Morgunblaðið - 10.12.1996, Side 2
2 C ÞRIÐJUDAGUR 10. DESEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
Átta liða úrslit Evrópu-
mótanna í knattspyrnu
Skipting liðanna á lönd
Evrópu-
Meistara- keppni UEFA-
Land deildin bikarhafa keppnin
SPÁNN Atletico Madrid Barcelona vaíencia
ENGLAND Manchester Utd. Liverpool Newcastle
FRAKKLAND Auxerre Paris SG Monaco
ÍTALÍA Juventus Fiorentina Inter
ÞÝSKALAND Dortmund Schalke
N0REGUR Rosenborg Brann
P0RTÚGAL Porto Benfica
H0LLAND Ajax
GRIKKLAND AEK
SVÍÞJÓÐ AIK
BELGÍA Anderlecht
DANMÖRK Bröndby
■ LÁRUS Orri Sigurðsson var
besti leikmaður vallarins er Stoke
vann Tranmere 2:0 á heimavelli á
laugardaginn, að mati dagblaðsins
Sun.
■ BJARKI Gunnhiugsson var besti
leikmaður Mannheim sem sigraði
Liibeck 3:1 í þýsku 2. deildinni á
sunnudaginn. Bjarki skoraði annað
mark liðsins og kom Mannheim þá
í 2:1.
■ JACK Charlton var útnefndur
heiðursborgari Irlands á laugardag
og fékk ma. írskt vegabréf því til
staðfestingar.
■ CHARLTON, sem er Englend-
ingur, fékk þessa viðurkenningu
vegna frábærrar frammistöðu írska
landsliðsins í knattspymu undir hans
stjóm 1986 til 1995. Tímabilið hófst
á íslandi, en alls lék liðið 93 leiki
með Charlton í brúnni og tapaði
aðeins 17 leikjum.
■ ALLY McCoist setti markamet í
skosku úrvalsdeildinni þegar hann
gerði tvö mörk í 4:3 sigri Rangers á
Hibernian. Þar með hefur hann gert
samtals 265 mörk, 243 fyrir Rangers
og 22 fyrir St. Johnstone, en Gor-
íném
FOLK
don Wallace var með 264 mörk á
sínum tíma.
■ JOHN Scales, miðvörður hjá Liv-
erpool, var seldur til Tottenham á
sunnudag fyrir 2,6 millj. punda.
Nokkrum stundum áður hafði Leeds
staðfest að leikmaðurinn væri á leið-
inni þangað en hann byijaði hjá Le-
eds.
■ SCALES gerði samning við Spurs
til þriggja og hálfs árs.
■ DRAGOSLAV Stepanovic, þjálf-
ari Eintracht Frankfurt, var rekinn
frá félaginu á sunnudag. Liðið er í
14. sæti 2. deildar eftir að hafa tapað
á móti Oldenburg sem er í neðsta
sæti. Frankfurt, sem féll úr 1. deild
í fyrra, hefur aðeins unnið fimm
af 17 leikjum á tímabilinu. Rudi
Bommer tekur við af Stepanovic.
■ DANMajerle hitti úr þriggja stiga
skoti þegar 1,9 sek. var til leiksloka
hjá Chicago og Miami í NBA-deild-
inni í körfuknattleik um helgina og
tryggði gestunum 83:80 sigur.
■ ÞETTA var fyrsta tap meistara
Chicago á heimavelli á tímabilinu og
annað tapið í vetur en áður hafði lið-
ið tapað í Utah. „Við getum ekki
afsakað þetta,“ sagði Michael Jord-
an, sem var með 37 stig. „Sigurviljinn
var meiri hjá þeirn."
■ WAYNE Gretzky, besti íshokkí-
leikmaður sögunnar að flestra mati,
gerði 850. mark sitt í NHL-deildinni
í íshokkí þegar NEW York Rangers
vann Toronto 4:0 á laugardag.
■ MIKA Myllyla sigraði í 10 km
göngu karla á heimsbikarmótinu í
Davos í Sviss á laugardaginn. Þetta
var fyrsti sigur Finnans í heimsbik-
amum._
■ BJÖRN Dæhlie frá Noregi, sem
vann 30. heimsbikarsigur sinn fyrir
tveimur vikum og jafnaði þá met
Gundes Svans, náði aðeins 18. sæti
í Davos. Hann missti af sér annað
skíðið í upphafi göngunnar og það
tafði hann töluvert.
HEKXJR
Kaup enskra knattspyrnuliða á
erlendum leikmönnum hafa
víða vakið athygli. Svimandi háar
upphæðir hafa verið greiddar fyrir
þekkta kappa og ungir leikmenn,
sem hafa staðið sig vel
fyrirvaralaust á brott hikar félagið
ekki við að fara fram á að hann
verði settur í alþjóða bann, sem
þýðir að hann má hvergi leika
knattspymu. Leikmaðurinn hefur
með félagsliðum eða
landsliðum, hafa fengið
tilboð, sem þeir hafa
ekki getað hafnað.
Langtímasamningur við
enskt félag tryggir I
flestum tilfellum ijár-
hagslegt öryggi til framtíðar og
því hlýtur að vera freistandi að
slá til.
Vagga knattspyrnunnar er á
Engiandi en lengi vel voru leik-
menn þar I landi rétt matvinning-
ar. Þetta hefur breyst á skömmum
tíma. Félögin njóta vinsælda
knattspymunnar í beinum útsend-
ingum sjónvarps og fá vel greitt
fyrir samninga þar að lútandi auk
þess sem auglýsingar á völlum og
búningum færa þeim drjúgar tekj-
ur að ónefndum fjárfestum sem
sjá hagnað í því að leggja í púkk-
ið. Fyrir bragðið hafa þau leyft
sér að bjóða leikmönnum áður
óþekkta samninga.
Alþjóðlegur blær er yfir knatt-
spyrnunni á Englandi þar sem
bestu leikmenn margra þjóða eru
samankomnir. Miklar kröfur eru
gerðar til þeirra vegna launanna,
sem eru í sumum tilfellum hærri
en 1,5 millj. kr. á viku, og þeir
em undir meira álagi en áður.
Sumir standast ekki álagið, sætta
sig ekki við að vera settir út úr
liði sínu og vilja fara aftur til síns
heima, en það er hægara sagt en
gert. Leikmaður er eign félags
meðan samningur er í gildi og
framhaldið er undir því komið
nema um annað hafí verið samið.
Samningsbundinn leikmaður sem
neitar að spila, jafnvel með vara-
liði, er sektaður og hverfi hann
Bjami Guðjónsson í IA
stendur á merkilegum
krossgötum
ráðið sig í vinnu og vinnuveitand-
inn ræður för.
Viss ljómi fylgir þvf að vera
leikmaður ensks stórliðs en eitt
er að vera með samning og annað
að standa undir væntingum. Tveir
af leikreyndustu knattspymu-
mönnum Islands hafa efnislega
sagt að betra geti verið að vera
stór fískur í lítilli tjörn en lítill fisk-
ur í stórri tjörn. Atli Eðvaldsson
og Guðni Bergsson þekkja það af
eigin raun.
Efnilegasti leikmaður íslands á
hugsanlega möguleika á að gera
samning við Newcastle eða Grass-
hopper I Sviss en æfir þessa vik-
una með Liverpool. Skagamaður-
inn Bjarni Guðjónsson, sem er
aðeins 17 ára, stendur frammi
fyrir vali, sem margir öfunda hann
af, en óharðnaður unglingur á oft
erfitt með að fóta sig á vinnu-
markaðnum, að ekki sé talað um
í hinum miskunnarlausa heimi at-
vinnumennskunnar í knattspyrnu.
Engu að síður fylgir því mikill
heiður að vera nefndur til sögunn-
ar hjá fyrrnefndum félögum og
vissulega er Bjarni á merkilegum
krossgötum. Hins vegar liggur
samningur ekki á borðinu en ef
og þegar það gerist þarf að mörgu
að hyggja áður en skrifað er und-
ir. Vandi fylgir vegsemd hverri.
Steinþór
Guðbjartsson
Heldur markvörðurinn BERGSVEINN BERGSVEINSSON að UMFA verði meistarif vor?
Tökum hvem
leik fyrir sig
NÚ þegar keppni í 1. deild karla á íslandsmótinu í handknatt-
leik er því sem næst hálfnuð hefur Afturelding úr Mosfellsbæ
vænlega stöðu í efsta sæti deildarinnar. Liðið er með 20 stig,
hefur sigrað í tíu leikjum og aðeins tapað einni viðureign.
Einn þeirra leikmanna liðsins sem leikið hafa ágætlega það
sem af er, er Bergsveinn Bergsveinsson markvörður og hefur
frammistaða hans tryggt honum á ný sæti í landsliðinu, en
það missti hann í fyrra eftir brokkgenga framgöngu á leikvell-
inum. Bergsveinn hefur leikið 117 landsleiki og tók m.a. þátt
í sigurleikjunum gegn á Dönum á dögunum en þeir tryggðu
íslenska landsliðinu sæti á HM ííJapan.
Bergsveinn er 28 ára gamall,
lærður offsetprentari en hef-
ur síðustu ár verið verkstjóri hjá
Hafnarijarðarbæ,
fæddur og uppal-
inn þar í bæ og lék
Benedikisson með FH allt þar til
fynr rumum
tveimur árum að hann ákvað að
hleypa heimdraganum og flytja
sig til Aftureldingar. Bergsveinn
er í sambúð með Gígju Hrönn
Eiðsdóttur hárgreiðslukonu og
eiga þau eina dótttur, Katrínu
Erlu 3 ára. Eins og fyrr segir er
staða UMFA góð í deildinni, en
hefur Bergsveinn, sem hampað
hefur Íslandsmeistaratitli með
FH, trú á því að hann og félagar
haldi út þá löngu leið sem eftir
er ap efsta þrepi.?
„Áður en mótið hófst var það
stefna okkar í liðinu að vinna
deildina fyrst og að því loknu
hugsa um úrslitakeppnina. Við
höfum tekið einn leik fyrir í einu
og ekkert leitt hugann að því
hvað aðrir eru að gera. Því er
hinsvegar ekki að neita að staða
okkar er góð núna en það er mik-
ið eftir.“
Ertu sáttur við leik liðsins?
„Ég er sáttur og síðustu tveir
leikir hafa verið í lagi af okkar
hálfu. Okkur hefur hætt til þess
gegn lakari liðunum í deildinni
að slaka fullmikið á og lenda jafn-
vel í basli. Þegar við höfum mætt
sterkari iiðum deildarinnar hafa
menn lagt sig vel fram.“
Nú fóru margir góðir leikmenn
út fyrir landsteinana í sumar til
að leika handknattleik. Hvernig
frnnst þér handknattleikurinn
hafa verið í vetur?
„Auðvitað er missir að þessum
leikmönnum í deildinni en það eru
að koma ungir leikmenn inn í stað-
Morgunblaðið/ívar
BERGSVEINN Bergsveinsson markvörður UMFA ásamt
dóttur slnni Katrínu Erlu 3 ára eftlr sigurinn á Val.
inn sem eiga eftir að verða góðir.
Þar vil ég nefna sem dæmi lið
Selfoss og einnig ÍR. Þar eru ung-
ir menn sem eru að taka hröðum
framförum, það sama er að eiga
sér stað hjá FH. Ég held að þróun-
in sé jákvæð og við eignumst fleiri
handboltamenn fyrir vikið. Þá má
ekki gleyma því að landsliðið verð-
ur sterkara þegar margir úr því
leika í sterkri deildarkeppni erlend-
is. Ég held að íþróttin í heild hagn-
ist á þessu.“
Ertu sáttari við eigin frammi-
stöðu það sem af er árinu en í
fyrra er þú misstir landsliðssætið?
„Tvímælalaust er ég ánægðari
með eigin frammistöðu og það var
spark í rassinn að missa landsliðs-
sætið. Ég held að menn sem eru
á fullri ferð í íþróttum hafi metnað
til að vera í landsliðinu og auðvitað
var ég ekkert ánægður með að
missa sætið á sínum tíma, en lagði
ekki árar í bát.“
Leikmenn UMFA koma hver úr
sinni áttinni, heldurðu að það verði
hægt að láta menn verða samstíga
heild og ljúka mótinu á viðeigandi
hátt, með sigri?
„Einar Þorvarðarson, þjálfari,
er ekki í þægilegri stöðu. Hann
hefur fengið góða leikmenn og
krafa er gerð til hans að vinna
íslandsmeistaratitilinn. Þar að
auki höfum við verið stimplaðir
besta lið deildarinn áður en mótið
hófst. Hann er að gera góða hluti. “
Er mikill þrýstingur á leikmenn
að standa á efsta þrepi í vor?
„Nei, það er ekki. En ég held
að það séu það reyndir og skyn-
samir leikmenn í liðinu að ekki
verði flanað að neinu. Við tökum
einn leik fyrir í einu.“