Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.12.1996, Blaðsíða 1
VOLVO S40 IREYNSLUAKSTRI - ELDSNEYTISKERFIIBILUM - HEIMSÓKN í BÍLASAFN VOLKSWAGEN - CHRYSLER ÍHUGAR SMÍÐI STÆRRIJEPPA - NÝ STILLINGARTÖLVA ÁRMULA 13 SUNNUDAGUR 8. DESEMBER E 1996 BLAÐ PEUGEOT 406 Ö % TÍMAMÓTABÍLL Komdu og reynsluaktu. Verð trá. _ 1.48O.000 PEUGEOT - þekktur fyrir þœglndl Nýbýlavegí 2 Sími 554 2600 Nussoþ<r Stórir bílaframleiðendur íhuga smíði keppnisbíla SSANGYONG bflaframleiðandinn kóreski flrngar alvarlega að smíða sérstakan torfærukeppnisbfl fyrir Harald Pétursson Islandsmeistara og annan til fyrir íslenskan kepp- anda. Tveir aðrir af stærstu bif- reiðaframleiðendum heims íhuga einnig að smíða sérstaka kepjmis- bfla fyrir íslenska ökumenn. Ahugi erlendu bflaframleiðendanna fyrir þessu verkefni hefur vaknað í kjöl- far sýninga sjónvarpsstöðvarinnar Eurosport á íslensku torfærunni. Þetta kemur fram í bókinni Meistar- ar, sem kemur út fyrir jólin, en þar fjallar höfundurinn, Gunnlaugur Rögnvaldsson, um íslensku tor- færuna í máli og myndum. Hugmynd SsangYong er sú að smíða í fyrstu yflrbyggingu úr plasti á torfærubfl Haraldar. Talsverðar ■. ffl é 4 líkur eru til þess að SsangYong smíði síðan nýjan bfl frá grunni fyrir Harald fyrir keppnistímabilið 1998 sem verði með kappaksturvél sem Mercedes-Benz smíðar. Mikil sam- vinna er milli SsangYong og Mercedes-Benz en þýski framleið- andinn er með keppnislið í Formula 1 og öðrum kappökstrum. Akkiles- arhæll íslensku keppnisbflanna er, að því er fram kemur í bók Gunn- laugs, mikil þyngd. Bflamir eru 300 til 500 kg of þungir en með plastyfxr- byggingu og léttum álvélum væri hægt að létta þá verulega. Allt að átta heimsbikarmót í bók um Meistara kemur fram að breskir aðilar sem gera út bíla Ford í kappakstri og rallakstri í Englandi íhuga einnig að smíða sérstaka keppnisbíla fyrir torfæru. Þeir voru hér á landi fyrir skemmstu og skoð- uðu sérsmíðaða bfla f slendinga í því skyni. Þeir hyggjast keppa í tor- færunni hér á landi og í Portúgal á næsta ári í heimsbikarmótinu. fs- lenskir ökumenn hyggjast einnig betrumbæta bfla sína fyrir næsta keppnistímabil, m.a. með því að nota vél og drifrás úr Formula 1 kappakstursbfl. í bók Gunnlaugs kemur einnig fram að tveir aðilar í Englandi vilja halda heimsbikarmót í torfæru á næsta ári og auk þess aðilar í Þýska- landi og Hollandi. Hugsanlegt er þvi að í stað fjögurra heimsbikarmóta, tveggja á Islandi og tveggja Portúgal, verði mótin allt að átta talsins í framtíðinni. Landssamband íslenskra akstursíþróttafélaga, LÍA, skipuleggur mótin, og hefur sam- bandið gert tveggja ára samning við Eurosport sem felur í sér að sjón- varpsstöðin fær að gera íslensku torfærunni skil í sjónvarpi án endur- gjalds. Þetta er gert til þess að auk veg íþróttarinnar á erlendri grund og kynna hana. Sýningar á ESPN Sýningar í Eurosport á íslensku torfærunni hafa vakið áhuga stór- fyrirtækja erlendis og íslenskir keppnismenn eiga nú talsverða möguleika á því að ná styrktar- samningum frá þeim, að því er fram kemur í bókinni. Bandaríska fyrir- tækið Militec, sem framleiðir sam- nefnt smurbætiefni og hefur styrkt sjónvarpsþættina frá íslensku tor- færunni, er að setja af stað mikla kynningarherferð á sjónvarpsstöð- inni ESPN þar sem torfæran er not- uð til þess að selja Militec smur- bætiefnið. ESPN er ein stærsta íþróttarás í sjónvarpi í heimi og verður hver kynningarþáttur 15-20 mínútur að lengd. FRÁ metstökki Haraldar Péturs- sonar á Akranesi á öðru keppnisári hans 1 torfæru. Stökkið telst hafa verið um 4,10 metrar. Bonaslysum fækkor í SKYRSLU Hagfræðistofnunar Háskóla íslands um kostnað vegna umferðarslysa segir m.a. að ætla megi að fjöldi látinna í umferðinni sé að minnka. Hugsanlega megi rekja það til aukins öryggisbúnaðar í bfl- um, s.s. öryggisbelti, loftpúða, ABS- hemla, hliðarárekstrarvöm og margt annað sem er orðinn staðal- búnaður í mörgum bflum. Einnig geti verið að hið mikla forvamar- starf undanfarinna ára sé farið að skila sér. I skýrslunni segir að um 10 manns af hverjum 100 þúsund íbúum látist að meðaltali í umferð- inni hér á landi á ári. Þetta hlutfall hefur farið lækkandi frá 1991. Fjöldi látinna í umferðarslysum á hverja 100 þúsund flbúa er mjög svipaður milli Norðurlandanna. Reyndar virðast Danmörk og Finnland með ögn hærra meðaltal en hin löndin en sá munur er ekki tölfræðilega mark- tækur. EYKST í KJÖLFAR SÝNINGA EUROSPORT VEGUR ISLENSKU TORFÆRUNNAR HAGFRÆÐISTOFNUN Fjöldi látinna í umferðarslysum á Islandi á hverja milljón ekinna kílómetra 0,025-] 0,020 1979-1994 0,015 0,010 0,005 TEIKNING af torfæmbíl sem SsangYong í Kéreu íhugar að smíða fyrir Harald Pétursson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.