Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.12.1996, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 1996 C 5 VIÐSKIPTI Vinsæll vinnuþjarkur kostar aÖeins frá 1*362,000 an vsk. ¥ HEKLA Volkswagen Oruggur á alla vegu! meginorkulind verksmiðjunnar, sem er næst stærsti notandi jarð- gufu í iðnaði í heiminum. Fljótlega kom í ljós að afköst verksmiðjunnar voru ekki nægjanleg til að standa undir íjárfestingu og rekstri. Því var ákveðið að tvöfalda afkastaget- una og lauk þeirri stækkun árið 1971. Tæknilegir byrjunarörðug- leikar voru að mestu yfirunnir 1972 og þokkalegur hagnaður var af rekstrinum næstu íjögur árin. í desember 1975 hófust síðan Kröflu- eldar sem stóðu linnulaust í níu ár. Eldsumbrotin höfðu ekki teljandi áhrif á rekstur Kísiliðjunnar í upp- hafi en árið 1977 rifnaði land á verksmiðjusvæðinu með þeim af- leiðingum að hráefnisþrær verk- smiðjunnar eyðilögðust og skrif- stofuhús fyrirtækisins klofnaði í tvennt. Eins eyðilögðust borholur í Bjarnarflagi sem sáu verksmiðjunni fyrir gufu. Þrátt fyrir erfiðleikana gáfust eigendur og starfsfólk Kísil- iðjunnar ekki upp og byggðu rekst- urinn upp að nýju. Síðasta ár var metár hjá Kísiliðjunni Mikið tap var á rekstri Kísiliðj- unnar 1980-83 en frá 1984 til árs- ins 1991 var hagnaður af rekstrin- um, salan jókst og verð á kísilgúr í heiminum var hagstætt. Sala á kísilgúr hrapaði skyndilega 1992 og seldust einungis 19 þúsund tonn en árið á undan höfðu selst 25 þús- und tonn. Árið 1993 var gripið til endurskipulagningar í rekstri og strangra aðhaldsaðgerða. Starfs- mönnum var fækkað úr 61 í 49 á tveggja ára tímabili frá 1993-1995 en í dag eru starfsmenn 45 yfir vetrartímann en er fjölgað í 50 yfir sumartímann þegar dæling hráefnis úr Mývatni stendur yfir. Öllum helstu þjónustu- og innkaupasamn- ingum var sagt lausum og endurs- amið eða verkefnin boðin út. Bjarni segir að þessar aðhaldsað- magna framhald gullleitar en Málm- ís legði fram rannsóknarniðurstöður fyrri leitar. Jafnframt var samið við ríkið um að breyta almennu leitar- leyfi Málmíss í sérleitarleyfí þannig að enginn annar hefur leyfí til þess að leita á sömu svæðum á gildistíma lejrfanna. Leit hófst í Þormóðsdal síðastliðið vor og stóð hún yfir allt sumarið. Niðurstaða leitarinnar er jákvæð, en allt að 27 grömm af gulli fundust í tonni af bergi. Til þess að vinnsla borgi sig verða að verða að lágmarki 4 grömm af gulli í tonni af bergi á fremur stóru svæði en æðin sem skoðuð var sl. sumar í Þormóðsdal er ekki vinnanleg ein og sér. Hvort við finnum nægan styrk og magn á sama stað á eftir að koma í ljós en það þykir góðs viti að finna þetta háan styrk af gulli eftir svo litla leit þannig að við erum mjög spenntir um framhaldið en að öllum líkindum er gull að finna víðar á landinu," segir Bjarni. Útboð á hlutafé fyrir 200 milljónir Hann segir að finnist gull í nægi- legu magni verði að öllum líkindum farið út í námavinnslu. „Þar erum við að tala um fjárfestingu upp á að minnsta kosti 2 milljarða króna. Byggja þyrfti verksmiðju til þess að vinna úr berginu á námusvæðinu þar sem það er of dýrt að flytja bergið í burtu vegna þess hversu lítið gull er í hverju tonni. Erlenda samstarfsfélagið stefnir að því að bjóða út hlutafé nú í desember fyr- ir allt að 200 milljónir króna til þess að fjármagna gullleit næsta árs. Hlutabréfin verða boðin út í Kanada og á Norðurlöndunum. Það er mikil áhætta fólgin í gullleit og það er jörðin sjálf sem hefur loka- orðið um það hvort hér sé um vinn- anlegt magn að ræða. Þó niðurstaða leitarinnar verði neikvæð þá verður eftir í landinu þekking og það fjár- magn sem hefur verið lagt í leitina." Morgunblaðið/Kristján KISILIÐJAN við Mývatn sem hefur verið starfrækt í 30 ár er með fyrstu íslensku fyrirtækjunum sem erlendir fjárfestar hafa fjárfest í. gerðir hafi skilað sér og þrátt fyrir færri starfsmenn þá hefur fram- leiðslan stóraukist. Þannig nam framleiðsla á hvert ársverk 299 tonnum árið 1993 en 543 tonnum á síðasta ári en það er tæplega 82% framleiðniaukning á tveimur árum. „Á síðasta ári náði salan hámarki en þá seldust rúmlega 28 þúsund tonn og hagnaður eftir skatta nam 82 milljónum en heildartekjur námu 765 milljónum króna árið 1995. Ekki er útlit fyrir að hagnaðurinn verði jafnmikill 5 ár og salan hefur eitthvað dregist saman en ljóst er að Kísiliðjan skilar eigendum sínum góðri afkomu í ár líkt og undanfar- in tvö ár en gjaldeyristekjur af rekstri Kísiliðjunnar nema nú um 18 milljörðum króna frá upphafi starfseminnar." Ekki vænleg til einkavæðingar Starfsemi Kísiliðjunnar eru sett- ar tvennar skorður af stjórnvöldum. Annars vegar býr félagið við tíma- bundið starfsleyfi en núverandi leyfi gildir til ársloka 2010. Endanleg ákvörðun um vinnsluleyfi er hjá iðnaðarráherra í samráði við um- hverfisráðherra. Hins vegar er vinnslusvæði í Mývatni afmarkað og er félaginu óheimilt að vinna hráefni utan þess. Miðað við núver- andi ársframleiðslu má gera ráð fyrir að hráefnisbirgðir verði á þrot- um á árinu 2003. Bjarn telur ljóst að fyrirtæki með jafn óvissa fram- tíð og Kísiliðjan sé ekki vænlegt til sölu, þegar hann er spurður álits á tilmælum Verslunarráðs íslands að ríkið selji hlut sinn í Kísiliðjunni. Að sögn Bjarna eru umhverfis- mál ofarlega í huga forráðamanna fyrirtækisins. Ýmislegt hafi verið gert til þess að fegra umhverfi verk- smiðjunnar og verið sé að skoða starfshætti verksmiðjunnar og leita leiða til að draga sem mest úr áhrif- um starfseminnar á umhverfið. Gullleit haldið áfram Fyrirtækið Málmís er í 80% eigu Kísiliðjunnar á móti 20% hlut Iðn- tæknistofnunar. Málmís hóf leit að gulli hér á landi fyrir fimm árum. Helstu leitarsvæðin voru fomar megineldstöðvar en kenning er um að þar sem jarðhiti hefur verið virk- ur kunni verðmætir málmar að hafa fallið út í hringrás heita vátnsins. Að sögn Bjarna var starfandi deild innan Johns-Manville fyrirtækisins sem vann við að leita að náttúm- auðæfum og töldu þeir hugsanlegt að gull væri að fínna á íslandi. „Málmís leitaði víða um land að gulli á ámnum 1991-1993. Þar sem bæði vantaði aukið fjármagn og þekkingu ákvað Kísiliðjan að setja frekari leit í biðstöðu. í vor var fyrir- tækið Melmi hf. stofnað en það er í eigu Málmíss og erlendra aðila. Gerður var samstarfssamningur um að erlendu aðilarnir myndu fjár-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.