Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.1996, Blaðsíða 4
KORFUKNATTLEIKUR / NBA Hinn óþekkti Cafféy dró vagninn fyrir Chicago Oþekktur leikmaður, Jason Caf- fey, dró vagninn fyrir Chicago Bulls til sigurs í viðureign við Los Angeles Clippers í fyrrakvöld. Caf- fey gerði 13 af 23 stigum sínum í leiknum á lokakaflanum þegar Chicagoliðið gerði 21 stig gegn 4 og innsiglaði þar með 17. sigur sinn á leiktíðinni - lokatölur 114:96. „Margir hafa verið að bíða eftir því að Caffey sýndi hvers hann er megn- ugur á körfuknattleiksvellinum. Hann hefur hæfileikana og getuna en þarf bara að beisla hvort tveggja,“ sagði Michael Jordan um félaga sinn eftir leikinn. Jordan kom næstur á eftir Caffey í stigaskorun fyrir Chicago, gerði 20 stig en Scottie Pippen gerði flest, 25 talsins. Caffey, sem er frá Alabama, er að leika sitt annað leiktímabil með Chicago, hafði fyrir Ieikinn mest gert 13 stig í einum leik í NBA og kom mjög á óvart með góðri frammistöðu í þær 24 mínútur sem hann lék með. Hann hitti einnig mjög vel og skoraði úr 11 af 13 tilraunum sínum. Pooh Richardson skoraði 20 stig fyrir Clippers, Loy Vaught 19 og Brent Barry 17. „Við lentum í basli með að stöðva Caffey og það er greinilegt að þama er á ferðinni mikið efni“ sagði Vaught, en leikmenn Clippers höfðu frumkvæði í leiknum í 3. leikhluta og allt þar til Caffey tók til sinna ráða. í Toronto innsiglaði hinn fertugi John Long 82:80 sigur heimamanna á Washington með langskoti níu sekúndum fyrir leikslok. Walt Will- iams gerði 29 stig og Doug Christie var með 19 stig, tók 11 fráköst, átti 7 stoðsendingar og stal knettin- um sex sinnum í þriðja sigurleik Toronto í röð. Long gerði samning við kanadíska liðið í vikunni en hefur ekki leikið í NBA síðan tíma- bilið 1990-91. Frá þeim tíma hefur hann m.a. verið með sýningarliði Magic Johnsons. I Dallas var æsispenna á Ioka- spretti viðureignar Dallas og Philadelphia og þar höfðu heima- menn betur 106:102 eftir að hafa náð að rétta hlut sinn verulega í flórða leikhluta. Jimmy Jackson gerði 21 stig og Derek Harper var með 20 stig. Allen Iverson var stigahæstur gestanna með 36 stig og átti að auki 11 stoðsendingar. Isaiah Rider gerði 15 af 21 stigi sínu fyrir Portland í fjórða leikhluta viðureignar liðsins við Denver á útivelli. Þar hafði Portland betur 115:104. Kenny Anderson gerði 26 stig og Arvydas Sabonis var með 22 stig fyrir Portland í leiknum en þetta var 7. sigurleikur liðsins í síð- ustu 10 leikjum. Denver hefur á hinn bóginn tapað fimm leikjum í röð undir stjóm hins nýja þjálfara Dick Motta. Bryant Stith var stiga- hæstur heimamanna með 37. Seattle fór hins vegar létt með Minnesota á heimavelli, lokatölur 117:86. Shawn Kemp skoraði 21 stig fyrir Seattle og tók auk þess 15 fráköst. Larry Stewart gerði 19 og Garry Payton var með 18 stig auk þess að eiga sjö stoðsendingar. Hjá Minnesota var Tom Guliotta efstur á blaði með 27 stig jafnframt því sem hann tók 10 fráköst. Þetta var 23. sigur Seattle í röð á Minne- sota. Reuter MICHAEL Jordan skorar fyrir Chlcago á móti LA Clippers en Terry Dehere reynir að stöðva hann og Wright horfir á. Þrír ný- liðar hjá Rúmenum ANGHEL lordanescu, lands- liðsþjálfari Rúmeníu í knatt- spyrnu, valdi þrjá nýliða i hóp- inn fyrir leikinn við Makedóníu í undankeppni HM eftir viku en sem kunnugt er eru liðin í riðli með íslendingum. Iordanescu valdi miðjumann- inn Valentin Stefan og miðherj- ann Viorel Ion hjá Otelul Gai- ati og vamarmanninn Liviu Ciobotariu þjá National Búkar- est vegna frammistöðu þeirra í deildinni. Miðjumaðurinn Adr- ian Hie, sem fór frá Steaua til Galatasaray í Tyrklandi fyrir skðmmu verður í banni. Eftirtaldir eru i hópnum: Markverðir: Bogdan Stelea og Florin Prunea. Vamarmenn: Dan Petrescu, Daniel Prodan, Anton Dobos, Comel Papura, Liviu Ciobotariu, Tibor Selymess og Iulian Fili- pescu. Miðjumenn: Gheorghe Hagi, Gheorghe Popescu, Constantin Galca, Valentin Stefan, Basarab Panduru, Dorinel Munteanu og Ovidiu Stinga. Framheijar: Ioan Vladoiu, Ghe- orghe Craioveanu, Ionel Danciu- lescu og Viorel Ion. Real Madrid og Barcelona beint á Stöð 3 STÓRLEIKUR spænsku 1. deildarinnar í knattspyrnu á milli Real Madrid og Barcel- ona verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 3 í kvöld og hefst útsendingin kl. 19.25. Á morgun kl. 13 verður úr- slitaleikurinn í karlaflokki á tennismótinu i Miinchen sýnd- ur og kl. 16 leikur West Ham og Manchester United. RÚV sýnir beint frá leik Arsenal og Derby í ensku úr- valsdeQdinni kl. 15 í dag. Stöð 2 sýnir leik Vicenza og Inter kl. 13.30 á morgun. Kl. 16 verður bein útsending frá leik Njarðvikinga og Grindvíkinga i úrvalsdeildinni í kðrfuknattieik. Sýn sýnir leik Roma og Lazio á morgun og hefst hann kl. 19.30. ÚRSLIT Körfuknattlelkur Bikarkeppni karla, 16-liða úrslit KFÍ-ÞórAk.....................78:77 Gangur leiksins: 2:0, 19:16, 24:23, 31:29, 35:34, 37:37, 39:37, 44:42, 48:57, 58:59, 67:61, 76:77, 78:77. Stig KFÍ: Derrick Bryant 29, Friðrik Stef- ánsson 15, Baldur Jónasson 10, Hrafn Krist- jánsson 9, Ingimar Guðmundsson 6, Guðni Guðnason 4, Andrew Vallejo 3, Magnús Gíslason 2. Stig Þórs: Fred Williams 31, Einar Val- bergsson 21, Konráð Óskarsson 9, Böðvar Kritjánsson 6, Þórður Steindórsson 6, Haf- steinn Lúðvíksson 4. Dómarar: Björn Rúnarss. og Einar Einarss. Áhorfendur: 400. 1. deild kvenna Njarðvík - Keflavík..........60:100 Handknattleikur Evrópumót kvenna A-RIÐILL Danmörk - Svíþjóð.......... 30:13 Ungveijaland - Pólland.......21:19 Króatía - Austurríki.........21:25 B-RIÐILL Noregur - Litháen............36:18 Rússland - Úkraína...........30:23 Þýskaland - Rúmenía..........22:21 Knattspyrna Þýskaland Bochum - Bayer Leverkusen......2:2 WerderBremen -1860 Múnchen.....1:1 Karlsruhe - Freiburg...........3:0 Schalke - Hansa Rostock........2:0 Magnús hetja KFÍ KFÍ tryggði sér sæti í 8-liða úrslit- um bikarkeppni KKÍ með þvi að vinna Þór frá Ákureyri, 78:77, í æsispennandi leik á ísafirði í gærkvöldi. Pétursson Leikurinn var jafn skhfarfrá allan tímann og réð- Isafirði ust úrslit á lokasek- úndunni. Þegar átta sekúndur voru eftir af leiknum var Þór yfir, 77:78. Þá fékk Derrick Bryant tvö vítaskot og hitti úr hvorugu. Þórsarar fengu boltann en Bryant stal honum af þeim og sendi á Magnús Gíslason og brotið á honum þegar fjórar sekúndur voru eftir. Magnús, sem var að koma inn á í fyrsta sinn í leiknum, hitti úr báðum vítaskotunum og kom KFÍ yfir, 78:77. Konráð Óskarsson brun- aði upp fyrir Þór og Isfirðingar brutu á honum á lokasekúndunni. Hann fékk því tvö vítaskot og gat tryggt liði sínu sigur. En honum brást boga- listin og KFl fagnaði sigri og sæti í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar í fyrsta sinn í sögu félagsins. Morgunblaðið/Kristinn JANNE Kolling, leikreynd- asta danska stúlkan, lék sinn 190. landslelk í gær- kvöldi og skoraöi 5 mörk. Stálstúlkumar byrjuðu vel Danska kvennalandsliðið í hand- knattleik hóf úrslitakeppni Evrópumótsins á heimavelli með stórsigri á Svíum Sigurgeir 30:13 í Kaupmanna- Guðlaugsson höfn í gær. Leikur- skrifarfrá jnn fór hægt af stað Danmörku 0g eftir sjö mínútur var staðan jöfn 1:1 en þá setti danska liðið á fulla ferð og í hálf- leik voru þær 13:6 yfir. Danska lið- ið skoraði síðan fyrstu fimm mörkin í síðari hálfleik og eftir það þurfti enginn að velkjast í vafa um hvorum megin sigurinn hafnaði. Anja And- ersen var yfirburða leikmaður á vellinum, skoraði þrjú og átti tíu stoðsendingar sem gáfu mörk. Meg- inmunur á liðunum var sterkur varnarleikur danska liðsins sem sænsku sóknarmennirnir áttu ekk- ert svar við. Þá skoruðu dönsku ólympíumeistararnir 14 mörk úr hraðaupphlaupum en sænska liðið gerði ekkert. Anetta Hoffmann var marka- hæst í danska liðinu með 6 mörk, Janne Kolling kom næst með 5 mörk og Tina Böttzau gerði 4. Lina Olsson og Veronica Isaksson skor- uðu flest mörk sænska liðsins, 3 hvor. íslenska dómaraparið, Stefán Amaldsson og Rögnvaldur Erlings- son dæmdu leikinn og stóðu sig vel að mati dönsku sjónvarpsmannanna sem fóru um þá fögrum orðum fyr- ir leikinn. Sögðu þá reynslumikla og góða dómara sem oft hefðu dæmt í Danmörku áður, um leið og þeir verðskulduðu að fá að glíma við opnunarleik mótsins. HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.