Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 59 FRÉTTIR ATRIÐI úr kvikmyndinni Blossi. Sambíóin sýna myndina Blossi SAMBÍÓIN Snorrabraut hafa tek- ið til sýninga spennumyndina Blossa eða „The Glimmer Man“ eins og hún heitir á frummálinu. í aðalhlutverkum eru þeir Steven Seagal og Keenen Ivory Wayans. Leikstjóri er John Gray. Blossi segir frá samnefndnum útsendara óþekktrar ríkisstjórnar. Sá vann verk sín í myrkviðum frumskóga þriðja heimsins og fórn- arlömb hans urðu hans ekki vör fyrr en um seinan. Blossi vann verk sem enginn vildi bendia sig við. Enginn þekkti hann í útliti og SAMBÍÓIN við Álfabakka og Há- skólabíó hafa tekið til sýninga kvikmyndina Jack. í aðalhlutverk- um eru Robin Williams, Diane Lane, Brian Herwin, Jennifer Lopez og Bill Cosby. Leikstjóri er Francis Ford Coppola. Jack er tíu ára gamall drengur sem finnst gaman að leika sér og sprella, svona rétt eins og lang- flestum jafnöldrum hans. En Jack er að því leytinu til frábrugðinn öðrum jafnöldrum sínum að hann er kafloðinn á Iíkamanum og sterk- ari en pabbi hans. Hann er nefni- Kveikt á jóla- trénu á Garða- torgi í Garðabæ KVEIKT verður á jólatrénu á Garðatorgi í Garðabæ laugardag- inn 7. desember kl. 16. Jólatréð er gjöf frá Asker, vinabæ Garða- bæjar í Noregi. Blásarasveit Tón- listarskóla Garðabæjar leikur frá kl. 15.45. Bandaríkjastjórn hefur árum sam- an neitað því að hafa nokkuð haft með hann að gera. Blossi er nú hættur fyrri iðju og starfar nú sem lögreglufulltrú- inn Jack Cole. Hann vinnur í New York en er kallaður til sérverkefn- is í Los Angeles þegar upp kemst að raðmorðingi gengur þar laus. Nú eru það undirheimar Engla- borgarinnar sem koma í stað frum- skógarins og Cole ásamt félaga sínum Jim Campell verður að taka á öllu sínu í baráttunni við ógnvald- inn. lega haldinn hrörnunarveiki og eld- ist fjórum sinnum hraðar en aðrir menn. Því er það að í fertugum líkama Jack leynist viðkvæm sál tíu ára drengs og það er með aug- um hennar sem líta má á tilveruna í myndinni. Jack tekst á við flest úrlausnar- efni drengja á sínum aldri svo sem að fara í hjólatúra, sofa úti í garði með vinunum og stelast í dóna- blöð. En ólíkt vinum sínum getur hann einnig kíkt á djammið og troðið vasklega í körfuna. Formaður norræna félagsins í Garðabæ, Stefán Veturliðason, býður gesti velkomna og fulltrúi frá norska sendiráðinu afhendir tréð og tendrar ljósin. Forseti bæjarstjórnar Garðabæjar, Laufey Jóhannsdóttir, veitir trénu við- töku. Litli skólakórinn syngur jóla- lög og jólasveinar koma í heim- sókn. Unglingar úr Garðabæ bera kyndla og lýsa upp svæðið. Kven- félag Garðabæjar verður með kaffisölu á svæðinu. Aukasýning' á Stone Free UPPSELT er á allar fyrirhugaðar sýningar á Stone Free en sem kunnugt er lýkur sýningum á verk- inu um áramót vegna óviðráðan- legra aðstæðna. Uppselt hefur ver- ið á allar sýningar frá upphafi en aðrar annir leikara gera áframhald- andi sýningar óframkvæmanlegar. Sýning er á Stone Free í kvöld, 7. desember, og er uppselt á hana. Síðasta sýning átti að vera 27. desember og er uppselt á hana. Biðlisti er eftir miðum á þessar tvær sýningar. Leikfélag íslands hefur brugðið á það ráð að hafa aukasýningu á verkinu 28. desember kl. 22. Sala á sýninguna hefst í Borgarleikhús- inu á sunnudag kl. 13. „Skyggni- lýsingu „Skyggnilýsing" nefnist sýning, sem Osk Vilhjálmsdóttir byijar um helgina með í Ingólfsstræti 8. í kynningu segir, að Ósk varpi „fundnum" slidesmyndum í glugga salarins, hversdagsleikanum út á götu. „Myndir sem upphaflega voru teknar á augnabliki sem átti að varðveita fyrir fjölskylduna, vini og vandamenn eru nú í beinni út- sendingu í Ingólfsstrætinu: grun- lausir Evrópubúar á götunni.“ Ósk hefur verið búsett í Berlín síðustu átta ár. Síðasta sýning hennar hér á landi var í gluggum Ráðhússins. Skyggnilýsing stendur frá klukkan 15 til 02 og föstudaga og laugardaga frá 15 til 04. Yfir 100 þúsund ungmenni á vegum Nordjobb Á ÞEIM 12 árum sem Nordjobb hefur starfað hafa yfir 100 þúsund ungmenni á aldrinum 18-26 ára heimsótt frændþjóð sumarlangt á vegum verkefnisins. Nordjobb miðlar sumarvinnu í Noregi, Dan- mörku, Svíþjóð, Finnlandi, á Álandseyjum, Grænlandi eða Fær- eyjum, útvegar húsnæði og býður upp á tómstundastarf þar sem tækifæri gefst til að kynnast jafn- öldrum. Það eru norrænu félögin sem skipuleggja verkefnið og fást um- sóknareyðublöð fyrir Nordjobb 1997 á skrifstofu Norræna félags- ins, Bröttugötu 3B í Reykjavík og á Norrænu upplýsingaskrifstof- unni, Glerárgötu 26 á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 15. febrúar. ÚT ERU komin hjá Listasafni ís- lands tvö ný litprentuð listaverka- kort af verkum í eigu safnsins eftir íslenska listamenn. Kortin eru til sölu í Listasafni íslands, Fríkirkjuvegi 7, og er opið alla daga kl. 11-17 nema mánu- Jólasveinar í Glæsibæ FYRIR jólin verður mikið um að vera í Glæsibæ. Boðið er upp á skemmtiatriði í desember, kórar og hljómsveitir spila og svo skjóta jóla- sveinar upp kollinum alla laugar- daga og sunnudaga. I dag koma jólasveinar kl. 14.30 en þá er verslunin opin frá kl. 10-16 og á sunnudag eru þeir mættir kl. 15 og er afgreiðslutíminn frá 13-17. Sýningu að ljúka SÍÐASTA sýningarhelgi á mynd- skreytingum Guðnýjar Svövu Strandberg í Borgarbókasafninu í Gerðubergi er gengin í garð. Jólagjafir og kort þarf að póstleggja tímanlega UPPLÝSINGARIT um jólapóstinn er komið út og hefur því verið dreift til heimila og fyrirtækja í landinu. Er í því m.a. greint frá staðsetningu og afgreiðslutíma póst- og sím- stöðva, sölustaðir frímerkja á höf- uðborgarsvæðinu tíundaðir og listi eru yfir póstburðargjöld og skila- frest á jólapóstinum. Póstur og sími vill minna fólk á að póstleggja jólagjafirnar og kort- in tímanlega því mikið annríki er jafnan hjá póstþjónustunni í desem- ber. Afgreiðslutíminn fram að jólum hefur verið rýmkaður og á höfuð- borgarsvæðinu verða póst- og sím- stöðvar opnar á virkum dögum frá kl. 8 til kl. 18 frá 9. desember til jóla. Laugardagana 14. og 21. des- ember verður opið frá kl. 10-16. Enginn formlegur frestur er á skilum á jólapósti innanlands'. Bréfapósti til Norðurlanda þarf að skila fyrir miðvikudaginn 18. des- ember og til annarra landa í Evrópu fyrir föstudaginn 13. desember. Síðasti skiladagur á bréfum til landa utan Evrópu er fimmtudagur- inn 12. desember. Þessar dagsetn- ingar eiga við um A-póst. Bréfum sem eiga að fara í B-póst þarf að skila fyrstu dagana í desember og það sama gildir um bögglapóst. Frá 1.-23. desember er í gildi sérstakt tilboð fyrir jólapakka inn- anlands. Viðskiptavinum býðst að greiða 310 kr. fyrir sendingu á pakka innalands og skiptir þyngd hans ekki máli. Eina skilyrðið er að notaðar séu sérstakar umbúðir sem innifaldar eru i verðinu og fást á póst- og símstöðvum. EMS býður einnig sérstök kjör á pakkasending- um til útlanda. Mega pakkarnir vera allt að 5 kg að þyngd. Tilboð- ið gildir til 16. desember og kostar t.d. 3.900 kr. að senda böggulinn til Evrópu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. daga. Einnig er tekið á móti pöntun- um á skrifstofu safnsins sem er opin á virkum dögum frá kl. 8-16. Eftirtalin kort eru gefin út í ár: Eiríkur Smith: Þar rauður loginn brann, 1963 og Snæfellsjökull, um 1944, eftir Jóhannes Kjarvai. ■ FÉLAG einstæðra foreldra heldur sitt árlega jólaball laugar- daginn 14. desember kl. 14-17. Aðgangseyrir er 300 kr. fyrir full- orðna fólkið, frítt fyrir smáfólk. Jólasveinninn verður með eitthvað gott fyrir börnin. Tilkynna þarf þátttöku á skrifstofu félagsins. ■ KVIKMYNDASÝNING fyrir börn og unglinga er í Norræna húsinu alla sunnudaga kl. 14. Á sunnudag 8. desember verður sýnd kvikmyndin „Pippis Jul och Pippi hittar en spunk“. Það eru komin jól og Lína situr alein heima á Sjón- arhóli og henni leiðist. Um kvöldið koma Anna og Tommi í heimsókn og þá fer nú að birta yfir Línu og saman eiga þau jólakvöld sem þau gleyma aldrei. Hvað er spúnkur? Lína, Anna og Tommi ákveða að komast að því og búa til spúnka- gildru. Þættirnir eru byggðir á bók- um eftir Astrid Lindgren. Sýningin tekur 1 klst. og er með sænsku tali. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. ■ í ÆVINTÝRA-KRINGLUNNI verður Sögusvuntan með brúðu- leiksýninguna Minnsta tröll í heimi. Það er Hallveig Thorlac- ius sem samdi þáttinn og stjórnar brúðunum. Leikstjóri er Helga Arnalds. Þetta er saga um afar smáa tröllstelpu. Hallveig hefur ferðast víða með þessa sýningu jafnt innan lands sem utan. Sýn- ingartimi er rúmar 30 mín. og er miðaverð 500 kr. Ævintýra- Kringlan er barnagæsla og lista- smiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett á 3. hæð í Kringlunni. Ævintýra-Kringlan er opin 14-18 virka daga og 10-16 laugardaga. ■ FÉLAG ungra fíkla stendur fyrir símasöfnun helgina 6.-8. des- ember. Margvísleg verkefni eru framundan hjá þessum hópi og því er leitað eftir aðstoð meðal almenn- ings við ungt fólk sem hefur orðið undir í lífsbaráttunni en er að reyna að snúa við blaðinu. Félag ungra fíkla er félagsskapur sem vinnur í þeirri trú að samheldni og sam- staða þessa hóps sé einn af stærstu þáttunum í því að koma undir sig fótunum á nýjan leik. ■ / PÝRAMÍDANUM verða haldnir Jólaaðventudagar helgina 7.-8. desember og verður af því tilefni opið hús kl. 10-17 báða dagana. Fólki gefst kostur á að kynnast starfsemi Pýramídans þar sem starfsfólk kynnir störf sín gestum að kostnaðarlausu. Einnig verða kynningar og sölubásar frá einstaklingum og útgefendum. Boðið verður upp á kaffi, kökur, sælgæti o.fl. Aðgangseyrir 500 kr. ■ FÓGETINN Trúbadorinn Halli Reynis leikur á veitingahúsinu alla sunnudaga í desember. Byijar hann að leika og syngja kl. 22 og leikur til kl. 1. ■ BINGÓ verður á mánudags- kvöld klukkan 20.30 í Ömmu í Réttarholti. Vinningar eru úr smiðjum og verkstæðum hand- verkshússins Eldgömlu ísafoldar. " LEIÐRÉTT Freyjugata 1 VEGNA fréttar um upptæk klám- myndbönd í fyrradag skal tekið fram, að þau voru gerð upptæk í verslun og myndbandaleigu á Freyjugötu 1. Ferð Nessóknar í DAGBÓKINNI í gær misritaðist dagsetning í ferð félagsstarfs aldr- aðra í Nessókn. Ferðin verður í dag, laugardaginn 7. desember, og hefst klukkan 15. Farið verður um borgina og jólaljósin skoðuð, Skóg- ræktin í Fossvogi heimsótt og kaffi- veitingar verða í Kringlunni. Þátt- taka tilkynnist kirkjuverði í síma 551-6783 milli klukkan 11-12 f.h. í dag. Allir eru velkomnir. ATRIÐI úr kvikmyndinni Jack. Kvikmyndin Jack frumsýnd Tvö ný listaverkakort
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.