Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 06.12.1996, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR / NBA Oriando gerði aðeins 57 stig á móti Cleveland Cleveland Cavaliers lék frábæra vöm á móti Orlando Magic og fékk aðeins á sig 57 stig, en skoraði 84. Aðeins tvisvar sinnum áður hefur það gerst í NBA-deildinni að lið hafí fengið svo fá stig á sig. Það var fyrst 1955 er Boston vann Milwaukee og síðan jafnaði Miami Heat það á móti Philadelphiu í fyrravetur. Varnar- . leikur Clevelands hefur verið góður og til marks um það hefur liðið feng- ið á sig færri en 75 stig í 16 leikjum á tímabilinu. Terrell Brandon var bestur í liði Cievelands og gerði 22 stig, átti 8 stoðsendingar og stal boltanum af andstæðingum fímm sinnum. Penny Hardaway, Nick Anderson og Denn- is Scott léku ekki með Orlando og munar um minna. Skotnýting Orl- ando var aðeins 34% í leiknum á meðan leikmenn Clevelands voru með 45% nýtingu. Charles Barkley tók 27 fráköst og gerði 19 stig er Houston sigraði Boston Celtics, 94:89, á heimavelli. Hakeem Olajuwon kom nú aftur inn í liðið eftir veikindi og gerði 16 stig, tók 7 fráköst og varði fimm skot þær 40 mínútur sem hann lék með. Karl Malone setti niður 26 stig fyrir Utah Jazz sem sigraði LA Lak- ers með 26 stiga mun, 101:75. John Stockton var með 18 stig, en Shaqu- ille O’Neal var stigahæstur í liði Lakers með 21 stig. Detroit Pistons vann Atlanta Hawks, 100:90, á heimavelli og gerði Terry Mills 14 af 25 stigum sínum í fjórða leikhluta. Grant Hill var með 22 stig, tók 11 fráköst og átti 8 stoð- sendingar og Joe Dumars gerði 22 stig. „Þetta var besti leikur sem ég hef séð í vetur. Bæði liðin léku mjög vel,“ sagði Doug Collins, þjálfari Detroit. Tim Hardaway náði persónulegu stigameti á tímabilinu er hann setti niður 33 stig fyrir Miami Heat sem vann Dallas, 101:79. New York Knicks fór til New Jersey og sigraði 109:102 þar sem Patrick Ewing gerði 30 stig og þar af 11 stig í síðasta leikhluta. Robert Pack og Kendall Gill gerðu 20 stig hvor fyrir Nets. Phoenix Suns náði að vinna Gold- en State 118:87 og var þetta annar heimasigur liðsins í röð. A.C. Green var með 21 stig og tók 12 fráköst fyrir Suns. Michael Finley var einnig ^með 21 stig og Danny Manning 20 stig. Avery Johnson gerði 24 stig og átti 11 stoðsendingar fyrir San Ant- onio sem vann Philadelphia 113:103. Þetta var fyrsti sigur liðsins í átta síðustu leikjum. Dominique Wilkins var einnig með 24 stig og tók auk þess 10 fráköst. Táningurinn Allen Iverson var stigahæstur í liði Philad- elphia með 26 stig. Reggie Miller náði sér vel á strik þegar Indiana Pacers burstaði Vancouver með 47 stiga mun, _jí 127:80, á útivelli. Hann skoraði 31 í fyrri hálfleik og samtals 36 stig í leiknum. Vancouver, sem lék án Greg Anthony, Blue Edwards og Bryant Reeves sem allir eru meiddir, hefur aldrei áður tapað svona stórt í NBA- deildinni. Persónulegt met TIM Hardaway (t.h.) náði persónulegu stigametl á tímabilinu í NBA-deildinni í körfuknattleik þegar hann setti niður 33 stig fyrir Miami Heat sem vann Dallas, 101:79. Jason Kidd, leikmað- ur Dallas, berst hér um boltann við Hardaway í leik liðanna í fyrrinótt. Snjóbrettakeppni á ÓL í Nagano KEPPNI á snjóbrettum verður meðal íþróttagreina á vetrarólymp- íuleikunum í Nagano 1998. Keppt verður í stórsvigi og hálfröri (halfpipe). Snjóbrettakeppni hefur hingað til ekki verið ólympíu- grein. Alþjóðasnjóbrettasambandið (ISF) og Alþjóðaskíðasam- bandið (FIS) deildu um hvort þeirra á að senda keppendur til Japan. Fyrsta snjóbrettakeppni ársins á vegum ISF var haldin í Laax í Sviss sl. helgi. Reto Gurtner, for- manni sambandsins, Anna fínnst þátttaka í Bjamadóttir Ólympíuleikunum skritar frekar byrði en við- frá Sviss urkenning. Það leggur kvaðir á íþrótt sem var í upphafi ímynd frelsis og skeyting- arleysis. En fyrst hún er orðin ólympíugrein verður sambandið að vera með. FIS hélt annað mótið í heimsbik- arnum á snjóbrettum í Tignes í Frakklandi samtímis og keppni ISF var haldin í Laax. FIS áttaði sig ekki fyrr en seint og um síðir að skíðabretti eru meira en stundarfyr- irbrigði og hugsanleg keppnisgrein. ISF aftur á móti hefur stutt við snjóbrettagreinina í 10 ár og stuðl- að að því að hún er orðin viður- kennd fjöldaíþrótt. Alþjóðaólympíunefndin hefur fal- ið FIS að gera stigalista sem verður notaður til að velja þátttakendur á Ólympíuleikana. Snjóbrettamenn sem vilja komast á leikana verða því að taka þátt í keppnum FIS, hvort sem þeim likar betur eða verr. ISF hefur veitt sínum mönnum leyfi til að taka þátt í keppnunum. Nýjabrumið er farið af snjó- brettakeppni og þau eru orðin hluti af vetraríþróttaiðnaðinum. í Ölpun- um er boðið upp á snjóbretta- kennslu, langferðir á snjóbrettum og keppt á snjóbrettum. Færustu snjóbrettamenn æfa sig ekki lengur í nýföllnum snjó fyrir utan skíða- brautir heldur fara á jökla fyrir ofan dýrustu skíðastaði og æfa þar með þjálfurum. Þeir bestu eru orðn- ir atvinnumenn. Skeytingarleysið er löngu horfið, þeir verða að standa sig svo peningamennirnir haldi áfram að borga. OLYMPIULEIKAR toftnm FOLK ■ GUÐNI Bergsson og samheijar í Bolton leika ekki um helgina en hlaða rafhlöðumar og baða sig í sólinni á Algarve í Portúgal þess í stað. ■ BOLTON hefur náð samkomu- lagi við Birmingham um að greiða 700.000 pund fyrir miðheijann Mike Newell. ■ MIDDLESBROUGH hefur ekk- ert heyrt frá Emerson sem fékk að fara til Brasilíu en átti að vera kominn aftur. Félagið áréttaði í gær að Brasilíumaðurinn væri samn- ingsbundinn til 2000 og færi ekki annað á meðan. ■ PACO Roig, forseti Valencia á Spáni, vill gjarnan að brasilíski knattspyrnumaðurinn Romario komi á ný til liðs við félagið nú þegar nýr þjálfari er tekinn við. „Við ætlum að láta þjálfarann hafa það sem hann vill,“ sagði Roig í vikunni. Sem kunnugt er yfirgaf Romario Valencia fyrr á tímabil- inu eftir skamma dvöl. Honum lík- aði ekki samstarfíð við fyrrum þjálf- ara, Luis Aragones, en hann var látinn taka pokann sinn á dögunum. ■ JORGE Costa hefur kært Ge- orge Weah vegna þess að hinn síð- arnefndi skallaði Costa í höfuðið eftir leik Porto og AC Milan í Meistaradeild Evrópu í síðasta mánuði með þeim afleiðingum að Costa nefbrotnaði. Reiknað er með að Costa fari fram á um 60 milljón- ir króna í skaðabætur. ■ FAUSTINO Asprílla hefur dregið sig út úr landsliðshópi Kól- umbíu sem mætir Venesúela í næstu viku vegna meiðsla í kálfa sem hann hlaut í leik með New- castle gegn Metz í Evrópukeppni félagsliða í vikunni. ■ KEVIN Keegan knattspyrnu- stjóri segir að meiðsli Asprilla séu það slæm að hann verði frá í sex vikur en læknir Newcastle-liðsins vonast hins vegar til þess að kapp- inn verði kominn á kreik fyrir ára- mót. ■ JIMMY Case, fyrrum leikmaður Liverpool, var í vikunni rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá 3. deildar liðinu Brighton. Liðið er nú í neðsta sæti deildarinnar. ■ THOMAS Helmer, leikmaður Bayern Miinchen, hefur bæst á sjúkralista þýska landsliðsins en hann þurfti að láta fjarlægja gall- blöðruna úr sér í vikunni. Fyrir á listanum voru Thomas Hássler, Mehmet Scholl og Oliver Bier- hoff. Þá er haft eftir Berti Vogts að ólíklegt sé að Andreas Möller og Mario Basler verði með í hópn- um gegn Portúgölum í undankeppni HM í Portúgal annan laugardag. ■ SEAN Dundee, leikmaður Karlsruhe, hefur verið kjörinn leik- maður ársins í þýsku knattspyrn- unni af leikmönnum í 1. deild. Dundee er 23 ára gamall S-Afríku- maður en vonast til þess að verða þýskur ríkisborgari á næstunni. Næstir honum í kjörinu voru Gio- vane Elber hjá Stuttgart og félagi Dundee hjá Karlsruhe, Thomas Hassler. ■ SEBASTIAN Rozental, einn markheppnasti knattspymumaður Chile, er á leið til Rangers í Skot- Iandi og á aðeins eftir að ganga frá örfáum lausum endum áður en samningur verður undirritaður. Þetta er fullyrt af föður drengsins og umboðsmanni, Lazaro Rozental. ■ HERMT er að Rangers verði að reiða fram 670 milljónir króna fyrir kappann. Takist samningar um þau atriði sem eftir eru kemur hinn 20 ára gamli knattspyrnumað- ur til Skotlands að loknum leik Chile og Argentínu i undankeppni HM sem fram fer 15. desember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.