Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDAGUR 8. DESEMBLR 1996 B 31 1 0 fl fl fl I fl ! i 4 4 i l ( ( i ( ( ( ( [ I I ( I I asti skipverjinn um borð og margir þakka honum fyrir hversu lundin var létt um borð. Hátt í tveggja metra menn djöfluðust í Simma en fóru aldrei yfir strikið. Simmi var eitt sinn tekinn á lærið og flengdur á afturendann. En það fannst hon- um ekkert merkilegt, hann skyldi beija þá alla í klessu þegar hann yrði reiður! Það var húmorinn sem gerði þennan pilt svo merkilegan. Hann tók öllu og svaraði síðan fuli- um hálsi, var farinn að rífa svo mikinn kjaft í restina að mönnum blöskraði. Simmi lét snoða sig í túrnum og hélt uppá 18 ára afmæl- ið sitt. í afmælisgjöf hnýtti einn skipvetjinn flugu úr hári hans. All- sérstæð fluga það! Oryggismál og samningar ræddir A frívöktum settust menn niður og ræddu stundum tímunum saman um alvarleg málefni. Öryggismál voru mikið rædd, farið yfir neyðar- plön og sögur sagðar frá sjóslysum og björgun. Einn skipverji, Kristján Astvaldsson var að fara í sinn ann- an túr á Sléttanesinu en fyrr á þessu ári lenti hann í lífsháska þeg- ar Mýrarfellið frá Þingeyri sökk undan honum og skipfélögum hans úti fyrir Vestfjörðum. Kitti á fjöl- skyldu og hefur stundað sjóinn lengi. Hann sagðist hafa átt erfitt með svefn fyrstu vikurnar þegar hann fór aftur á sjóinn. Fyrir guðs- lukku björguðust allir félagar hans á Mýrarfellinu og mátti litlu muna að illa færi. Kitti er 29 ára og harð- duglegur til sjós, enda þaulvanur í sínu fagi. Fleiri hafa lent í lífsháska á þessu skipi en nóg um það að sinni. Samningar sjómanna voru mikið ræddir. Drög að kröfugerð var sett á blað og fóru síðan á kont- ór ASV. Umræðan var sláandi. Réttarstaða sjómanna er frekar slök og hagsmunasamtök sjómanna eru kraftlaus svo vægt sé til orða tek- ið. Menn sem vilja ná fram auknum rétti, betri launum og aðbúnaði mega vara sig. Til eru langar bið- raðir manna sem gjarnan vilja fylla skörðin eftir þá. Þannig er mönnum stillt upp við vegg og gefinn kostur á að éta aftur ofan í sig sögð orð eða taka pokann sinn. Þetta er víst sannleikur að sögn margra reyndra sjómanna sem vita vel hvað bíður þeirra sem reisa sig upp á afturlapp- irnar og vilja aðgerðir. Tími er kom- inn til að stokka upp sjómanna- samningana og rétt sjómanna ekki seinna en í gær. Spurningin er sú: hver þorir - þora allir? Samstaða verður að vera einhuga en oft klikk- ar samstaðan því ekki vilja menn missa plássin sín fyrir að rífa kjaft. Hvað er þá til ráða? Hákarlar og ýmislegt rusl Aflabrögðin í Smugunni voru hreint út sagt ömurleg. Eftir 6-8 tima tog fengust 300-500 kg af þorski. Hákarlar voru tíðir í trollið en allir voru þeir svo smáir og hor- aðir að ekki var hægt að nýta þá. Um 30 smáhákarlar veiddust á svæðinu og töluðu menn um að halda mætti að hér væri uppeldis- stöð hákarla í Smugunni! Ekki var allur aflinn þorskur og smáhákarl- ar. Ttjádrumbar af öllum stærðum komu upp, olíutunnur, bjórflöskur, vettlingar og ýmislegt drasl sem ekki jók aflaverðmætið í skipinu. Horfurnar voru skelfilega slæmar. Þvílík ördeyða! Raddir skipstjór- anna í stöðinni voru allt annað en fagurmæltar. Skeyti var sent heim um „náðun“ sem þýðir á manna- máli að fá leyfi til að halda heim til veiða. Ekki var náðunin tekin gild og ekki þýddi að áfrýja þeim dómi. Skipið hélt áfram sínu skaki, ekkert að hafa í margar vikur og á endanum urðu dagarnir 33 sem fóru í siglingar um þvera og endi- langa Smuguna fyrir rúmlega 7,5 milljónir. Verra getur það varla verið. Hásetalaun upp á 75 þús.kr. Þar fóru jólagjafirnar fyrir lítið og sjálfsagt yrði mannskapurinn að éta þorskgrams á aðfangadag? Þó var vonarglæta að fá að fiska fáeina titti á heimamiðum, en sú von var veik. En á meðan ekkert aflaðist dunduðu menn sér við ýmislegt, s.s. fluguhnýtingar, teiknun, saumaskap, járnsmíðar og síðan var r HEF OPNAÐ LÆKNASTOFU 1 í Domus Medica, Egilsgötu 3. Tímapantanir í síma 563 1055 alla virka daga kl. 9 .00 - 17.00. Ársæll Kristjánsson, sérfræðingur í k þvagfæraskurðlækningum. Á Opið laugard. 10-18 og sunnud. 13-18 SKÚUERSLUN KÓPAV0GS Í HftlSIRBEQRE 3 • SÍií/ll 55ft 1?5ft Helgartdlboð Laugardag og sunnudag (aðeins þessa helgi) 15% afsláttur af öllum bamaskóm JÓUIGJÖFIN I AR FJARRÆSIBÚNAÐUR I BILINN Þú gangsetur bílinn í allt að 300 m fjarlægð og U l-[¥lf«tcÍ|)«S011 kemur útí hann heitan og notalegan á morgnana, * — * búnaðurinn virkar einnig á samlæsingar. S. 896 4601 Tönlistarjólagjöfin i árfyrir unnendiir klassiskrar tánlistar Utgefandi HEIMSTÓNN Dreijmg ÆÍjuí Tónlistargagnxýni, Oddur Bjömsson, Morgunblaöiö „Eva Mjöll spilar af innlifun og stil. Ég mæli eindregið með þessum hljómdiski “ -kjarni málsins! 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 /jSik\ TM - HÚSGÖGN W Síöumúla 30 -Sími 568 6822

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.