Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 28
28 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BÖÐVAR á Kirkjulæk í bylgjandi grasinu á bæjarhlaðinu. í fjarska sér til Þríhymings Morgunblaðið/Ragnar Axelsson Mikil misnotkun á tíma og verðmætum að stunda leidindi Það er alltaf gott veður í huga hans, alltaf það jákvæða á önglinum þegar kemur að orðunum, en draumar hans voru alltaf í háloftunum, flugvélamar sem flugu yfír þótt hann í hversdagsþrasinu væri aðallega --—--------------------- í traktomnum og vömbílunum. Ami John- sen ræddi við Böðvar á Kirkjulæk í Fljóts- hlíð um lífsins melódí HANN er sagnabrunnur og heimspekingur hann Böðvar Brynjólfsson, bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíðinni, lenti ungur í maskín- ustússinu og kveðst aldrei hafa verið bóndi þótt hann bæri þann titil. Hann hefur aldrei skipt sér af veðrinu af því að það kemur hvort sem er og þegar aðrir lifðu í draum- heimum nætursvefnsins fór Böðvar gjarnan út á hlað í Fljótshliðinni og beið þess að sjá ljósin frá milli- landaflugvélunum þvi þar lá áhugi hans. Flugið var draumaveröldin sem kallaði hann úr kojunni. Lengst ævinnar hefur hann verið bílstjóri, en nú keyra afastrákarnir hann og fæturnir hafa látið í minni pokann fyrir löngu. En það er ekkert víl í þessum svipmikla víkingi nútímans og í samtali lagði hann mikla áherslu á það að það væri mikil misnotkimog sóun á tíma að stunda leiðindi. „Hvert þó í fjúkandi, þreifandi, fljúgandi, ætlar þú að koma í heim- sókn, það líst mér á, láttu mig ekki trufla þig að komast af stað,“ svar- aði Böðvar Brynjólfsson, bóndi á Kirkjulæk í Fljótshlíðinni, að bragði þegar ég hringdi til hans og spurði hvort ég mætti líta við hjá honum í spjall. Það var stóísk ró yfir höfðingjan- um þar sem hann sat við eldhús- borðið í bæ sínum,_ einum af Kirkju- lækjarbæjunum. Eg hef það gott, svaraði hann, ég hef það gott í efri hlutanum og það er nú aðalatriðið, en hitt fer svo eftir því hvað maður fer langt niður, bætti hann við og glotti í gegnum skeggið sem minnti á grasið í síðhærðri fjallshlíð. Á nóttinni býður hann eftir að sjá millilandaflugvélarnar Það glingraði í kaffibollanum um leið og sykurmoli féll á eggina og stakk sér ofaní, en um leið og Böðv- ar bar bollann að vörum leit hann upp eins og hann vildi sjá flugvélar- hljóðið sem heyrðist í fjarska, lík- lega frá flugtaki af Múlakotsflug- vellinum. „Ég var sjúkur á tímabili í flug,“ þetta er það eina sem ég hef haft raunverulegan áhuga á,“ sagði Böðvar, „þegar þeir voru að byija í fluginu á sínum tíma, þá mátti ég ekki heyra flugvél né sjá. Það var ótrúlegt ævintýri og það var eins og hjartað í manni væri að springa, en það er undarlegt hvað hjólfarið getur verið djúpt hjá mannskepnunni, hvað hún veigrar sér við að rífa sig upp þegar ævin- týrið kallar. Stundum er tillitssemin dýrkeypt. Maður hafði ekki of mik- inn pening í þá tíma og daglega brauðstritið sat fyrir, en oft fer ég út á næturnar til þess að heyra í millilandavélunum og sjá þær. Það er stórkostlegt, en sjálfur hef ég aldrei komist nema austur að Pét- ursey, til Reykjavíkur og Akraness og út í Eyjar. Ég byijaði að keyra mjólk út í Ölfus árið 1936, keypti bíl þá rétt þrítugur, því ég er fæddur 14. mars 1915. Ég er ekkert farinn að tapa minni, get kjaftað endalaust og man bara allt saman, manna- nöfn og atburði og allt slíkt. Ég fæddist á næsta bæ, Arngeirsstöð- um, en kom hingað þriggja sólar- hringa gamall, varð til hinsegin því foreldrar mínir voru aldrei gift. Hér hef ég búið alla ævi, tók við af föð- ur mínum, en hef þó aldrei verið bóndi þótt ég sé titlaður með þeim glæsibrag. Ég var allur í þessu véla- stússi, allur í viðgerðarveseninu á tæknisviðinu. Ég lærði þó ekkert í vélfræðinni nema af reynslunni, en lenti út úr því í traktorsviðgerðum fyrir sveitunga mína. Maður gat svolítið þar, var búinn að keyra traktora lengi auk þess að vera í mjólkurflutningum hjá tveimur kaupfélagsstjórum." Skiptir mestu máli að hafa góða nágranna Ég spurði Böðvar um bestu kosti sveitarinnar að hans mati. „Fijáls- ræðið,“ svaraði hann að bragði, „það er hægt að hlaupa frá, ráða sjálfur „pligtinni", það er svo per- sónulegt en var reyndar enn per- sónulegra áður fyrr. Þá var ekki verið að tala um krónumar, menn hjálpuðu hver öðrum sitt á hvað. Það em meiri breytingar nú, pen- ingar, peningar, peningar fyrir allt þótt misjafnt sé. Það skiptir þó mestu máli að hafa góða nágranna og hér eru mjög persónulegir og góðir nágrannar, sérstakt fólk, skemmtilegt og gott fólk sem gerir allt fyrir mann. Ég veit ekki hvað hann Eggert og Jón myndu neita mér um og Jón Ólafsson frændi minn í Vesturbænum. En nú eru allir útivinnandi og ég er einbúi á meðan, hef bara hundana að tala við. Það er mikið skemmtilegra þótt það séu bara hundamir. Þetta era svo gæf og góð dýr. Annar er af golden retriev- er kyni en pabbi hans var svartur. Eru það ekki allir, menn og skepn- ur, sem eru að þessum kjánagangi. Þetta er nú meiri vitleysan. Jafnvel kynskipti, að leggja þetta á sig. Jæja, það þýðir nú ekki að vera að velta því of mikið fyrir sér. Maður hefur verið að bauka hér heima. Fyrsti traktorinn var keypt- ur hingað 1947 eftir Heklugosið. Það er falleg náttúran hér og veður- sæld í Hlíðinni og allt opnast úti á Hvolsvelli og á Rangárvöllunum. Svo eru líka góðir grínistar inni í Hlíð, Óskar Ulfarsson í Fljótsdal og Sæmundur og Árni Einarsson í Múlakoti, eins Barkarstaðabræður, Sigurður Tómasson og Árni, það er unun að fá þá í heimsókn. Mað- ur hefur haldið upp á þessa kalla. Alltaf þegar maður hefur hitt þá hefur eitthvað fallið til frá þeim sem hægt hefur verið að hlægja að, það eru mikil hlunnindi. Og svo eru miklir söngmenn í sveitinni, Hlíðar- endabræður og Sámsstaðabræður. Það eru mikil hlunnindi, hláturinn Það er svo margt sem er skemmtilegt, en skemmtilegasta tímabilið sem ég hef upplifað var tímabilið sem ég varð alveg vitlaus í að lesa bækur. Það var gott tíma- bil. Annars var þetta bara eins og gerðist og gekk í æsku. Maður skemmti sér eins og hver annar, en mikið hafði ég gaman af keyrsl- unni. Ég átti ágætis kunningja og það gat verið gaman að líta á stelp- urnar og bjóða þeim í bíltúr. Það var alltaf gaman að því af því að maður er á réttum kanti. Ég fékk ógeð á þessu í sjónvarpinu um dag- inn, þessum öfuguggahætti og mik- ið er það óheilbrigt að þeir mega ekki giftast fijálsir kaþólikkarnir, munkarnir og nunnurnar. Þetta er alveg upp á kant við Guðs vilja eins og hann hefur nú skapað margt fagurt. Það dásamlegasta er nú að eiga víðáttuna í umhverfinu, skemmtilegt og fallegt landslag. Við þurfum að læra að meta landið okkar betur. Hreinleikinn hér er ævintýri, að geta lagst niður við hvern einasta læk og drukkið hvar sem er, þetta er svo óvanalegt. Nei, maður þarf ekkert að vera að fara langt, það er óþarfi að sækja vatnið yfir lækinn. Ég hef aldrei komist austar en að Pétursey, suður til Reykjavíkur vestur á Akraness og út’í Eyjar á vertíð. Tvisvar þrisv- ar fór ég í Þjórsárdalinn og Bisk- upstungurnar með fólk. Það þætti ekki beysið nú að keyra fólk á boddíbílum þessar leiðir, en hraðinn er breyttur, fjórar klukkustundirnar komnar niður í eina og nú líða menn áfram í bestu sófum en áður voru bekkir settir á pallinn." Maður sér rigninguna koma og sólin kemur í Ijós Sólskríkja flögraði fyrir utan gluggann og ég spurði Böðvar um áhuga fyrir fuglum? „Nei, ég hef bara haft áhuga fyrir vélknúnum fuglum. Ég skildi reyndar ekkert í þessum fákum sem flugu í gegn um Dyrhólaey um ár- ið, ekki fyrr en ég heyrði hveijir þetta voru. Það tekur því ekki að vera að spá í sumt. Ég hef aldrei spáð í veðrið, maður sér þegar það kemur rigning og sólin kemur í ljós. Ég er ekkert að skipta mér af þessu, það hefur sinn gang. Eldri dóttur- sonur minn spáir mikið í hæðir og lægðir og ef menn hafa áhuga á þessu þá getur æfingin skapað meistarann i þessu eins og öðru. Þessi strákur hefur áhugann og svo smíðar hann vélknúin flugmódel og hefur unnið til verðlauna. Hann er snillingur í höndunum. Mér líkar ákaflega vel við allt unga fólkið í dag. Það eru allt aðrar aðstæður nú, ekkert sambærilegt við fyrri hluta aldarinnar, en það er ekki hægt að búa neina reglu út frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.