Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 2
2 C MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Samkomulag um lágmarksverð úti ■■■■■■■■■■■■■■■■■■i^HBII^HB GERT hefur verið 110 krónur minnst fyrir aguppb”gsH karfann í Bremerhaven markaðarins i Brem erhaven um lag- marksverð á ferskum heilum karfa, sem sendur _e_r frá Islandi á markað í Þýskalandi. Pétur Örn Sverrisson, starfsmaður LÍÚ, segir að eftir viðræð- ur milli fulltrúa LÍÚ, fiskkaupenda í Þýskalandi og fulltrúa uppboðsmark- aðarins í Bremerhaven á haustdögum, hafi það orðið úr að fiskkaupendur í Þýskalandi hafi komið fram með tilboð, þar sem þeir skuldbinda sig til þess að greiða að lágmarki ákveðið verð fyrir ákveðið magn af ferskum heilum karfa sem fer í gegnum uppboðsmarkaðinn í Bremerhaven í hverri viku. Þýska sendinefndin, sem hér var á ferð í september sl. og í var m.a. sjávarútvegsráðherra Bremen, ræddi framtíð uppboðsmarkaðarins í Bremerhaven við fulitrúa LÍÚ og hvort finna mætti leiðir til þess að viðhalda þeim markaði sem hefði um áratugaskeið verið Islendingum mikilvægur, en markaðurinn í Bremerhaven hafði áður lækkað uppboðskostnaðinn úr 4% í 2% í þessu skyni. Tilboð kom frá þýskum kaupendum I framhaldi af þessum viðræðum kom fram tilboð af hálfu þýskra fiskkaupmanna sem tryggja átti lágmarksverð á ferskum heilum karfa sem seldur er í gegnum upp- boðsmarkaðinn í Bremerhaven. Til- boð þetta felur í sér að kaupendur skuldbinda sig til að greiða að lág- marki 2,50 DM fyrir kg af karfa sem flokkast í A-gæðaflokk og II- stærðarflokk og er 800 grömm eða stærri, þó þannig að úr hverjum uppboðskassa komi ekki fleiri en 55 fiskar. Lágmarksverðið er í ís- lenskum krónum um þessar mundir um 110 krónur. Gildir lágmarks- verðið fyrir allt að 250 tonn í viku hverri. „Þýskir fiskkaupendur hafa verið að horfa upp á minnkandi framboð af heilum fiski á uppboðsmarkaðin- um í því skyni að auka framboðið. Þeir hafa lengi sýnt því áhuga að fá meiri fisk og við höfum sagt við þá að okkar menn geti ekki verið að senda heila fískinn út upp á það að vera að fá alveg niður í 75 kr. fyrir kílóið sem er svipað og þeir eru að fá hér heima,“ sagði Pétur Örn. Erfitt er að spá fyrir um þróun- ina í útflutningnum nú með tilkomu lágmarksverðsins, að mati Péturs, þótt hann hafi persónulega þá trú að magnið á markaðinum ytra komi til með að aukast. Fullsnemmt væri um það að segja á þessari stundu þar sem að þetta væri aðeins önnur vikan frá því að samkomulagið tók gildi. Pétur Örn sagði að sambæri- legir samningar væru ekki í undir- búningi gagnvart öðrum ferskfisk- mörkuðum af hálfu LÍÚ. Pétur Örn sagði að það lág- marksverð, sem hér um ræðir, væri ekki í nokkru einasta samhengi við það lágmarksverð, sem ESB hefði verið að semja um. „ESB er með 75 krónu lágmarksverð og það er af allt öðrum toga en þetta verð okkar. Þegar verðið er komið fyrir neðan 75 krónu markið, má hráefn- ið ekki lengur fara til manneldis. Þá á fiskurinn sjálfkrafa að fara í mjöl og lýsi. Okkar samkomulag hefur í raun ekki annað í för með sér en það að aðilar markaðarins lofa okkar seljendum, hvort sem þeir eru innan LÍÚ eða utan, að bjóða aldrei lægi-a verð í fiskinn en það lágmarksverð sem samningur- inn er um. Þetta er fyrst og fremst trygging fyrir okkar menn, sem verða að senda upplýsingar hingað um hvað þeir ætla að setja mikið á markaðinn hverju sinni svo að markaðurinn ytra viti hversu mikið sé á leiðinni. Hinsvegar eru þessi fiskviðskipti að öllu leyti orðin fijáls og menn geta í reynd gert það sem þeim sýnist.“ Upplýsingar um væntanlegt magn Af hálfu fiskkaupenda er sett það skilyrði að þeir fái á hveijum fímmtudegi nákvæmar upplýsingar um hversu mikið magn er á leiðinni fyrir vikuna á eftir. Þetta markir að þeir, sem ætla að sigla með eig- in afla eða senda út karfagám á Bremerhaven-markaðinn verða að tilkynna það til LÍÚ fyrir kl. 11.00 á fimmtudögum. Komi til rangar upplýsingar, t.d. ef fluttir eru út þrír gámar eftir að tilkynnt hefur verið um útflutning á þremur gám- um, verður hafður sá háttur á að í næsta skipti sem viðkomandi flyt- ur út karfa, getur hann ekki vænst þess að lágmarksverðið gildi fyrir hann. Menn geta leiðrétt tilkynn- ingu sína alveg til kl. 11.00 á fimmtudegi ef þeir sjá að þeir hafa verið fullbjartsýnir í áætlunum sín- um. FRÉTTIR Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson BJARNI Áskelsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Þorlákshafnar og Þorleifur Björgvinsson, stjórn- arformaður FMÞ, eru ánægðir með hið nýja húsnæði fiskmarkaðsins. Salan á fiskmarkaðnum hefur aukist jafnt og þétt FISK- Fiskmarkaður Þorlákshafnar uRRKÞor er fluttur í eigið húsnæði Sí" m flutt starfsemi sína í eigið húsnæði, en starfsemi hans hófst í leiguhús- næði fyrir um 5 árum. Fiskmarkaðurinn þjónar nú um 120 seljendum og hafa umsvifin aukist ár frá ári. í tilefni af því að Fiskmarkaður Þorláks- hafnar flutti í nýtt húsnæði var boðið til mikillar veislu. Bjarni Áskels- son, framkvæmdastjóri FMÞ, sagði þetta vera stóra stund hjá sér og sínu starfsfólki sem búið væri að starfa við erfiðar aðstæður og verið á hrak- hólum með húsnæði í langan tíma. Þorleifur Björgvinsson, stjórnar- formaður, bauð gesti,_ sem voru fjölmargir, vekomna. í máli Þor- leifs kom fram að Fiskmarkaður Þorlákshafnar var stofnaður 12. febrúar 1991 og voru stofnendur 54, bæði fyrirtæki og einstakling- ar. Endurbóta þörf Bjarni Áskelsson, framkvæmda- stjóri, sagði að starfsemin hefði hafist í leiguhúsnæði Meitilsins þar sem áður var fiskimjölsverksmiðja. Húsnæðið sem var í fremur slæmu ástandi var aðeins málað og skrif- stofuaðstaða léleg. Fljótlega komu kröfur frá Fiskistofu um lagfæring- ar bæði á gólfí og umhverfi, kostað var til lágmarkslagfæringar þannig að starfsemin gæti gengi áfram á undanþágu. Á aðalfundi 1994 kom fyrst fram hugmynd að nýbyggingu og segir í skýrslu formanns að greinilega sé markaðurinn kominn til að vera og hann sé fyllilega í stakk búinn til að byggja húsnæði yfir starfsemi sína. í október 1994 var óskað eftir því við hreppsnefnd að hugað yrði að úthlutun lóðar fyrir Fiskmarkað- inn í Þorlákshöfn. Síðan hafa lóðar- málin verið í brennidepli og gengið á ýmsu. Óskir stjórnar fiskmarkað- arins náðu ekki fram að ganga. Ölfushreppur úthlutaði lóð vestan við Hafnarskeiði þar sem húsið er nú risið. Að mati margra ætti mark- aðurinn að vera staðsettur enn nær hafnarsvæðinu, þannig verði um- ferð minni á umferðaræðum og slysahætta minni. Húsið, sem er 900 fermetrar að grunnfleti, er hannað af Gunnari Indriðasyni, byggingartæknifræð- ingi, rafmagnsteikingar voru unnar hjá Rafvör sf. og aðalverktaki var Heimir Guðmundsson, byggingar- verktaki í Þorlákshöfn, undirverk- takar voru Rás sf., sem sá um raf- lagnir, Vilhjálmur Bjarnason og Þröstur Hjartarson sáu um pípu- lagnir, Hjálmar Gunnarsson sá um málningarvinnu og Sigurður Karls- son um frágang lóðar. Húsið skipt- ist í móttökusal, aðgerðarsal, kæli og frystiklefa auk rúmgóðrar og vel búinnar skrifstofuaðstöðu. Kostnaður við bygginguna fullbúna verður liðlega 40 milljónir, enn er ólokið að girða útiaðstöðuna og sú vinna verður að bíða þess að frost fari úr jörðu í vor. Rúmlega 100 seljendur Fiskmarkaður Þorlákshafnar þjónar 100 til 120 seljendum í dag og eru kaupendur milli 200 til 250 talsins. Starfsmenn eru 5. Bjarni sagði að sala á markaðinum hefði aukist jafnt og þétt með árunum. Við hjá Fiskmarkaði Þorlákshafnar erum nú með tilkomu þessa nýja húsnæðis tilbúnir að fullnægja kröfu sjómanna um að allur fiskur skuli seldur á fijálsum markaði. SSI og UD deila um kvótaframsal Sólfellið án aflaheimilda innan íslenzku lögsögnnnar UTGERÐARFELAG Dalvíkinga og Sjómannasambandið deila nú um ráðstöfun aflaheimilda Sólfellsins, sem gert er út af ÚD. Til stóð að leigja síldarkvóta á skipið og halda því til veiða, en samkomulag náðist ekki um verð á síldinni til sjómanna og því var skipinu lagt. Sólfellið hefur engar aflaheimildir innan íslenzku lögsögunnar, en á því eru vistaðar aflaheimilddir í eigu Kambarastar SU. Sævar Gunnarsson, formaður SSÍ segir útgerðina stunda kvótabrask enda hafi hún leigt frá sér heimildir umfram það, sem keypt hafi verið. Ari Þorsteinsson, forstöðumaður sjávarútvegssviðs KEA, sem er eigandi ÚD, segir í samtali við Verið, að þær aflaheimildir sem ÚD leigði frá sér á síðasta fískveiðiári hafí allar verið nýttar til að útvega fiskverkunarhúsum félagsins á Dalvik og í Hrísey aukið hráefni en á þessum stöðum starfa 150 manns. Upphaf málsins má rekja til deilu um verð sem greiða átti fyrir síld á yfirstand- andi haustvertíð. Upphaflegri verðlagningu var vísað til úrskurðarnefndar og niðurstaða hennar var að verð skyldi breytilegt eftir stærðum, frá kr. 8,00 til kr. 13,50. Sólfell á engan síldarkvóta í íslenskri lögsögu en veiddi tæplega þijá kvóta á þessari vertíð; gert var upp við áhöfn skipsins samkvæmt úrskurði nefndarinnar. Áform voru uppi um að útvega viðbótarkvóta en niðurstaða út- gerðarinnar var einfaldlega sú að það reikn- ingsdæmi gengi ekki upp og skipið hætti því veiðum. „Því hefur verið haldið fram að Útgerðarfé- lag Dalvíkinga hafi á síðasta fiskveiðiári leigt frá sér aflaheimildir umfram þær sem hún leigði til sín og þess vegna hafi verið þar- flaust að leggja Sólfelli. Þetta er rangt,“ seg- ir Ari Þorsteinsson. „Þær aflaheimildir sem ÚD Ieigði frá sér á síðasta fiskveiðiári voru allar nýttar til að útvega fiskverkunarhúsum félagsins á Dalvík og í Hrísey aukið hráefni en á þessum stöðum starfa 150 manns. Meðaltekjur sjómanna 5,5 milljónir í fyrra Þar sem umrædd gagnrýni var sett fram af Sævari Gunnarssyni, formanni Sjómanna- sambands íslands, er ekki úr vegi að geta þess að meðaltekjur sjómanna hjá Útgerðarfé- lagi Dalvíkinga voru á síðasta ári þær sjöttu hæstu á íslandi eða tæplega 5,5 milljónir króna. Á það skal bent að þegar formaður sjómannasambandsins heldur því fram að allt kvótaframsal beri að stöðva er hann jafnframt að leggja til að fjölda fískverkunarfólks hjá sjávarútvegssviði KEA verði sagt upp störfum. Áróður sjómannasamtaka um meint kvóta- brask og að brotið sé á sjómönnum keyrir úr hófi fram og það er tímabært að þessum ógeðfelldu nornaveiðum linni. Útgerðarfélag Dalvíkinga hefur aldrei brotið samninga á sjómönnum. Þess er krafist að formaður sjó- mannasambandsins biðjist formlega afsökun- ar á ummælum sínum um félagið og dragi þau til baka,“ segir Ari. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambandsins, segir að þrátt fyrir að sjómönn- um í áhöfn Sólfellsins EA hafí verið sagt upp störfum vegna kvótaleysis og ágreinings um verð, hefði þessi sama útgerð verið að selja frá sér veiðiheimildir á síðasta fiskveiðiári fyrir 87 milljónir umfram það sem það keypti til sín af veiðiheimildum. Áð sama skapi vissi hann til þess að í síðustu viku hefðu verið færðar 300-400 tonna aflaheimildir í þorski og ýsu yfir á skip fyrir austan sem héti Kambaröstin. Þetta hefði átt sér stað í þeirri sömu viku og mönnum hafí verið sagt upp störfum vegna ónógra aflaheimilda. SIAIaust „Útgerðin hefði hæglega getað komist hjá uppsögnum með því að skipta botnfiskkvótan- um út fyrir síldarkvóta fyrir skipið, en að ætlast til þess að sjómennirnir tækju þátt í kaupunum á síldinni á sama tíma og útgerð- in er að flytja fullt af veiðiheimildum yfír á annað skip er siðlaust. Þetta er ekkert annað en brask, sem samkvæmt lögum er leyfilegt þó ekki sé löglegt að láta karlana taka þátt í kvótakaupum,“ segir Sævar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.