Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 C 3 VIÐSKIPTI Tvöfalt fleiri nota veraldar- vefinn en fyrir ári New York. Reuter. TVÖFALT fleiri heimili í Bandaríkj- unum nota veraldarvef alnetsins en fyrir ári og notuðu 11% bandarískra heimila, eða um 11 milljónir heimila, vefinn í síðasta mánuði samkvæmt könnun fyrirtækisins PC-Meter. Þetta er 4,4% (eða 4.3 milljóna) aukning á einu ári. Auk þess segjast 13,9% heimila hafa notað einhvers konar alnets- þjónustu í síðasta mánuði. Fjórðung- ur þessara heimilisvefnotenda sækja verzlunarsetur samkvæmt könnun PC-Meters. Samkvæmt könnuninni eru karlar í miklum meirihluta notenda. í sept- ember voru til dæmis 62,8% vefnot- enda karlar, en 37,2% konur. í 10 helztu verzlunarsetrunum er mest ásókn í ókeypis hugbúnað, gagnvirk uppboð, klúbba, sem selja félagsmönnum, og varning í smásölu. Stórtækasta verzlunarsetrið á vefnum var Shareware.com, þjónusta C/NET, að sögn PC-Meter. Columbia House Company, sem selur geisla- diska, CD-ROM tölvugeisladiska, myndbönd og leysidiska, og ZDNet urðu jöfn og skipta með sér öðru sætinu. Þriðja vinsælasta vefverzlunin er CUC Intemational, sem býður alls konar neytendavöru og þjónustu með afslætti, og er jafnframt það vefsetur sem konur nota mest. ------» ♦ ♦------ Þýzk lög um sjúkrafé í óvissu Frankfurt. Reuter. LÖG sem áttu að draga úr launa- kostnaði í Þýzkalandi eru í óvissu því að vinnuveitendur í verkfræði- og bankageiranum hafa neyðzt til að hætta við að beita þeim vegna þrýstings frá verkalýðsfélögum. Lögin eru frá því í október og heimila fyrirtækjum að skera niður veikindagreiðslur um 20 af hundraði. Vegna fjölmennra mótmælaað- gerða þýzkra verkamanna hafa sí- fellt fleiri fyrirtæki hikað við að hrinda lögunum í framkvæmd og nú virðast þau eins og sprengja sem getur sprungið í höndunum á þýzkum vinnuveitendum og ráðherrum Kohls. Þýzki bankageirinn var nánast einn um að hrinda lögunum tafar- laust í framkvæmd, en hefur nú sagt að hann sé reiðubúinn að fresta nið- urskurðinum þar til víðtækara launa- samkomulag hafi verið gert við 460.000 starfsmenn í greininni. Félag bankastarfsmanna hefur hætt við fyrirhugaðar vinnustöðvanir og lýst því yfír að undanhald vinnu- veitenda sé sigur sem unnizt hafí vegna áhrifa verkfalls 15.000 banka- manna í síðasta mánuði. fyriralla! Ford Escort Van hefur yfirburði yfir keppinauta sína hvað varðar burðar- getu. Ólíkt öðrum í umferðinni heldur hann alltaf góðum eiginleikum sínum þótt hann sé fullur. Hann er búinn vökvastýri sem gerir hann lipran og skemmtilegan í borgar- umferðinni, góðum sætum, 1.4 lítra vél og hann er einstaklega auðvelt að hlaða. Er hægt að óska sér einhvers frekar af góðum sendibíl? Til afgreiðslu strax á aðeins: 1.035.000 án Vsk. - fullur af bensíni! BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010 Informix tilkynnir: INFORMIX-Universal Server er tilbúinn til notkunar! Oagskrá 17.12.1996 9:00 9:30 9:45 10:45 11:00 11:30 Skráning og kaffi Opnun Kynning Kaffihlé Universal Server sýndur Umræður, fyrirspurnir og sýning í tiiefni af útgáfu INFORMIX-Universal Server bjóðum viðtil útgáfukynningar á Grand Hotel, Sigtúni 38, þriðjudaginn 17. desember klukkan 9:30. Severin Jensen frá Informix í Danmörku mun kynna kerfið. Þátttaka tilkynnist hjá umboðsaðila Informix á íslandi, Streng hf„ í síma 550 9000. UINFORMIX Umboðs- og dreifingaraðili: STRENGUR ÁRMÚIA 7 • 108 REYKJAVÍK SÍMI 550 9000 . FAX 550 9010 Tvímælalaust einn merkasti viðburður í tölvuheiminum á þessum áratug. Sjöundl hlmlnn 1B6S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.