Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Sögusýn á sunnudegi Parísarbréf Á ferð um París rakst Sigrún Davíðsdóttir á að frönsk sögusýn hefur verið hafín á trúariegan stall. Þá varð henni hugsað til beina Jónasar Hallgrímssonar og hvort sérhver íslendingur sé kannski Hof orðstírsins holdi klætt. HLUTI af íslenskri sjálfsímynd er að þjóðin sé sér fíma meðvituð um sögu sína. Vísast er nokkuð til í þessu, en eftir að hafa reikað um Parísarborg má hæglega sannfærast um að söguvitund Frakka sé á mun æðra og sjálfum- glaðara stigi en sú íslenska. En einkum og sérí- lagi er frönsk sögusýn og meðfylgjandi þjóðem- ishyggja mun áþreifanlegri en sú íslenska, því úr þeirri frönsku hafa verið byggðar glæsibygg- ingar og agnaranga af franskri sögusýn getur að lesa við annað hvert fótmál í borginni. Sunnudagstúrinn um París var ekki göngutúr heldur hjólatúr, því hægt er leigja algjör lúxus- hjól, sem bera hjólreiðamanninn mjúklega um borgina. Þó París sé óneitanlega stórborg með öllu tilheyrandi, er hún ekki stærri en svo að á dagshjólaferð um hana fæst einkar góð svip- mynd af hinum ýmsu borgarhlutum. Og sunnu- dagur er kjörinn hjólreiðadagur, því þá er um- ferðin minni og götur á Signubökkum lokaðar bílum. Leiðin lá fýrst framhjá Pantheon. Samkvæmt ensku ferðabókinni minni er Pantheon tilkomu- mikið úr fjarlægð, en óáhugavert heimsóknar. I frönsku ferðabókinni kveður við annan tón. Þar er byggingin sæmd tveimur stjömum af þremur mögulegum sökum staðsetningarinnar, sjálfrar byggingarinnar og stórkostlegrar sögu. Þetta mismunandi mat er áhugaverð vísbending. Pantheon er óneitanlega tilkomumikið úr fjar- lægð, þar sem það trónir á hæð og tröllsleg hvelfing og stórbrotnar súlur ljá byggingunni svip fomhofs. Þegar Loðvík 15. Frakklandskon- ungur veiktist alvarlega 1744 hét hann á heil- aga Genevieve að ef sér batnaði skyldi hann reisa henni veglega kirkju á rústum hálfhmnins klausturs í nafni hennar. Konungi batnaði,_ en varð þó ekki eilífur, heldur lést 1774. Árið 1789 var kirkjan tilbúin. En sama ár dundi franska byltingin yfir og hún breytti sögu kirkj- unnar. Kirkjan missti kristindóminn og var gerð að helgidómi franskrar sögu, Hofi orðstírs- ins, eins og það heitir svo glæsilega á frönsku. I kjölfar borgarastjómar færðist áherslan frá trúardyggðum yfír á borgaralegar dyggðir eins og afburði á sviði stjómmála, vísinda og lista og þeim dyggðum er Pantheon helgað. Inni blasir við stórt rými, gjörsneytt hlýju og mýkt. I tröllauknum marmarageimnum fínn- ur gesturinn óhjákvæmilega til yfírþyrmandi smæðar sinnar og lítilmótleika. f miðjum helgi- dómnum er afgirt svæði, þar sem risastór pend- úll dinglar niður úr þakinu. Pendúlinn hengdi vísindamaðurinn Foucault upp 1849 og varð þar með fyrstur til að sýna á áþreifanlegan hátt að jörðin snerist. Utan hringsins er risavax- in bronsstytta af heilum hópi fólks, sem þrung- ið frelsisanda og með upphafin andlit veifar fána. Yfír styttunni svífur ofsafenginn og ágengur andi takmarkaiausrar þjóðemiskennd- ar, líkt og stafar af ítölskum og þýskum stytt- um þríðja og flórða áratugsins, er blásið var að glóðum óvináttu og stríða. A veggjunum í kring, tugum fermetra, eru veggmyndir frá 1877 og síðar, þar sem heilög Genevieve, Parísardýrlingurinn Denis, þjóðar- dýrlingurinn Clovis, Jóhanna af Örk og Karla- magnús þyrlast um í belg og biðu kristindóms og þjóðarsögu. Slík sögumálverk vom vinsæl á þessum tíma eins og sjá má á söfnum í Moskvu, Heisinki, London og víðar, þótt þau hafí hrapað úr tísku undanfama áratugi. í grafhvelfíngum undir hofínu liggja svo hinir verðugu í misstór- um og mismikilúðlegum kistum. Þama em rit- höfundurinn Voltaire, heimspekingurinn Ro- usseau, vísindamenn og stjórnmálamenn. Nýlega var einum bætt við, en þar áður var þar síðast lagður hagfræðingurinn Jean Monnet 1988, sem helst vann sér til frægðar að vera framkvæmdastjóri Kola- og stálsambandsins 1952-1955, þessa fyrsta vísis Evrópusammn- ans. Það er vísast engin tilviljun að Mitterand Frakklandsforseti fylgdi kistu Monnet í hofíð, níu ámm eftir lát Monnets, einmitt þegar undir- búningur Maastricht-sáttmálans var á fullu. Þar með var Monnet kominn í tölu bestu manna þjóðarinnar og Evrópuhugsjónin orðin helg. Hin fituþmngna franska gæsalifur er á há- tindi hinnar rómuðu frönsku matargerðar. Lifr- in fæst með því að stríðala gæsirnar og maís er nánast kýlt ofan í þær. Um það bil sem mér varð reikað út úr Hofí orðstírsins fannst mér að ég hefði verið jafnoffóðmð á franskri sögu- sýn og gæs á maís. Söguhelgur staður: engin hjól! Skynjun mín á franska sögusýn hafði ofur- efist við heimsóknina í Pantheon, svo þegar út kom sá ég nú birtingarmyndir hennar alls stað- ar. Hana má lesa úr allri borginni. Jafnvel götu- skiltin era gott dæmi um hana. Eins og svo víða em flestar götur heitnar eftir mikilmennum sögunnar. En götuskiltin standa ekki bara si- sona með nöfnunum, heldur er skrifað á þau hvenær viðkomandi var uppi og hvað viðkom- andi gerði. Þannig era nöfnin líka mjög fræð- andi. Víða um borgina em auk þess glæsileg og sterkleg málmskilti, mótuð eins og skildir, þar sem á er ritað hvaða stað vegfarandinn stendur nú andspænis og hann fær í vegamesti agnar- anga af franskri sögusýn. Það hefur ekki verið kastað til hendinni við gerð skiltanna, sem em hönnuð af Philip Starcke hinum ofursmarta franska hönnuði, svo þarna sameinast sögusýn- in hástigi nútíma hönnunar. Það tekur ekki nema um tuttugu mínútur að skutlast yfír Signu, í kringum Concorde-torg- ið með egypsku óbelískunni, Kleópötmnálinni, upp Champs-Elysées og að Sigurboganum, sem liggur eins og vænta má á hæð, þar sem sjá má vítt og breitt yfír borgina. Sigurboginn var reistur á áranum 1806-1808 til minningar um sigra Napóleons 1805 á Austurríkismönnum og Rússum. Umhverfís bogann og stórt torg umhverfís hann er margra akreina hringtorg, svo ekki var um annað að ræða en að skáskera sig hægt og bítandi inn að torginu í kringum bogann. Bogatorgið er girt digurri jámkeðju og ég þóttist nokkuð góð að hafa hjólað þvert yfír akreinamar og vippaði nú hjólinu yfir jámk- eðjuna, um leið og ég starði hugfangin á sigur- bogann og þá glæsilega ásýnd borgarinnar. Til vinstri lá nútíminn í líki hins nýja sigurboga í fjármálahverfínu La Défense, til hægri miðborg keisaratímans. Sem ég reiddi hjólið yfír stóra torgið við bogann, gónandi í allar áttir, sá ég lögreglu- konu koma hlaupandi á móti mér baðandi öllum öngum um leið og hún kallaði eitthvað að mér. Eg hélt í fyrstu að hún væri að segja mér að ég mætti ekki hjóla þama, svo ég benti á hjól- ið sem ég reiddi og sagðist ekki hjóla, en það gladdi hana öldungis ekki. Erindi hennar var nefnilega að segja mér að þama mætti hjólið alls ekki snerta jörðina, því þetta væri sögustað- ur, helgur staður. „Helgur staður - engin hjól.“ Alveg datt yfir mig af undmn ... Ég skil vel að fólk megi ekki koma hálfnakið inn í kirkj- ur, heldur verði að klæðast í takt við trúargildi staðarins, en að hjól mætti ekki nálgast sigur- bogann var ofar mínum veraldlega skilningi á sögustöðum. Eg fór auðvitað ekki að þrasa um það við lögreglukonuna, því ég sá að hún var jafnskekinn og prestur, sem sér kvenmann á stuttbuxum og ermalausum bol í kirkjunni sinni. Þetta var frábært dæmi um hvernig sögusýnin franska hefur þokað sér í það hásæti sem trúin skipaði áður. Mér varð hugsað til íslenskrar söguvitundar. Við eram bara fá og smá og afburðamennimir hafa því ekki verið svo margir að tekið hafi því að reisa þeim sérstakt Hof orðstírsins. Þó má segja að þjóðargrafreiturinn á Þingvöllum sé tilraun í þessa átt, enda meint bein Jónasar Hallgrímssonar flutt þangað á sínum tíma. En hvað sem beinunum og grafreitnum líður standa Frakkar ísiendingum eðlilega mun framar í að klæða höfuðborg sína helgri sögusýn. En kannski em íslendingar ötulli við að koma hinni íslensku sögusýn á framfæri prívat og persónu- lega og þá af því það vantar öll hin ytri merki hennar. Kannski þeir séu í raun holdtekning Hofs hins íslenska orðstírs ... SltlQ ouglýsingor FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 19 - 1781298 - j.v. I.O.O.F. 3 = 1781298 = Dd I.O.O.F. 10 = 1771298 = 0.872. □ Helgafell 5996120919 VI 2 □ Mímir 5996120919 III 1 Frl. □ Gimli 5996120919 I 1 Frl. Hörgshlfð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í dag kl. 14.00. Frá Sálarrannsóknarfélagi íslands Miðlarnir og huglæknarnir Bjarni Kristjánsson, Guðrún Hjörleifs- dóttir, Hafsteinn Guðbjörnsson, Margrét Hafsteinsdóttir, María Sigurðardóttir, Kristín Þor- steinsdóttir, Kristín Karlsdóttir og Þórunn Maggý Guðmunds- dóttir starfa öll hjá félaginu og bjóða upp á einkatíma. Auk þess býður Bjarni Kristjánsson upp á umbreytingarfundi fyrir hópa. Allar upplýsingar og bókanir eru í sima 551 8130 milli kl. 10 og 12 og 14 og 16 og á skrífstof- unni, Garðastræti 8, alla virka daga. Einnig er tekið á móti fyrirbæn- um í sama síma. SRFÍ. Rauðarárstíg 26, Reykjavík, símar 561 6400,897 4608 Guðsþjónusta sunnudag kl. 20 og fimmtudag kl. 20. Altaris- ganga öll sunnudagskvöld. Prestur: Sr. Guðmundur Örn Ragnarsson. «Hjálpræðis- herinn É> Kirkjustræti 2 Sunnudagaskóli kl. 11.00. Aðventusamkoma í umsjá Hjálp- arflokksins. Katrín Eyjólfsdóttir talar. Allir velkomnir. Mánuaagur kl. 16.00: Heimila- samband. Elsabet Daníelsdóttir talar. Allar konur velkomnar. KFUM og KFUK, Holtavegi 28 Almenn samkoma í dag kl. 17.00. Ræðumaður: Friðrik Hilmarsson. Barna- og unglingasamverur á sama tíma. Matsala eftir samkomuna. Allir velkomnir. KROSSINN Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Útskrift fyrir konunglegu her- sveitirnar verður í dag. Barnagæsla er meðan á samkomunni stendur. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16. Fjölbreyttur söngur. Samhjálparkórinn tekur lagið. Vitnisburðir. Barnagæsla. Ræðumaður Gunnbjörg Ólad. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Pýramídinn - andleg miðstöð Skyggnilýsingarfundur Björgvin Guðjóns- son, miðill, verður með skyggnilýs- ingarfund fimmtu- dagskvöldið 12. desember kl. 20.30. Húsið opn- að kl. 19.30. Einnig einkatímar. Símar 588 1415 og 588 2526. Utivistarræktin Ókeypís heilsurækt úti í náttúr- unni. Til viðbótar hefðbundnum ferðum býður Útivist upp á heilsuræktargöngur fyrir alla tvisvar í viku. Lagt er af stað kl. 18.00 og gengið í u.þ.b. eina klukkustund. Mánudaga: Gömlu Fákshúsin við Elliðaár. Fimmtu- daga: Bílastæðið hjá Rauða- vatni. Netslóð: http://www.centrum.is/utivist Orð iífsins, Grensásvegi 8 Samkoma og sunnudagaskóli kl. 11. Ásmundur Magnússon prédikar. Brauðsbrotning. „Fyrstu skrefin" - um trú - í kvöld kl. 20.00. Lækningasarnkoma á miðvikud. kl. 20.00. Jódís Konráðsdóttír prédikar og biður fyrir sjúkum. Allir hjartanlega velkomnir. Nýbýlavegi 30, Kópavogi, gengið inn Dalbrekkumegin Tónleikar tileinkaðir syrgjendum og öðrum þeim, er eiga um sárt að binda, verða í húsnæði Sjálfeflis, Ný- býlavegi 30, (Dalbrekkumegin), í dag, sunnudaginn 8. desem- ber, kl. 17.15. Þema tónleikanna verður um- hyggja og huggun. Séra Sigurður Haukur Guðjóns- son flytur hugleiðingu. Einsöngvarar verða: Björk Jóns- dóttir, Jón Þorsteinsson og Signý Sæmundsdóttir. Undirleikari: Gerrit Schuil. Ef þér líður illa, einhverra hluta vegna, kíktu þá til okkar á sunnu- daginn. Hver veit nema söngur þessarra frábæru söngvara geti mildað líðan þína. Verð kr. 700. Veitingar. Kristín Þorsteinsdóttir, Sigrún Olsen. Hugleiðslukvöld kl. 20.30 Erla Stefánsdóttir leiðir. I kvöld fáum við góðan gest, Erlu Stef- ánsdóttur, sem mun hafa stutt- an fyrirlestur og síðan leiða okkur í hugleiðslu. Allir velkomnir. Aðg. kr. 350. Fjölskyldusamkoma í Aðal- stræti 4B kl. 11.00. Fræðsla fyrir börn og fullorðna. Friðrik Schram ritskýrir áfram 1. Korintubréf. Samkoma í Breiðholtskirkju kl. 20.00. Vitnisburðir og einsöngur. Predikun: Halldóra Ólafsdóttir. Mikið lofgjörð og fyrirbænir. Allir velkomnir. Hvitasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Ræöumaður Friðrik Schram frá Ungu fólki með hlut- verk. Það verður niöurdýfingar- skírn. Barnagæsla fyrir börn undir grunnskólaaldri meðan á samkomu stendur. Allir hjartan- lega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Þiðjudagur: Samvera á vegum systrafélagsins kl. 20.30. Miðvikudagur: Jólatónleikar safnaðarins kl. 20.30. Aðgangs- eyrir 500 kr. Föstudagur: Krakkaklúbburinn kl. 18.00 fyrir öll börn á aldrinum 3ja-12 ára. Unglingasamkoma kl. 20.30. ft'i VEGURINN 'ÚÚS- Kristið samféiag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Aðventuhátíð kl. 17.00 Leikrit, einleikur, samspil, ýmiskonar söngatriði og fleira. Morgun- og kvöldsamkoma fell- ur niður. Allir velkomnir. Hverfisgötu 105,1. hæð, simi 562 8866 Aimenn samkoma í kvöld kl. 20. „Hvernig losna ég undan áhyggj- um"? Hilmar Kristinsson predik- ar. Frelsishetjurnar - krakkakirkja kl. 11.00 sunnudagsmorgun. Þriðjudagskvöld: Kl. 20 almenn samkoma. Pastor Mike Bellamy frá Keflavíkurflugvelli predikar. Allir velkomnir. Föstudagskvöld: Bænastund kl. 20. GEN-X kvöld kl. 21 fyrir unga fólkiö. Drama, dans og fjör. Opið hús til kl. 01.00. Allir velkomnir. Vertu frjáls, kíktu í Frelsið. FERÐAFÉIAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533 Sunnudagsferð 8. desember kl. 13.00 Hafravatn - Reykjaborg Gengið frá Hafravatni, yfir Reykjaborg (273 m) og komið niður í Reykjadal. Verð kr. 800,- Brottför frá Umferðamiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Kvöldvaka Hawaii Kvöldvaka verður í stóra saln- um, Mörkinni 6, miðvikudags- kvöldið 11. des. kl. 20.30. Efni: Haukur Jóhannesson sýnir myndir og segir frá Hawaii - náttúruparadís í miðju Kyrrahafi. Út er kominn hljómdiskur með Laufeyju Sigurðardóttur, fiðlu- leikara, og Páli Eyjólfssyni, gítar- leikara, og af því tilefni munu þau flytja ítalska tónlist á kvöld- vökunni. Aðgangur kr. 500 (kaffi og með- læti innifalið). Allir velkomnir, félagar og aörir. Ferðafélag íslands. Kristið samfélag Kl. 16.30: Samkoma í Bæjar- hrauni 2, Hafnarfirði. Predikun: Jón Þór Eyjólfsson. Mikil lofgjörð og tilbeiðsla. Barnastarf meðan á samkomu stendur. Allir velkomnir. Pýramídinn - andleg niiðstöð Anna Carla miðill starfar hjá Pýra- midanum og er með einkatíma. Hver tími er 60 mín. og kostar 2.900 kr. Upplýsingar í síma 588 1415, Dugguvogi 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.