Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Grensáskirkja verður vígð í dag, 34 árum eftir að Grensássöfnuður var settur á stofn SAFNAÐARSTARF og helgihald hefur að miklu leyti verið til húsa í safnaðarheimili Grensássóknar í tæpan aldarfjórðung. Framkvæmd- ir við kirkjuna hófust síðan fyrir um þremur árum. Heildarflatannál nýrrar kirkju og safnaðarheimilis er ríflega 2.720 fermetrar og rúmar kirkjan um 300 manns í sæti, auk kirkjugesta í anddyri og á lausum stólum þegar þess er þörf. Kostnaður við bygg- inguna nemur um 220-230 milljón- um króna að sögn Ásgeirs Hallsson- ar formanns sóknarnefndar, og er um helmingur af þeirri upphæð greiddur af eigin fé sóknarinnar. Arkitekt kirkjunnar er Jósep Reynis. Tala íbúa í söfnuðinum hefur tvöfaldast frá því hann var settur á stofn, eða úr um 2 til 3 þúsund manns í á sjöunda þúsund manns. Að sögn Halldórs Gröndal sóknar- prests er safnaðarheimilið, vígt í séptember 1972, um margt gott hús og gagnsemi þess ótvíræð en með tiikomu nýrra hverfa í sókninni og tilheýrandi fjölgun íbúa sé það fyrir löngu fullnýtt og orðið allt of lítið. Mikil þrengsli hafi oft verið við fjöl- mennar helgiathafnir, til dæmis á stórhátíðum og við fermingar. „í safnaðarheimilinu hefur verið yndislegur helgidómur, en með nýju kirkjunni skapast fullkomin aðstaða á einum stað fyrir athafnir á borð við giftingar og jarðarfarir, sem var þröngt um áður. Til dæmis hafa flestar jarðarfarir verið haldnar i Fossvogskirkju og mörg brúðkaup í Háteigskirkju, einkum hin viðameiri. Nú getum við hins vegar sinnt þessum athöfnum í kirkjunni og notfært okkur safnaðarheimilið til erfidrykkju og ferminga, svo eitt- hvað sé nefnt. Um sextíu aimennar messur hafa verið haldnar í safnað- arheimilinu á hverju ári og safnað- arstarf hefur líka aukist mikið, þannig að þörfín er ótvíræð," segir Halldór. Bænin og sköpunin Hann segir fjöimargar veglegar gjafir hafa borist kirkjunni að und- anförnu, sem auðveldi róðurinn um margt. Þar á meðal megi nefna að hjón í sókninni hafi gefið innrétt- ingu í bænakapellu, predikunar- stóll, skírnarfontur og altari var gefið kirkjunni og Kvenfélag Grens- ássóknar gaf glerlistaverk eftir Leif Breiðfjörð sem búið er að koma fyrir í 14 metra háum glugga á vesturgafli- kirkjunnar. „Grunnhugmyndin að þessu húsi er bænin og sköpunin. Lögun kirkj- unnar vísar til handa sem lagðar eru saman í bæn, en talan sjö geng- ur eins og.rauður þráður í gegnum bygginguna,.til dæmis eru sjö súlur og sjö stoðir í helgidóminum. í and- dyrinu er síðan að fínna fagurt lista- verk sem héitir Sköpunin. Verk Leifs í kirkjunni er þaul- hugsað og sýnir hjálpræðisverkið í Næst efsti krossinn er sólin, upp- spretta lífsins og sjálfur lífgjafinn, þá kóróna sem er tákn aðventunnar og konungs konunganna og loks dúfan sem er tákn heilags anda og hvítasunnunnar. Yfir sjálfri kirkj- unni er himinninn og hinum megin verk sem táknar sjö gjafir heilags anda,“ segir Halldór og kveðst telja þetta listaverk eitt hið merkilegasta hérlendis með tilliti til guðfræði- legra tilvísana. Mörg handtök eftir Hann kveðst þakklátur öllum þeim sem að byggingu kirkjunnar hafa komið og hafi fleiri en tölu verður á komið lagt hönd á plóg- inn. „En það eru mörg handtökin eftir og vil ég því hvetja safnaðar- fólk og aðra velunnara Grensás- kirkju að styrkja kirkjubygginguna. Ég hef orðið var við mikinn hlýhug í garð kirkjunnar og mikla eftir- væntingu meðal sóknarbarna, eins og sést til dæmis á að fyrsta sunnu- dag í aðventu árið 1994 héldum við messu í kirkjunni ófullgerðri og þá komu á milli 700 og 800 manns. Ég efa því ekki að greiðlega gangi að afla frekari stuðnings,“ segir séra Halldór. Hann segir í því sambandi vert að benda á nauðsyn á stuðning við næsta áfanga framkvæmda, sem er innrétting tengibyggingar og tengingar hennar við núverandi safnaðarheimili. Að því verki loknu sé tryggður grundvöllur fyrir aukið safnaðarstarf. Það var á 200. fundi sóknar- nefndar Grensássöfnuðar, sem haldinn var í janúar árið 1989, að samþykkt var að leggja til við næsta aðalfund safnaðarins og hefja und- irbúning að byggingu nýrrar Grens- áskirkju. Voru þá liðin utn 25 ár frá því fyrsta guðsþjónusta safnað- arins var haldin. Júní sama ár var þessi tillaga samþykkt á aðalfundi, en þá hafði sóknarnefnin beitt sér fyrir markvissri flársöfnun til handa kirkjubyggingu frá árinu 1984. Ásgeir segir að í mars 1993 hafi fyrsta skóflustungan verið tekin en framkvæmdir við kirkjuna hófust ekki fyrr en eftir áramótin 1994, og stafaði þessi töf af því að erfið- ara gekk að ljúka við grunn hússins en gert var ráð fyrir. Ásgeir segir ekki fulljóst hvenær framkvæmdum lýkur endaniega, en ljóst sé þó að frágangur bænakapellu njóti for- gangs og aðstaða fyrir sóknarprest. Ómetanleg velvild „Við höfum notið hér starfa framúrskarandi manna í skipulagn- ingu og byggingariðnaði og það sést vel hversu mikil alúð einkennir handverkið allt og frágang," segir hann. „Við höfum líka hvarvetna notið velvildar og skilnings þeirra sem við höfum leitað til, sem er ómetanlegt í starfi sem þessu.“ Morgunblaðið/RAX LOGUN Grensáskirkju vísar til handa sem lagðar eru saman í bæn. „Mikil eftirvænting meðal fólks“ SÉRA Halldór Gröndal sóknarprestur og Ásgeir Hallsson formað- ur sóknarnefndar í Grensássókn hafa unnið ötullega að byggingu kirkju fyrir söfnuðinn, sem verður vígð á morgun. Biskup íslands, herra Ólafur Skúlason, vígir Grensáskirkju við hátíð- lega athöfn á morgun, sunnudag, en um þessar mundir eru ein 34 ár síðan Grensássöfnuður var settur á stofn. öllum gömlu . táknum kirkjunnar. Það sýnir sjö krossa og sjö megin- þætti hjálpræðis guðs í Jesú Kristi. Neðst er fiskur, tákn skírnarinnar, sem er elsta tákn kristinna manna, þá kemur kross með þyrnikórónu, vínbeijaklasi sem er ævagamalt tákn um blóð Krists, notað í heilögu sakramenti. Fyrir ofan það er rós sem táknar kærleika Krists, þá upphafsstafir hans á grísku, grænt tré sem tákn- ar upprisuna, gróður og vöxt, þá kemur augað sem táknar alsjándi visku guðs og vísdóm og er víða notað, þá þríhyrningurinnn sem táknar heilaga þrenningu, grisku stafirnir alfa og omega sem tákna að guð sé upphaf og endir alls. t I » 1 i I l l: [ I 1 í l i f J meba KRINGLUNNI S 553-1199 ÍCTS ) Cindy Crawford vcit, hvcmig hún sameinar glæsileika og ímynd mcd stil frá hcimsins stærstu hönnudum. Hversdags og vid hátídleg tækifæri velur hún Omega. “Trust your judgcmcnt, trust Omega” - Cindy Crawford NEW Corri)fellcilÝcrn 18k Gull og/eda stál. Hert safirgler. t i i i ( I ( < i 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.