Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ GREINAR MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER1996 C 7 „Kátir voru karlar“ í SUMAR þegar ég kom heim eftir tvo og hálfan mánuð í Smug- unni var ég mikið spurður að því hvort ég og skipsfélagar mínir værum ekki að drepast úr þunglyndi og hvort ég vissi um einhvern sem hefði fyrirfarið sér í Smugunni. Ég kom nú hálfpartinn af fjöll- um, þó lítið sé um slík þarna í norðrinu, og tók þessu sem gríni af munni spyrjenda sem hinsvegar var fúlasta alvara. Mér var tjáð að nú þjáðust sjómenn af svo svæsnu þunglyndi að annað en sjálfsmorð kæmist varla að hjá þeim. Þetta voru að sjálf- sögðu fréttir fyrir mig og ég fór ósjálfrátt að telja í huga mér hvort ekki hefðu allir komið heilir á húfi heim með skipinu, sem auðvitað var. Og ekki var mér kunnugt að við skipsfé- lagarnir þjáðumst af þessum ógurlega sjúk- dómi, a.m.k. ekki frek- ar en hveijir aðrir landsmenn. En viti menn. Varla hafði ég opnað dagblað þegar við mér blöstu lærðar greinar allskyns þunglyndisfræðinga hvar þeir tíunduðu sjúkdóminn og hinar alvarlegu afleiðingar hans. Ekki tók betra við þegar opnað var fyrir útvarp eða sjónvarp. Allsstaðar voru þessir fræðingar með erindi og tölur um hina lífsleiðu sjómannastétt og hefði hver heilvita maður mátt á þeim skilja að stéttin væri hreinlega að líða undir lok, líkt og Aztekar hér forðum. Viðtöl við fórnarlömbin voru sum hver svo átakanleg að maður fann hjá sér þörf til snýtu og ég minnist eins viðtalsins við sjómann sem hafði verið 45 daga á Flæmska hattinum, og ekki komið nema einu sinni í land á þeim tíma. Hann var aðframkom- inn, aumingja maðurinn, gersamlega búinn á taugum og ætlaði að hætta til sjós, svo mjög hafði útivistin gengið nærri honum. Tómstundaaðstaða hin besta En þar sem ég er svo vitlaus að ég hef ekki enn fundið fyrir þung- lyndi úti á sjó þá skildi ég ekki þetta hjal, og skil reyndar ekki enn, og því fór það fyrir ofan garð og neðan hjá mér og ég hélt ásamt skipsfélög- unum aftur út á hið salta haf og beina leið í Smuguna án þess að vita, eða skilja, að ég var, eftir fræð- anna hljóðan, að ana beint í dauð- ann. Við vissum að við myndum koma heim aftur í byijun desember og fórum með það í huga. Kristján S. Elíasson Skipið er stórt og til þess fallið að vera lengi á veiðum. Tómstunda- aðstaða hin besta og kom í góðar þarfir því það var engan fisk að fá. Óllum leið bara vel, þrátt fyrir að sjómenn væru að hrynja niður allt í kring um okkur samkvæmt fjöl- miðlakjaftæði, og ekki hafði nokkur maður minnst á leiðindi þegar við, eftir mánaðarútivist, fréttum það að heiman að tveir okkar hefðu drepið sig og væru geymdir frosnir í lest- inni, væntaniega til þess að skemm- ast ekki frekar. Við hlógum nú að þessu í fyrstu því auðvitað var þetta haugalygi, en þegar maður er kominn heim og finnur að fólk hafði í raun trúað þessum sögum þá reiðist maður. Að nokkur maður skuli geta látið sér detta þvílíkt og annað eins í hug; að íslenskir sjómenn séu slíkir til- finningaþverkálfar að þegar félagar þeirra fyrirfari sér sé þeim bara skutlað niður í lest og síðan haldið áfram veiðum eins og ekkert hafi í skorist! Ef þetta er ekki atvinnurógur þá veit ég ekki hvað það orð þýðir. Hvort svona sögur eru spunnar af illgirni veit ég ekki en mér er ljóst að svona spuni kemur ekki alvarlega við okkur í áhöfn Siglis, hann bitnar fyrst og fremst á íjölskyldum okkar og hvað skyldu þær hafa gert þeim er spunnu? Haugalygi Maðurinn er félagsvera og ein- angrun á illa við hann. Sumir þola alls ekki að vera fjarri sínum nán- ustu og til eru þeir menn sem iifa á öfund í garð þeirra sem í landi eru. Mönnum með slík einkenni hæfir ekki að vera á sjó á úthafs- veiðiskipi og ættu að láta sér nægja dagróðra eða bara að fara í land. Það er nefnilega svipað ástatt með skipshöfn og eplin í tunnunni; einn leiðindapúki getur skemmt móralinn hjá allri áhöfninni. Umræðunni um þetta uppspunna þunglyndi sjó- manna hlýtur að fara að ljúka, grát- kórinn hefur lokið söng sínum og mönnum er farið að blöskra hve vælukjóum er gert hátt undir höfði í fjölmiðlum. Það kemur nefnilega í Ijós hvað eftir annað að sögurnar um sjálfsmorðin í Smugunni eru haugalygi og besta dæmið um hvaða óra höfundar þeirra bera í höfði sér. Höfundur er stýrimaður á frysti- togaranum Sigli WtÆkWÞAUGL YSINGAR A TVINNUAUGL ÝSINGAR Siglingastofnun Islands óskar eftir að ráða í tvær stöður á skipaskoðunarsviði. Skipaskoðunarsvið hefur eftirlit með nýsmíði og breytingum á skipum og búnaði þeirra, auk reglubundinna skoð- ana. Undir sviðið heyra tæknideild og sex skoðunarstofur víðsvegar um landið. SIGLINGASTOFNUN Hlutverk Siglingastolnunar er að skapa öruggar og hagkvæmar aðstæður til siglinga og fiskveiða og annast eftirlit með skipa- stól landsins. Deildarstjóri á skoðunar- stofu á ísafirði. Skoðunarmaður á skoð- unarstofu á Fáskrúðsfirði. Hæfniskröfur: Æskilegt er að umsækjendur hafi vélfræðimenntun eða farmannapróf. Nánari upplýsingar um þessi störf veitir Þórir Þorvarðarson hjá Ráðningar- þjónustu Hagvangs hf. í síma 5813666. Umsóknarfrestur er til 31. desember, 1996. Umsóknum ásamt öllum nauð- synlegum upplýsingum, skal skila til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf, merktum heiti viðkomandi starfs. Markaðs- og þróunarmál <ISK Fiskiðjan Skagfirðingur hf. á Sauðárkróki óskar eftir að ráða starfs- mann til að starfa við markaðs- og þróunarmál. FISKHDJAN SKAGFIRÐINGUR Fiskiðjan Skagfirðingur er eitt af stærstu sjávar- útvegsfyrirtækjum landsins. Fyrirtækið gerir út 4 isfisktogara og I frystiskip. Einnig er FISK hf. með fjölbreytta landvinnslu á Sauðárkróki og i Grundarfirði Starfssvið: Gerð markaðs- og söluáætlana. Eftirfylgni við áætlanir og frávikagreining. Samskipti við sölusamtök og kaupendur. Umsjón með vöruþróunarverkefnum. Menntunarkröfur: Háskólmenntun á sviði matvælafræði eða skyldra greina. Menntun/reynsla i markaðsmálum fyrir sjávarútveg nauðsynleg. í boði er áhugavert og krefjandi stjórn- unarstarf. Leitað er að einstaklingi með frumkvæði og áræðni til að takast á við krefjandi verkefni í stjórnun, vöruþróun og markaðsmálum. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar „FISK 614" fyrir 21. desember n.k. Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reykjavík Sími: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang hagvang@tir.skyrr.is Heimasíöa http://www.apple.is /hagvangur HAGVANGUR RáöNIf«MWÖiUS» Hagvangur hf Skeifan 19 108 Reyiqavík Sfmi: 581 3666 Bréfsími: 568 8618 Netfang hagvar>g@tir5kyrr.is \ g . Heimasíöa http://www.apple.il /hagvangur „ »ng ris NO/ /ða Y í.ís Q 3ur vA HAGVANGUR RADNINGARMÚNUSDV Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki Rétt þekking á réttum tíma -fyrir rétt fyrirtæki 2_ KVI&TABANKINN Vantar leigukvóta þorsk og ýsu. Sími 565 6412, fax565 6372, Jón Karlsson. Frystihústilsölu á Suðurnesjum Frystigeta allt að 50 tonn á sólarhring. Tilboð sendist til afgreiðslu Mbl., merkt: „Frost - 878“, fyrir 17. desember. Fiskiskip - þorskaflahámark Til sölu 17 tonna stálbátur, Seyðfirðingur. Vél Cummings 250 ha, árg. 1995, vel búinn tækjum. Báturinn selst kvótalaus. Höfum til sölu ca 50 tonn af þroskaflahá- marki af krókabátum. Einnig krókabáta með og án þorskaflahámarks. Skipasalan Bátar og búnaður, Barónsstíg 5, sími 562 2554, fax 552 6726. Internet: www.kvoti.is Jóhannes ívar ÍS-193 Til sölu er Jóhannes ívar ÍS-193, sem er 26,36 m stálbátur, smíðaður í Noregi 1968, með 715 hestafla Caterpillar aðalvél frá 1988. Báturinn selst merð veiðileyfi og öllum afla- hlutdeildum. Aflamark fiskveiðiársins ’96/’97 var eftirfarandi: Þorskur 205 tn, ýsa 41 tn, ufsi 156 tn, karfi 16 tn, steinbítur 68 tn, skarkoki 1 tn og langlúra 5 tn. Ingimundur gamli HU-65 Til sölu er Ingimundur gamli HU-65, sem er 27,64 m stálbátur, smíðaður á Akranesi 1971, með 500 hestafla Alpha aðalvél. Báturinn selst með veiðileyfi en án aflahlutdeilda. LM skipamiðlun, Friðrik J. Arngrímsson hdl., löggiltur skipasali, Skólavörðustíg 12, Reykjavík. Sími 562-1018. Cretel 360F roðflettivél Vantar notaða Cretel 360F roðflettivél. Má þarfnast viðgerðar. Fiskiðjan Bylgja hf., sími 436 1291, Leifur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.