Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MANNLIFSSTRAUMAR Vísindi/Eilífi lífí MORGUNBLAÐIÐ ■ •: v';v -:■■■ Að kveikja neista AGáruskrifadegi opnaðist bók sem kom í póstin- Gárur eftir Elínu Pálmadóttur um, „i íanivianu 1996“, og blasti við meðfylgjandi mynd. Hún er af frönskum for- skólabörnum í stærðfræðitíma. Þau eru að læra að leggja saman rauða hesta, gráa hesta og gula hesta. Tek það sem vísbendingu um efni. Þarna er gerð grein fyr- ir skólakerfinu, sem i Frakklandi er byggt upp í samfellu. Þar er forskólinn frá 3 til 5 ára og þó ekki sé það skylduskóli koma 99% barna inn í þriggja ára deildina. Þá tekur við 5 ára barnaskóli 6-10 ára krakka, á eftir fjögurra ára milliskóli til 14 ára aldurs og loks þriggja ára menntaskóli sem lýkur við meðalaldurinn 17 ár. Gerð er grein fyrir hveiju stigi fyrir sig. Fyrsta setningin í mark- miðum forskólans, þar sem börnin koma inn 2-3 ára, er svohljóð- andi: „Forskólar í Frakklandi, sem hafa verið við lýði frá 1887, eru hvorki barnagæslustaðir né leik- skólar: þeir eru menntastofnun fýrir böm frá tveggja til sex ára. Meiri hluti kennara eru konur, en líka eru þar karlmenn." í forskó- lanum er markviss kennsla fyrir framhaldið sem tekur við í barna- skólanum. Er þetta ekki innlegg í umræðuna um hvers vegna ís- lensk börn standa sig svo illa í stærðfræði og raunar fleiri grein- um miðað við aðrar þjóðir? Getum við leyft okkur að nýta ekki opinn hug ungu barnanna, markvisst og í samfellu við það sem á eftir kemur? Þetta var ég raunar að hugsa, fyrir áfallið mikla, þegar í fréttum var sagt frá því að Súðvíkingar tengdu í uppbyggingunni hjá sér saman dagheimilið og skólann í sömu byggingunni, væntanlega til að fá samfellda menntun barn- anna. Þá þurfa þau ekki að lenda í þessum skelfilega kollhnís við skólaskilin sex ára gömul. Raunar verður maður mest hissa á allri þessari furðu á út- komu fjölþjóðakönnunarinnar, þegar ekki varð lengur undan staðreyndum vikist. Og enn meira hissa þegar margir í skólakerfinu segjast lengi hafa vitað þetta. Hvað dvaldi orminn langa allan þennan tíma? Ætli sé ekki orðinn nær áratug- ur síðan þessi pistill lagði út af þeirri frétt að í öllum grunnskól- um landsins væru aðeins örfáir stærðfræðikennarar. Aldrei fór það svo að gárupistill yrði ekki klassískur! Þá læddist að höfundi uggur um hvernig færi fyrir okk- ur í samkeppninni í heimi þar sem raungreinar með stærðfræði sem undirstöðu skipa svo stóran sess. Ekki fer fram hjá þeim sem í áratugi hefur haft viðtöl við fólk er hefur átt velgengni að fagna í ýmsum greinum, hve oft það segir að áhrifavaldur þess að sú grein varð að lífsstarfi hafi verið kennarinn í barnaskóla sem kunni og dáði einmitt þetta fag og kveikti i nemandan- um áhugann, sem oft varð að báli löngu seinna. En kveikir nokkur manneskja, kenn- ari eða foreldri, í hugarflugi barns ef hann ekki hefur eldinn sjálfur og áhugann, þó hann hafi tækið til að beita í kennslu á hvað sem er? Rifjast upp fyrir mér svar frægs manns, þegar við vorum að ræða um nauðsynlegt hlutleysi eða hlutlægni blaðamanna. Hann sagði það vissulega tilheyra fag- inu að kunna og geta tekið á málum af hlutlægni. En, bætti hann við, góða mín „blaðamaður sem ekki hefur hugsjónir hann er dauður blaðamaður". Mikið rétt, ekki dugar að kunna bara að beita tækinu, tungumálinu, til að vekja áhuga og fá iesanda til að meðtaka efnið, - svo nauðsyn- legt sem það er - ef sá sem flyt- ur hefur ekki skilning eða er sann- færður um það sem hann er að bera fram. Ofuráherslan sem lögð hefur verið kennslutæknina í kennara- námi, burt séð frá fagþekkingu, sýnist ekki hafa gefist svo vel, sem kemur fram bæði í vali nem- enda þegar aðsókn hefur verið mikil að Kennaraháskólanum og forgangsréttinum til að mega kenna. Þetta á sér langan aðdrag- anda. Þegar ég var í fræðsluráði á áttunda áratugnum var þessi stefna rekin af mikilli hörku og mér er ságt að svo sé enn. Verst að það tekur líka langan tíma, jafnvel áratugi að rétta það af, jafnvel þótt menn verði sammála um það og hvergi brugðið fyrir fæti. Ekki var vel tekið er ég leyfði mér að segja þetta fyrir nær ára- tug í tilefni stærðfræðikennara- þurrðar. Þá voru t.d. Þjóðveijar að taka kipp til að auka kennslu í stærðfræði og raungreinum í takt við tímann. Skyldi nú kominn jarðvegur til að breyta kúrsi? Eða ætli sjokkið renni bara af okkur og við látum gott heita að okkar nemendur verði áfram á eftir? Gerum við það á bilið bara eftir að breikka í þeim hraðfara breyt- ingaheimi sem við lifum í, tii skaða fyrir komandi kynslóðir. Vonandi erum við ekki orðin svo niðurnegld á þeim vegi að ekki verði hægt að komast út af hon- um. Raunar virðumst við á mörgum sviðum í okkar samfélagi búin að mála okkur svo út í horn með lögum og samningum, sem áttu við á sínum tíma, að enginn sveigjanleiki er til að laga sig að breyttum aðstæðum í breyttum heimi. Ráðamenn hafa leyft sér að binda þjóðina í spennitreyju fram í ókominn, ófyrirsjáanlegan tíma í flestum málum, svo ekki er svo mikið sem hægt að breyta rekstraraðferðum stofnana og fyrirtækja í takt við nýja tíma eða rétta af misrétti í lífeyri aldraðra. 0g binda sjálfa sig svo að þeir þora sig hvergi að hreyfa. Kluklum ígenunum Lífsþráin er sterk og frá upp- hafi hefur menn dreymt um langlífi og eilífa æsku. Vissulega hafa ævilíkur og lífsgæði fólks í velferðarsamfélögum stóraukist á undanförnum áratugum, fyrst og fremst vegna bættra lífsskil- yrða, aukins hreinlætis og framfara á sviði læknavísinda. Margir hafa því velt því fyrir sér hvort kynslóðir framtíðarinnar geti vænst lengra lífs en í dag og hvort slíkri framlengingu séu end- anleg takmörk sett sem engin vís- indi eða breyttar lífsvenjur fá nokkru um breytt. Nýlega hafa vísindamenn við Háskólann í Montreal í Kanada uppgötvað að ákveðnar breytingar á erfðaefni þráðorma geta framlengt líf þeirra allverulega. Þessari lífslengingu fylgja. ýmsir ókostir og vafasamt er að þetta stökkbreytta afbrigði ormanna mundi lifa af undir nátt- úrulegum kringumstæðum. Vísindamennirnir í Montreal hafa um margra ára skeið gert tilraunir á erfðaefni þráðorma með það í huga að lengja líf þeirra. Með því að framkvæma erfða- breytingar, sem leiða til nýs af- brigðis þráðorma, hefur þeim tek- ist að lengja líf þeirra allt að því sexfalt og er það mesta lífslenging sem vísindamönnum hefur tekist að framkvæma hjá nokkurri líf- veru. Ormarnir sem vísindamenn- irnir notuðu voru af tegundinni Caenorhabditis elegans, sem venjulega lifa í u.þ.b. tíu daga. Þessir ormar eru vinsælt viðfangs- efni erfðafræðinga og þangað til nýlega hafði þeim tekist af fram- leiða afbrigði sem lifði í mesta lagi í 20 til 30 daga. Nýja afbrigði ormsins, sem vísindarhennirnir í Montreal rannsökuðu, lifir hins- vegar í allt að því 70 daga og u.þ.b. helmingurinn í rétt rúmlega 50 daga. Vísindamennirnir, Lakowski og Hekimi, notuðust við orma sem höfðu orðið fyrir erfðabreytingum fyrir tilstuðlan útfjólublás ljóss eða efna sem valdið geta skemmdum á DNA strengjum. Þeir nefna stökkbreyttu genin, sem virðast stýra líflengd ormanna, „klukku gen“. Aðrir vísindamenn höfðu framleitt langlífa orma með því að valda stökkbreytingum á þeim genum sem stýra þróun ormanna á lirfustigi. Það var með því að kynblanda þessum tveimur af- brigðum þráðormanna sem vís- indamönnunum tókst að lengja lif þeirra jafn mikið og raun ber vitni. Þó lengi hafi verið ljóst að erfða- efni hefur sterk áhrif á ævilengd þá veit enginn með vissu hvaða lífefnaferlar það eru nákvæmlega sem stýra aldursþróun orma og lífvera almennt. Vitanlega er dauði einstakra lífvera forsenda þróunar og framkomu nýrra lífvera. En ekki eru allir sammála um það hvort öldrun og dauði séu óhjá- kvæmileg útfrá grundvallarlög- málum eðlis- og efnafræði. Trúlegt er að svo sé, þó fáir efist um það að mögulegt sé að framlengja líf orma (og annarra lífvera) um all- langan tíma. En hvaða afleiðingar hefur slík framlenging lífsins fyrir þá sem njóta hennar? Líf- og hátterni langlífu orm- anna er allt annað en skammlífari afbrigðanna. Efnaskiptin eru langtum hægari og eins er öll hreyfing ormanna minni en óbreytta afbrigðisins. Trúlegt er eftir Sverri Ólofsson DANSÆr trans-dans allra meina bótf Hamingjuldt eða dtrað hveiti TRANS-dansarar í Indónesíu dansa til þess að koma á jafnvægi góðs og ills. ATHY GLISVERÐUR j aðarhópur í dansi nútímans er fólk sem stundar svokallaðan trans-dans. Dansinn byggist á nokkurs konar dáleiðslu, dansararnir verða lítið varir við áreiti frá umhverfinu, sjá sýnir og hreyf- ingar þeirra verða ókerfísbundnar. Trans-dans, sem er oft mjög ein- kennilegur á að horfa fyrir þá sem ekki þekkja, á að þjóna þeim til- gangi að gera fólk meðvitaðra um sjálft sig, skynja líf sitt upp á nýtt og öðlast hamingju. Þetta kann mörgum að þykja undarlegt og jafn- vel óskiljanlegt, en notkun trans- dans er ekki ný af nálinni. Trans- dans sem nú er notaður til sjálfskoð- unar hefur verið notaður víða um heim og í ýmsum tilgangi. eimildir um trans-dans_ koma víðs. vegar að úr sögunni. í Grikklandi til forna voru starfrækt leynifélög tileinkuð Díonýsusi, guði áfengis og fijósemi. Á leynifundum félaganna dönsuðu félagsmenn Díonýsusi til heiðurs þar til þeir komust í trans. Félögin höfðu áhrif í Evrópu allt fram á miðaldir því erf- iðlega gekk hjá hinni kristnu kirkju að sporna við þeim og transdönsunum. I augum kirkjunn- ar var dansinn kominn frá djöflinum og fólk sem komst í trans var hald- ið illum öndum. Bann kirkjunnar við dansi náði hámarki á fjórtándu öld en gekk ekki betur en svo að út spratt allsheijar dansæði árið 1374. Hópar af óðu fólki dönsuðu um göt- ur borga og bæja Evrópu eins og bijálað væri. Fólkið var sem í öðrum heimi, froðufelldi, stökk hátt upp í loft og hristi sig. Ástæðan fyrir þessu skyndilega dansæði er ekki skýr en talið er líklegt að hún teng- ist ekki djöflinum að neinu leyti heldur eitruðu hveiti sem notað var í brauð. Kristin kirkja hefur í gegnum ald- irnar tengt dans við djöfulinn og illa anda. í mun fleiri samfélögum er hið gagnstæða upp á teningnum og dansinn er mikilvægur hluti af trúar- brögðunum. Þetta á við uni fjölmörg samfélög í Afríku, Asíu, Átralíu og Ameríku þar sem tenging við æðri máttarvöld næst með dansi og mjög oft trans-dansi. Prestar og töfra- læknar í þessum samfélögum fara í trans þegar sinna þarf mikilvægum erindum eins og að lækna sjúka. Þegar presturinn hefur dansað þar til hann kemst í samband við guðina getur hann framkvæmt yfirnáttúru- legar gjörðir, en trans-dansinum fylgja oftast helgiathafnir til að tryggja að árangur náist. Prestar eru ekki þeir einu sem’ dansa til að iækna heldur er dansinn sjálfur stundum notaður sem læknisaðferð. Eitrað bit hinnar baneitruðu tarant- úllu-köngulóar er til dæmis læknað með dansi. Lækningin er að dansa án afláts í marga klukkutíma þang- að til eitrið hreinsast út. Þessi aðferð hefur lengi verið not- uð umhverfis Miðjarðarhafið, í Norð- ur-Afríku, Ítalíu, Suður-Frakklandi og Spáni. Meðal sléttuindíána í lok nítjándu aldar gegndi trans-dans mikilvægu hlutverki sem samfélagið treysti á. Sléttuindíánar byggðu líf sitt á vísundaveiðum, sem á þessum tíma voru að hverfa af sléttunum. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.