Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 6
6 C MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARKAÐIR Fiskverð heima Þorskur Ktíkg Faxamarkaður Fiskmarkaður Hafnarfjarðar Fiskmarkaður Suðurnesja Alls fóru 183,7 tonn af þorski um fiskmarkaðina þrjá hér syðra í síðustu viku. Um Fiskmarkað Hafnarfjarðar fóru 22,4 tonn á 95,20 kr./kg. Um Faxamarkað fóru 59,7 tonn á 78,13 kr./kg og um Fiskmarkað Suðurnesja fóru 101,6 tonn á 107,90 kr./kg. Af karfa voru seld 34,7 tonn. í Hafnarfirði á 92,79 kr. (0,61), á 80,00 kr. (1,31) á Faxamarkaði, en á 74,25 kr. (32,71) á Fiskm. Suðurnesja. Af ufsa voru seld 57,1 tonn. í Hafnarfirði á 64,82 kr. (2,91), á Faxagarði á 61,63 kr. (2,31) og á 63,67 kr. hvert kíló á Suðurnesjum (51,91). Af ýsu voru seld 132,8 tonn á mörkuðunum þremur hér syðra og meðalverðið 97,79 kr./kg. KrAg 60 Nóvemb. Desemb 44.v|45.v 14&vt 47.v l4&v 149. Fiskverð ytra Þorskur« » Karfi o:=n.> Ufsi aw Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bremerhaven, Þýskalandi, í síðustu viku. Þar af voru 138,0 tonn af karfa seld á 103,99 kr./kg. Eingöngu var seldur fiskur úr gámum í Bretlandi í síðustu viku, samtals 464,6 tonn á 147,01 kr./kg. Þaraf voru 104,5 tonn af þorski seld á 144,61 kr./kg. Af ýsu voru seld 213,3 tonná 117,07 kr./kg, 64,3 tonn af kola á 211,88 kr./kg og 9,0 tonn af karfa á125,23 kr./kg. Hollendingar „fjárfesta“ í íslenska fiskiðnaðinum „SEM stendur er útilokað að UqPq orioinc ló+íð „hreinræktað“ hollenskt fyrirtæki „naid tiueiliss IdUU hefji starfsemi á Islandi. Sam- í té tækniaðstoð“ “ !ö^m mef íslensk fynrtæki í fískvinnslu starfa með erlendum fyrirtækjum, en meirihlutaeign verður að vera í höndum íslendinga. Á þessum grunni hafa tvö fyrirtæki frá bænum Urk, Piet Baarssen hf. og Gebroeders Hakvoort hf., hafið fiskverkun og versl- un með fisk á íslandi." Á þessa leið hefst grein í hol- lenska dagblaðinu Visseríjnieuws nýlega, en þrátt fyrir að hollenska blaðið nefni ekki íslensku fyrirtækin með nöfnum, er samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins, átt annars vegar við Suðurnes hf., sem Piet Baarssen hf. er sagður hafa fjár- fest í, og hinsvegar Fisk 2000 hf., sem nýlega var stofnað á Blönduósi og Gebroeders Hakvoort hf. sagt eiga hlut í. Áhugi á samvinnu Hollenska dagblaðið hafði m.a. samband við Cees Gravendaal, landbúnaðarfulltrúa hollenska sendiráðsins í London, en það lítur eftir hagsmunum Hollendinga á íslandi. Hann sagði að ekkert hol- lenskt fyrirtæki væri starfandi í fiskiðnaði á íslandi án meirihluta- þátttöku íslendinga þó töluverður áhugi væri á samvinnu hollenskra og íslenskra fyrirtækja. „I þessu fyrirhugaða samstarfí er áhersla lögð á vinnslu og pökkun á hálftil- búnum fiskréttum. Þessi fram- ieiðsla verður send fryst frá íslandi til Hollands til frekari vinnslu," sagði Gravendaal og bætti við að með lögunum um samvinnu við er- lend fyrirtæki gætu íslendingar áfram fylgst með framvindu mark- aðarins í Evrópu. Fiskur væri mikil- vægasta tekjulind íslands og kæmu um 80% þjóðartekna frá fiskiðnaði og um 20% frá landbúnaði. Deilur í bæjarstjóm Deilur hafa m.a. risið í bæjar- stjórn Urk í Hollandi vegna athafna fiskmarkaðar bæjarins á íslandi, eins og blaðið staðhæfir, en á fundi efnahagsnefndar bæjarstjómar Urk nýlega var stjórn fiskmarkaðar bæjarins harðlega gagnrýnd fyrir að vera í samkeppni við einkafyrir- tæki frá Urk. Pieter Bos, bæjarfull- trúi, sagði að hér væri verið að setja fótinn fyrir einkafyrirtæki, sem með mikilli vinnu og fyrirhöfn hefðu þegar haslað sér völl á ís- landi. Framkvæmdastjóri fiskmarkað- arins í Urk, Teun Visser, vísaði sömuleiðis gagnrýninni á bug og sagði að hugsanlega mætti gagn- rýna það að markaðurinn hefði ekki fyrr leitað til íslenskra fiskimanna. Visser sagðist fyrst og fremst hafa áhyggjur af atvinnuástandi staðar- ins og til þess að tryggja stöðuga atvinnu, væri innfiutningur á óunn- um físki nauðsynlegur. Vinna fiskinn á íslandi Piet Baarssen, fiskheildsali í Urk, hefur um árabil látið verka fyrir sig fisk á íslandi og á síðast- liðnu sumri hóf fiskverkunarfyrir- tækið Gebroeders Hakvoort eða Hakvoort-bræður vinnslu á íslandi, eftir því sem blaðið staðhæfir, en þessi tvö fyrirtæki frá Urk hafa á síðastliðnum tíu árum keypt rauð- sprettu og sandkola frá íslandi. Mikilvæg ástæða fyrir því að vinna fiskinn á íslandi er að óunninn fisk- ur er tollaður, en það á ekki við um flakaðan fisk, segir í frétt hol- lenska blaðsins. Piet Baarssen og Tiemen Hakvo- ort hafa í viðræðum við Teun Viss- er látið í ljós óánægju vegna fyrir- hugaðrar hráefnisöflunar fiskmark- aðarins í Urk á íslandi. Baarsen telur að verðfall muni verða á mark- aðnum í Urk vegna innflutnings á fiski frá íslandi, þar sem þessi fisk- ur muni, eftir margra daga ferða- lag, verða lélegri en fískur hol- lensku bátanna. „Það sést líka ger- ast vegna óþverrans, sem við erum að fá frá Englandi, en því miður er físki sjaldan hafnað, það kemst allt inn á markaðinn. Það er fyrir okkur jafnóhagstætt og fyrir físk- seljendur. Það væri mun betra fyrir markaðinn að fá meiri físk frá hol- lenskum bátum. Það er hægt með því að bjóða söluaðilum og kaup- mönnum meiri og betri aðstöðu. Slíkar aðgerðir hefðu mun jákvæð- ari áhrif en innflutningur frá fjar- lægum mörkuðum," sagði Baarss- en. „Ég mun veija það sem ég hef,“ sagði Baarssen, en hann kaupir árlega fisk fyrir um það bil 25 millj- ónir gyllina á markaðnum í Urk. „Flökunin er staðsett á íslandi til að tryggja hámarksgæði. Þrátt fyr- ir það fáum við einnig ferskan físk frá íslandi. Þar höfum við sambönd við íslenska báta, sem selja okkur allt sem þeir veiða samdægurs. Það, sem ekki er hægt að verka á íslandi, flytjum við hingað á fímm dögurn." Styður aukinn innflutning Að sögn Teun Visser styður Verslunarráð Urk tilraunir til þess að auka innflutning á ferskum fiski frá Islandi til Urk, en ritari samtaka fiskheildsala í Urk, Al- bert Romkes, sagði að samtökin hafí ekki tekið afstöðu í málinu. Albert Romkes, sem sjálfur er stjórnarformaður í stóru útgerðar- fyrirtæki, Neerlandia, telur hveij- um og einum frjálst að kaupa fisk þar sem þeim sýnist. „Markaður- inn í Urk berst iíka fyrir sínum hluta, en verði þetta að deilumáli og útlit fyrir að hagsmunir fisk- kaupmanna verði undir, þá verðum við að ræða málin okkar í milli og taka upp viðræður við fiskmarkað- inn. Romkes kvað það vera sína persónulegu skoðun að uppboð á erlendum fiski á markaðnum í Urk hafi jákvæð áhrif á markaðinn. „Það gefur betri yfirsýn og fram- boðið verður betra,“ en skv. upp- lýsingum frá tollskrifstofunni í Urk eru vikulega fluttir nokkrir gámar af fiski frá íslandi, segir í hollenska dagblaðinu. Alíslensk fyrirtæki Kristján Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Fisco, sem er meiri- hlutaeigandi í Fiski 2000, sem hóf kolavinnslu á Blönduósi í ágúst- mánuði síðastliðnum, segir fyrir- tækið alfarið í íslenskri eigu. Því fari fjarri að hollensku sam- starfsaðilarnir eigi nokkuð í því. Hinsvegar hafi þeir útvegað hluta af vélum og tækjum, sem nauðsyn- leg eru til þess að vinna fískinn. „Samskiptin við Hollendingana hafa verð mjög góð og hafa þeir líka aðstoðað okkur tæknilega séð með flökunina og þjálfað upp okk- ar starfsfólk í því hvernig best sé að meðhöndla hinar ýmsu flatfisk- tegundir.“ í sama streng tekur Ævar Guð- mundsson, framkvæmdastjóri Seifs hf., sem er einn eigenda Suðurness hf. í Keflavík. „Okkar hollenski samstarfsaðili á ekki eina krónu í fyrirtækinu. Samvinnan, sem við höfum, er fólgin í því að við keyptum af þeim á kaupleigu ýmis tæki og búnað til framleiðsl- unnar auk þess sem þeir hafa lát- ið okkur í té ákveðna tækniþjón- ustu og þjálfun starfsfólks á sínum tíma, en að öðru leyti hafa þeir ekkert verið viðriðnir framleiðsl- una.“ Markaðsverð á laxi, nóv. 1994 til okt. 1996 Dollarar hvert kíló 8,0- 7,0- 6,0- 5,0- 4,0- 3,0- 2,0- 1.0- 0,0- Atlantslax, ræktaður —t i Annar lax J f ’94 1995 1996 1 1 N D | j | | | | | | | | | JFMAMJJÁSOND i i i i i i T7T i r JFMAMJJÁSO Verð á uppsjávarfiskum, nóv. 1995 til okt. 1996 Dollarar hvert kíló 1,6- 1,4- 1,2- 1,0- 0,8- 0,6- 0,4- 0,2- 0,01 Sardínur-| *// — Makríll | 1 Síld '94 1995 1996 ! I N D i—r i i—i i—i—i—i—i—i— J FMAMJ JÁSOND —i—i—t—t—i—i—r—i—i—r- JFMAMJJÁSO Mjöl og lýsi Innflutningur til Bretlands jan.-ág. '96 Fiskimjö! og lýsi Mikið af mjöli og lýsi til Bretlands ISLAND er Iangstærsti seljandi fiskimjöls og lýsis í Bretlandi á þessu ári. Til loka ágústmánaðar höfðum við selt Bretum 93.600 tonn af þessum afurðum, sem er meira en tvöfalt meira en á sama tíma i fyrra. Heildarinn- flutningur þeirra nam alls 238.000 tonnum þetta tímabil í ár sem er um 17.000 tonnum minna en á sama tima i fyrra. Næstir okkur koma Norðmenn með 42.000 tonn, sem er 7.000 tonnum minna en i fyrra og Perú með tæp 25.000 tonn. Inn- flutningur frá Perú er nú 54.000 tonnum minni en á sama tíma i fyrra vegna veiðibanns þar. Aðrir stórir seljendur á þessu sviði eru Chile, Danmörk og ír- land með 12.000 til 14.000 tonn hvert land. Skarkoli ÍSLENDINGAR eru einnig ráð- andi innflytjendur á skarkola til Bretlands. Til loka ágústmánað- ar í ár höfðu Bretar flutt inn um 6.800 tonn af rauðsprettu, nokkru meira en á sama tíma í fyrra. Okkar hlutur í ár er um 3.500 tonn, 2.000 tonnum meira en á sama tíma í fyrra. HoIIend- ingar eru næstir með um 2.000 tonn, en það er nær alveg sama magn og í fyrra. Danir og Frakkar selja Bretum einnig lít- ilsháttar af kola.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.