Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ + Kristín Sig- valdadóttir var fædd á Gilsbakka í Öxarfirði 25. októ- ber 1906. Hún lést í Sjúkrahúsi Þingey- inga á Húsavík 1. desember síðastlið- inn. Foreldrar Kristínar voru Elís- eus Sigvaldi Sigur- geirsson, bóndi á Gilsbakka, f. 3. júlí 1871, d. 7. okt. 1922, og kona hans, Sigur- laug Jósefsdóttir húsfreyja, f. 13. febr. 1874, d. 20. nóv. 1959. Kristín var sjötta í röðinni af 12 systkinum. Þau eru: Benjamín, f. 3. sept. 1895, d. 23. apríl 1971, Sigurður, f. 18. október 1897, d. 15. okt. 1907, Friðgeir, f. 6. maí 1899, d. 11. mars 1966, Sigrún, f. 31. okt. 1900, d. 24. jan. 1975, Halldór, f. 27. nóv. 1902, d. 27 .sept. 1988, Ásfríður, f. 26. sept. 1904, d. 20. maí 1980, Sigurður Óskar, f. 6. des. 1908, Rakel, f. 23. júní 1910, Guðný Ingibjörg, f. 15. okt. 1911, d. 21. nóv. 1988, Sesselja, f. 28. jan. 1913 og Guðbjörg f. 11. febr. 1915, d. 21. okt. 1989. Þá tók móðir þeirra til sín sem sitt eig- ið barn Margréti H. Vilhjálms- dóttur. Hinn 20. júlí 1926 giftist Krist- Það var mikil gæfa fyrir ungan dreng úr kaupstað að vera á sumr- in í sveit á góðu heimili hjá in- dælu fólki. Þegar ég kom í fyrsta skipti til slíkrar dvalar vorið 1954 til þeirra heiðurshjóna Kristínar Sigvaldadóttur og Jóns Pálssonar í Þórunnarseli í Kelduhverfi, fann ég strax að þarna yrði gott að vera; allt í traustu jafnvægi þar sem saman fór hörð lífsbarátta, virðing fyrir vinnu, dýrum og jarð- argróðri og einstök umhyggja fyr- ir mannfólkinu. Yfir allri þessari tilveru sveif síðan létt lund þeirra hjóna, sem aflaði þeim vinsælda og trausts í sveitinni og virkaði eins og segull á ættingja og vini frá fjarlægum stöðum, sem fjöl- menntu oft í Þórunnarsel á sumr- in. Þá var mikið um að vera á bænum og margt skrafað og ín Jóni Pálssyni frá Svínadal í Keldu- hverfi, f. 29. ágúst 1900, d. 2. mars 1966. Þau eignuðust fimm börn. Þau eru: 1) Ás- laug, f. 26. febr. 1927, hún býr í Kópavogi. Hún var gift Aðalsteini Gíslasyni, f. 16. júní 1913. Börn þeirra eru: Kristín, f. 8. maí 1946, gift Hallgrími Indriða- syni, Tryggvi Þór, f. 27. júní 1950, kvæntur Svanhvíti Ingólfsdótt- ur, og Vilborg, f. 9. okt. 1954, gift Áskeli Þórissyni. Dóttir Áslaugar_ með Gísla Guðmundssyni er Ásrún Björk, f. 22. nóv. 1963. 2) Sig- valdi, f. 1. júlí 1928, hann býr á Húsavík. Hann er kvæntur Ásthildi Guðmundsdóttur, f. 1. júlí 1928. Börn þeirra eru Guðmundur, f. 14. apríl 1954, kvæntur Torfhildi Stef- ánsdóttur, hann var áður kvæntur Álfheiði Jónínu Styrmisdóttur, Kristín, f. 30. okt. 1955, gift Vil- berg Rúnari Jónssyni, Páll, f. 15. febr. 1960 og Óskar, f. 10. okt. 1962, kvæntur Lindu Hildi Leifs- dóttur. 3) Páll Þór, f. 1. des. 1930, býr í Keflavík. Fyrri kona hans var Guðmunda Sigríður Óskarsdóttir, f. 11. júní 1938. Börn þeirra eru: Eygló Erna, f. 19. nóv. 1958, gift Gunnari Magnússyni, og Jón Örn, skeggrætt. Þau hjónin hófu búskap sinn á Svínadal, föðurleifð Jóns, þar sem nú er þjóðgarður í almenningseign. Þarna bjuggu þau sannkölluðum heiðarbúskap í mikilli einangrun í nokkur ár, innan um öll undrin og óviðjafnanlega fegurð náttúrunn- ar. Þeir tímar voru Kristínu mjög dýrmætir í minningunni og aldrei þreyttist hún á að segja frá árun- um í Svínadal þar sem lífið snerist um að nýta náttúruna, beijast við hana þegar stormar og hríð geis- uðu og njóta þegar betur viðraði. Þá naut frásagnargáfa Kristínar sín best þegar hún lýsti þessu mikla samspili náttúru, manna og dýra. Aldrei hef ég kynnst öðru eins stálminni á smá sem stór at- vik; hún gat rakið löngu liðna at- burði af ótrúlegri nákvæmni og á MINNINGAR f. 30. júlí 1960, kvæntur Sigríði Magnúsdóttur. Síðari kona hans er Sólveig Hulda Jónsdóttir, f. 1. ágúst 1934. Börn þeirra eru: Guðbjörg Jóna, f. 12. sept. 1959, gift Sigurði Hallmarí Isleifssyni, Magnús Valur, f. 28. mars 1962, sambýliskona Jóna Guðrún Jóns- dóttir, Þórður, f. 27. mars 1963, kvæntur Rhondu Graham, og Kristinn Þór, f. 11. júní 1966. 4) Eysteinn, f. 3. mars 1935, býr í Keflavík. Hann er kvæntur Öldu Þorvaldsdóttur, f. 26. des. 1941. Börn þeirra eru: Jón Þorvaldur, f. 1. febr. 1960, Sigurður Þór, f. 23. mars 1961, d. 1. júní 1961, Sigríður Kristin, f. 6. maí 1963, sambýlismaður Jónas Heiðdal Helgason, Eiríkur Bjarki, f. 15. júlí 1965, sambýliskona Hafdís Kjærnested Finnbjörnsdóttir. 5) Jóhann, f. 6. febr. 1948, býr í Vestmannaeyjum. Hann er kvæntur Guðbjörgu Engilberts- dóttur, f. 31. des. 1950. Börn þeirra eru: Heiðrún Lára, f. 8. febr. 1968 og Þröstur, f. 6. apríl 1976. Langömmuböm Kristínar em 37 og langalangömmubörn em tvö. Kristín var húsfreyja í Svínadal í Kelduhverfi 1926- 1936, síðan í Þórunnarseli í sömu sveit til ársins 1963. Þá flutti hún til Reykjavíkur. Hún vann fyrst í mötuneyti Samvinnutrygginga, en lengst af i eldhúsinu á Flóka- deildinni. Áríð 1987 fluttist Krist- ín til Húsavíkur og síðustu árin dvaldi hún á Hvammi, heimili aldraðra þar í bæ. Útför Kristín- ar verður gerð frá Garðskirkju í Kelduhverfi í dag og hefst at- höfnin klukkan 14.00. svo iíflegan hátt að ég var oft sannfærður um að hafa upplifað þá sjálfur. Kristín Sigvaldadóttir var síð- asta húsmóðirin á Svínadal. Nú er þar þjóðgarður með Hljóðakletta, Vesturdal og Jökulsárgljúfrin auk hinna fjölmörgu undrastaða, sem Jón og Kristín áttu að vinum. Lífs- baráttan var vissulega hörð og fáir, sem leggja leið sína þangað leiða huganna að baráttu þess fólks, sem þar bjó langt frá annarri byggð. Kristín tók þátt í henni með sínu fólki en loks urðu þau að láta und- an síga og fluttu til byggða og settust að í Þórunnarseli. Þar bjuggu þau næstu áratugina, byggðu allt upp og ræktuðu með börnum sínum af miklum myndar- skap og smekkvísi. Það var dýrmætt veganesti að fá að vera með þessu góða fólki, kynnast baráttu þess og viðhorfum og taka þátt í daglegum störfum þess, áhyggjum og gleði. Kristín var ein af þeim konum sem settu svip á umhverfi sitt með gæsku sinni og óbugandi lífsgleði; ekkert mannlegt var henni óviðkomandi, ekki síst ef hún gat á einhvern hátt liðsinnt öðrum og linað þraut- ir. Og nú er hún horfin til annarra heima og eftir stendur minning um góða konu og gáfaða, sem var mikils virði að kynnast og starfa með. Blessuð sé minning Kristínar Sigvaldadóttur. Ingólfur Sverrisson. Amma mín, Kristín Sigvalda- dóttir, er látin. Löngu lífi er lokið. Hún ætlaði sér að verða níræð og halda veislu. Það var hennar síð- asta takmark og mikil gleðistund. Ekkert veitti henni ömmu meiri ánægju en veita vel og vita af nóg- um mat í skápum og búri. Hún gladdist mest ef aðrir nutu veitinga hennar og gjafa. Hún amma var gjöful, en ekki einungis á mat og sokkaplögg. Ég fæddist á kvistin- um hjá henni og öll sumur bernsku minnar var ég hjá henni og afa. Það var gæfa mín. Það var alltaf sumar og sól. Aldrei man ég hafi rignt, hvað þá blásið. Amma sagði frá, hún sagði mér frá lífínu og við hverju mætti bú- ast. Það er mér minnisstætt. Amma sagði mér líka frá bernsku sinni sem var með afbrigðum erfið. Barn að aldri vann hún hvíldarlaust frá morgni til kvölds. Átta ára gömul var hún lánuð, vann erfið verk og slítandi, varð oft veik og örmagna af þreytu. Fólkið var ekki vont við hana, sagði hún. Hún var send út í stórhríð til að leysa hey, fór með hesta á milli bæja, hún skældi því hún var svo lúin í hnjánum og ótta- lega kalt. Ellefu ára fékk hún að fara í skóla hjá lærðum kennara í sex vikur. Kennarinn var góður við hana, sagði að skriftin væri góð, hann sagði: „Þið eigið að skrifa eins og þessi stúlka.“ Henni fannst stórkostlegt að hann skyldi segja þetta. Þetta var í eina skiptið sem ég man ömmu tala um það sem hún gerði vel. Hún sagðist aldrei gleyma hve dýrlegt veðrið var þegar hún fór fyrst fram í Svínadal í Vesturdal, átján ára gömul. Það var logn og sólskin, hún fékk ást á náttúrunni KRISTIN SIG VALDADÓTTIR þarna innfrá. Hún hafði ráðið sig sem ráðskonu hjá Páli bónda í Svínadal. Þetta var vinna og vökur en sumarið það besta sem hún hafði lifað, lítil úrkoma og mikið þurrkað af heyi. Hún giftist elsta syni Páls, Jóni. Með honum átti amma fimm börn. Oft hef ég undr- ast hvemig afi og amma komust af á Svínadal svo langt frá allri byggð. I Svínadal tók hún á móti hópum af útlendu ferðafólki sem var að skoða undur íslenskrar nátt- úru. Enginn gerði boð á undan sér. Hún bauð þeim nýbakað brauð, smjörið sem hún strokkaði, heim- gerða osta, kjötið sem hún hafði soðið niður, mjólkina sem hún mjólkaði um morguninn og skyrið sem hún gerði. Þegar ég gat ekki með nokkru móti skilið hvernig hægt var birgja sig upp til margra mánaða í senn, sagði amma að sig hefði aidrei skort mat. Því til sönn- unar sagði hún að kvöld eitt snemma vors, þegar tíu Englend- ingar og íslenskur fararstjóri stóðu á hlaðinu í Svínadal, hafi hún spurt, „hvort má bjóða ykkur kaldan mat eða heitan?" Eftir 11 ára búskap í Svínadal fluttu afi og amma í Þórunnarsel. Þar bjuggu þau þar til þau fluttu til Reykjavíkur. Erill- inn og asinn varð afa um megn, stuttu síðar veiktist hann og dó. Amma aðlagaðist lífinu í Reykja- vík, hélt áfram að baka og bjástra, seldi kleinur og flatkökur kaup- manninum á næsta horni, tók þátt í starfi kvenfélaga og sinnti vinum og ættingjum. Hún vann mikið og ferðaðist til útlanda að minnsta kosti árlega. Það hafði hana aldrei dreymt um. Síðustu æviárin bjó amma á Húsavík og naut þar ein- stakrar umhyggju Ásthildar tengdadóttur sinnar og sonar síns Sigvalda. Líf ömmu minnar er eins og annarra íslendinga sem lifað hafa frá upphafi þessarar aldar, saga mikilla breytinga. Það fannst henni sjálfri. Hún var þakklát og bjart var yfir minningum hennar. Ég segi eins og dóttir mín sem skrif- aði um langömmu sína níræða: „í hugum okkar sem höfum lært sög- urnar hennar eru gljúfrin, dalurinn og tóftir gamla bæjarins kennileiti í sögu hennar og sögu okkar sjálfra." Kristín Aðalsteinsdóttir. Nú þegar elsku Kristín amma er fallin frá langar mig fyrir hönd ÞORBJÖRG SIG URFINNSDÓTTIR + Þorbjörg Sig- urfinnsdóttir var fædd í Vest- í mannaeyjum hinn I 5. júní 1949. i Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja | hinn 27. nóvember síðastliðinn. For- ; eldrar hennar voru Anna Ester Sigurð- ardóttir, f. 18. nóv- ember 1919, d. 19. janúar 1980, frá Vestmannaeyjum, og Sigurfinnur Ein- arsson verksljóri, f. 3. desember 1912, á Efri- Steinsmýri í Meðallandi, síðar Iðu í Biskupstungum, en í Vest- mannaeyjum frá 1939. Bræður Þorbjargar eru Einar Sigurfinnsson af- greiðslumaður, f. 14. febrúar 1940, og Sig- urfinnur Sigurfinns- son, myndlistarkenn- ari og meðhjálpari, f. 18. júní 1944, giftur Þorbjörgu Júliusdótt- ur. Hinn 15. október 1966 giftist Þorbjörg Kristjáni B. Laxfoss. Þeirra synir eru: 1) Gunnar Laxfoss, f. 21. maí 1965. Dóttir Gunnars er Erla Fanný, f. 19. ágúst 1985. Gunnar er búsettur í Bandaríkjunum. 2) Gísli Árni, f. 12. september 1966, kvæntur Svövu Vilborgu Ólafs- Með þessum fátæklegu orðum rvil ég kveðja systur sem látin er langt um aldur fram, 47 ára göm- ul, eftir erfið veikindi sem hún hef- ur barist við í þijú ár. Sá sami sjúk- dómur dró móðurömmu okkar til dauða rétt eldri en systir mín var, er hún lést. En Þorbjörg systir bar nafn ömmu okkar. Þorbjörg var fædd í húsinu -Fagradal í Vestmannaeyjum. Man ég vel það kvöld þegar Anna ljós- móðir kom fram þar sem sátum, við tveir bræðurnir tveir, ég rétt fimm ára og Einar bróðir á því tí- unda, með föður okkar sem verið hafði á hlaupum með sjóðandi vatn og annað fyrir ljósmóðurina, en á þessum árum fæddu konur börn sín heima í allflestum tilfellum. Til- kynnti hún okkur að fædd væri lít- il dóttir og systir. Foreldrar Þor- dóttur og búa þau á Sauðár- króki. Dóttir þeirra er Silvía Rut, f. 18. febrúar 1995. Svava átti tvö börn fyrir, þau Hafdísi Björk og Hrein Marinó. Þor- björg og Kristján slitu samvist- um. Síðari eiginmaður Þor- bjargar er Viðar Sigurbjörns- son, en þau gengu í hjónaband 26. desember 1969. Viðar er frá Akureyri og er fæddur 20. mars 1947. Eignuðust þau einn son, Sigurbjörn Einar, f. 18. janúar 1977. Foreldrar Viðars eru Sigurbjörn Svavar Bjarna- son, f. 17. sept. 1921, d. 8. júní 1993, og Axelina Stefánsdóttir, f. 15. sept. 1924. Þorbjörg og Viðar hafa allan sinn búskap búið í Vestmannaeyjum, nú síð- ast í Foldahrauni 42. Auk hús- móðurstarfa vann Þorbjörg við fiskvinnslu mikinn hluta starfs- ferils síns. Útför Þorbjargar verður gerð frá Landakirkju í Vest- mannaeyjum í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. bjargar voru Anna Ester Sigurðar- dóttir, sem látin er fyrir 16 árum, og Sigurfinnur Einarsson verkstjóri hjá Isfélagi Vestmannaeyja til margra ára. Uppvaxtarár okkar Þorbjargar voru mjög náin, þar sem kom í minn hlut að passa og líta eftir litlu systur þegar foreldrar okkar voru í vinnu. En móðir okkar vann á þessum árum yfir hávertíð- ina, svo sem var svo títt með hús- mæður á þeim tíma, og var þá gjarnan unnið fram á nótt. Vann hún alla tíð hjá Fiskiðjunni hér í Eyjum. Húsið Fagridalur stóð við Báru- stíg 16 og var í hjarta miðbæjar- ins. Fjöldi húsa var þarna í nábýli, en hafa nú flest verið rifin. Stóðu húsin þvers og kruss og stutt á milli þeirra, enda oft kallað Þykkvi- bærinn. Þarna var mikið af börnum sem léku sér saman í þeim leikjum sem þá tíðkuðust, eins og fallin spýta, öll skip úr höfn o.fl. o.fl. Var fimm til tíu ára aldursmunur ekki til trafala, allir léku sér saman og leita margar góðar minningar fram í hugann frá þessum tíma okkar í Fagradal. Frá Fagradal fluttum við á jólaföstu 1959 í nýtt hús á Há- steinsvegi 55. Þar tóku unglingsár- in við, og eignuðumst við nýja vini, hvort í sínu lagi. Liðu þannig árin, en árið 1964 kynntist Þorbjörg ung- um manni, Kristjáni Laxfoss, og gengu þau í hjónaband. Með Krist- jáni eignaðist Þorbjörg tvo syni, þá Gunnar Laxfoss, og Gísla Árna. Þorbjörg og Kristján slitu samvist- um. Gunnar, sonur Þorbjargar, er búsettur í Bandaríkjunum og náði hann að koma heim til Eyja og eiga góða stund við sjúkrabeð móður sinnar áður en hún lést. Ég kveð þig, systir, og bið al- máttugan Guð að blessa þína minn- ingu, armar hans umvefja þig þar sem þú nú ert. Viddi minn, Gunnar, Einar, Gísli, Svava og börn, pabbi og Guðrún, sem hefur reynst henni svo vel og okkur öllum, ykkur bið ég sömuleið- is Guðs blessunar í sorg ykkar. Að lokum langar mig að ljóð eft- ir föðurbróður okkar, Sigurbjörn Einarsson biskup, birtist með: Nú hverfur sól í haf og húmið kemur skjótt. Eg lofa góðan Guð, sem gefur dag og nótt, minn vökudag, minn draum og nótt. Þú vakir, faðir vor, og vemdar bömin þín, svo víð sem veröld er og vonarstjarna skín, ein stjarna hljóð á himni skín. Lát daga nú í nótt af nýrri von og trú í myrkri hels og harms og hvar sem gleymist þú á jörð, sem átt og elskar þú. Kom, nótt með náð og frið, kom nær, minn faðir hár, og legðu lyfstein þinn við lífsins mein og sár, allt mannsins böl, hvert mein og sár. (Sigurbjöm Einarsson) Sigurfinnur Sigurfinnsson. Elsku Tobba mín, nú er kveðju- stundin komin. Mikið fannst mér erfitt að geta ekki verið hjá ykkur síðustu vikurnar. En þú ert loksins búin að fá hvíldina og allur sárs- auki horfinn. Minningarnar hrann- ast upp í huganum, og ég reyni að brosa gegnum tárin. Það var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.