Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.12.1996, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996 B 9 Itarlegasta bókmenntasagan ÞRIÐJA bindi íslenskrar bók- menntasögu Máls og menningar kom út í þessum mánuði. Nær umfjöllunin yfir tímabilið frá árinu 1750til 1918. Höfundar efnis eru: Arni Ibsen, Gísli Sig- urðsson, Matthías Viðar Sæ- mundsson, Páll Valsson, Silja Aðalsteinsdóttir og Viðar Hreinsson. Halldór Guðmunds- son skrifaði inngang og rit- stýrði verkinu. „Fyrsta bindi þessarar ritraðar íslenskrar bókmennta- sögu kom út árið 1992 og fjall- aði um bókmenntir fram til þrettán hundruð, þó var kveð- skapnum fylgt lengur eftir,“ sagði Halldór. „í öðru bindi eru íslendingasögunum gerð skil og þar er fjallað um bókmenntir fram á miðja átjándu öldina en þar tekur þriðja bindið við og nær fram til fullveldisársins. Segja má að mestum tíðindum sæti sú ítarlega úttekt á átjándu öldinni sem er að finna í þess- ari bókmenntasögu en þar er margt bitastætt dregið fram sem gleymst hefur eða lítið ver- ið fjallað um. Þarna kemur fram að Piltur og stúlka Jóns Thoroddsens, sem út kom árið 1850, er ekki fyrsta skáldsagan í jafn þröngri merkingu og okk- ur hefur hætt til að líta á hana vegna þess að þónokkuð var skrifað áður af sagnaskemmt- un, sérkennilegu sambandi riddarasagna, þjóðsagna og þeirrar spurnar sem menn höfðu haft af erlendum bók- menntum. Mikið af þessu skemmtiefni var bara til í hand- ritum. Vestur-íslenskar bókmenntir Mér finnst gaman að fá kafla um vestur-íslenskar bókmennt- ir í þetta bindi en þær hafa leg- ið nokkuð í láginni, að minnsta kosti undanfarna áratugi, ekki hefur verið horft til þeirrar miklu grósku sem þar átti sér stað. Undir lok nítj- ándu aldar getum við sagt að höf- uðstaðir íslenskrar bókaútgáfu hafi verið þrír, það er að segja Kaup- mannahöfn, Reykjavík og Winnipeg. Þar var mikið gefið út, eink- um af ljóðum og tímaritum. Reynt er að greina þessar innflytjendabók- menntir ef svo má kalla og setja þær inn í hið almenna samhengi hérlendis líka. Eins og í fyrri bindum er töluvert af myndum. Við getum sagt að blærinn sé sá að reyna að sýna hvaða verk hafa orðið tilefni listsköpunar. Það er reynt að sýna nútímalistaverk sem kallast á við eitthvað í fort- íðinni og hvernig bókmenntirn- ar lifa í myndlistinni. Svo er auðvitað sú viðbót við fyrri bindin að þarna erum við komn- ir inn á öld ljósmyndarinnar þannig að það er töluvert af myndum af höfundum. Einnig er að finna skemmtilegar og sérstakar myndir, til dæmis í köflunum um vestur-íslenskar bókmenntir og leikritun. f þessu bindi er ítarlegur kafli um þjóðsögur og þjóð- fræðiefni sem er ekki alltaf að finna í bókmenntasögum og það er auðvitað þakklátt myndefni með tilliti til listrænnar túlkun- ar. Fjórða bindið 1998 Fjórða bindið er í undirbún- ingi og stefnt er að því að gefa það út árið 1998. Þá verður fjallað um tuttugustu aldar bók- menntirnar. í þriðja bindinu er sumum höfundum sem byrjaðir voru að skrifa fyrir árið 1918 fylgt til enda og má í því sambandi nefna Einar Benediktsson. Þó að þriðja bindið nái til ársins 1918 þá eru skilin ekki hnífskörp því að ýmsir höfundar sem eitthvað höfðu látið að sér kveða fyrir þann tíma bíða fjórða bindis. Árið 1918 eru tímamót í sögunni, fyrri heimsstyrjöld- inni lýkur, ísland verður fullvalda ríki og bóka- og tímari- taútgáfa flyst end- anlega hingað til lands. Við get- um líka séð ákveðin bókmennta- söguleg skil í þeirri staðreynd að um 1918 deyr Jón Trausti og 1919 sendir Halldór Laxness frá sér sína fyrstu bók. Árið 1919 var jarðarför Jóhanns Sig- uijónssonar, þess manns sem náði lengst á þessum tíma í að skrifa á erlendu máli og meðal þeirra sem voru viðstaddir þá jarðarför var sautján ára piltur, Halldór Guðjónsson frá Laxnesi. Það þykja mér táknræn skil. Með þessu verki erum við að reyna að leggja drög að ítarleg- ustu íslensku bókmenntasög- unni sem skrifuð hefur verið. Við erum I þessu bindi eins og hinum fyrri að reyna að tengja íslenskar bókmenntir við er- lendar samtímabókmenntir og það kemur í ljós að þó hér hafi verið ótrúlega stijálbýlt, fá- mennt og mjög takmarkaður bókamarkaður þá fylgdust ís- lenskir höfundar ótrúlega vel með því sem var að gerast úti í heimi. Bókmenntirnar þróuð- ust í víxlverkan milli erlendra bókmennta og hinna íslensku. Maður undrast stundum hvað andinn flaug oft hátt í þessu litla samfélagi þar sem var nánast ekkert þéttbýli." Halldór Guðmundsson Reykjavíkurunglingar BðKMENNTIR Unglingasaga GETA ENGLAR TALAÐ DÖNSKU? eftir Þórð Helgason. Mál og menning, 1996. - 142 bls. SAGAN gerist á um hálfum mánuði í lífi nokkurra unglinga í skóla í Fossaskóla í Reykjavík og er skólinn umgjörð sögunnar. Tilveran snýst um námið eða öllu heldur skólann, partí og möguleikana á að ná sér í bús, dálítið um kennarana, en þó mest um persónuleg vandræði nokkurra helstu söguhetjanna. Sögunni er skipt upp í nokkurs konar dagbók án þess þó að vera skrifuð sem slík. Sagan bytjar á mánudegi og innan hvers dags er sögunni aftur skipt niður í hluta þar sem sagt er frá nokkrum söguhetjum og lífí þeirra. Krakkarnir eru margir, þeir hafa flestir sín sterku sérkenni og við fáum að sjá bakgrunn þeirra og hversu misjafnlega er að þeim búið. Sumir eru mjög vel efnaðir en aðrir á hálfgerðum hrakhólum í upp- rifnum fjölskyldum og búa við ieið- indi og jafnvel fátækt. Svavar telur sig vera lúser. Hann hefur gefist upp á lífsbaráttunni, fjöl- skyldan fátæk og gefíð er í skyn að kennaramir séu búnir að gefast upp á honum líka og sannfæra hann um að hann sé til einskis nýtur. Stebbi hefur áhuga á vaxtarrækt vegna þess hve lítill og mjór hann er. Dóra er fín, býr í ævintýrahöll og les dönsk- una eins og innfæddur Dani. Hún á alltaf nóga peninga fyrir nýjum föt- um. Gestur er frá bæn- um Gröf og ætlar að setjast að í sveitinni þeg- ar náminu lýkur. At- hugasemdir hans um líf- ið og tilveruna eru ein- hvem veginn alltaf á skjön við það sem við- tekið er í henni Reykja- vík. Birna er í hjólastól eftir bílslys og Gestur sér um að aðstoða hana. Hún er bitur og minnir oft á aðstæður sínar með hvössum athuga- semdum. Hún biður eftir hættulegri aðgerð. Ásdís er bæld og fær sjaldan leyfí til að fara með krökkunum út. Jonni er sonur þing- manns og býður upp á svakaleg partí, og fleiri nöfn mætti nefna. Ema er aðalsöguhetjan enda þótt hún sé ekki sögumaður. Aðstæður hennar era heldur ömurlegar. Pabbi er fluttur að heiman og mamma keðj- ureykir og grætur alla daga. Systkin- in þijú eiga erfíða daga. Óli, eldri bróðir Emu, er í hálfgerðri uppreisn vegna þessa leiðindaástands og Ema reynir að aðstoða yngri systur sína, Jóranni, eftir bestu getu. í einu orði sagt er heimilislífíð uppfullt af leiðind- um og varla ljóstýru að sjá. Nýr kennari, Böðvar, kemur til sögunnar þegar gamli kennarinn for- fallast. Böðvar verður mikill drauma- prins stelpnanna og Erna fellur alger- lega fyrir honum. Hann er þó sterkur persónuleiki og gefur stelpunum ekkert færi á sér og er ekki til í neitt flangs. Hann er einn af örfáum fullorðnum manneslqum sögunnar sem hægt er að telja normal. Sagan dregur ákaf- lega dökka mynd af ís- lensku fjölskyldulífí. Fuilorðna fólkið fær fle- stallt falleinkunn af hendi höfundar. Það er ráðalaust, eigingjamt og getur lítið af sér gefið til yngri kynslóðarinnar. Kennaramir era skástir og Gunnar, sem kemur fullur í tíma, á þó mannkærleika til og er fús að rétta hjálparhönd. Krakkarnir eiga samúð höfundar- ins. Þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem þeir búa við er von um að þeir kom- ist út úr þessum þrengingum og til fullorðinsáranna á réttum kili. Og það hafa þeir gert algerlega án stuðnings fullorðna fólksins. I öllu því grimma og ljóta um- hverfi sem sagan dregur upp geta krakkarnir séð björtu hliðamar á líf- inu og í sögunni er skemmtileg kímni. Augljóst er að höfundur þekkir vel hugsanagang unglinga og vandræði þeirra. í sögulok falla tár en þar er líka gefin viss von um að hlutimir hljóti að fara að lagast. í það minnsta geta unglingarnir búist við að lifa af þær sálarkreppur sem fjölskyldulífið leggur á herðar þeirra. Sigrún Klara Hannesdóttir. Þórður Helgason Ferming og sjálfstæði BOKMENNTIR Unglingasaga ÉG GET SVARIÐ ÞAÐ Eftir Þorstein Marelsson Mál og menning, 1996 - 152 s. STEBBI, sem stundum er kallaður Stebbi strý, er alinn upp hjá afa og ömmu. Pabbi og mamma skildu og hvoragt gat haft hann. Fjölskyldulífið hjá afa og ömmu er í föstum skorð- um, alltaf sami maturinn á réttum vikudögum eins og var í gamla daga. Það er stundum erfitt fyrir Stebba að umgangast þau og það er dálítið hal- lærislegt að fá þau á fundi í skólanum, en afí og amma standa samt alveg fyrir sínu. Afí er trúlaus - eða þykist vera það - en amma er trúuð og hefur kennt Stebba bænir og sálma. Afí er kyndugur og skemmti- legur karl og höfundur hefur greinilega meiri trú á skynsemi eldri kynslóðarinnar en þeim sem yngri era. Stebbi á nokkra góða vini, Baldur, Hörð, Konna og Óla sem bralla margt sem saklaust má þó telja og tekst að sættast þó stundum slettist upp á vinskapinn. Stelpumar Þóra og Sandra koma einnig mikið við sögu enda er Stebbi ofboðslega skotinn í Söndra. Hún vill þó ekkert með svona krakka hafa enda er hún með strák úr fjölbraut. Aðalmál sögunnar er fermingar- undirbúningurinn. Prestamir era tveir, gamli séra Hákon, sem er hætt- ur prestskap, og séra Anna, nýi prest- urinn. Mjög óvænt hleypa strákamir af stað atburðarás sem þeir ráða síð- an lítið við. Prestamir keppa um sál- imar, skipta bæjarfélaginu í tvennt og hvorugur vill láta undan. Síðan spila allir með sem vilja græða á ferm- ingu barnanna og bjóða afslátt, hver í kapp við annan. Höfundur sýnir hér mjög grátbroslega hlið á íslensku samfélagi. Við sjáum hér hvernig allt þetta brambolt snýr við fermingar- bömum sem eru að reyna að fóta sig á svelli fullorðinsáranna. En ferming- arundirbúningurinn er ekki dans á rósum fyrir alla, t.d. á Sandra ekki kost á því að fermast með bekkjarsystkinum sínum. Sagan er sögð frá sjónarhóli Stebba og í fyrstu persónu og við fáum sýn hans á stöðu mála. Hann er stundum dálítið hreykinn af því hvað hann er klár en oftar en ekki er hann ekki sérlega ánægður með sjálfan sig. Stebbi reynir af einstakri skyldurækni að halda sambandi við foreldra sína en þau hafa hreint engan tíma fyrir hann. Hann sýnir sterkari persónuleika en for- eldramir. Þegar hann heldur að fólk trúi honum ekki, hnykkir hann á með því að segja: Ég get svarið það! Þetta er á margan hátt trúverðug saga, sögð af kunnáttu og þekkingu á unglingum og stundum glettin. Þó fínnst mér frásögnin um einkennilega drauma Stebba ekki falla inn í um- gjörð sögunnar og frekar skemma söguna en hitt. Stebbi sér þessa konu bæði í vöku og draumi og hún reyn- ist síðan vera stúlka sem í raun hafði verið til og ekki fengið að fermast. Stebbi fær að sjá mynd af þessari stúlku og þekkir hana sem draumkon- una sína. Stebbi er heilbrigður strák- ur og við sjáum að hann er alveg á réttri leið og þarf því engar draum- konur til að styðja sig við. Sigrún Klara Hannesdóttir Þorsteinn Marelsson Reyksprengjur og púðurkerlingar BOKMENNTIR Móögandi ummæli SKEMMTILEG SKOT Á NÁUNGANN 152 bls. Útg. Bókafélagið. Prentun: Prentbær. Reykjavík, 1996. Verð kr. 2.180. HVAÐ er það sem mönnum dettur ekki í hug að tína saman og gefa út á bók? Skotin - eða »móðganir við ýmis tækifærk eins og stend- ur á kápu bókar þessar- ar — era langflest þýdd, örfá íslensk. Erlendu skotin era afar fá neyð- arleg og mun færri skemmtileg. Mest eru þetta ómengaðar skammir, þegar verst gegnir illkvittnin einber. Margt er þetta vafa- laust mælt í reiði. Og reiðir menn eru leiðin- legir. Að vísu er erfitt að ímynda sér hvernig þessar útlendu »móðg- anir við ýmis tækifærk hafa látið í eyrum á stað og stund þegar orðin voru sögð. Yfir- höfuð er þetta gamalt og löngu liðið. Tilefnið þarf ekki að hafa verið merkilegt. Hugsanlega hefur eitt- hvað af þessu þótt neyðarlegt á sín- um tíma. Orð geta falið í sér skírskot- anir og hugrenningatengsl sem eng- inn skilur eftir að tilefnið er gleymt, ennþá síður eftir að ummælunum hefur verið snúið yfir á annað tungu- mál. Manni koma í hug orðin sem Jónas Jónsson frá Hriflu lét einu sinni falla um pólitískan andstæðing. Sá hafði verið sendur í opinberum erindum til Ameríku en komst aldrei lengra en til Hafnar vegna van- heilsu, að sagt var. »Hann fann sitt Vinland,« sagði þá Jónas og gaf þar með í skyn að það hefði ekki verið sakir vanheilsu sem maðurinn komst ekki til Ameríku heldur vegna drykkjuskapar. Að snara ummælum sem þessum yfir á annað tungumál og ætla annarra þjóða fólki að henda á lofti sneiðina og hafa gaman af gengi vitaskuld ekki. Maður verður að þekkja hvort tveggja, forsendur og aðstæður, til að skilja hversu meinlega þarna var að orði komist. Vera má að einhver þýddu »skotin« séu til orðin með svipuðum hætti. Osennilegt er það eng- an veginn. Á kápu stendur að Sigurður G. Valgeirsson hafi tekið þetta saman. Nafn hans stendur einn- ig undir fonnála. Á tit- ilsíðu stendur einskis manns nafn. Það hljóta að vera mistök. í formá- lanum segir Sigurður að margir hafí rétt sér hjálparhönd »við að koma bókinni í það horf sem hún er« og telur upp sagnfræðinga og mektarmenn sem gáfu góð ráð. Með sjö síðna nafna- skrá er ennfremur gefíð til kynna að hér sé ekki lítið merkisrit á ferðinni. Vonandi fyrirfínnst einhver sem kemur auga á púðrið í þessum »skemmti!egu skotum«. Sá verður þó að vera gæddur einhvers konar of- þroskuðu skopskyni framar venjulegu fólki. Erlendur Jónsson Sigurður G. Valgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.