Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 1

Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 1
 c PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 BLAD Ráðstefnur 3 Alþjóðlega sjáv- arútvegsráð- stefnan Ground- fish Forum Afiabrögð 4 Aflayfirlit og staðsetning fiskiskipanna Markaðsmál e Hollendingar „fjárfesta“ í íslenska fiskiðn aðinum Greinar 7 Kristján Elíasson, stýrimaður á Sigli KATIR KARLAR • KARLARNIR á Jóni Sigurðs- syni GK hafa verið að betja á loðnunni eins og margir aðrir í haust, reyndar með mismiklum árangri. Loðnan hefur staðið Morgunblaðið/Þorsteinn Rristjánsson djúpt, verið stygg og erfitt að eiga við hana. Það eru helzt skip eins og Jón Sigurðsson, sem eru með flottroll, sem hafa náð ein- hverju að undanförnu. Stefnir í metframleiðslu hjá Sölumiðstöðinni í ár 67% aukning í framleiðslu síldar- og loðnuafurða UTLIT er fyrir að fram- leiðsla fyrir sölukerfi SH aukist um 15-20% á þessu ári í samanburði við árið í fyrra sem var annað besta ár í sögu SH með tilliti til framleiðslu. Fari svo verður framleiðslan meiri en nokkru sinni áður eða um 120.000 tonn. Mest hefur framleiðslan orð- ið 117.000 tonn árið 1994. Velta síðasta árs vcar um 22,6 milljarðar króna, en 23,5 milljarðar árið áður. Loðna og síld eru uppistaða aúkningarinnr nú, en lík- legt má telja að veltan verði engu að síður ekki minni en á síðasta ári, líklega meiri, þar sem framleiðsla á rækju hefur aukizt mikið. Heildarframleiðsla í lok október var rúmlega 103.000 tonn en heildarfram- leiðsla allt síðasta ár var 109.000 tonn. Mikil aukning er í framleiðslu síldar og loðnuafurða eða um 67% og er heildarframleiðsla þessara afurða nú komin í 30.000 tonn. Finnig eykst framleiðsla á skelfiskafurðum veru- lega eða um 43%. Munar þar mestu um aukna rækjuframleiðslu en fram- loiðslan fer úr 7.100 tonnum í 10.150 tonn sem'er rúmlega 40% aukning á milli ára. Innlend framleiðsla á botn- fiski dregst saman um 5%, var á síð- asta ári u.þ.b. 50.000 tonn en er nú tæplega 47.500 tonn. Þessum sam- drætti er að nokkru mætt með auk- inni eríendri framleiðslu. Helmingur magnsins til Asíu Ef litið er á tölur yfir útflutning og sölu til dótturfyrirtækja kemur í ljós að söluskrifstofa SH í Tókýó eykur enn eitt árið hlutdeild sína í heildarsölu, en það sem af er þessu ári hefur um 46% af heildarútflutningi SH farið í gegnum Tókýó eða um 47 þúsund tonn. Rúnúega 17.000 tonn hafa farið til Söluskrifstofa SH i Hamborg eða um 17% af heildarútflutningnum og um 15.000 tonn hafa verið flutt út til Coldwater í Bandaríkjunum. Til Bret- lands og Frakklands hafa farið um 10.000 tonn á hvora skrifstofu fyrir sig. Minna til Bandaríkjanna Ef miðað er við verðmæti eykst sala til Tókýó um 22% á milli ára, sala til Þýskalandsskrifstofu SH eykst lítil- lega, heildarsala til Bretlands stendur því sem næst í stað en rúmlega 5% samdráttur er í sölu til Bandaríkjanna. Söluskrifstofa SH á Spáni sem opnuð var nú í sumar er ekki enn inni í þessu yfirliti en þær afurðir sem seldar eru í gegnum skrifstofuna eru inni í tölum Frakklandsskrifstofu SH. Fréttir Markaðir Vill koma í veg fyrir kvótahopp • TONY Baldry, sjávarút- vegsráðherra Bretlands, segir að koma verði í veg fyrir kvótahoppið og tryggja, að breskir kvótar verði í höndunum á breskum sjómönnum. Segir hann, að um þetta sé verið að ræða við framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins, ESB, og leggur áherslu á, að takist henni ekki að leysa þennan hnút verði að gera það með því að breyta Rómarsáttmál- anum./3 Þörf er á uppbyggingu • SAMKVÆMT mælingu á rækjustofninum á Flæm- ingjagrunni virðist nýliðun á tveggja ára rækju núna í meðallagi. Það skilar sér í framtíðinni einkum árið 1998 nema veiðar hvíli mjög á þessum árgangi strax árið 1997 sem þriggja ára karl- dýrum. Eftir stendur að þörf er á að byggja upp kvendýrahlutann og munu óheftar veiðar duga skammt í því efni./5 Sjávarútvegur á alnetinu • ÍSLENZKA internetþjón- ustan hefur undanfarna 6 mánuði verið nieð vefinn Fish Industry Net á alnet- inu. Ljóst er að rekja má viðskipti upp á marga tugi milljóna til sambanda sem hafa myndazt á vefnum./8 Helstu innflytjendur á fiskimjöli sept’95-okt.’96 Samtals 3.830.000 tonn ESB-ríki (15) Kína Japan Taiwan Önnur Asíuríki 3,9 A-Európuríki 3,4 íran 3,2 V-Evr.ríki, önnur Önnur ríki 1—- 2,5 S-Afrika Minna keypt af fiskimjöli • HELZTU kaupendur fiskimjöls hafa keypt minna af mjöli undanfarna mánuði en á sama tíma í fyrra. Nem- ur samdrátturinn um 13% miðað við sama tímabil fyrir ári síðan. Evrópusambandið keypti um 840.000 tonn af fiskimjöli frá október í fyrra til loka september í ár. Þar er samdráttur um 131.000 tonn. Kína keypti þetta tíma- bil um 800.000 tonn, örlitlu meira en á sama tínia í fyrra. Aðrir stórir mjölkaupendur eru Suður-Afríka, Norður-, Mið- og Suður-Ameríka, Jap- an og Tævan. Þá tvöfölduðu Iranir mjölkaupin milli ára. Verð á fiskimjöli hefur verið framur stöðugt og sömu sögu er að segja af fiskilýsi. Mjölið hefur verið að seljast á um 42.000 krónur tonnið á mjölmarkaðnum í Ham- borg í Þýzkalandi, en lýsið á um 32.000 krónur tonnið á helztu evrópsku mörk- uðunum./6 Lyftir allt að 46 tonnum y~w-s ■, ingvar í ff ; jHelgason hf. Sœvarhöfða 2 Sími 525 8000 Véladeild

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.