Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 B 11 um. Ég var á Vífilsstöðum í tvö ár og fjölskyldulífið rofnaði; ég varð að láta barnið mitt frá mér og beij- ast ein fyrir lífi mínu. Síðan var ég á Kristneshæli. Þar var ég hoggin." Fá og einföld orð um mikla bar- áttu og fórnir Blómeyjar þessi erf- iðu ár þegar hún mátti þakka fyrir að komast lífs af í glímunni við „hvíta dauðann". Að vera „hoggin“ var stór bijóst- holsaðgerð og þetta lýsingarorð er jafn miskunnarlaust og aðgerðin. Áfram heldur Blómey: „Ég jafnaði mig furðu fljótt en var þó alla tíð upp frá þvi máttlítil í hægri öxl og hendi. Þegar ég kom suður hafði Óskar reist sér kofa inni í Blesugróf og bjó þar. Ég hefði aldrei tekið í mál að vera með hon- um í að reisa þennan kofa ef ég hefði verið hjá honum allan timann. En ég stóð frammi fyrir gerðum hlut og nýkomin af hæli var ég ekki í neinni aðstöðu til að breyta þessu. Mér fannst kofinn ömurlegur alla tíð, sama hve miklu hann bætti við hann og breytti honum uns hann var orðinn að stærðar húsi. Honum fannst hann stórkostlegur. Honum fannst alltaf allt svo stór- kostlegt sem HANN gerði.“ Hún leggur áherslu á síðustu orðin rétt eins og hún sé nú að afgreiða endanlega í einni setningu viðhorf þeirra tveggja til flestra, ef ekki atlra; þeirra hluta sem hann gerði. Einkennilegt hefur það verið, samband þessara tveggja ólíku póla, sem þau hjón hafa verið í hinni löngu sambúð sinni, ef marka má frásögn hennar. Eftir því sem líður á frásögn hennar verður samband þeirra æ sérstæðara í augum þess sem á hlustar. „Við eignuðumst einn son,“ segir hún. „Árin liðu og þótt líf okkar og aðstæður væru nokkuð sérstæð- ar vorum við þó þrátt fyrir allt fjöl- skylda í Reykjavík. Það er svo sem ekkert í frásögur færandi. Af því að Óskar var lærður bú- fræðingur hafði hann mikinn áhuga á því að hafa skepnur. í Blesugróf- inni höfðum við endur, hænsn, hunda, ketti og meira að segja kalk- úna.“ I þessari látlausu frásögn finnst Blómeyju greinilega að búskapur þeirra í Blesugróf hafi ekki verið neitt sem þótti óvenjulegt á þeim tíma, enda hafði Reykjavík þá enn ekki breyst úr bæ í borg. Það var víða í bæjarlandinu sem eimdi eftir af sveitasamfélaginu og Óskar var ekki eini hafnarverkamaðurinn sem fékkst við búskap í smáum stíl. Þórarinn á Melnum bjó með skepnur við Ásvallagötu fram á miðja öldina og Blesugrófin var hálfgert sveitaþorp. Talið berst var- færnislega að einkasyni þeirra hjóna sem þau misstu á besta aldri. Það er ævinlega erfitt að ræða um slíka hluti og hún, sem hefur hing- að til getað talað hispurslaust og næsta glaðlega um hin viðkvæm- ustu mál, viknar skyndilega þegar talið berst að þessu og bindur í raun enda á alla umræðu um það með því að segja stuttlega: „Það var mjög sárt og óvænt. Allt í einu var hann dáinn. Hann var hrifinn frá okkur á einu auga- bragði.“ Orð hennar nísta eins og egg- járn. Enn er mikil harmsaga af- greidd í fáum orðum og sem þungt ský leggist yfir andlit þessarar lífs- reyndu konu. Með því að víkja talinu á ný að öðru umræðuefni birtir á ný yfir henni. Þegar spurt er um það hvern- ig hún sjálf hafi haft betur í bar- áttu við illvígan sjúkdóm og aðrar þrautir, sem lífið hefur gert henni að leysa, færist líf og ljómi í andlit hennar og hún svarar: „Ég lét aldrei neitt hagga mér, aldrei neitt á mig fá. Þess vegna er ég enn lifandi og orðin þetta gömul.“ Við höldum áfram að tala um lífið í Blesugrófinni. Ég segi henni frá ýmsum sögum sem nágrannar hafa sagt af Óskari. Þeim eru minn- isstæð atvik í ætt við eldmessuna í Litlu kaffistofunni þegar skapið hljóp í hann og hann snöggreiddist. „Já,“ segir Blómey. „Hann var svona. Sumir eru skapaðir með þessum ósköpum og geta ekkert HÚSIÐ í Blesugrófinni. að því gert. Þegar hann snöggreidd- ist var honum ekki sjálfrátt. Svo tók hann það alveg óskaplega nærri sér þegar okkur var skipað að fara úr húsinu í Blesugrófinni vegna þess að það þyrfti að gera braut upp í Breiðholt. Það var alveg sama þótt þeir byðu honum gull og græna skóga. Þeir buðu okkur íbúð í blokk en hann hafnaði því. Þá voru viðbrögð okkar Óskars ekki samhljóma frek- ar en fyrri daginn, nema hvað ósam- ræmið var öfugt við það sem hafði verið á dansleiknum á Kópaskeri, því ég sagði: „Jú,“ en hann sagði: „Nei.“ Eftir að hafa margstækkað og breytt húsinu á þeim þijátíu árum sem við bjuggum þar, fannst honum þetta orðið eitthvert snilld- arverk, bara af því að HANN hafði smíðað það. í húsinu var allt hans líf, vef- listarverkin og hvaðeina. Eftir að við misstum einkason okkar var þetta hús, sem hann hafði reist með berum höndum og það sem í því var, eina sköpunarverk hans sem hann átti eftir, það eina sem honum fannst hann hafa lagt af mörkum hér á jörðinni. Það var eina barnið sem hann átti eftir og var sem hold af hans holdi.“ Stuttorð frásögn Blómeyjar varp- ar nýju ljósi á aðstæður búfræðings- ins með háu hugsjónimar. Á fundi okkar uppi á fjallinu fyrir fjórum árum virkaði lýsing hans á brott- vikningu hans úr Blesugrófinni sem hreinar ýkjur og ofsóknarbijálæði. En nú blasti við að dramatísk frásögn hans hafði verið rétt í minn- ingunni og fullkomlega eðlileg út frá hans sjónarhóli. Að taka af honum húsið og jafna það við jörðu var eins og að taka af honum einkabarn og deyða það. Þá fannst honum hann ekkert eiga eftir af því sem hann hafði skapað og eignast. Talið berst nánar að myndvefn- aði þeirra. „Ég átti víst upptökin að því að hann bytjaði að vefa fyrir alvöru," segir hún. „Við höfðum haft vefstól og gert nokkur teppi og þegar Hildur Há- konardóttir sá þau vildi hún endi- lega að ég kæmi til sín á námskeið. Þegar ég minntist á það við Ósk- ar harðbannaði hann mér það. Hann var alltaf svo hræddur um mig og afbrýðisamur. Á endanum féllst hann þó á að fara með mér, rétt eins og hann þyrfti að passa mig. Þegar hann hafði fylgst með mér í nokkurn tíma, fór hann að fikta við að gera svipað, fyrst í smáum stíl og af forvitni en síðan af vaxandi áhuga uns þessi listgrein átti hug hans allan.“ Blómey bendir mér aftur á tíma- ritshefti Skírnis sem er á borðinu hjá henni. Hún virðist ýmist tala kuldalega um sérvitringinn, sem hún bjó með í 54 ár, eða sýna verk- um hans skilning og vera áhugasöm um að ég kynnist öllu því sem best sem honum viðkom. Hún tekur fram albúm á borðið og flettir því. Þar má sjá myndir af þeim hjónum og þar er meðal annars úrklipga úr blaði, úr minningargrein um Óskar þar sem þess er getið að hann hafi ekki verið allra en hafi hins vegar verið þeim góður og reynst þeim vel sem hann blandaði geði við. Hún bendir mér á greinina. Ég les umsögnina og segi við hana: „Hann hefur átt góðar hliðar. Þegar við hittumst fann ég að það sló heitt hjarta undir þessari hijúfu skel. Sástu ekki eitthvað slíkt við hann þegar þið kynntust?" Aftur svarar hún neitandi og ítrekar: „Ég var aldrei hrifin af honurn." Einfalt og endanlegt svar um upphaf meira en hálfrar aldar sambúðar sem á sér vart sinn líka á okkar dögum.“ 0 Bókarheiti Mannlífsstikiur, 224 bis. Höfundur er Ómar Ragnarsson. Útgefandi erFróði. Leiðbeinandi verð 3490 kr. Glœsileg hnífapör í mihlu úifívaii £?)SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfæröu gjöfina - íslensk hönnun, vönduð íslensk smtð Úrval áklæða. Verðfrá 246.745 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.