Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 B 5 Það óvænta Viðburðir í lífi fólksins ÖRSÖGUR eru sjald- gæft bókmenntaform á íslandi. Elísabet Jökulsdóttir sendir frá sér örsögusafnið Lúðrasveit Ellu Stínu. Sögurnar lýsa fjöl- breyttu mannlífi, per- sónurnar eru á öllum aldri og af öllum gerð- um. Titillinn Lúðrasveit EIlu Stínu bendir í senn til fjölbreytileika og heildar. Hvernig varð hann til? „Nafnið kom dag- inn sem ég ákvað að slá öllu upp í fullkomið kæru- leysi. Eg hringi stundum í mann og þegar hann heyrir í mér segir hann: „Elísabet, ekki taka lífið svona alvarlega." Eg er stundum lengi að fatta hlutina en svo einn daginn, knips, eins og ég sé á uppljómuðu bersvæði. Eg skildi hvað maðurinn var að segja og þá reri ég út á Faxaflóa og skaut upp flugeldum. Þá kom nafnið. Lúðrasveit höfðar til undra- barnsins í okkur. Titillinn hafði áhrif á innihaldið, þegar hann var kominn var tónninn annar og pláss fyrir ólikar sögur. Sumar sögurnar eru sjálfsagt á mörkum þess að vera bókmenntir eða brandarar, kjaftasögfur eða snilldarverk. Mér finnst forvitnilegt að komast að því hvað ég get teygt mig langt. Stundum gríp ég í tómt og hrapa fram af, stundum gríp ég sprik- landi silung, et hann lifandi og finn eitthvað streyma niður kinnarnar. Það er alls konar fólk í þessum sögum, ég er nefnilega allt í einu farin að kynnast fólki. Og þetta sem fólk er að tala um dags dag- lega er svo merkilegt. Það liggur kannski meira grafið undir spurningunni: Ertu til í að gefa mér eld? heldur en: Hver er tilgangur lífsins? Og í venjulegustu samræðum er eitt- hvað óvænt, fyrirsjá- anlegft, falskt og satt. Eg bendi á að þetta venjulega í fari okkar er óvenjulegt eða sér- stakt. En fyrir mér er hið óvænta jafnnauð- synlegt og reglan. AIl- ir eru með einhvern óvæntan þátt í sér. Bókin er um allt þetta skrautlega fólk, fólk í skrúð- göngunni á eftir lúðrasveitinni!" Orsöguformið er í senn knappt og fijálst. Hvernig virkar það? „Það er ráðandi á íslandi að allt þurfi að vera hnitmiðað. Sú krafa er enn í gildi að við eigum að skrifa eins og Islendingasögurnar voru skrifaðar. Það voru ákveðnar póli- tískar ástæður fyrir því að höfund- ar þeirra voru svo hnitmiðaðir, það var ekki til pappír. Kannski hefðu þeir skrifað öðruvisi ef hann hefði verið til. En það verður að spara trén eins og kálfana. Ef maður segir of mikið, tekiu- maður allt plássið inni í lesandanum sem verð- ur sorgmæddur því hann fær ekk- ert að búa til sjálfur. Hann verður eins og spikfeitt barn sem er gefið allt of mikið að borða. Höfundur verður að kynnast hvernig plássið virkar, til að skilja eitthvað eftir. Að segja sögu er aðferð til að skilja heiminn. Með litlum sögum og jafn- vel bara setningum er hægt að stækka heiminn, eða smækka. Og þá allt í einu skilur maður, knips. Það verður til ný merking og verk- ið fær annan tón.“ BOKMENNTIR Smásögur NÖFNIN Á ÚTIDYRAHURÐINNI eftir Braga Ólafsson. 151 bls. Bjart- ur, 1996. SMÁSÖGUR Braga Ólafssonar eru ólíkar að efni og gerð og bera með sér að hann er að leita fyrir sér, prófa eitt og annað líkt og til að sjá hvað henti honum. Það skap- ar fjölbreytni og fjölbreytnin kemur meðal annars fram í lengd sagn- anna. í bókinni eru sögur af „eðli- legri“ lengd ef svo má að orði kom- ast (og með nokkuð hefðbundnu sniði) en þær styttri og hnitmiðaðri eru fleiri, nokkrar þeirra örstuttar og kallast væntanlega örsögur. Und- irritaður treystir sér reyndar ekki til að fullyrða hversu stutt saga þarf að vera til hljóta þann titil en Ijóst að slík saga má ekki vera mjög löng. Safnið skiptist í þrjá dálítið ólíka hluta en mynda þegar upp er staðið heilsteypta og um margt forvitnilega bók. Fyrsti hlutinn er lengstur og þar er líka lengstu söguna að finna, Nafnarnir heitir hún og tengslin við titil bókarinnar augljós: Rithöfundur (sem er „á milli bóka“ og án útgef- anda!) skrifar syni sínum bréf og segir honum af viðburðum á Klapparstígnum í Reykjavík. í næstu íbúð býr vafasamur náungi sem heit- ir sama nafni og sonur rithöfundar- ins. Nafnið er að sjálfsögðu grafið í spjald á útidyrahurðinni. Rithöf- undurinn fylgist grannt með gangi mála hjá nágranna sínum og verða þau honum efniviður í sögu. Annar hluti samanstendur af átta sögum sem allar eru mjög stuttar nema sagan um dularfullu skjala- töskuna hans Gene Smiths sem var víst frændi Elvisar! Og í þriðja hlutanum eru svo sög- ur sem einkennast af leit að yrkis- efnum og tilraunastarfsemi, við- fangsefnin misjafnlega verðug, og glíman við formið heldur áfram. Gengur það svona upp og ofan eins og sagt er - að mati undirritaðs til dæmis upp í sögunni Gluggaþvotti en ofan í „trílógíunni" Breyttum umræðuefnum. Það má síðan segja að önnur skipting en sú klassíska þrískipting sem hér var tíunduð sé öllu meira áberandi í bókinni. Sögunum má með góðum vilja skipta í tvennt. Það eru annars vegar „hefðbundnar" sögur með kunnuglegum persónum þar sem framvindan er rökleg að mestu, og síð- an „óhefðbundnari" sögur þar sem persónu- sköpunin er óvenjuleg og merkingin liggur ekki alltaf á lausu. En sögumar eiga það sam- eiginlegt að vera lang- flestar vel skrifaðar og sýna að Bragi hefur til- finningu fyrir byggingu og persónusköpun. Hú- mor hefur hann líka ágætan. Stíllinn er góð- ur, látlaus en fágaður, og í textanum kemur fram persónulegur tónn sem ekki er öllum gefið að finna. Bragi hefur í ljóðabókum sínum skapað sér skýran, persónulegan stíl og áhrifanna gætir verulega í þessum smásögum. Og það er ýmislegt fleira sem tengir sögurnar. Enginn hörgull er á þráðum í ýmsum litum sem les- andinn getur skemmt sér við að rekja upp af síðunum. Það má jafnvel færa haldbær rök fyrir því að sög- urnar eigi sér sameiginlega yfir- skrift sem sögumaðurinn í Glugga- þvotti orðar með eftirfarandi hætti: „Ég tek mér það leyfi að endur- segja frásögnina með svolítið öðru- vísi áherslum en hún var sögð mér, og bæti við nokkrum smáatriðum frá eigin bijósti. Þetta hljómar ef til viil eins og ég sé að fara að greina frá einhveiju merkilegu, sem það er ekki, en ef haft er í huga hversu lítið virðist gerast í lífi fólksins í húsinu - þó ég sé ekki dómbær um það - er þetta stórviðburður og vel þess virði að segja frá.“ (Bls. 140.) Hjá venjulegu fólki gerist aldrei neitt - eða eiga ekki öll æsilegu ævintýrin sér stað í sjónvarpinu, blöðunum, bíómyndunum? Sögu- maðurinn í Gluggaþvotti virðist ekki eiga von á að rata í nein ævintýri en hann heyrir sögu og þar með er nafnið á þeirri útidyrahurðinni ekki lengur bara nafn heldur nafn á manneskju sem á sér líf og kannski óvenjuleg örlög, góð eða slæm. Eins og gjarnan í góðum smásögum er gripið niður í ævi per- sónanna á mikilvægum augnablikum sem veita innsýn í líf þeirra. Til- vera þeirra margra er ósköp hversdagsleg og fábrotin. Margar þeirra standa á ein- hvem hátt fastar í sömu sporunum, jafn- vel fastar í eins konar vítahring. Sjónarhorn og frásagnartækni Braga í þeim sögum minnir um sumt á þann ameríska Raymond Carver - og ekki leið- um að líkjast! Þótt ekki sé alltaf verið að greina frá stórviðburðum - nema haft sé í huga „hversu lítið virðist gerast í lífi fólksins" getur samt ýmislegt gengið á. Þannig er það til dæmis í fyrstu sögunni, Þriðja staupinu, sem er ein af bestu sögum bókarinnar. Þar segir frá dvöl hjóna með tvö börn, 11 ára dreng og systur hans, í sumarbú- stað. Drengurinn, sem er sögumað- ur, á að gæta systur sinnar á með- an foreldrarnir bregða sér frá. Hann sofnar og á meðan dettur systir hans niður stiga ofan af svefnlofti. Ógnin liggur í loftinu, drengurinn verður hræddur og fer að leita að foreldrum sínum, og sagan endar þar sem hann brýst um hálffastur í runnaþykkni sem umlykur bústað- inn. Smásagnasafn Braga Ólafssonar er vandað verk. Útlit bókarinnar er gott og frágangur allur hinn prýðilegasti. Kristján Kristjánsson. EINU sinni voru maður og kona og þegar þau sáust saman var augsýnilegt að það var eitthvað á milli þeirra, eitthvað svona ósýnilegt rafmagn eða ósýnilegt leyndarmál eða eitthvað svona ósýnilegt ijör eða eitthvað ósýnilegt sem þau áttu í vændum, eitthvað svona undursamlega ósýnilegt sem allir þráðu en einn daginn var risinn veggur á milli þeirra og það var sko ekki ósýnileg- ur veggur. Úr Lúðrasveit Ellu Stínu. ELÍSABET Kristin Jökulsdóttir Bragi Ólafsson Hægt og hægt hefst spenna tímans og dagsins og árstíðanna sem bíða mín utan við gluggann: þar sem snjókornin dansa blús í ísblárri kápu eða garðyrkjumenn sem kveikja í síðustu leifum fölnaðra daga eða feimin sólin heit og góð eins og kýr eða blómin sem sprungu út meðan ég svaf Úr Árstíðarsólir I. eftir Sigurð Pálsson það að baráttan leiði aðeins af sér fleiri veitingahús minnir mig á það eitt; hún var háð af öðrum en þeim sem sitja við borðin analytisk athugasemd eftir Einar Má Guðmundsson teygja, að þau geta glatað allri merk- ingu“. Hrafn nefnir sem dæmi orðið „vitund". Áhrif frá eldri skáldum segir Hrafn augljós, svo sem Snorra Hjartarsyni og ljóðið Mold segir hann „sótt beint í þrotabú Þorsteins frá Hamri“. Að endingu segir hann að Sigurður eigi sér bræður í andan- um og telur þar upp skáld frá löng- um tíma; „Megas, Jónas, Matthías, Dag, Hannes." Leiður og reiður Einar Már Guðmundsson er fædd- ur árið 1954 og tilheyrir því kynslóð- inni sem mætti kalla yngri systur ’68-kynslóðarinnar. Þessi kynslóð Einars Más naut að mörgu leyti góðs af uppreisnargirni eldri systur- innar og fékk ýmislegt af ’68-góss- inu í arf, ekki bara meira frelsi til að hugsa, segja og gera það sem hana langaði heldur einnig vinstri- mennskuna, friðarhugsjónina, tón- listina og vímuna. Það er nokkurs konar uppgjör við þennan arf sem sjá má í fyrstu þremur ljóðabókum Einars Más, Er nokkur í kórónaföt- um hér inni?, Sendisveinninn er ein- mana og Róbinson Krúsó snýr aft- ur, sem komu út árin 1980 og 1981. Gagnrýnendum þótti vera nokkurt nýnæmi að þessum verkum en í þeim er heimurinn gráköld stein- steypa, þetta er heimur þar sem maðurinn er einn á meðal hluta en þessum heimi áttum við eftir að kynnast enn betur í skáldsögum Einars Más. Aðalsteinn Ingólfs- son leggur áherslu á uppreisnarandann í ljóð- um Einars Más í ritdómi um fyrstu tvær bækurn- ar hans, Er nokkur í kórónafötum hér inni? og Sendisveinninn er einmana, sem birtist í Dagblaðinu 1. október 1980; Einar Már er í senn „leiður og reiður“ sagði Aðalsteinn; „leið- ur á slagorðum, yfir- borðsmennsku, firringu, hinum þögla meirihluta og ýmsum fulltrúum hans, sömuleiðis á hin- um þögla minnihluta, þeim sem hafast ekkert að en dópa sig þess í stað inn í ímynduð nir- vana. Og reiður er Einar Már yfir þeim hugsjón- um sem sviknar hafa verið, jafnvel af besta fólki.“ Allir fá á baukinn í þessum bókum en Aðal- steini þykir Einar Már ekki benda á neinar lausnir eða leiðir út úr þessu ófremdar ástandi; er það sjálfsagt að allt sé eins og rósrauður draumur handan þessa illa heims? „Trúir Einar Már kannski á goðsögnina um hið sak- lausa náttúrubarn?” Hin heilaga reiði, sem fyllir ljóðin krafti, virðist líka kveða niður margt það sem gefur Ijóði gildi, að mati Aðalsteins, svo sem „næmt mál, blæbrigði tilfinninga, skilning, jafnvel samúð“. Helsta umkvörtunar- efni ritdæmenda eru hins vegar slettumar svokölluðu eða erlend áhrif á mál Einars Más: „Ég hélt að hann væri að yrkja á íslensku,” segir Andrés Kristjáns- son í dómi sínum um fyrstu tvær bækurnar í Vísi 5. nóvember 1980. Andrési gremst hve „óþarflega oft er gengið fram hjá íslenskum orð- um“ og skýtur að þess- ari kostulegu athuga- semd við málfar unga skáldsins: „Hvers vegna að segja um mann að hann „fitti bara flott inní móral- inn“, þegar beint liggur við að segja á íslensku að hann „falli að sið- gæðinu eins og flís við rass“.“ Andrési þykir líka kynlegt hve „afstæður fjarstæðustíll“ sé orð- inn ráðríkur í ljóðum yngstu skáldanna og bendir á að „hann sé nú mjög á undanhaldi í málaralist”. En Andr- és segist samt ekki geta horft fram hjá því að Einar Már hefur sitt- hvað nýtt fram að færa: „Margar þessar stuttu og gagnorðu ljóðlínur og fástrikamyndir bera í sér kjarnafrumur skáldskapar — frumleika, því verður ekki neitað.“ Jóhann Hjálmarsson kvartar einn- ig undan erlendu slettunum „þótt sumar njóti sín vel“ í dómi í Morgun- blaðinu 21. október 1980. Annars segir hann að Einar Már sé bæði „málhagur og prýðilega frumlegur á köflum“. Ennfremur sýnist honum skáldið vera vel lesið, það „slær um sig með tilvitnunum í fræg skáld og poppstjömur af skárra taginu". En verkin hafa sína galla, að mati Jó- hanns er Einar Már ekki nógu sann- ur í kveðskap sínum: „í viðleitni til að aðhyllast stream of conciousness er hann stundum yfirborðslegur," segir hann og ennfremur: „Þótt hann yrki um áttavillta vitund er hann yfirleitt meðvitaður í anarkisma sín- um.“ Árni Bergmann segir í ritdómi í Þjóðviljanum 11.-12. október 1980 að vitundarflæði Einars Más sé á stundum „röfli mengað“ og að málf- arið sé „fullt með aðskotadýr". Hvað sem því líður þykir honum verk hans helst vera skyld fútúristunum rúss- nesku, „náttúran er hvergi nærri.“ Gegn ríkjandi gildum Ef marka má þessa dóma um fyrstu bækur Sigurðar og Einars Más fengu þeir báðir góðar viðtökur í byijun síns ferils. Af dómunum má samt merkja að þeir hafa verið í uppreisn gegn ríkjandi gildum í skáldskap. Þeir voru þó ólík ljóð- skáld í þessum fyrstu bókum sínum þótt báðir hafi stefnt að afhelgun ljóðsins; Sigurður byggði uppreisn sína á gömlum grunni, þótt ljóðmál hans sé nýstárlegt má heyra þar daufan en skýran enduróm hefðar- innar. I bókum Einars Más má hins vegar sjá mun ákveðnari afhelgun hins hefðbundna ljóðs og ljóðmáls, tungumálið er hrárra og form ljóð- anna einnig. En hvað um það. I sam- einingu mynda þeir, ásamt nokkrum öðrum, þann hljóm sem hvað mest áhrif hefur haft á þau skáld sem nú kallast ung. Sigurður Pálsson Einar Már Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.