Morgunblaðið - 08.12.1996, Page 1

Morgunblaðið - 08.12.1996, Page 1
Ljósadýrð í Disneylandi ÞAÐ er ómaksins virði að koma við í Disneylandi í Los Angeles, ef maður er á ferð í nágrenninu á annað borð. Og þegar þangað er komið er ómögulegt annað en bíða fram undir lokun til þess að fylgjast með skrúðgöngunni. Fljótlega uppúr klukkan 19 fer fólk að raða sér við aðalgötu „bæjarins“ til að hafa sem besta yfirsýn yfir skrúðgönguna sem hefst klukkan 20. Fullkominn endir á góðum degi í Disneylandi. Morgunblaðið/Hanna Katrín fMtfguabfafrife SUNNUDAGUR 8. DESEMBER 1996 BLAÐ C Fleiri ármótasæti til Berlínar ÚRVAL/Útsýn hefur bætt við sætum í ára- mótaferð ferðaskrifstofunnar til Berlínar, 28. desember til 1. janúar. Um er að ræða beint leiguflug og í upphafi voru í boði 40 sæti. Að sögn Guðrúnar Sigurgeirsdóttur, hjá Úrval- Útsýn hefur sætum nú verið fjölgað í eitt hundr- að vegna mikillareftirspurnar. Verð á mann í tvíbýli er 29.900 kr., auka- gjald fyrir einbýli er 4.900. Innifalið er flug og flugvallarskattur, akstur til og frá hóteli, gisting með morgunverði og íslensk farar- stjórn. í boði verður síðan m.a. skoðunarferð um helstu merkisstaði Berlínar, gönguferð um austurhluta borgarinnar og áramótafagnaður með kvöldverði, dansi og lifandi tónlist. ■ Úrval/Útsýn komið með einkaumboð fyrir fimm stjörnu skemmtisiglingar í Karíbahafi Lúxussiglingar eiga upp á pallborðið hjá landanum FERÐASKRIFSTOFAN Urval/Utsýn fékk ný- lega einkaumboð á íslandi fyrir skipafélagið Celebrity Cruises, sem sérhæft er í 5-stjörnu lúxussiglingum um Karíbahaf. Jómfrúarferð nýasta skemmtiferðaskipsins, Galaxy, eins af sex í flota félagsins, verður 21. desember og verða farþegar Úrvals/Útsýnar meðal þeirra 1870 farþega, sem fagna jólunum um borð. Lagt verður upp frá Ft. Lauderdale í Flórída til Key West, Playa del Carmen, Cozumel, Jama- ica og Grand Cayman. Að sögn Lilju Jónsdótt- ur, sölumanns, hafa skemmtisiglingar átt aukn- um vinsældum að fagna meðal iandans sem og annarra þjóða undanfarin ár. „Nýjungagirnin ræður mestu auk þess sem æ fleiri geta veitt sér slíkan munað vegna lækkandi verðs í kjöl- far fjölgunar í skemmtiferðaskipaflotanum. Við náðum hagstæðum samningum og getum nú boðið Karíbahafssiglingar í 5-stjömu gæða- flokki á einstöku verði,“ segir Lilja. Miðað við tvo í klefa kostar vikusigling í janúar frá tæpum 115 þús. kr. á mann. Okeyp- is um borð fyrir börn innan 12 ára, ef gist er í sama klefa og foreldrar. Innifalið er flug til og frá Flórída, gisting eina nótt í Ft. Lauder- dale, skattar og gjöld og allt um borð nema GALAXY, nýjasta skrautfjöður Celebrity Cruises fer í jómfrúarferðina 21. desember. drykkir og þjórfé. Lilja segir jómfrúarferðina nöfnum tjáir að nefna; leikhús, bókasafn, bíó, nokkuð dýrari, enda sé meira við haft, en ella spilavíti, sundlaugar, heilsuræktarstöðvar svo umjólin. „Hjá Celebrity Cruises er glæsileikinn fátt sé nefnt. Eftirspurn hefur verið meiri en í fyrirrúmi og hefur félagið fengið fjölda verð- við áttum von á. Við erum t.d. þegar búin að launa fyrir matreiðslu. í skipunum er allt sem selja í ellefu af fimmtán klefum í páskaferðBa." FERÐA- ÞJÓNUSTA ÁALIMETINU NÝLEGAR kannanir sýna að 79% þeirra sem hafa aðgang að alnetinu telja upplýs- ingar sem þar er að finna um ferðaþjón- ustu, mjög mikilvægar þegar frí og ferða- lög eru skipulögð. Jafnframt hefur kom- ið fram að 71% aðila í ferðaþjónustu sem kynna starfsemi sína á alnetinu, hafa fengið viðskipti út á þá kynningu. Ofangreint kemur fram í frétt frá Is- lensku Internetþjónustunni sem rekur Islandsgáttina á alnetinu. Undir hatti gáttarinnar er Iceland Travel Net þar sem íslensk ferðaþjónusta er kynnt á erlendum vettvangi. Slóðin er http://www.arctic.is. Iceland Travel Net fær yfir tvær miiy- ónir heimsókna á ári, eða að jafnaði um sex þúsund á dag, víðsvegar að úr heimin- um. í frétt íslensku Internetþjónustunnar segir að stærstu aðilar í íslenskri ferða- þjónustu séu með heimasíður á Icaland Travel Net ásamt Ferðamálaráði íslands. „Iceland Travel Net er vel þekkt á öllum helstu leitarvélum á netinu, auk þess að vera tengt við fjölda annarra ferðavefa. Við leggjum áherslu á að það er ekki nóg fyrir aðila í ferðaþjónustu að vera með eigin heimasíðu á netinu, heldur skiptir máli að vera rétt tengdur, þannig að þeir sem leiti að upplýsingum, finni þær.“ ■ 5 6 2 443 3 Öryggi - Þjónusta AVIS bílaleigan Sóltúni 5 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.