Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ DESEMBER er mánuður þar sem neysluvenjur þjóðarinnar varðandi mat og drykk taka miklum stakkaskiptum og í verslunum ÁTVR bætast við ýmsar tegundir, sem einungis eru seldar í skamman tíma ár hvert, s.s. Nouveau og jólaáka- víti. Það er að fara að myndast hefð á að Beaujolais Nouveau sé jólavín íslendinga. Tímasetn- ingin er svo sem tilvalin, vínið kemur í sölu um svipað leyti og fyrstu Jólahlaðborðin eru sett upp á íslandi. Þijú Nouveau voru komin í verslanir ÁTVR nú í vikunni, frá Bouchard, Piat og Georges Du- boeuf. Þá mun einnig vera vænt- anlegt Beaujolais frá Georges Blanc, sem selt hefur verið á veitingahúsum, og hugsanlega fleiri. Öll eru þessi Nouveau-vín sem ég hef smakkað ljúffeng. Ekki ýkja merkileg vín kannski, enda eiga þau ekki að vera það. Þetta eru vín fyrir glaðar stundir og gott skap, létt og fersk og ekki sakar að árgangurinn 1996 fór fram úr björtustu vonum hvað gæði varðar. Vínið frá Bouchard (970 kr.) er hið ávaxtamesta, hreinn og tær beijasafi er ilmar af rauðum beijum. Duboeuf-vínið (1.010 kr.), sem er Village-vín, nokkru Nouveau, púrtvín ogjólaákavíti Beaujolais Nouveau er nú komið í verslan- ir áfengiseinkasölunnar. Steingrímur Sigurgeirsson bragðaði á nokkrum tegundum hins nýja víns og kemst að þeirri niðurstöðu að 1996 árgangurinn hafi farið fram úr björtustu vonum. MATUR OG VÍN þyngra, tekur meira í og ávöxt- urinn dekkri og þroskaðri. Piat (970 kr.) einhvers staðar á milli, létt og leikandi vín, sem líkt og hin rennur ljúflega niður. Vín matreiðslumeistarans Blancs hins vegar hið þyngsta, feitt og mikið af Nouveau að vera með töluverða dýpt. Fyrir minn smekk hafði hins vegar Duboeuf vinninginn, jafnbesta vínið. Annað árið í röð sendir ís- lenski vínframleiðandinn Jón Ármannsson einnig frá sér sér- stakt jólavín. „Jólavínið 1996“ (1.250 kr.) er í eðli sínu frá- brugðið Nouveau-vínunum, þetta er ekki nýtt uppskeruvín heldur Bordeaux-vín frá hinu ágæta ári 1994 sem Jón hefur sett saman í tilefni jólanna. Ég var ekki hrifinn af því víni er selt var undir þessu nafni í fyrra og kom það því skemmti- lega á óvart að bragða þetta vín. Þetta er í alla staði vel gert og þægilegt Bordeaux-vín. Milli- þungt og einkennist af fjólum, mjúkum ávexti, cedar-viði og þroskuðum rifsbeijum. Vínið er ögn tannískt og því getur verið æskilegt að bera það fram aðeins undir kjörhita. Kannski 17-18 gráður. Tawny-púrtvín Púrtvín hafa lengi verið vinsæl á íslandi en því miður hefur lítið farið fyrir svonefndum tawny, sem hafa þá sérstöðu að hafa þroskast á tunnum en ekki á flöskum. Með árunum breytir vínið um lit vejgna snertingarinn- ar við loft. Argangspúrtvín og LBV eru yfirleitt hárauð en tawny-vín, sem komin eru nokk- uð til ára sinna, brúnleitari. Enska orðið tawny þýðir enda brúngulur. Bragð breytist sömu- leiðis og í stað þess að einkenn- ast af ávöxtum verður karakter tawny-vínanna hnetukenndur. Morgunblaðið/Kristinn ÞAÐ var kátt í koti hjá verslunardeild franska sendiráðsins í síðustu viku er haldið var upp á komu Beaujolais Nouveau. Þau vín eru nú farin að tínast í verslanir ÁTVR. Argentína á netið STEIKHÚSIÐ Argentína hefur sett upp glæsilega heimasíðu, fyrst íslenskra veitingahúsa, þar sem er að finna ýmsar upplýsingar um staðinn. Heimasíðan, sem hönnuð er af Navís, markar ákveðin tímamót því nú geta íslenskir alnetsnot- endur í fyrsta skipti pantað sér borð á veitinga- húsi, skoðað mat- og vínseðil í ró og næði heima hjá sér og jafnvel ákveðið máltíðina alveg frá forrétti yfir í kaffi, koníak og jafnvel vindil áður en á staðinn er komið. Meira að segja er hægt að tilgreina tímasetningar, s.s. hvenær menn vilja setjast til borðs og hvenær þeir vilja hafa kaffið tilbúið í setustofunni, Jakobsstofu. Á síðunni er einnig að finna upplýsingar um flest það er á boðstólum er á Argentínu, allt frá kjötinu yfir í vindlana. Slóðin á heimasíðu Argentínu er www.islan- dia.is/argentina. Grahams 10 Year Old Tawny er komið með góðan ljósan tawny-lit, ilmurinn áfengur, ágengur og hnetukenndur með snert af karamellu og viði. Ljúf- fengt púrtvín sem ætti að eiga vel við t.d. möndlugrautinn. Jólaákavíti Frá árinu 1982 hafa Dan- isco Distillers sett á markað- inn sérstakt Álaborgar jóla- ákavíti. Kassarnir utan um flöskurnar breytast árlega en flöskunum sjálfum, sem koma frá Holmegaards Glasværker, er skipt út á þriggja ára fresti. Skemmtilegur siður sem hefur leitt til að margir Danir safna þessum flösk- um og tíma ekki að opna þær. Sem er synd því inni- haldið er gott. Ég er ekki mikið fyrir snafsa en þessi jólasnafs hefur hrifið mig, ískaldur og með hreinu allmögnuðu kúmenbragði. Sléttur og mjúkur snafs. Tilvalinn ekki síst með síldinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.