Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 19 VIÐSKIPTI ÚRVERINU Gengið frá sölu bréfa íMeitlinum GENGIÐ hefur verið frá sölu á eign- arhlut Þróunarsjóðs í Meitlinumhf. í Þorlákshöfn til þeirra flögurra aðila sem neyttu forkaupsréttar að eignar- hlut sjóðsins eftir að tilboð barst í hann seinnihluta sumarsins frá ísfé- laginu í Vestmannaeyjum, en for- kaupsrétt áttu allir hluthafar og starfsmenn fyrirtækisins. Hluthafa- fundur hefur verið boðaður í Meitlin- um í dag þar sem greidd verða at- kvæði um samrunaáætlun við Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum og þarf tvo þriðju hluta atkvæða til að hún hljóti samþykki. Um er að ræða 119,3 milljóna króna hlut í Meitlinum, sem skiptist jafnt á milli forkaupsréttarhafa. Kaupverð er jafnt og nafnverð og koma því hlutabréf að nafnvirði tæp- ar 30 milljónir króna í hlut hvers og Sameining tveggja sparisjóða til umræðu VIÐRÆÐUR standa nú yfir milli forráðamanna Sparisjóðs Mývetninga og Sparisjóðs Suður-Þingeyinga um samein- ingu. Að sögn Gunnars Magn- ússonar, sparisjóðsstjóra Sparisjóðs Suður-Þingeyinga, hafa stjórnir sjóðanna átt í viðræðum, en engin niðurstaða liggur fyrir. Eignir Aðalskrifstofa Sparisjóðs Suður-Þingeyinga er á Laug- um í Reykjadal, en afgreiðslur eru á Húsavík og Fosshóli. Sparisjóður Mývetninga er með aðalafgreiðslu í Skjól- breklfu í Mývatnssveit, en starfrækir afgreiðslu í Reykja- hlíð. Heildareignir Sparisjóðs Suður-Þingeyinga námu um síðustu áramót um 524 millj- ónum króna, en þar af voru útlán 429 milljónir. Sparisjóð- ur Mývetninga var aftur á móti með 213 milljóna eignir og 159 milljóna útlán, en hann var um síðustu áramót í hópi fimm minnstu sparisjóða landsins. eins. Forkaupsréttarhafamir eru Ljósavík, Vátryggingafélag íslands, Olíufélagið hf. og Útvegsfélag sam- vinnumanna. Salan var samþykkt á fundi stjóm- ar Þróunarsjóðs sjávarútvegsins á fimmtudag og gengið frá sölunni í gær. Fyrir fundi stjómarinnar lágu einnig erindi og undirskriftalistar frá stómm hluta starfsfólks Meitilsins um að forkaupsréttur verði auglýstur að nýju og að ekki verði gengið frá sölu bréfanna. Einnig bámst tilmæli frá tveimur öðmm aðilum um að ekki yrði gengið frá sölu bréfanna, einum hluthafa og Sigurði Bjamasyni, sem sæti á í hreppsnefnd Öfushrepps. Hinrik Greipsson, framkvæmdastjóri Þróunarsjóðs, sagði að sjóðsstjómin teldi sig ekki hafa lagalega stöðu til þess að bíða með sölu bréfanna. Þarna væra löglegir forkaupsréttarhafar að þessum bréfum sem stjóm sjóðsins hefði samþykkt að selja og hefðu þeir því fengið bréfin afhent og kaup- verðið verið greitt. Óskiljanleg niðurstaða Sigurður Bjamason, sveitarstjórn- armaður í Þorlákshöfn, sem barist hefur gegn sameiningu Vinnslu- stöðvarinnar og Meitilsins, sagði að- spurður um þessa niðurstöðu að selja bréfin að hún væri nær óskiljanleg í ljósi þeirra upplýsinga sem væru fyrirliggjandi. Það væri slæmur kost- ur ef niðurstaðan yrði sú að Meitill- inn sameinaðist Vinnslustöðinni. „Það virðist vera að þeim, sem þarna stjórna, sé alveg sama hvernig farið er með fé ríkisins," sagði Sigurður ennfremur. Komur erlendra ferðamanna til landsins frá 1986 200 þús,- g a 1 2 c 3 Erlendir ferðamenn í janúar - nóvember 1996 Fjöldi % Breyt. frá fyrra árí 1. Þýskaland 33.607 1 7,3 -5,2% 2. Bandaríkin 28.733 1 4,8 +7,2% 3. Bretland 21.821 11,3 +29,3% 4.Danmörk 20.768 10,7 -3,3% 5.Svíþjóð 18.286 9,4 <0,1% 6 Noregur 14.092 ' 7,3 +7,4% 7. Frakkland 10.709 5,5 +18,9% 8. Holland 7.242 3,7 +16,4% 9. Sviss 4.985 2,6 -20,6% lO.Finnland 3.854 2,0 -6,8% Önnur 29.688 15,3 +20,7% Samtais 193.785 1 00,0 +6,3^ Tekjur af erlendum ferðamönnum árin 1991 til 1996 3. ársfjórð. ‘ ’ 1995 og 1996 Eyðsla innanl. Fargjalda- 2. ársfjórð. 1. ársfjórð. 2.443 tekjur S 1991 '92 '93 '94 '95 '95 '96 '95 '96 '95 '96 Ferðamönnum fjölgar en eyðslan minnkar ERLENDIR ferðamenn sem hingað komu fyrstu 11 mánuði ársins voru um 193.800 talsins eða um 6% fleiri en á sama tímabili í fyrra, skv. taln- ingu Útlendingaeftirlitsins. Sem fyrr sýna tölurnar fækkun ferðamanna frá Þýskalandi og Norðurlöndum milli ára, en fjölgun frá Bandaríkjun- um og Bretiandi, eins og sést á með- fylgjandi koiti. Að sögn Magnúsar Oddssonar ferðamálastjóra em tölur Útlend- ingaeftirlitsins ekki fyllilega sam- anburðarhæfar á milli ára, þar sem hætt var að telja svonefnda „Bláa lóns-farþega" fyrr á þessu ári. Hér er um að ræða farþega Flugleiða hf. sem eiga hér stutta viðdvöl á leið sinni milli Evrópu og Bandaríkjanna og hafa verið taldir með til erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Ef tekið er tillit til flölda þeirra á þessu ári er ijölgun ferðamanna milli ára um 10% og er því heildarfjöldinn þegar kominn yfir 200 þúsund. Eyðslan um 6% minni Tekjur landsmanna af ferða- mönnum hafa hins vegar ekki auk- ist að sama skapi, samkvæmt upp- lýsingum Seðlabankans um gjald- eyrisskil úr ferðaþjónustu. Heildar- gjaldeyristekjur í ferðaþjónustu námu 15,3 milljörðum fyrstu níu mánuði ársins og höfðu einungis aukist um 1% frá sama tímabili 1995. Fargjaldatekjur námu 7,2 milljörðum og höfðu aukist um 11%, en eyðsla erlendra ferðamanna í landinu 8,1 milljarði og dróst saman um 6,3%. Magnús segir að eyðsla erlendra ferðamanna hér á landi hafi aukist verulega yfir sumarmánuðina og það séu mjög ánægjulegar fréttir, en engu að síður sé eyðslan um 6% lægri fyrstu níu mánuði ársins en á sama tíma í fyrra. „Þar erum við að súpa seyðið af samdrættinum fyrri hluta ársins. Miðað við þær upplýsingar sem við höfum í dag um þróunina síðustu mánuði ársins, þá er ekki ástæða til að ætla annað en að nokkur aukning verði á gjald- eyristekjum af ferðaþjónustu yfir árið í heild, þó samsetning teknanna breytist nokkuð og aukningin verði ekki eins og æskilegt væri og reynd- ar nauðsynlegt miðað við auknar fjárfestingar," sagði hann. Gistinóttum erlendra gesta á hót- elum og gistiheimilum fækkaði um 3% fyrstu átta mánuði ársins frá sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í gistináttatalningu Hagstofu íslands. Hins vegar liggja enn ekki fyrir tölur yfir gistinætur í öðrum tegundum gistingar, þannig að of snemmt er að draga miklar ályktan- ir af gistináttatalningunni. Að sögn Magnúsar eru þessar upplýsingar ferðaþjónustunni ákaflega mikil- vægar til að sjá þróun greinarinnar og mæla árangurinn í heild og ein- stakra landshluta. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson GENGIÐ frá yfirbyggingunni á nýja lóðsinn utan við hús Skipa- lyftunnar í Eyjum. Fyrsta stálskipið frá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. FYRSTA stálskipið sem smiðað er hjá Skipalyftunni í Vest- mannaeyjum, lóðsbátur fyrir Vestmannaeyjahöfn, var tekinn út úr húsi Skipalyftunnar fyrir nokkru. Vinnu við skrokk skips- ins er að mestu lokið og eftir að skrokkurinn var kominn út var yfirbyggingin, sem búið var að smíða og er að mestu búið að innrétta, hífð uppá skrokkinn og gengið frá henni. Búið er að setja niður vélar, gíra og skrúfubúnað í skipið og lagnakerfi í vélarúmi er að _ miklu leyti búið og sagðist Ólaf- ur Friðriksson, framkvæmda- stjóri Skipalyftunnar, telja að tveggja til þriggja mánaða vinna væri eftir í skipinu ef unnið yrði af fullum krafti við að ljúka því. Þegar samningur um smíði lóðsins var undirritaður var ráð- gert að skipið yrði afhent síð- asta vor en samkomulag var um að ef næg verkefni yrðu hjá Skipalyftunni mætti afhendingu seinka. Mikið hefur verið að gera hjá Skipalyftunni í alls kyns verkefnum og því hefur smíði lóðsins dregist á langinn en Ólafur sagðist vonast til að nú yrði brátt hægt að leggja meiri þunga á að ljúka verkinu. Veruleg fækkun sóknardaga króka- báta yfirvofandi á næsta ári „Ti'yggja þarf lág- marks dagafjölda" Eðlilegt að miða við 84 daga, að mati Arthurs Bogasonar formanns LS „EINS og uppsetningin á þessu sóknardagakerfi er, stefnir í að þeir, sem eru í því, geti ekki rekið bátana sína lengur á næsta ári. Ég vil benda á að við bentuin á þetta atriði þegar viðræðum við sjávarútvegsráðuneytið lauk sl. vor. Við komumst að þeirri niður- stöðu að viðræðurnar, sem við átt- um þá í við ráðuneytismenn, næðu ekki lengra að svo komnu. Samið var um að frumvarpið færi fyrir Alþingi með þeim lagabreytingum, sem í því fólust. Inn í frumvarpið vantaði hinsvegar lágmarksdaga- fjölda í sóknardagakerfið til þess að það mætti verða lífvænlegt. Við þetta atriði gerðum við fyrirvara," segir Arthur Bogason, formaður Landssambands smábátaeigenda. Afstaða LS óbreytt frá í vor Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær stefnir ,í allverulega fækkun sóknardaga á næsta ári, jafnvel allt niður í 15 til 20 daga, að mati svartsýnustu manna. „Við vildum fá ákveðinn skilgreindan lágmarkssóknardagafjölda. Þetta var mjög erfitt mál og viðræðurnar drógust í nokkrar vikur út af þessu atriði einu, en það hefur aftur á móti ekkert breyst í okkar afstöðu þó þetta hafi ekki náðst í gegn sl. vor. Auðvitað þarf að taka á þessu máli, eins og við bentum á, og nú er að rætast orð fyrir orð það sem við vorum að tala um þá.“ Kerfið býður upp á mikla óvissu Að sögn Arthurs er ekki komið að þeim fiskveiðiáramótum, sem um ræðir, enda kemur fækkun sóknardaga ekki til fyrr en á næsta fiskveiðiári, eins og allt stefnir í. „Að sjálfsögðu mun Landssambandið gera það, sem í þess valdi stendur, til að fá ráð- herra og alþingismenn til þess að taka á málinu þannig að þeir sjái fyrirfram hvernig kerfið er í reynd í stað þess að bjóða mönn- um upp á þá óvissu, sem kerfið hefur í för með sér, eins og það er rekið í dag. Við höfum litið svo á að þeir 84 sóknardagar, sem eru við lýði núna, urðu til við þorskafla upp á 155 þúsund tonn. í sjálfu sér er það sá dagafjöldi, sem menn gætu hugsanlega sætt sig við í sóknar- dagakerfinu á komandi árum og reyndar hygg ég að menn gætu jafnvel hugsað sér að fara eitthvað lítillega niður fyrir þá tölu.“ Endanlegt val Arthur sagði að smábátaeig- endum hafi verið geit skylt að velja á milli sóknardagakerfis og aflahámarkskerfis sl. vor og því vali, sem menn hafi þá kosið sér, yrði ekkett breytt úr þessu. Menn gætu ekkeit hlaupið lengur á milli kerfa með bátana sína. Valið frá því í vor hafi verið endanlegt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.