Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 1
LANDSMANNA Riliii lÍIÍiilllill TENNIS KÖRFUKNATTLEIKUR: ÍSFIRÐINGAR í ÁTTA LIÐA ÚRSLIT í FYRSTA SINN / C4 1996 LAUGARDAGUR 7. DESEMBER BLAD Ivanisevic í undanúrslit Reuter KRÓATINN Goran Ivanisevlc, sem á titil að verja í Miinchenarmótinu í tennis, vann Ástralann Mark Wood- forde 6-4, 6-4 í átta manna úrslitum í gærkvöldi og fagnaði eins og sjá má. Árangurinn hefur tryggt honum liölega 27 millj. kr en keppendur, sem eru valdir eftir árangri í stórmótunum fjórum - Wimbledon, Opna banda- ríska, Opna franska og Opna ástralska - sklpta á milli sín um 405 millj. kr. Tap á móti Júgóslavíu og Japan á HM ÍSLENDINGAR hafa einu sinni leikið við Júgóslaviu og Japan á heimsmeistaramóti í handknattleik. Island tapaði fyrir Júgóslavíu 20:27 á HM í Tékkóslóvakíu 1990 ogtapaði einnig fyrir Japan, 19:20, í HM í Frakklandi 1970. Fyrstu landsleikirnir í hand- knattleik í Litháen voru á milli heimamanna og íslendinga en lið þjóðanna hafa mæst fjórum sinnum, Islendingar sigrað tvisvar, Litháar einu sinni og einu sinni var jafntefli. ísland hefur aldrei tapað fyrir Alsír en hefur ekki leikið við Saudi- Arabiu. HANDKNATTLEIKUR Þorbjörn Jensson, landsliðsþjálfari, ánægður með dráttinn í HM Góður árangur í riðlinum lykillinn að framhaldinu Þorbjörn Jensson, 1 andsliðsþjálf- ari í handknattleik, var ánægður með dráttinn í heims- meistarakeppninni en dregið var í riðla í Japan í gær. „Við hefðum getað verið óheppn- ari,“ sagði Þorbjörn við Morgun- blaðið. „Við mætum þarna Alsír og Saudi-Arabíu, liðum sem spila mjög djarfan handbolta. Júgóslavía er talin sterkust í riðlinum en við sigr- uðum Japan í Kumamoto í fyrra og síðan má gera ráð fyrir Litháen, sem á að vera lakara en við. Hins vegar er einkennileg tilviljun að ísland, Júgóslavía og Litháen séu í sama riðli á HM og EM en það er ágætt fyrir okkur. Eg hef þá kenn- ingu að því oftar sem spilað er við sterkara lið styttist í sigur á móti því og við lærum með hvetjum leik.“ Undirbúningurinn aö hefjast Þorbjörn byrjar undirbúninginn með því að fylgjast með leik Frakk- lands og Alsírs um miðjan mánuð- inn. „Annað hvort fer ég út eða verð mér úti um spólu frá leikn- um,“ sagði hann. Þjóðveijar höfðu boðið íslendingum á fjögurra þjóða mót um mánaðamótin janúar - febrúar, en þeir komust ekki á HM og hafa hætt við að halda keppn- ina. Hins vegar vilja þeir leika tvo leiki við íslendinga ytra á sama tíma og taldi Þorbjörn líklegt að af því yrði. Þá vilja Egyptar og Kínveijar koma til landsins um mánaðamótin mars - apríl og sagðist Þorbjöm hafa áhuga á að bæta einu liði vi og koma á fjögurra liða móti. „Undirbúningurinn skiptir mikl máli og ég er að reyna að fínn verkefni um mánaðamótin janúar - febrúar,“ sagði þjálfarinn. „Öll skiptir að ná fyrsta eða öðru sæl í riðlinum í Japan til að losna vi að leika við Frakkland eða Svíþjó í 16 liða úrslitum. Það er lykillin að framhaldinu." Geir/C2 Guðrún Amardóttir fær A-styrk úr Afreksmannasjóði STJÓRN afreksmanna- sjóðs ÍSÍ lagði til að Guð- rún Amardóttir, fijáls- iþróttakona úr Armanni, yrði á A-styrk frá 1. sept- ember sl. til áramóta og samþykkti fram- kvæmdastjóm ÍSÍ tillög- una á fundi sínum I gær. Um er að ræða 80.000 kr á mánuði. Afreksmannasjóður vinnur nú eftir nýjum starfsreglum og er hon- um heimilt að gera lang- timasamninga við íþróttamenn. Vinna þar að lútandi stendur yfir og er stefnt að því að gera slíka samninga. Hibernian býður Einari Þórtil sín SKOSKA félagið Hibemian, sem er í 5. sæti I skosku úrvalsdeUdinni i knattspyrnu, hefiu* boð- ið Einari Þór Danielssyni í KR að koma og æfa með liðinu í viku með samning út veturinn í huga, standi hann undir væntingum. Einar Þór, sem er samningsbundinn KR, hefur ekki gert upp hug sinn en ákveður um helgina hvort hann taid tilboðinu. Um 237 millj. kr. fyrir næstu umferð NORSKA félagið Rosenborg átti ekki von á að komast áfram í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu i knattspymu en datt I lukkupottinn. Fyrir það eitt að leika í átta liða úrslitum fær hvert félag um 237 miHjónir króna. Liðin í und- anúrslitum fá um 254 miljj. kr. hvert fyrir leik- inn og úrslitaliðin um 340 millj. kr. Havelange styður George Weah JOAO Havelange, forseti Alþjóða knattspyrnu- sambandsins, sagði í gær að ekki yrði breytt ákvörðun sambandsins um að knattspymumað- urinn George Weah hlyti háttvísisverðlaun árs- ins þrátt fyrir að hafa skallað Jorge Costa í andlitið á dögunum. Sagði hann Weah fá verð- launin fyrir prúðmennsku á siðustu tíu árum. „Ég afhendi honum verðlaunin í Lissabon 20. janúar nk. og ég vonasttil þess að Costa verði þar einnig og þeir takist í hendur."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.