Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 19
-f MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 19 „ÞAÐ eru til margar góðar bækur um ís- land, en þær eru fyrst og fremst byggðar á skrifuðum texta. Okkur þótti því tímabært að það kæmi á markaðinn bók sem hefði aðallega að geyma upplýsandi myndir um landið,“ segja Jóhann Isberg og Kjartan P. Sigurðsson, sem eru þessa dagana að gefa út íslandsbókina. í íslandsbókinni eru 170 litmyndir af ís- landi. Um er að ræða svokallaðar víðmynd- ir, þar sem sjónarhornið er frá 90° upp í 215°. „Myndirnar eru teknar bæði á landi og úr lofti. Við skeytum þeim svo saman, minnst úr tveimur skotum og mest úr fjór- um. I eftirvinnslunni beitum við fullkominni tölvutækni til að fá myndirnar skýrar og greinilegar,“ segja Jóhann og Kjartan, en við myndatökuna voru notuð ýmis farar- tæki, svo sem vélsleðar, mótorsvifdrekar, flugvélar, háfjallajeppar og bátar. Uppbyggingu bókarinnar er þannig hátt- að, að hægt er að rekja sig áfram síðu eftir síðu, hringinn í kringum landið, auk Vest- fjarðakjálkans og Melrakkasléttu. Jóhann og Kjartan segja það ekki endilega hafa verið tilganginn að hafa myndirnar sem list- rænastar, heldur vildu þeir koma á fram- færi ákveðnum upplýsingum með þeim. Lögð er áhersla á að sýna sem mest af nátt- úrunni; hraun, mosa, mela, móa og mýrar auk þess stórbrotnasta á hverjum stað. „Við reynum að sýna sem sannasta mynd af hverju svæði fremur en skapa sérstakt and- rúmsloft með myndunum," segja þeir. Örnefni Á hverri opnu bókarinnar eru tvær mynd- ir þar sem merkt eru inná helstu örnefni og segja Jóhann og Kjartan að örnefnamerk- ingin sé aðalsmerki bókarinnar. Aftast í bókinni er síðan örnefnaskrá. Ennfremur er kort af íslandi á hverri opnu, þar sem merkt er inná hvaðan viðkomandi myndir eru. Þá eru á síðunum ýmsir fróðleiksmolar, til? dæmis lýsingar á staðháttum og sérkennum sem ekki koma fram á mynd. „Textinn styður við myndirnar og þar eru líka lýsingar á áhugaverðum gönguleið- um, auk þess sem víða er drepið á jarð- fræðiatriðum sem líkleg eru til að vekja áhuga lesenda“ Myndirnar í íslandsbókinni eru að sögn Jóhanns og Kjartáns valdar úr stóru safni - og hægt er að fá þær allar yfir á tölvutækt form til frekari vinnslu. Hér á opnunni má sjá sýnishorn þeirra mynda sem birtast 1 íslandsbókinni. Efst til r vinstri er Vestfjarðarkjálki, þar fyrir neðan er Snæfellsnesið og svo Lónssveit, austasta sveit Skaftafellssýslna. Efst á þessari síðu er Húsavík við Skjálfanda og neðst á opnunni eru Vestmannaeyjar. Vt**' Hf.:'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.