Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ur gæti allt. En mér var gerð grein fyrir því að maður þyrfti að hafa fyrir hlutunum. Og svo vann ég í Fríðu frænku í einn vetur, sem var annar yndis- legur skóli fyrir mig. Þar gat ég velt mér upp úr fortíðarjmánni sem mér finnst svo gaman. Eg er minn- ingasjúk. Og mér finnst svo gott að sakna. Eg hendi aldrei neinu. Ég á ennþá gatslitna leikfimisboli og smádót og get saknað tímans sem það tilheyrði. Ég er mjög mik- ið fyrir smádót og drasl.“ Allt í einu dettur Margrét út úr frásögninni af því hvernig stóð á því að hún fór í leiklist. „Ég þoldi aldrei ljóð, þegar ég var krakki,“ segir hún. „Mér fannst þau hallærisleg og hlægileg ... allt þetta „myrkrið steypist yfir mig “ og „naktar greinar ttjánna“ vesen. Eg fékk algeran bjánahroll. 0g ég var komin vel yfir tvítugt þegar ég hætti að fá bjánahrollinn. Þá uppgötvaði ég heim sem mér finnst óviðjafnanlegur. Ég elska ljóð; þennan leik að orðum sem er svo stórkostlegt fyrirbæri. Ég er meira að segja farin að skrifa ljóð sjálf.. . þegar mér leiðist.“ Ha? Þegar þér leiðist? „Nei, ekki leiðist,“ svarar hún og skellihlær, „heldur þegar mér finnst ég agalega ein og... æ, þú veist, þessi tilfinning, þegar maður þarf að fá að vera einn og finna dálítið til.“ En ertu annars ekki mjög skap- góð? „Æ, jú - og fljót að gleyma. Ég er með „alzheimer light,“ eins og svo margir Íslendingar. Við erum svo fljót að gleyma kuldanum og við erum svo fljót að gleyma snjónum og rokinu. Bara um leið og sólin fer að skína. Ég hef aldrei kunnað að vera í fýlu. Mamma skildi mig stundum ekki. Ég gat rokið inn í herbergi og skellt á eftir mér hurðinni. Svo kom ég syngjandi fram eftir hálfa mínútu. Búin að gleyma.“ Og varstu líka svona glöð þegar þú varst unglingur? „Ja-há. Mér fannst gaman að vera unglingur. Hún var svo yndis- leg þessi tilfinning sem maður hef- ur á unglingsárunum, þegar manni finnst maður vera svo einstakur í þessum heimi og er viss um að það verði aldrei til neinn eins og maður sjálfur. Þá getur maður allt. Ég skildi ekki fullorðið fólk og vildi alls ekki verða fullorðin. En það hefur breyst. Ég hlakka til að verða gömul kona. Mér finnst gaman að eldast." Krókaleiðir í leiklistina Og svo fórstu í leiklistina. „Já, ég fór nú krókaleiðir að því að velja þegar þar að kom. Ég var að hugsa um að fara í leiklistar- þerapíu. Það vantar svo leiklistar- kennslu inn í skólakerfið, til að hjálpa börnum að tjá sig og virkja sköpunarþörfina. Það vantar líka meiri tónlist. Þessar tvær greinar gætu hjálpað börnunum svo mikið við það sem þau eru að gera; í gegnum sögukennslu og hvað sem er. Það er hægt að nota leiklistina til að fara í gegnum heim annarra með því að setja sig í þeirra spor. Tónlistin kennir okkur ryþma og takt, kennir okkur að hlusta og skynja hreyfingu. Leiklistin kennir okkur tilfinningu fyrir líkamanum. Mér finnst alveg út í hött að láta börn sitja á rassinum allan daginn. Þau hafa svo mikla hreyfiþörf. Ég man bara hvernig þetta var. Ég var fljót með verkefnin, talaði alltof mikið og var aldrei kyrr. Og hvað heldurðu ... Þegar ég byrjaði í leiklistarskólanum, var það sama að mér og þegar ég byijaði í tónlistarskóla sex ára; skortur á þolinmæði. Skólakerfinu hafði ekki tekist að lækna mig þótt það hefði tuttugu ár til þess. En ég ætlaði upphaflega í „drammaþerapíu." Móðir mín vildi að ég færi á skemmtilegan stað. Það eru fáir skólar í heiminum sem kenna þetta. Ég sótti um í Ung- veijalandi. En ég hafði jafnframt sótt um hér í Leiklistarskóla ís- lands og svo þróaðist það áfram. Ég komst alltaf lengra og lengra í inntökuprófunum. Ég veit ekki hvernig ég hefði tekið því að komast ekki inn. Sjálf- sagt hefði heimurinn hrunið í andartak og síðan hefði ég gleymt því; snúið mér að öðru.“ Margrét hefur haft nóg að gera frá því hún útskrifaðist. Hún var á samningi hjá Leikfélagi Reykja- Ég heff aldrei áður leikió svona „sexúelt" hlutverk. Ég hafði allt- aff sloppið við það í skólanum þar sem ég lék alltaf púkana og villingana. víkur í tvö ár og í haust gerði hún árssamning við Þjóðleikhúsið. „Ég reiknaði aldrei með því að vera tekin inn í húsin,“ segir hún. „Ég tók það aldrei með inn í mynd- ina. Enda var það ekki markmiðið. Mér fannst leiklistin svo frábær sem söguform. Mér finnst alltaf jafn undarlegt þegar ég heyri fólk segja; „ég fer ekki í leikhús," vegna þess að við íslendingar erum sjúkir í sögur. Við þráum að fá að finna til með öðrum. Og leiklist- in gæti komið að mjög miklu gangi fyrir unglinga. Hjá þeim er öll framþróun svo hröð. Það gerist mest hjá manni á unglingsárunum og það gerist allt svo hratt. Ungl- ingar eru fljótastir að tileinka sér allar nýjungar, til dæmis tölvur, tónlist og nýja strauma. Þetta ætti líka að geta átt við leiklistina. Unglingar eru svo fljótir að snúa hlutunum yfir í annað form og leik- húsið er staður þar sem sögum er snúið í annað form.“ Leikhúsið sameinar margar listgreinar „Leikhúsið er svo rnargt," segir Margrét. „Það hefur sögu, tónlist, myndlist. Og við þurfum að fá rými til að meta þetta allt í einni leikhúsferð. Leikhúsið sameinar alla þessa þætti. Meira að segja „fátæka leikhúsið," eins og það er kallað; leikhús eins og við sjáum hjá Benna Erlings (Ormstungu), þar sem eru einn til tveir leikarar og engin leikmynd. En þá notar leikarinn líkamann sem myndmál og röddina sem tónlist og áhorf- andinn er hluti af rýminu. Leiksýning er skírskotun til tíma, eða atburða. Hún er ekki fullkomin veröld. Sjálf hrífst ég meira af því táknræna en af natúr- alisma. Leikmyndin gefur eitthvað í skyn, en er ekki fullkomin eftirlík- ing af því sem við höfum í kringum okkur. Við förum í leikhús til að sjá okkur í mismunandi myndum; sjá okkur í aðstæðum sem við gætum lent í. Við lesum hreyfingar og svipbrigði. Það gera sér ekki allir grein fyrir því hvað ein lítil hreyfing segir áhorfandanum mik- ið. En það eigum við að notfæra okkur. Maður heyrir stundum sagt að stór leiksvið séu úrelt, en ég er ekki sammála því. Ballettinn og óperan nota sér stærð sviðsins og maður heyrir aldrei að leiksviðið sé of stórt fyrir söngvarann og dansarann. En það er stundum sagt að það sé of stórt fyrir leikar- ann. Það er vegna þess að við fyll- um ekki út í það, náum ekki að fylla út í það, eða gleymum að fylla út í það, vegna þess að við erum svo upptekin af realismanum. Við verðum að teygja betur úr okkur til að ná til áhorfenda; vera meira abstrakt eða súrrealísk." Langar að læra meira - eitthvað sem tengist leiklist Sem fyrr segir er Margrét á árssamningi hjá Þjóðleikhúsinu og er sátt við sinn hlut þar. Hún leikur afar spennandi kvenhlutverk og hefur nægan tíma til að vinna þau. En hvað tekur við eftir þetta ár? „Ég er sjálf með ýmis verkefni sem mig langar til að vinna að. Núna hef ég tíma til að grúska og hugsa um þau. En þau þurfa tíma og verða ekkert tilbúin strax. Annars hef ég aldrei áhyggjur af því sem gerist næst. Það kemst ekki inn í forritið hjá mér. Það gerist bara. Mig langar til útlanda. Mig lang- ar svo til að læra meira að ég er alveg veik. Og það tengist auðvitað allt leiklistinni. Það er hægt að læra svo margt sem tengist henni. Ég er mjög fegin að hafa verið að vasast í öllu þegar ég var krakki. Það nýtist mér allt núna, tónlistin og hreyfingin. Það er eng- in tilviljun að ég skyldi velja leik- listina. Hún sameinar allt sem ég hef verið að byggja upp. Leiklistar- skólinn sameinaði allt sem ég hafði áhuga á og því varð hann fyrir valinu. En ég gerði mér ekki ýkja miklar hugmyndir um vinnu leikar- ans. Það eina sem ég vissi var að leikhúsið fjallar um fólk. Og fólk og mannlegar tilfinningar eru áhugamál mitt.“ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 B 7 DP1 taska fyrir geislaspilara og geisladiska. Verö kr. 1.795 CDT508 taska fyrir 50 geisladiska og 8 kassettur. Verö kr. 2.995 RDC50 standur fyrir 50-1 00 diska. DPC2 taska fyrir geislaspilara og 1 2 diska. Verð kr. 1.995 RDA50 standur fyrir 50-100 diska. Verð kr. 2.795 CP1 taska fyrir vasadiskó og fjórar spólur. CC24 veski fyrir 24 diska. Verð kr. 1.1 95 CC60 veski fyrir 60 diska. ÁRMÚLA 38 SHVn 5531133 geisladiskageymslur og töskur sagMLeg gjaf á górnu a vasaRNiR gaNga á miLLi Heima og feRÐageymsLa Algjör nýjung í geisladiskageymslum. Tekur fjórum sinnum minna pláss og mjög auðvelt að finna diskana. Verð kr. 1.895 Verð kr. 1.795

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.