Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 12
12 C SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Manakoora III SKRIFSTOFAN okkar er niðri við sjó, vestan megin á grandan- um langa sem á stendur Miami Beach og allir hinir sólarbæirnir sem ferðafólkið sækir svo dyggi- lega. Milli grandans og megin- landsins er skipgengur skurður sem liggur óslitið norður með austurströnd landsins, alla leið til New York. Þaðan má svo sigla upp Hudson-ána og svo tekur við skurður, sem tengir hana við St. Laurent-skipaskurðinn mikla. Má þaðan sigla inn í stóru vötnin og svo niður í Mississippi-ána frægu og suður í Mexíkóflóa, suður fyr- ir Flórídaskaga og svo aftur inn í skurðinn sem fyrst var frá sagt. Svona hringsigling ku vera skemmtileg og fróðleg. Einhvetjir ferðaglaðir íslandsmenn ættu að kanna þessa leið og geta þeir svo skrifað jólabók um ævintýrið. Fleytur af öllum stærðum og gerðum sigla hér um skurðinn, allt frá árabátum og upp í stórar snekkjur sem í er bundinn feiki- legur auður og íburður. Margir bátanna eru sérstaklega útbúnir fyrir sjóstangaveiði en gnótt er af físki hér rétt úti í Golfstraumn- um. Stór hluti fleyjanna er bara notaður til lystisiglinga, upp og niður skurðinn og svo út í sjó. Hálfberrassað fólk sprangar um þilförin eða liggur í sólstólum með kaldan bjór í hendi og iætur heita sunnuna baka sig. Ekki má gleyma spíttbátunum og sjóskíða- fólkinu sem þýtur um með skvett- um og löðri. Svo eru það hávaða- sömu friðarspillarnir sem bruna um á sjóskellinöðrunum öllum til ama en sjálfum sér til ánægju. Hérna rétt norðan við okkur liggur skúta ein allmikil við bryggju. Hún er um 25 metrar á lengd, byggð úr stáli, rennileg og hámöstruð með opna brú. Ber hún nafnið Manakoora III. Hún var búin að vera við bryggjuna í um tvö ár þegar ég loks fór um borð og gaf mig á tal við hr. Parks, mann kominn af léttasta skeiði, sem reyndist vera eigandinn. Kvað hann skipið byggt í Hol- landi fyrir 12 árum og hefði fyrsti eigandinn, sem var þýskur, notað það til Afríkuferða sem urðu ekki margar þar sem hann fékk slag og dó. Gekk nú skipið kaupum og sölum þar til hr. Parks keypti það fyrir tveimur árum. Hefði hann haldið nafninu sem hann sagði þýða lífshamingju, himna- ríki eða eitthvað slíkt á einhverju suðurhafseyja-máli. Manakoora hefði verið í niður- níðslu en nú væri hún að koamst í gott lag, sagði hinn hreykni hr. Parks, sem kvaðst vera búinn að vinna sjálfur ásamt liði við breyt- ingar og málningu. Hann sagðist ætla að fara í tveggja ára hnatt- Þórir S. Gröndal siglingu og ætti að leggja upp eftir tvo mánuði. Þetta var fyrir tæpu ári. Hinn stóri dagur kom og ég beið í spenningi að sjá Manakoora III leggja frá landi með hina fræknu áhöfn og hr. Parks við stjórnvölinn. En ekkert gerðist og daginn eftir sá ég skipstjórann í vinnugalla og var hann nú byijað- ur að ryðbeija stefnið, sem ég hafði séð hann mála fyrir nokkrum mánuðum, og svo tók hann til við að mála allt upp á nýtt. Nokkru seinna spurði ég nokkra nágranna um hr. Parks og heimssiglinguna hans. Þeir brostu í kampinn og sögðu að brottfarardagarnir væru víst orðnir einir 5 eða 6, sem komið hefðu og farið, og væri minnst búið að þrímála Manakoora hátt og lágt. Þegar ég spurði hvernig hr. Parks hefði efni á að kaupa alla þessa málningu hlógu þeir og sögðu mér að hann hefði efni á að kaupa heilt úthaf af máln- ingu því hann væri margfaldur milljónari. Hann ætti einn stærsta kirkjugarðinn í Fort Lauderdale! Nokkrum dögum eftir að ég hafði komist á snoðir um auðlind hr. Parks sá ég í dagblaðinu að framfarafélag eitt í borginni hafði kvöldið áður haldið fund þar sem á dagskrá voru mál er lutu að undirbúningi dauðans. Mörg upplífgandi erindi höfðu verið haldin, svo sem um samn- ingu erfðaskráa og leiðir til að komast hjá því að greiða of mik- ið í erfðaskatta. Læknir flutti tölu um líffærabanka, notkun tækja til að framlengja banaleg- una, o.þ.h. Loks hafði svo hann hr. Parks minn talað um nauðsyn þess að fólk keypti skika í kirkju- garðinum hans til þess að láta planta sér í þegar búið væri að gera allt hitt sem aðrir ræðu- menn hefðu talað um fyrr um kvöldið. Mér fannst mjög furðulegt að stór hópur fólks skyldi skunda til fundar til þess að ræða um undirbúning lífsloka sinna á skipulegan og alvarlegan hátt. Og það var sérstaklega tekið fram að fundarmenn hefðu verið á öllurn aldri og flestir langt frá því að vera komnir á grafarbarm- inn. Þetta er ef til vill ekkert skrítið því um daginn heyrði ég harða gagnrýni á hinn ameríska lífsmáta þar sem því var haldið fram að fólk hérna í henni Amer- íku einblíndi um of á upphaf lífs- ins, samanber grimmar deilur um fóstureyðingar, og endi þess, en hér er mikið talað um rétt til þess að fá að enda sitt eigið líf. Gagnrýnandinn ásakaði fólk svo um það að skipta sér svo allt of lítið af því sem gerist milli fæð- ingarinnar og andlátsins. Á meðan heldur hr. Parks áfram að undirbúa hnattferðina miklu á Manakoora III. Hann skrapar og málar af kappi og segist nú ætla að leggja í hann um miðjan næsta mánuð. Kannski verð ég sá eini sem bíð í spenningi því ég er að vonast til að hann drífi sig nú af stað. Aðrir, sem fylgst hafa með þessu máli, eru ekki eins bjartsýnir og einn þeirra sagði mér að hann væri þeirrar skoðunar að hann Parks gamli myndi aldrei komast af stað í heimssiglinguna á Man- akoora. Heldur myndi hann verða kallaður fyrirvaralaust í ferðina miklu, sem biði okkar allra, og svo myndi honum verða holað niður í sínum eigin kirkju- garði með tærnar upp í loftið. AUGL YSINGAR Til sölu I * ! , " 3} : |1|Í - ' ' • 1 /1 i nf\ cll i Sg. l.SímFi i ] / ; éjLSi Æ Ý pm\ IIL Pfl H Til sölu mb. Gulltoppur ÁR 321, sem er 29 brl., smíðaður úr eik á Akureyri. Útbúinn til neta- og togveiða og í góðu ástandi. Selst með veiðileyfi en án aflahlutdeildar. Upplýsingar í síma 552 8329. Fiskverkun Til leigu 1.000 fm fisverkunarhús í Keflavík. Húsnæðið er í mjög góðu ástandi og með vinnsluleyfi. Aðeins langtímaleiga kemur til greina. Ahugasamir leggi inn nafn og símanúmer á afgreiðslu Mbl., merkt: „F - 101“. Skrifstofuhæð Til leigu um 350 fm innréttuð skrifstofuhæð við Síðumúla. Nánari upplýsingar í síma 588-7600. Blaðaútgáfa Til sölu sérhæft blað með vaxandi vinsældir. Kemur út annan hvern mánuð. Selst mest í stórmörkuðum og söluturnum. Laust strax. Tölvuverslun Til sölu vegna veikinda eiganda verslun sem selur þekktar tölvur, leiki og diska o.þ.h. Góð staðsetning. Laus strax. Skartgripir - gjafavörur Til sölu strax lítil skartgripa- og gjafavöru- verslun á góðum stað miðsvæðis. Stórirsýn- ingargluggar. Hörðustu söludagarnir eftir. Verslunaraðstaða Til sölu tvær samliggjandi verslanir við Laugaveg. Lítill sem enginn lager. Lausar strax. Hagstætt verð. Sælgætisverslun Til sölu sælgætisverslun í verslunarmiðstöð. Selst mjög ódýrt. Hægt að breyta henni í fiskbúð, ísbúð, pizzastað eða eitthvað ann- að. Húsnæðið jafnvel til sölu. Laust strax. Upplýsingar aðeins veittar á skrifstofunni. T SUÐURVERI SÍMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Til leigu fiskvinnslu- húsnæði í Reykjavík 120 fm + 60 fm efri hæð. Samþykkt samkvæmt EES. Hentar vel fyrir saltfiskvinnslu og ferskan fisk. Upplýsingar í símum 897 1318 og 423 7980. Verkstæði Húsnæði fyrir bifreiðaverkstæði óskast til leigu. Stærð á bilinu 400-500 ferm. Staðsetn- ing í eða í grennd við Hálsahverfi í Árbæ. Stórar innkeyrsludyr og góð lofthæð skilyrði. Tilboð skilist til afgreiðslu Mbl. í síðasta lagi föstudaginn 13. des. merkt: „V - 1213". Húsnæði óskast Framleiðslufyrirtæki óskar að taka á leigu 800-1.000 fm húsnæði fyrir hluta starfsemi sinnar. Um er að ræða þrifalega starfsemi. Æskilegt er að húsnæðið sé á jarðhæð og staðsett á Ártúnshöfða eða Hálsahverfi. Tilboð merkt: „ABC“ sendist afgreiðslu Mbl. fyrir 18. desember nk. Atvinnuhúsnæði til sölu og leigu Tangarhöfði 2 - Reykjavík Um er að ræða gott 280 fm atvinnuhúsnæði með innkeyrsludyrum á götuhæð. Verð 10,5 millj. Hinsvegar ca 300 fm kjallara með inn- keyrsludyrum. Verð 6 millj. Annarsvegar ca 300 fm atvinnuhúsnæði á 2. hæð án inn- keyrsludyra. Verð 7 millj. Helluhraun 6 - Hafnarfirði Um er að ræða gott 240 fm atvinnuhúsnæði á jarðhæð auk vandaðarar 100 fm íbúðar á millilofti með sérinngangi. Innkeyrsludyr. Langtímalán. Hjallahraun - Hafnarfirði -til leigu Gott 1.000 fm húsnæði með mikilli lofthæð á þessum frábæra stað með góðum inn- keyrsludyrum. Fjöldi annarra atvinnuhúsnæða á skrá. Nánari upplýsinga gefur: Hraunhamar fasteignasala, sími 565 4511. HÚSNÆÐI í BOÐI íbúðtil leigu íMosfellsbæ Viljum leigja vandaða ca. 125 fm íbúð á góðum stað í Mosfellsbæ frá 1. janúar til 1. júlí 1997. Nánari upplýsingar í síma 566 8648. ÞJÓNUSTA Múrverk eða flísalagnir Getum bætt við okkur múrverki, múrviðgerð- um, flísalögnum o.fl. Tilboð eða tímavinna. Fagmenn með margra ára reynslu. Símar 893 2429 og 896 4757. Múrþjónustan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.