Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN N MMA UGL YSINGAR Ræstingarmenn óskast Vegna aukinna verkefna þurfum við að bæta við okkur starfsfólki. Við leitum að fólki sem: • Getur unnið á næturvöktum. • Er stundvíst og heiðarlegt. • Getur unnið sjálfstætt. • Er 23 ára eða eldra. • Er með hreint sakavottorð. Umsóknir sendist til afgreiðslu Mbl. með ofangreindum upplýsingum, merktar: „RF - 4363“. RÆSTITÆKNI ehf. Umsjónarmaður reiðhallar og hesthúsa Fáks í Víðidal ^Hestamannafélagið Fákur opg rekstrarstjórn reiðhallarinnar í Víðidal óska eftir að ráða umsjónarmann frá og með 1 janúar 1997 að telja. Verksvið: Umsjón með daglegri útleigu í Reiðhöll og samskipti við viðskiptavini. Umsjón með og þátttaka í fóðrun og hirðingu hesta í félagshúsum Fáks í Víðidal. Samskipti við félagsmenn. Kostnaðareftirlit. Umsjón með viðhaldi hesthúsa og reiðhallar. Æskilegt er að umsækjendur hafi iðnmennt- un eða búfræðimenntun ásamt þekkingu áhuga og reynslu á hestamennsku. Skriflegar umsóknir, sem greini frá aldri menntun og starfsreynslu, berist skrifstofu Fáks fyrir 15. desember nk. Hestamarmafélagið Fákur Víðivöllum, Víðidal, 110 Reykjavík. ÍTR reiðhöll. Ferðaskrifstofa Þekkt og vaxandi feröaskrifstofa óskar að ráða starfsmann til að annast móttöku erlendra ferðamanna. Ferðaskrifstofan hefur einnig söluskrifstofur erlendis. Byrjunartími janúar n.k. Hæfniskröfur: Krafist er mjög góðrar tungumálakunnáttu, leikni í tölvunotkun, getu til að starfa sjálfstætt og skipulega. Einnig ersveigjanleiki, lipurð og þjónustulund góður eiginleiki. Reynsla og þekking af sambærilegu starfi er æskileg. Með allar umsóknir verður farið með sem trúnaðarmál og þeim öllym svarað. Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir. Umsóknarfresturertil og með 16. desember n.k. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf, Skeifunni 19, 108 Reykjavík merktar „Ferðaskrifstofa". Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang hagvang@tirÆkyrr.is Heimasíöa http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RADNINGARMðNUSIA Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Kennarar Vegna forfalla og fæðingarorlofs vantar okk- ur kennara að Grunnskólanum á Hellu. Meðal kennslugreina: Bekkjarkennsla í 2. bekk og móðurmálskennsla í 7. og 8. bekk. Nánari upplýsingar veita skólastjóri í síma 487 5440 eða 487 5943 og aðstoðarskóla- stjóri í síma 487 5440 eða 487 5027. HöLDUR HF. Bílasprautari Höldur ehf. óskar eftir að ráða sprautara á bifreiðaverkstæði sitt á Draupnisgötu 1, Ak- ureyri. Einungis vanur sprautari kemur til greina. Æskilegt er að viðkomandi geti byrjað sem fyrst. Bílaréttingar Einnig óskum við eftir að ráða bifvélavirkja vanan réttingum á bifreiðaverkstæði okkar á Draupnisgötu 1, Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um störfin veita Stein- grímur Birgisson eða Birgir Ágústsson í síma 461-3000. Höldur rekur deildaskipt verkstæði sem ásamt lager skiptist í réttingu, sprautun, al- mennar viðgerðir og stillingar. Auk þess að sjá um viðgerðir fyrir Audi, Fiat, Honda, Kia, Mitzubishi og Volkswagen bifreiðar og vinna 15 manns á staðnum. Umsóknir sendist fyrir 15. desember til Hölds ehf., Tryggvabraut 12, 600 Akureyri merktar: „Bílaréttingar". Háskóli íslands Við Háskóla íslands eru tvö hlutastörf laustil umsóknar: * Starfsmaður á starfsmannasviði Um er að ræða hálft starf háskólamenntaðs starfsmanns. Helstu verkefni eru umsjón með umsóknar- ferli, umsóknargögnum og samstarf við dóm- nefndir. Að hluta til er um að ræða uppbygg- ingu og samræmingu á þessum starfsvett- vangi og gæti starfsmaður því haft þar stefnumótandi áhrif. Krafist er háskólamenntunar og gæti lög- fræðimenntun nýst vel. Laun skv. kjarasamn- ingi Félags háskólakennara og fjármálaráð- herra. Nánari upplýsingar um starfið gefur Edda Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri starfs- mannasviðs, í síma 525 4390. * Starfsmaður hjá Endurmenntunarstofnun Endurmenntunarstofnun óskar eftir að ráða háskólamenntaðan starfsmann á skrifstofu. Um er að ræða hálft starf a.m.k. til að byrja með. Vinnutími eftir hádegi. Starfið felst eipk- i um í umsjón með tilteknum framkvæmdaat-' riðum við lengra nám stofnunarinnar. Há- skólamenntun á sviði viðskiptafræða æski- leg. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðherra. Um spennandi framtíðarstarf getur verið að ræða. Nánari upplýsingar um starfið veitir Margrét Björnsdóttir, forstöðumaður Endurmenntun- arstofnunar í síma 525 4233. Umsóknarfrestur um ofangreind störf er til 15. desember 1996 og skal umsóknum skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Globus-vélaver hf. er stærsti innflytjandi og söluðaili á bú- og vinnuvélum og er leiðandi á markaðnum á sínu sviði. Vegna aukinna umsvifa vantar okkur dugm- ikla og ákveðna starfsmenn til eftirtalinna starfa: Sölumann landbúnaðarvéla: Um er að ræða krefjandi starf sem felur í sér sölu á landbúnaðarvélum. Heimsóknir til viðskiptavina um land allt, samninga- og til- boðsgerð. Umsækjandi þarf að vera framsækinn, áreið- anlegur og ósérhlífinn. Geta skipulagt sitt starf og unnið sjálfstætt. Hann þarf að hafa þekkingu á vélbúnaði og vélum í landbún- aði. Vald á enskri tungu og Norðurlanda- máli. Starfsreynsla og menntun á tæknisviði er æskileg. Viðgerðamenn á vélaverkstæði: Um er að ræða sérhæfðar viðgerðir á rafeinda- búnaði og vökvakerfi í lyfturum, vinnuvélum og dráttarvélum, auk almennra viðgerða. Við leitum að starfsmönnum með staðgóða þekkingu á rafeindabúnaði og vökvakerfum. Þeir þurfa að hafa reynslu í almennum við- gerðum á vélum og tækjum og geta starfað sjálfstætt. Viðkomandi þurfa að geta farið út á land með stuttum fyrivara og geta sótt námskeið erlendis á vegum fyrirtækisins. Við bjóðum skemmtileg, fjölbreytt og lifandi störf í ört vaxandi fyrirtæki með dugmiklu og áreiðanlegu starfsfólki. Umsóknum skal skilað til afgreiðslu Mbl. fyr- ir 18. desember nk., merktum: „Vélar". Fyrir- spurnum um áðurnefnd störf verður ein- göngu svarað á skrifstofu okkar í Lágmúla 7, Reykjavík. VERKEFNASTJÖRI RAFMAGNS-, WÉIfl-, EDA BYGGINGARVERKFRÆDINGUR Traust þjónustustofnun óskar eftir að ráða verkfræðing í áhugavert og spennandi starf við verkefnastjórn f Lotus Notes. Starfssvið • Verkefnastjórnun, greining og hönnunarvinna í Lotus Notes. • Umsjón með vinnu undirverktaka. Hæfniskröfur • Rafmagns- véla-, eða byggingarverkfræði. • Góð tölvuþekking og áhugi á uppbyggingu upplýsingakerfa. • Samstarfshæfni og nákvæm vinnubrögð. Hér er á ferðinni gott tækifæri með áhugaverðum framtíðarmöguleikum á sviði verkefnastjórnunar og kerfishönnunar. Nýútskrifaðir koma vel til greina. Nánari upplýsingar veitir Torfi Markússon hjá Ráðgarði í sfma 533 1800. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs merktar viðkomandi starfi fyrir 14. desember nk. RÁÐGARÐURhf SIJÖSRNUNARÍXSREKSIRAKRÁEXj)^1 Furngirtl 8 108 Rtyk]««(k Slml 833 1*00 P«w >33 1B08 Notfangi rgmUUvnBtrnknnt.lt HnlmnnlBni httpi//nrnfm.trnknnt.ln/rnBgnrBur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.