag gæti rikt lengur. Bjarni var væntanlegur frá Sviss í nótt þar sem hann var í boði Grass- hopper. Kevin Keegan, knattspyrnu- stjóri Newcastle, hvatti hann til að skoða aðstæður hjá svissneska félag- inu þegar hann heyrði að boð þess efnis lægi fyrir enda væri hollt fyrir menn að kynna sér sem flest áður en ákvörðun til jafnvel lengri tíma væri tekin. Auk fyrrnefndra félaga hefur Liv- erpool sett sig í samband og vill fá Bjarna út til æfinga í viku. Liverpool er eins og Newcastle ávallt með aug- un opin fyrir efnilegum, ungum leik- mönnum og getur svo farið að Bjarni verði hjá félaginu í næstu viku. Morgunblaðið/Golli BJARNI Guðjónsson var kjörlnn efnilegasti lelkmaður 1. deildar karla og stóð slg vel með ungmennaliðl íslands, en myndin er frá Evrópuleiknum við Rúmena fyrr í vetur. Fyrsta knatt- spyrnumiðstöð Bretlands hjá Liverpool LIVERPOOL hefur ákveðið að koma á fót fyrstu knattspyrnumiðstöðinni á Bretlandi. Peter Rob- inson, framkvæmdastjóri og varaformaður fé- lagsins, greindi frá þessu I gær en fyrirmyndin er komin frá Ajax í Hollandi. „Við trúum að í framtíðinni skipti meginmáli að félagið geti byggt upp sem flesta leikmenn og þótt árangur okkar sé frábær gerir knattspymumiðstöðin okkur mögulegt að keppa á jafnréttisgrundvelli við hvaða lið sem er í heiminum," sagði Robinson. Þrír leikmenn i liði Liverpool eru aldir upp hjá félaginu - Dominic Matteo, Robbie Fowler og Steve McManaman. Framkvæmdir hefjast í Kirby á næsta ári og er stefnt að vígslu miðstöðvarinnar á tímabilinu 1998 til 1999. Gert er ráð fyrir alit að 10 knatt- spymuvöllum og gistiaðstöðu, nokkurs konar heimavist, fyr- ir leikmenn sem geta verið allt niður í átta ára gamlir. Nágrannarnir í Everton em einnig famir að huga að knatt- spyrnumálum á næstu öld og hafa í hyggju að flylja höfuð- stöðvarnar og leikvanginn í úthverfi Liverpool þar sem þeir eiga möguleika á að full- nægja öllum kröfum innan sem utan vallar en Goodison Park er aðþrengdur í miðri íbúðabyggð. Úrslitaleik- ur Meist- aradeildar- innar í Munchen ÚRSLITALEIKUR Meistara- deildar Evrópu í knattspyrau verður á ólympiuleikvanginum í Miinchen í Þýskalandi mið- vikudaginn 28. mai á næsta ári. Úrslitaleikurinn hefur tvisvar áður verið á vellinum. 1993 vann Marseille AC Milan 1:0 og varð fyrst franskra liða til að hampa bikamum en 1979 vann Nottingham Forest Malmö með sama mun. Úrslitaleikurinn í Evrópu- keppni bikarhafa verður á leikvangi Feyenoord í Rott- erdam 14. maí en fimm sinnum áður hafa úrslit í keppninni ráðist á vellinum, síðast 1991 þegar Manchester United sigraði Barcelona. HANDKNATTLEIKUR / EM KVENNAI DANMORKU Rögnvald og Stefán dæma opnunarleikinn RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson, handknatt- leiksdómarar, dæma opnunar- leikinn milli Dana og Svia í Evrópukeppni kvenna sem hefst í Bröndby-höllinni í Kaup- mannahöfn klukkan 18.00 í dag. Það þykir mikill heiður að dæma opnunarleik keppninnar og er þetta í fyrsta sinn sem íslenskt dómarapar fær þann heiður. Rögnvald og Stefán dæma einn- ig leik Póllands og Króatíu á morgun, laugardag. Mikill áhugi er fyrir keppn- inni í Danmörku og er þegar uppselt á alla leiki danska lands- Iiðsins og eins leikina um brons- ið og gullið. Danska liðið varð ólympíumeistari í Atlanta í sum- ar og hafa stúlkurnar í liðinu fengið viðurnefnið „Stálstúlk- urnar“. Danir eru mjög stoltir yfir frammistöðu stúlknanna og fá þær því mjög mikla athygli í dönskum fjölmiðlum. Fjögur ár eru síðan danska „Draumaliðið" fór að láta veru- lega að sér kveða. Eftir mörg mögur ár á undan í alþjóða- keppni tók við mikil og kerfis- bundin uppbygging í yngri flokkum sem nú hefur skilað liðinu í verðlaunasæti á öllum stórmótum síðan 1993. Liðið varð i öðru sæti á HM í Noregi 1993, Evrópumeistari í Þýska- landi 1994 þriðja sæti á HM í Austurríki 1995 og Ólympíu- meistari i Atlanta fyrr á þessu ári. Nú ætla dönsku stúlkurnar að verja Evrópumeistaratitilinn á heimavelli sínum. Danska liðið hefur gríðarlega reynslu og eru flestar stúlkn- anna búnar að vera í liðinu í meira en tíu ár. Skærustu stjörnur liðsins eru Anja And- ersen, sem hefur leikið 146 landsleiki og skorað í þeim 783 mörk og Camilla Andersen sem hefur leikið 141 landsleik og skorað í þeim 578 mörk. Leikja- hæst er Janne KoIIing með 216 landsleiki. KÖRFUKNATTLEIKUR: BIKARMEISTARARNIR ÚR LEIK / C2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.