Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 B 17 DAGBOK FRA ÞORSHOFIM SVO fór að líða að því að tíminn sem ég hafði gefíð mér til að vinna hér á Þórshöfn að sinni væri að renna út. Síðustu dagana var ég í kúfiskinum ásamt myndarlegum mæðgum úr Mývatnssveit og rúss- neskri konu sem er læknir og var þetta hið notalegasta kompaní. Kúfiskurinn gæti verið mikil framtíðarbúbót hér þegar allt er komið í fullan gang. Enn eru þar bara fjórar dagsdaglega og svo nokkrir karlar að ógleymdum út- lendingunum sem eru að koma þessu upp ásamt heimamönnum. Það hefur verið sagt að upp undir tuttugu manns þurfi til að vinna kúfiskinn þegar allt er komið í horf. En undanfarið hefur Sigga Magga verkstjóri valið tvær daglega til að fara í kúfiskvinnsluna ásamt mý- vetnsku mæðgunum. Þarna eru milljón færibönd og mikil sjálfvirkni en samt þarf nú lið til að sortera og stjórna ýmsu og sjá um að allt fari rétt og rækilega fram. Úti fyrir virðist gnægð af kúfiski og báturinn sem hefur veitt hann þarf ekki langt að fara. Kú- fiskurinn er að sögn prýðilegur þeg- ar hann hefur verið matreiddur en á meðan menn hafa ekki náð full- komnum tökum á þessu vinnum við þetta sem sagt í beitu. Kúfiskurinn er soðinn eftir kúnstarinnar reglum þegar einhver maskína hefur náð honum úr skel- inni og svo þegar sorterað hefur verið eftir öðrum reglum sem ég kann nú að vísu ekki að lýsa, streymir hann eins og lítill fallegur foss út úr einni vélinni enn og ofan í stærðarinnar kar. Við drösluðum svo karinu með lyftara að færibandi, mokað er upp á það og þaðan fer kúfiskurinn í vigtina. Það er eins gott að vera handfljótur þar þegar mývetnska Síðan kom röðin að kúfisk- inum Síðustu dagana í físk- vinnslu að sinni vann Jóhanna Kristjóns- dóttir við að moka kúfiski á færiband og vigta hann í pönnur. 0 g velti fyrir sér launa- málum fiskvinnslu- fólks í leiðinni. heimasætan mokar á bandið. Ég hafði hreint ekki undan framan af því síðan varð ég að koma kúfisk- pokunum samanbrotnum - eftir enn einum reglum - í pönnurnar og raða rétt. Ég hafði þóst ansi góð með mig því ég var ekki lengur undirlögð af harðsperrum og axlaverkjum þegar hér var komið sögu enda orðið sæmilega þjálfuð í aðskiljan- legum störfum hvort sem var við síld, loðnu eða rússafisk. En nú komu til skjalanna ný handtök og það var auðvitað ekki sökum að spyija. Og að vinnudegi loknum tók svo við að þrífa vinnslusal kúfisks- ins og í það fóru hátt í fjórir klukku- tímar þegar verst lét. Þetta hefur verið hin athyglis- verðasta lífsreynsla. Væri ég tutt- ugu árum yngri mundi ég hella mér á kaf í verklýðsbaráttu: það verður ekkert logið um léleg laun fyrir þessa vinnu. Og menn og konur kölluð út hvenær sem fiskur berst, hvort sem er á nóttu eða degi. AIl- an ársins hring er mikil vinna á Þórshöfn. Það er mikil blessun í sjálfu sér. En getur orðið fullmikið af því góða. Mér er hulin ráðgáta af hveiju er ekki hægt að borga fólki í fisk- vinnu betri laun. Af hveiju sjómað- ur á frystitogara fær kannski fimm- eða allt upp í tíföld laun. Hann er að vinna nákvæmlega sömu störf og þetta fólk í landi. Röksemdir eru stundum á þá lund að hann sé svo lengi fjarri heimili sínu og fjöl- skyldu. En ég fæ ekki séð að þau rök séu pottþétt; það er ekki mikið sem frystihúsafólk sér af heimili og fjölskyldu þegar allt er á fullu í fiskvinnsunni. En nú er ég líklega komin á hálar brautir. Þegar ég ætlaði svo að taka stefnuna suður skall á hið versta veður með mikilli ofankomu og hvassviðri. Svo kannski það endi með að ég kafi snjóinn niðrí frysti- hús og spyiji verkstjórana hvort ég geti ekki bara fengið vinnuna áfram. Sófasett I miklu úrvali A Sófa^ott, homsófar Cinniv sófa^Gtt 3+2 «sT \ iMykomið mikiö unvai al úorðstofuhusgognum skenkum, skapum og hiliusamstæðum tValhúsqöqn Ármúla 8-108 Reykjavík Sími 581-2275 ^568-5375 ■ Fax 568-5275 - kjarni málsins! með bjónustulínum Húsnæðisstofnunar Við höfum nú tekið í notkun nýtt og bætt símkerfi sem greiðir Hægt er að velja um nokkur símanúmer eftir þörfum, allt eftir fyrir allri upplýsingagjöf og bætir þjónustuna til muna. erindi og þeim upplýsingum sem leitað er eftir. íUpplýsinoai um liúsliréfaláii 569 6935 Þjónyslusíiniléla|síl)ii3áiii 569 6975 Skiptibcrfl 569 6900 569 6905 5696915 Grant númer 800 6969 Félagsíbúðadeild 569 6970 Húsbréfadeild 569 6930 Lögfræðideild 569 6940 Ráðgjafarstöð 569 6910 bréfasími 569 6870 bréfasími 569 6830 bréfasími 569 6840 bréfasími 569 6810 Rekstrardeild 569 6960 Rekstrarstjórn 569 6920 Tæknideild 569 6980 Verðbréfadeiid 569 6990 cSg húsnæðisstofnun ríkisins - vinnur að velferð íþágu þjóðar bréfasími 569 6860 bréfasími 569 6820 bréfasími 569 6880 bréfasími 569 6890

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.