Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 1

Morgunblaðið - 11.12.1996, Side 1
1 BRANPARAR | [þrautir! GÁTUR| [leikirJ Heimilisfang: MYNDASÖGUR MOGGANS Morgunblaðinu Kringlunni 1 103 Reykjavík PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 11. DESEMBER 1996 Skuggalegt púsl HVER skuggástykkjanna mynda þennan fína karl með þverslaufu og vörtu á nefinu? Lausnir! oKar^nes <=rUryc)ss0^ Sigurbjörg R. Hoffritz Ártúni 12 800 Selfoss Hæ, hæ, Myndasögur Moggans. Ég er 11 ára stelpa úr Reykja- vík, kölluð Stína, og mig langar að eignast pennavini á aldrinum 10-12 ára, það mega vera strákar og stelpur. Áhugamál mín eru fót- bolti, diskótek, góð tónlist og dýr. P.S. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Kristina Andrésdóttir Ljósheimum 16/6 104 Reykjavík Herbergi leyndar- dómanna HVERJIR tveir lyklanna hleypa okkur inn í her- bergið dularfulla og spennandi, Herbergi leyndar- dómanna? Lausnir eru hugsanlega með það á hreinu eins og margt annað. Pennavinir Hæ, hæ, Moggi. Ég heiti Sigurbjörg. Ég er 10 áa og óska eftir pennavinum á aldrinum 8-12 ára. Áhugamál fim- leikar, dýr, alls konar söfnun, pennavinir og margt fleira. P.S. Ég vil helst pennavini úti á landi. Skammdegið og sólin HVAÐ er þetta skammdegi sem oft er nefnt á nafn á þessum árstíma? Skammdegi er í sem stystu máli stuttir dagar frá því síðari hluta nóvembermánaðar fram yfir miðjan janúar. Þá er sólin lágt á lofti eins og kallað er, þið sjáið að skuggar lengjast og veður verða válynd (= ótrygg, hættuleg). Þetta er vegna þess að, eins og þið vitið, gengur jörðin í hring kringum sólina. Það ferðalag tekur eitt ár. Jörðin hallar talsvert undir flatt, möndulhalli er það kallað og nemur 23,5 gráðum miðað við brautina um sólina og á mismunandi árstímum snúa norður- og suðurpólarnir því ýmist að eða frá sólu. Veturinn er sem sagt hjá okkur á norður- hveli jarðar þegar norðurpóllinn hallast frá sólinni en sumar er þegar norðurpóllinn snýr að sól- inni. Sólin er hátt á lofti allt árið við miðbaug jarðar því að sá hluti jarðarinnar veit alltaf að sólu. Þegar vetur er á norður- hvelinu er sumar á suðurhveli jarðar. Eins er það með sumar- ið, þegar það er hér hjá okkur er vetur í suðurálfum. Þessar hugleiðingar kvikn- uðu þegar ljúfa myndin hans Jóhannesar Erlingssonar, Tún- götu 28, 820 Eyrarbakki, var skoðuð. Skammdegissólin gæg- ist á milli fjallanna og brosir blíðlega til okkar og svona eins og segir okkur að þreyja vetur- inn, því á eftir vetri kemur vor og síðan sumar og þá eru sólin, við og gróðurinn í essinu sínu (= vera mjög vel fyrir kallaður, í góðu formi). FRÁ SKÁLDUM BÖRNIN góð! Myndasögur Moggans kynna skáld og ljóð. í dag er skáldið Nína Björk Arnadóttir (f. 1941). Engjakaffið Þessi sumur bakaði ég drullukökur í búinu mínu sóleyjateitur og hrafnaklukkuteitur Oft í miðjum bakstri heyrðist kallið kaffið tilbúið. Amma hafði sett flöskurnar í ullarsokka og ég lét þær yfir axlir mér Ég bað ævinlega Guð alla leiðina góði Guð láttu ekki Hörghólsnautið koma góði Guð láttu ekki koma randaflugur (Úr Mín vegna og þín, 1977)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.