Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 11.12.1996, Blaðsíða 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA JltaflpfiiHafcife 1996 Englend- ingar vilja HM 2006 ENGLENDINGAR ætla að sækja um að halda heíms- meistarakeppnina í knatt- spyrnu 2006, þá verða 40 ár liðin síðan HM fór síðast fram í Englandi, 1966. Eng- lendingar ákváðu þetta í kjölfarið á Evrópukeppni landsliða, sem fór fram í Englandi í sumar og heppn- aðist mjög vel. Graham Kelly hjá enska knattspyrnusambandinu og Glenn Hoddle, þjálfari enska landsliðsins, gengu á fund Johns Majors, forsætisráð- herra Bretlands, í Downing Street 10 á dögunum og ræddu umsóknina við hann. Major tók vel á móti þeim og sagðist styðja umsóknina. Næsta heimsmeistara- keppni verður í Frakklandi 1998 og síðan í Japan og Suður-Kóreu 2002. MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER KORFUKNATTLEIKUR BLAÐ D Eyjólfur bestur hjá Herthu EYJÓLFUR Sverrisson var besti Ieikmaður Herthu Berlín sem sigraði Bayer Uerdingen 3:2 á útivelli í þýsku 2. deildinni í fyrra- kvöld. Eyjólfur var út um allan völl i sókn og vörn og vann flestar „tæklingar". John van Boskirk skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Uerdingen. Kruse jafnaði fyrir Berlínarliðið og Eyjólfur kom liði sínu í 2:1 með marki með skalla. Hertha komst í 3:1 með marki Veits, en Wouitz náði að minnka muninn fyrir heimamenn á síðustu mínútu leiksins. Kaiserslautern er nú efst í deildinni með 33 stig þegar farið er í jólafrí. Hertha Berl- ín og FSV Mainz eru í öðru til þriðja sæti með 28 stig. LANDSLIÐSBRÆÐURNIR úr Haukum, Pétur og Jón Arnar Ingvarssynir. Morgunblaðið/Kristinn Teitur heima ífríi TEITUR Örlygsson, körfuknattleiks- maður hjá gríska liðinu Larissa, kom heim á sunnudaginn í frí. Teitur og félag- ar töpuðu með 29 stiga mun fyrir Olympiakos á laug- ardaginn og þar sem hlé var gert á deild- inni í tvær vikur ákvað Teitur að skjótast heim. „Ég fer væntanlega út aftur á sunnudag- inn, að því tilskildu að ég verði búinn að fá greitt það sem ég á inni hjá félaginu. Annars fer ég ekk- ert. Forráðamenn þess lofuðu að gera upp við mig í vik- unni og ég bíð bara eftir að þeir standi við það," sagði Teit- Fjórir nýliðar í landsliðshóp Jóns Kr. Gíslasonar Leikið við Dani, Litháa og Frakka í Danmörku JÓN Kr. Gíslason, landsliðsþjálfari íkörfuknattleik, hefur valið tuttugu manna hóp til æfinga fyrir þrjá landsleiki á milli jóla og nýárs. Landsliöið heldurtil Danmerkur 27. desember og leikur þrjá leiki, við heimamenn, Litháa og Frakka, áður en það heldur heim á ný á gamlársdag. Fjórir nýliðar eru í hópi Jóns að þessu sinni, Ei- ríkur Önundarson úr ÍR, Ingvar Ormarsson úr KR, Páll Axel Vilbergsson úr Grindavík og Friðrik Stef- Heimsmet Völu staðfest FRJÁLSÍ ÞRÓTTAS AMB AND íslands fékk í gær senda staðf estingu á heimsmeti Völu Flosadóttur í stangarstökki. Það var Alþjóða frjálsíþróttasambandið sem sendi FRÍ staðfestinguna. Vala setti heimsmet unglinga, er hún stökk 4,17 m á móti í Bordeaux í Frakk- landi 28. september sl. ánsson úr KFÍ, en þess má geta að hann er fyrsti landsliðsmaður KFÍ. Landsliðshópurinn kemur ekki á óvart en Sigfús Gizurarson úr Hauk- um gaf ekki kost á sér vegna anna í námi. „Það var nú ekki mjög flókið að velja þennan hóp, en samt eru einir tveir til þrír leikmenn til viðbótar sem komu til greina," sagði Jón Kr. í gær og nefndi Arnar Kárason úr Tindastóli og Friðrik Ragnarsson úr Njarðvík. „Þeir eru báðir leikstjórn- endur og ég er með þrjá góða leik- stjórendur í liðinu þannig að þeir verða að bíða um sinn," sagði Jón. í hópnum eru þeir tólf leikmenn sem fleyttu landsliðinu áfram í Evr- ópukeppninni. „Ég ákvað að hafa alla úr þeim hópi með. Birgir Örn hefur ekki leikið vel með Keflvíking- um í vetur en ég er viss um að hann getur skilað hlutverki sínu í landsliðinu með sóma eins og hann gerði í Evrópukeppninni í vor," sagði landsliðsþjálfarinn. Aðspurð- ur um hvort hann gæti hugsanlega notað Hermann í aðra stöðu þegar hann *væri búinn að fá hávaxinn mann eins og Friðrik í hópinn, sagði Jón: „Hermann hefur staðið sig best í stöðu þrjú hjá KR og hann lék einnig mjög vel með landsliðinu í vor og ég býst við að hann leiki svipað hlutverk í þessum leikjum." Landsliðsþjálfarinn sagði að æf- ingar hæfust 17. desember og æft yrði daglega nema hvað hann gæfi frí á aðfangaddag og jóladag. Hann sagðist hafa átta æfingar áður en farið yrði til Danmerkur og eftir sex æfíngar, þann 22. desember, yrði tilkynnt um tólf manna hóp sem færi. Óvíst er hvort Teitur getur verið með því Larissa á að leika 28. desember. Frakkar eru.efstir í E-riðli Evr- ópukeppninnar, hafa sigrað í öllum sjö leikjunum og í sama riðli eru Litháar í fjórða sæti með 3 leiki unna og fjóra tapaða. Frakkar eiga þrjá leikmenn sem taka þátt í stjörnuleiknum um áramótin. „Markmiðið er auðvitað að vinna í öllum leikjum. En ef við erum raun- sæir þá er markmiðið að vinna Dani. Frakkar og Litháar eru svo miklu sterkari en við að vonir um sigur eru ekki miklar," sagði Jón. KNATTSPYRNA: PETER SCHMEICHEL VINSÆLASTUR Á OLD TRAFFORD / D4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.