Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER1996 Morgunblaðið/Kristinn ÓSKAR G. Hallgrímsson og Hermann Ottósson hafa náð góðum árangri í kynningu íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja á alnetinu. Viðskipti fyrir marga tugi milljóna gerð á alnetinu íslenzka internetþjónustan kynnir útveginn á alnetinu ÍSLENZKA internet- þjónustan hefur und- anfarna 6 mánuði ver- ið með vefinn Fish Industry Net á alnet- inu. Fish Industry Net, eða Sjávarútvegsgáttin, er framhald af verkefninu North Atlantic Solutions, sem unnið var af Samstarfsvettvangi sjávarútvegs og iðnaðar, en er nú kynnt af Útflutningsráði. Um 60 fyrirtæki kynna afurð- ir sínar og þjónustu á þessum vef og samtals hafa verið um 200.000 heimsókn- ir inn á hann þetta tímabil. Ljóst er að tengja má viðskipti upp á marga tugi milljóna til sambanda sem hafa myndast á vefnum. Framundan er að setja upp íslenzka útgáfu af FIN þar sem fyrirtækjum gefst kostur á að kynna sig og afurð- ir sínar hér á landi. „Þessi • útgáfa nefnist Sjávarútvegsgáttin og hentar vel fyrirtækjum, stofnunum og ein- staklingum sem stunda viðskipti á sviði sjávarútvegs og fiskiðnaðar hér á landi. Uppbygging Sjávarútvesgátt- arinnar verður sérstaklega löguð að íslenzkum aðstæðum þó stuðzt verði við erlendu útgáfuna, sem þegar hefur skilað góðum árangri," segja þeir Hermann Ottósson framkvæmdastjóri og Óskar G. Hallgrímsson, markaðs- stjóri íslenzku internetþjónustunnar, í samtali við Verið. Vel kynntir á alnetinu Fyrirtæki þeirra félaga býður upp á aðstoð við að setja upplýsingar inn á heimasíður viðkomandi fyrirtækja og kynningu þeirra fyrir markhópum. Þá verða viðskiptayinum reglulega sendar upplýsingar um hver árangur af kynningunni er í formi heimsókna inn á heimasíður og sannanlegs árangurs. Þá er einnig boðið upp á námskeið í notkun alnetsins. Þeir Hermann og Óskar leggja Heimsóknir á vefsíðu Sjávarútvegsgáttarinnar (FIN), ág. - nóv. 1996 áherzlu á að érlenda útgáfan, Fish Industry Net, sé vel kynnt og sýnileg á alnetinu. Þegar aðilar úti í heimi heQi leit að ákveðnum þáttum innan sjávarútvegs, veiða, vinnslu og svo framvegis, komi FIN-vefurinn mjög fljótlega upp og á áberandi hátt. Þeg- ar inn á vefinn er komið geta fyrir- spytjendur valið þann flokk, sem þeim hentar, svo sem ráðgjöf, skipasmíðar, veiðarfæri, pökkun og fleira. Innan hvers flokks er svo að finna fyrirtæki og stofnanir, sem eru með nákvæma og vandaða lýsingu á vörum sínum og þjónustu. Sé síðan áhugi fyrir frek- ari fyrirspurnum, en mjög einfalt að koma þeim áleiðis inn á netfang við- komandi fyrirtækis. Hermann og Óskar benda einnig á að alnetið sé mjög gagnvirkur miðill. Þar komist auðveldlega á sambönd milli fyrirtækja og einstaklinga, sem vanti upplýsingar, afurðir og þjónustu svo dæmi sé tekið. Inni á vefnum verður einnig ha-ígt að tengjast upp- lýsingabönkum um sjávarútveg eins Globefish og FAO. Markaðstorg framtíðarinnar „Við leggjum mikla áherzlu á góða skráningu inn á leitarvélar og tengda vefi. Það er ekki nóg að vera á net- inu, fyrirtækin verða að vera sýnileg og með heimasíður, sem sýna á skýr- an og ljósan hátt hvað boðið er upp á. Ennfremur skiptir það miklu máli að biðtími eftir upplýsingum sé stutt- ur. Sé hann of langur, er hætt við að notendur nenni ekki að bíða eftir því að fá síðuna upp og öll vinnan fer fyrir lítið. Við teljum að okkur hafi gengið vel að setja fiskivefinn upp, enda höfum við orðið varir við áhuga á þessari vinnu okkar í Kanada, Bandaríkjunum, Noregi og Skotlandi. Þarna er um að ræða markaðstorg framtíðarinnar, landamæralaus við- skipti og við sjáum fram á töluverð umsvif á þessu sviði,“ segja þeir Her- mann og Óskar. FÓLK Stuðlað að jafnvæginu • ELÍN B. Gunnarsdóttir er einn starfsmanna SÍF og er hún kynnt í nýjasta fréttabréfi sölusambandsins, Saltaranum. Hún hóf fyrst störf hjá SÍF haustið 1994 en hún vann þá á símanum hálfan daginn í nokkra mán- uði. Elín hóf Elín B. svo störf aftur Gunnarsdóttir j fgbrýaj- á þessu ári og stárfar hún nú í bókhaldinu. Starf hennar felst í stórum dráttum í skráningu reikninga og afstemmingum. Elín varð stúdent af hagfræði- braut frá Menntaskólanum við Sund vorið 1990 og átti námið vel við hana og segist hún stefna að frekara námi í viðskiptafræðum í framtíðinni. Elín segist vera ánægð í starfi sínu enda sé góður starfsandi ríkjandi innan SÍF, sen geri starfið skemmtilegra. Elín á tvær dætur svo fjölskyldan tek- ur sinn tíma, en fyrir utan fjöl- skylduna eiga íþróttir hug hennar allan. Elín er harður stuðningsmaður Fram og seg- ist vera dugleg að mæta á völl- inn. það sé nauðsynlegt til aðs tuðla að jafnvægi á vinnustaðn- um, þar sem Gunnar Örn Kristjánsson, forstjóri SÍF og fleiri starfsfélagar séu Víking- ar í húð og hár. Haukur til Ráðgarðs ■ HAUKUR Oskarsson hef- ur verið ráðinn skiparáðgjafi hjá Ráðgarði skiparáðgjöf ehf. Haukur starfar aðallega við hönnun og eftirlit á vélakerfum hvers konar, kostnaðará- ætlanir og kostnaðar- eftirlit, skoð- ó“„ anir á skipum og gerð ut- boðsgagna. Nú í haust hefur éitt aðalverkefni Hauks verið eftirlit með breytingunum á Sigurði VE-15. Haukur er véltæknifræðingur að mennt frá Ingeniorhojskolen Od- ense Teknikum 1992, lauk 4. stigi vélstjóranámsins frá Vélskóla íslands 1984, sveinsprófi í vélsmiðjunni Hamri hf. 1984 og prófi í vélvirkjun frá Iðnskóla Hafn- arfjarðar 1981. Haukur hef- ur starfað sem vélstjóri bæði á farskipum og fiskiskipum. Einnig hefur hann starfað við ýmsa vélavinnu í landi, þ.m.t. vinnu við lagningu frysti- kerfa, vökvakerfa og allar al- mennar vélaviðgerðir og vél- smíðar. Frá 1993 til vordaga 1996 var Haukur kennari við Vélskóla íslands og starfaði jafnframt að endurmenntun vélstjóra ásamt fulltrúum frá Vélstjórafélags íslands og LÍÚ. Haukurer kvæntur Ragnheiði Thoroddsen lyfjafræðingi og eiga þau þijú börn. Gildistöku frestað til loka ársins 1997 LÖGFESTINGU öryggis- fræðslu fyrir skipstjórnar- menn verður frestað um eitt ár til viðbótar, eða til 31. des- ember 1997. Frumvarp þessa efnis var lagt fram á Alþingi í vikunni. í lögum um lögskráningu sjó- manna, sem sett voru 1994, var öryggisfræðsla fyrir sjómenn lögfest, með aðlögunarfresti fyrir skipstjórnarmenn til 31. desember 1995 og til 31. des- ember 1996 fyrir aðra skip- veija. í fyrra var fresturinn fyrir skipstjóríiarmenn fram- lengdur til ársloka 1996, áþeim forsendum að töluverður hópur skipstjórnarmanna hefði þá, þrátt fyrir aðlögunartímann, enn ekki lokið öryggisfræðsl- unni. Ríkisstjórnin leggur til fram- lengingu frestsins að tilmælum skólastjóra Slysavarnaskólans, þar sem margir sjómenn muni ekki hafa sótt námskeið um komandi áramót. Munu öll nám- skeið, sem skólinn heldur á þeim vikum sem eftir lifa árs- ins, vera fullbókuð og ekki unnt að koma fleiri nemendum á þau. Ef umræddur frestur yrði ekki veittur myndu mörg skip lenda í því að fá ekki lögskrán- ingu áhafna sinna. Stórlúða með kry ddsíldar smj öri ENGINN er kominn til með að segja að bannað sé að grilla um hávetur. Þó svo að gasgrillið sé víðast hvar r^rPTPWPlj komið í skúrinn á þessum tíma árs, þarf ekki annað en að opna bílskúrshurðina og staðsetja grillið þar sem engin hætta hlýst af þó að matartilbúningur eigi sér stað. A hinn bóghm má allt eins nota grillið í bakaraofninum til þess að útbúa þenn- an lúðurétt, sem bera má fram með soðnum kartöflum og hrásalati. í réttinn þarf: 3 stórar lúðusneiðar safi úr hálfri sítrónu 1 tsk salt nýmalaður pipar 30 g smjör 3 bitar kryddsíld nokkur graslauksstrá eða annar laukur matarolía til að penslunar Skerið ugga af lúðusneiðunum, hreinsið úr blóð, skafið síðan roðið vel. Þvoið og þerrið með eldhúspappír. Hell- ið sítrónusafa á fiskinn, stráið á hann salti og pipar og látið bíða meðan grillið er hitað. Merjið kryddsíldina með gaffli og setjið saman við smjörið ásamt fint klippt- um graslauk. Smyrjið samlokugrind eða grindina á grill- inu með matarolíu. Leggið lúðusneiðarnar á samloku- grindina eða grillgrindina, snúið við eftir fimm minút- ur, smyrjið þá kryddsíldarsmjörinu jafnt á þá sneið lúð- unnar, sem búið var að grilla. Grillið á hinni hliðinni i sex til átta mínútur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.