Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 3
2 C LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKIMATTLEIKUR Körfuknattleikur NBA-deildin 82:80 114:96 Dallas - Philadelphia 106:102 Denver - Portland 104:115 Seattle - Minnesota 117:86 Íshokkí NHL-deildin 9.-4 New Jersey - Calgary 2:1 0:3 Ameríski fótboltinn NFL-deildin 37:10 Staðan (sigrar, töp, markahlutfall) Ameríska deildin Austurriðill ..9 4 355:260 ..9 4 267:215 ..8 6 269:284 ..6 7 285:266 NYJetS ..1 12 221:368 Miðriðill Pittsburgh ..9 4 299:211 ..7 6 291:254 Jacksonville ..6 7 263:288 ..5 8 299:318 ..4 9 320:369 Vesturriðill • Denver 12 1 351:199 ..9 4 262:230 San Diégo ..7 6 277:323 Oakland ..6 7 274:234 ..5 8 250:317 Landsdeildin Austurriðill Dallas ..8 5 254:201 ..8 5 291:251 Philadelphia ..8 6 313:302 Arizona ..6 7 248:332 ..5 8 200:250 Miðriðill ■ Green Bay 10 3 346:191 ..7 6 243:245 Chicago ..5 8 202:248 ..5 8 263:289 ..4 9 153:243 Vesturriðill San Francisco 10 3 325:198 Carolina ..9 4 292:164 STLouis ..4 9 246:334 ..2 11 234:393 ..2 11 184:291 • Hefur tryggt sér sigur í riðli. ■ Hefur tryggt sér sæti í úrslitum. UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur: 2. deild karla: Laugardalsh.: Ármann - Ögri... Sunnudagur: 1. deild karla: Digranes: HK - ÍBV............ Selt.nes: Grótta - Stjaman.... KA-hús: KA - Fram............. Seljaskóli: ÍR - Selfoss...... Varmá: UMFA-Valur............. 1. deild kvenna: Víkin: Víkingur - KR.......... Fylkishús: Fylkir- Fram....... Mánudagur: 1. deild karla: Strandgata: Haukar- FH........ 1. deild kvenna: Haukar- FH.................... Körfuknattleikur .14.30 ....20 ....20 ....20 ....20 ....20 ....20 ....20 ....20 „18.15 Laugardagur: 1. deild karla: Borgames: Stafholtstungur - Leiknir...17 Hagaskóli: ÍS - Höttur................15 Valsheimili: Valur - Selfoss...........15 2. deild karla: Fjölnishús: Fjölnir - Víðir...........18 Hagaskóli: Léttir - Fylkir............18 Siglufjörður: ÍR - Grindavík..........16 Þelam.skóli: Skotf.Ak - Dalvík........13 1. deild kvenna: Seljaskóli: ÍR - Grindavík............16 Sunnudagur: Úrvalsdeildin: Njarðvík: UMFN-UMFG...................16 ■Stjóm kkd. UMFN hefur ákveðið að bjóða grunnskólanemum frítt á leikinn. Selt.nes: KR-ÍR.......................16 Akureyri: Þór - Skallgrímur...........20 Keflavík: Keflavík - KFÍ..............20 Smárinn: Breiðablik - í A.............20 1. deild karla: Ásgarður: Stjarnan - Þór Þori.........15 Stykkish.: Snæfell - Reynir S.........20 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennarah.sk.: ÍS - Breiðablik.........20 Blak Sunnudagur 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS - Þróttur...............14 Skvass í dag og á morgun fer fram jólaskvassmót- ið í Veggsporti við Gullinbrú og er þetta þriðja punktamót vetrarins sem gefur punkta til íslandsmóts. Keppt er i öllum flokkum karla, kvenna og unglinga. Golf Púttmót verður í Golfheimum, Vatnagörðurm 14, á morgun sunnudag. Mæting er fijáls frá kl. 08.00 til 20.00. Vikingsbingó Víkingar verða með bingó í Víkinni á morgun, sunnudag, og hefst það kl. 15. Geir Sveinsson, fyririiði landsliðsins, um mótherja Islands íKumomoto Það er ástæða fyrir því að Japan valdi A-riðil Riðlarnir í úrslitakeppni HM í handknattleik í Japan 1997 Mótið fer fram frá 17. maí til 1. júní 1997 JÚGÓSLAVÍA ALSÍR SAUDI-ARABÍA JAPAN ÍSLAND LITHÁEN/Eyjaálfa Hokkaido •.@Sapporo;: ÍSLENDINGAR verða í A-riðli með Júgóslavíu, Alsír, Saudi Arabíu, Japan og Litháen eða Ástralíu í heimsmeistara- keppninni í Kumamoto í Japan sem f ram fer 17. maí til 1. júní á næsta ári. Dregið var i riðla á Prince hótelinu íTókýó í gær. Athygli vekur að Isiand er einnig í sama riðli og Júgó- slavia og Litháen í riðlakeppni Evrópumótsins. Islendingar verða að teljast heppn- ir með mótheija því fjögur efstu liðin ! riðlakeppninni komast áfram í 16-liða úrslitakeppni og ætti ísland að eiga greiða leið þangað því lið eins og Alsír, Saudi-Arabía og Jap- an ættu að vera því auðveld bráð. Japanir fengu að velja sér riðil og þeim leist greinilega best á A-riðiI- inn. Island var reyndar ekki komið upp úr hattinum þegar þeir vöidu. Urslitaleikurinn milli Litháen, sem náði bestum árangri liðanna sem urðu í 2. sæti í Evrópuriðlunum í undankeppni HM, og Ástralíu verður í Wellington á Nýja-Sjálandi á sunnudaginn. Geir Sveinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, sagði að sér iitist vel á mótherja íslands í Japan. „Það er ástæða fyrir því að Japan valdi A-riðilinn. Við fengum nú líka að velja okkur riðil í HM á Islandi og brenndum okkur illilega á því, þann- ig að það er ekkert gefið í þessu. En þessi riðiil er kannski ekkert verri en hver annar. Það skiptir öllu máli fyrir okkur að ná tveimur efstu sætunum í riðlinum til að mæta ekki Svíum eða Frökkum í 16—liða úrslitum," sagði Geir. Geir sagði að það borgaði sig ekki að velta þessu of mikið fyrir sér á þessari stundu, en sagði þó: „Júgóslavía er ekki besti kosturinn. Japan er á heimavelli. Alsír hefur alítaf reynst okkur erfitt að eiga við. Saudi-Arabíu þekkjum við ekki mikið og Litháen hlýtur að geta eitt- hvað fyrst liðið náði níu stigum út úr undankeppni HM. Það er enginn leikur unninn fyrirfram og við höfum ekki efni á að vanmeta neina þjóð,“ sagði Geir. Hann sagði að nú yrði að kapp- kosta að undirbúa liðið sem allra best fyrir keppnina. „Þorbjörn verð- ur að vera duglegur að finna verk- efni fyrir landsliðið fram að keppni. Við þurfum að leika gegn sterkum þjóðum þannig að við fáum vind í andlitið áður en við förum til Japan.“ Geir sagðist vera laus frá liði sínu, Montpellier, um miðjan apríl þegar FRAKKLAND SVl'ÞJÓÐ NOREGUR ÍTALÍA ARGENTÍNA KÓREA SPÁNN TÉKKLAND PORTÚGAL TÚNIS EGYPTALAND BANDARÍKIN RUSSLAND KRÓATÍA UNGVERJALAND \ KÚBA KÍNA MAROKKÓ Morgunblaðið/Rúnar Þór BJARKI Sigurðsson og félagar hans í landsliðinu hefja fljót- lega undirbúninginn fyrir heimsmeistarakeppnina í Japan. frönsku deildarkeppninni lýkur. Lið- ið hans er nú í fjórða sæti deildarinn- ar, 10 stigum á eftir Creteil, sem er efst. Montpellier lék við ACBB á þriðjudag og sigraði 27:21. Geir sagðist hafa komið lítið við sögu í leiknum og spilað aðallega í vörninni og ekki skorað mark. Hádegis- leikir beint frá Japan RÍKISSJÓNVARPIÐ mun sýna alla leiki íslands i heimsmeist- arakeppninni í beinni útsend- ingu frá Kumamoto. Ingólfur Hannesson, íþróttafréttasljóri RÚV, segir að RÚV hafi fengið framseldan útsendingaréttinn af HM í Japan sem hluta af heildarsamningnum sem var gerður við svissneska fyrirtæk- ið Telesport vegpia HM á ís- landi 1995. „Það er ljóst að við munum sýna alla leiki íslands beint og ég bíð bara spenntur. Þetta verður mikið ævintýri," sagði Ingólfur. „Flestir leikirnir verða væntanlega sýndir hér beint um hádegisbilið vegna þess að tímamunur á Japan og Islandi er átta klukkutimar. Þegar klukkan er átta að kvöldi þar er klukkan tólf á hádegi þjá okkur. Það er svæðisstöð japanska ríkissjónvarpsins, NHK, í Kumamoto sem mun hafa umsjón með þessum út- sendingum. Ég hef verið í góðu sambandi við Japanina frá því þeir voru að kynna sér fram- kvæmd keppninnar hér á landi. Þeir hafa nýtt sér reynslu okk- ar frá HM á íslandi." MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1996 BÖRN OG UNGLINGAR Morgunblaðið/ívar HÉR hefur Daníel Leó Ólafsson náð takl á æfingafélaga sínum og er á góðri leið með að kasa honum í gólfið. ViÐAR Helgi Guðjohnsen er hér einnig kominn langt með að fella félaga sinn Óskar Jónsson þar sem þeir voru að æfa kastbrögð. Morgunblaðið/ívar Bjarni og lærisveinarnir ÞETTA er hluti hóps 10-14 ára sem æfir undir stjórn Bjarna Friðrikssonar hjá JFR. Fremri röð, f.v.: Daníel Helgason, Gísli Snorri Rúnarsson, Júlíus Pétur Guðjohnsen, Sigurður Örn Hannesson, Atli Rúnar Kristjánsson, Sigurður Örn Sigurðarson, Daníel Leó Ólason, Arnar Sveinsson. Aftari röð, f.v.: Bjarni Friðriksson, þjálfari, ívar Hauksson, Guðlaugur Lárus Finnbogason, Óskar Jónsson, Atli J. Leósson, Dagur Sigurðsson, Viðar Helgi Guðjohnsen, Sigurður Pétur Kristjánsson, Eyþór Kristjánsson, Baidur Freyr Óskarsson, Funi Sígurðsson. Jósep Þórhallsson var á æfingunni en var farinn er myndin var tekin. 'c LI & 1 '1 f /M gf^ \| Reykjavíkurmeistarar í 5. flokki B FYLKISSTÚLKUR sigruðu í 5. flokki kvenna á Reykjavíkurmótinu í hand- knattleiks sem fram fór í Laugardalshöll ð dögunum. Stúlkurnar heita, efri röð f.v.: Harpa S. Lárusdóttlr, Helga Lára Hauksdóttir, Dýrleif Friðriksdóttir, Ásdís Benedlktsdóttir. Neðri röð f.v.: Þórey Guðbrands- dóttir, Vigdís S. Gísladóttir, Anna Tómasdóttlr, Andrea ída Jónsdóttir, Guðflnna Rúnarsdóttir. ÚRSLIT Handknattleikur Reykjavíkurmótið 5. flokkur kvenna: A-lið: 9:11 5:13 ...10:11 5:21 5:13 ...13:19 Fylkir-Víkingur ...10:11 7:10 Úrslitaleikur um 1. sætið: ...14:12 Úrslitaleikur um 3. sætið: Fylkir-ÍR ...14:13 B-lið: ÍR - Fjölnir 13:2 ...11:10 Fjölnir- Fram 2:21 ...10:10 Fylkir-ÍR ....11:10 24:2 ÍR - FYam 8:12 Fylkir - Fjölnir 14:4 Vikingur - Fram ....13:15 Lokastaðan: 1. Fylkir, 2. Fram, 3. Vikingur. C-lið: 14:3 Fylkir- Fram ....11:18 Víkingur - Fram ....12:21 ÍR - Fýlkir 6:11 ÍR - Fram 1:17 Víkingur-Fylkir ....10:10 Lokastaðan: 1. Fram, 2. Víkingur, 3. Fylkir. Á æfingu hjá Júdófélagi Reykjavíkur Ahuginn hjá krökkum fer vaxandi Ahuginn fyrir júdó hefur alltaf gengið í bylgjum og nú um stundir er hann að aukast,“ sagði Bjarni Friðriksson, ivar júdómaður og þjálf- Benediktsson ari hjá JFR, er skrilar Morgunblaðið hitti hann fyrir skömmu á æfingu með 10 til 14 ára drengj- um í kjallara sundlaugarinnar í Laugardal. Bjarni segir byijunar- aldurinn vera frá 7 til 14 ára, þá æfa hóparnir að mestu leyti saman enda eru þessum aldurshópum ein- ungis kenndar undirstöður íþróttar- innar og mikið lagt upp úr leik og alhliða hreyfingu. „Það er ekki fyrr en lengra er komið sem þau fara að læra lása og annað slíkt sem fylgir því að keppa af krafti,“ segir Bjarni. Bjarni byijaði að þjálfa hjá JFR í haust og líkar vel. Hann þarf vart að kynna því Bjarni hefur í áratugi verið fremsti júdómaður landsins og þó víðar væri leitað. Til marks um það vann hann til bronsverð- launa í sínum þyngdarflokki á Ólympíuleikunum í Los Angeles árið 1984. „Æfmgarnar hjá þeim yngstu eru mikið byggðar upp á leikjum, enda er hreyfingin aðalatriði hjá þeim yngstu um leið og þau fá nasaþefinn af íþróttinni. Það er nauðsynlegt að á þessum aldri kynnist börn sem flestum íþrótta- greinum, þannig er líklegra að þau haldi áfram þegar fram í sækir. Einn af kostum júdós er sá að þar er talsverður agi og allir þátttak- endur hvort sem er á æfingum eða í keppni verða að hlíta ákveðnum reglum og bera virðingu fyrir mót- herjanum.“ Bjarni segir lítið vera um að stúlkur æfi júdó hérlendis en víða í Evrópu er júdó allt eins vinsælt meðal kvenna og karla. „Það ber meira á stúlkum í júdó úti á landi en hér i Reykjavík, hvernig sem á því stendur. Til dæmis er talsverður áhugi hjá stúlkum á Stokkseyri. íþróttin hentar engu að síður stúlk- um en piltum." Gaman að tuskast Daníel Helgason og Dagur Sig- urðsson eru 13 ára og voru að æfa á fullum krafti er Morgunblaðið truflaði þá stutta stund. „Ég er búinn að æfa í fjögur ár og finnst mjög gaman,“ sagði Dagur, en Daníel sagðist vera nýbyijaður að æfa á ný eftir að hafa tekið sér smáfrí. „En það eru tvö ár síðan ég mætti fyrst á æfmgu.“ Dagur segist hafa byijað fyrir áeggjan eldri bróður síns, Funa, en hann er aðstoðarmaður hjá Bjarna. „Það skemmtilegasta við júdóið er að tuskast,“ sögðu þeir félagar. Lengi langað að prófa Arnar Sveinsson, 12 ára, sagðist vera nýbyijaður en félagi hans Daníel Leó Olason hefur hins vegar æft júdó í fjögur ár. „Mig hafði lengi langað að prófa og mæta á æfingu en lét ekki verða af því fyrr en í haust og það er óhætt að segja að þetta er skemmtileg íþrótt,“ sagði Arnar. „Að vera sterkur og byggja sig upp,“ sögðu þeir félagar vera tilganginn með æfingunum hjá sér. Lært allskyns brögð Baldur Óskarsson, 11 ára, og Eyþór Kristjánsson, 13 ára, voru að reyna með sér en gáfu sér smá- stund tii að ræða við Morgunblaðið. „Ég hef æft í eitt ár,“ sagði Baldur og Eyþór kvaðst hafa æft í þijú ár. „Við höfum lært mikið á þessum tíma af allskyns brögðum. Þetta er mjög skemmtilegt,“ sögðu þeir fé- lagar einum rómi. „Að tuskast og fá útrás,“ sagði Eyþór er hann var spurður hvað hann fengi út úr júdó- inu. Baldur er einnig í badminton en Eyþór sagðist hafa æft fleiri greinar en júdó en léti júdóið nægja að sinni ásamt því að stunda skák..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.