Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 C 3 ATVINNUAUGÍ YSINGAR „Au pair“ í Brussel Þriggja manna fjölskylda óskar eftir „au pair“ frá byrjun janúar á aldrinum 19 til 24 ára til að gæta þriggja ára drengs og sinna heimilisstörfum. Má ekki reykja. Upplýsingar í símum 565 6669 eða 322 731 4873. Birkimelsskóli Óskum eftir að ráða kennara til kennslu yngri barna og íslensku frá og með 1. janúar 1997. Við leitum helst að fjölskyldufólki, sem vill setjast að í fallegri sveit, og veita okkur lið við að byggja upp lítinn en góðan sveitar- skóla. Við bjóðum flutningsstyrk og húsnæðis- hlunnindi (íbúð eða einbýli). Birkimelsskóli stendur á miðri Barðaströnd í fámennri sveit við norðanverðan Breiða- fjörð, þar sem íbúarnir lifa á landbúnaði, smábátaútgerð, vinnslu rækju og hörpu- disks. Á sumrin er Barðaströnd vinsæll ferða- mannastaður, enda náttúrufegurð sveitar- innar mikil. Allar nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Torfi Steinsson, í símum 456 2025 og 456 2028. Ritari Þjónustufyrirtæki í alþjóðaviðskiptum óskar eftir að ráða ritara sem fyrst. Starfið felst m.a. í eftirfarandi: • Almenn ritara- og móttökustörf. • Bréfaskriftir á íslensku og ensku. • Símavarsla og skjalavarsla. Menntun og hæfniskröfur: • Góð menntun og málakunnátta. • Geta unnið sjálfstætt og skipulega. • Starfsreynsla í ritarastörfum nauðsynleg. • Hafa góða samskiptahæfileika og þjón- ustulund. • Hér er um áþyrgðarstarf að ræða sem reynir á frumkvæði og að leysa aðkallandi verkefni í fjarveru framkvæmdastjóra. Skriflegar umsóknir, er tilgreini menntun og fyrri störf, óskast sendar afgreiðslu Mbl. merktar: „Ritari - 877“ fyrir 14. desember nk. Framtíðarstarf Hefurðu rétta hæfileika, metnað og sjálfstraust? Leitum að einstaklingi sem hefur eftirfarandi: • Kraftmikill, duglegur og heiðarlegur. • Frumkvæði, hugmyndauðgi og sjálfstæði. • Hæfileika til að stjórna og vinna með fólki. • Fagmennsku og árangurv/sölu og kynningu. • Góð menntun og/eða reynsla. • Þekking á bókhaldi og rekstri æskileg. • Tilbúinn að vinna mikið. Starfið byggir á eftirfarandi: • Vera andlit fyrirtækisins. • Selja/kynna faglega þjónustu til fyrirtækja. • Starfa náið með stjórnendum fyrirtækja. • Útbúa sölugögn og tilboð. • Samskipti við erlenda samstarfsaðila. • Stjórnun starfsfólks og umsjón verkefna. • Umsjón fjármála og áætlanagerðar. Fyrirtækið og starfið: Um er að ræða nýtt fyrirtæki og nýja þjón- ustu, sem ekki er í boði hérlendis í dag. Að fyrirtækinu standa fjárhagslega traustir aðilar, sem starfa á fyrirtækjamarkaði og hafa margra ára reynslu. Höfum góða hug- mynd, góða viðskiptaáætlun, fjármagn og traust viðskiptasambönd. Þegar eru fyrir- liggjandi verkefni. í boði eru góð laun og ýmsir framtíðarmöguleikar fyrir réttan aðila. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. fyrir 18. des. nk. Vinsamlegst látið mynd fylgja. Öllum umsóknum verður svarað. Atvinnutækifæri Lítið, þrifalegt iðnfyrirtæki á landsbyggðinni leitar eftir aðila til að kaupa hlut núverandi eigenda og taka við rekstrinum. Fyrirtækið er í vel staðsettu bæjarfélagi við hringveg- inn. Framleiðslan fer að mestu leyti á erlend- an markað og eru sölumál í góðu lagi. Salan fer að öllu leyti fram í gegnum einn aðila erlendis, en sala innanlands er hjá fyrirtæk- inu sjálfu. Gott tækifæri fyrir framsækinn aðila með áhuga á að stunda eigin rekstur. Upplýsingar óskast sendar til afgreiðslu Mbl. fyrir 23. desember, merktar: „S - 123". Bygginga- verkfræðingur Sjóvá-Almennar óska eftir að ráða byggingaverkfræðing / tæknifræðing Jjf'to rneð reynslu á byggingasviði til starfa í S1ÓVÁ&gALMENNAR tjónadeild félagsins. Starfssvið: Umsjón og framkvæmd tjónaskoðunar og uppgjör vegna fasteignatjóna. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „Tjónadeild 615" fyrir 14. desember n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Brófsími: 568 8618 Netfang hagva ng@ti rskyrr.is Heimasíöa http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARWÚNUSDV Rétt þekking é réttum tlma -fyrír rétt fyrírtæki IÐNSKÓLINNI REYKJAVfK Auglýsing um kennarastöður Inskólinn í Reykjavík eftir að ráða kennara í eftirtalin störf. 1. Kennara á tölvufræðibraut. Leitað er eftir einstaklingum með stað- góða menntun og starfsreynslu, kerfis- fræðingum, tölvunarfræðingum, verk- ræðingum eða tæknifræðingum. Um er að ræða fullt starf fyrir tvo kennara a) Annars vegar með áherslu á hugbúnað (t.d. C++, Pascal/ Delphi, Java, Assembler). b) Hins vegar með áherslu á vélbúnað og stýrikerfi. 2. Kennara í rafeindavirkjun. Leitað er eftir einstaklingum með staðgóða menntun og starfsreynslu, rafeindavirkja- meisturum, iðnfræðingum, tæknifræðing- um eða verkfræðingum. Um er að ræða fullt starf fyrir tvo kennara. 3. Kennara í rafvirkjun. Leitað er eftir einstaklingi með staðgóða menntun og starfsreynslu, rafvirkjameist- ara, iðnfræðingi, tæknifræðingi eða verk- fræðingi. Um er að ræða fullt starf fyrir einn kennara. Ráðning í öll störfin er frá 1. janúar 1997. Laun samkv. launakerfi opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar veitir viðkomandi kennslustjóri eða skólameistari í síma 552 6240. Umsóknum skal skila til ritara skólameist- ara í síðasta lagi fyrir 23. des. 1996. Öllum umsóknum verður svarað. Apple-umboðið hf. Við hjá Apple-umboðinu erum að leita okkur að góðum starfsmönnum. Við leggjum mikið upp úr því að þessir menn séu þægilegir í umgengni og geti sinnt fjölbreyttum verk- efnum og eigi auðvelt með að vinna sjálf- stætt. Séu jákvæðir og tilbúnir að læra ný vinnubrögð. Þjónustudeild Starfið felur í sér viðgerðir á vélbúnaði og önnur störf, til dæmis þjónustu við viðskipta- vini í síma. Viðkomandi þarf að vera með rafeindavirkj- unar- eða sambærilega menntun. Hugbúnaðardeild Starfið felst í því að fara út í fyrirtæki og þjónusta þau og gefa ráð varðandi tækjakaup og fleira. Viðkomandi þarf að hafa góða þekkingu á Macintosh-hugbúnaði, ISDN og Internet. Viðkomandi þarf að hafa tölvunarfræði-, tæknifræði- eða sambærilega menntun. Langi þig að ganga til liðs við okkur, vin- samlegast sendu okkur skriflega umsókn fyrir 20. desember merkta: Apple-umboðið hf., b/t Ólínu Laxdal, Skipholti 21, 105 Reykjavík. Ath. við höfum einsett okkur að svara öllum umsóknum. Frá stofnun VSÓ árið 1958 hefur fyrirtækiö þróast og vaxið og býður nú fjölbreytta ráðgjafaþjónustu. Starfsmenn VSÓ hafa það sameiginlega markmið að aðstoða viðskiptavini við vekefnisstjórnun, áætlanagerð, hagkvæmnisathuganir og verk- fræðiþjónstu á sviði hönnunar og framkvæmda. - Arkitekt Við leitum að arkitekt til starfa við framkvæmdaráðgjöf og áætlanagerð. í starfinu felst: »- gæðaeftirlit •- stjórn framkvæmda *- framkvæmdaráðgjöf »- áætlanagerð Við leitum að kraftmiklum og drífandi starfsmanni, með þjónustulund og mikla samstarfshæfileika. Viðkomandi þarf að hafa reynslu af störfum í byggingar- iðnaðinum, en starfsreynsla við hönnunarstörf er ekki nauðsynleg, þar sem starfið felst ekki í hönnun. Nánari upplýsingar adeins veittar hjá Benjamín Axel Ámesyni og Ólöfu jónu Tryggvadóttur hjá Ábendi. Farid verður með allar fyrírspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Vinsamlegast sækið um «1 eyðublöðum sem liggja frammi á skrifstofu okkar sem fyrst, en í íðasta lagi fyrir hádegi mánudaginn 16. desember 1996

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.