Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 1

Morgunblaðið - 13.12.1996, Page 1
BLAÐ ALLRA LANDSMANNA Ptorgmnfilafrifr C 1996 FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER BLAD HANDKNATTLEIKUR Haukar komust í annað sæti Morgunblaðið/Golli HAUKAR sigruðu Stjörnuna í Ásgarði í gærkvöidi, 30:27, og eru því í öðru sæti 1. deildar karla með 16 stig, fjórum stigum á eftir Aftureldingu sem vermir efsta sætið, þegar fyrri hluta deildarkeppninnar er lokið. Leikmenn Hauka voru betri aðilinn all- an leikinn í viðureign liðanna í gær og höfðu þeir fyrrum samherjar í landsliðinu og núverandi samverkamenn hjá Haukum þeir Sigurður Gunnarsson þjálfari t.v. og Páll Olafsson liðsstjóri fyllstu ástæðu til að gleðjast að lelkslokum. Þeir voru hlns vegar vel einbelttlr á meðan leikur stóð yfir eins og þessi mynd ber með sér og sögðu lærisveinum sínum óspart tll. Rögnvald og Stefán dæma úrslitaleik- inn á EM RÖGNVALD Erlingsson og Stefán Arnaldsson munu dæma úrslitaleikinn í Evr- ópukeppni kvennalandsliða í handknattleik í Danmörku á sunnudaginn. Þeim félögum var tilkynnt um þetta eftir að þeir dæmdu fjórða leik sinn í riðlakeppninni í fyrra- kvöld, leik Þýskalands og Rússlands. „Okkur hefur gengið mjög vel í leikjunum fjórura," sagði Rögnvald í samtali við Morgunblaðið í gær. Rögnvald sagði að þetta væri enn eitt skrefið fram á við hjá þeim félögum. „Við höfum dæmt í úrslitum Evr- ópukeppni félagsliða en ekki á svona stórmóti og er þetta þó tólfta mótið sem ég dæmi á. Leikurinn á sunnudag er því stærsta verkefni sem við höfum fengið,“ sagði Rögn- vald. TEKJUR ÍÞRÓTTAMANNA Tyson ber höfuð og herðar yfir alla Iike Tyson hnefaleikakappi er sá íþróttamaður sem hefur haft hæstar tekjur íþrótta- manna á þessu ári, liðlega 5 milljarða króna. Hann er um hálfum öðrum milljarði hærri en sá sem næstur er á blaði en það er körfuknattleiksmaðurinn Michael Jordan hjá meistaralið- inu Chicago Bulls. Af 25 tekju- hæstu íþróttamönnum ársins stunda flestir þeirra íþróttir í Bandaríkjunum og þar á meðal er aðeins einn Evrópubúi, kapp- akstursmaðurinn Michael Schumacher frá Þýskalandi. Flestir íþróttamennimir á list- anum hafa meginhluta tekna sinna af öðru en beinni íþróttaþátttöku, s.s. vegna auglýs- inga. Svo er þó ekki að heilsa hjá þeim tekju- hæsta, Tyson. Hann hefur krækt í allar tekjur sínar í keppni og ekki fengið krónu með öðrum leiðum. Tyson hefur keppt þrisv- ar sinnum á þessu ári og mest hafði hann Mike Tyson upp úr krafsinu er hann tapaði fyrir Evander Holyfield í haust. Fyrir þann bardaga fékk hann liðlega tvo milljarða króna. Micahel Jordan sem í öðm sæti listans hefur ekki nema tæplega fjórðung sinna tekna frá Chicago. Stærsti hlutinn er vegna þátttöku í auglýsingum, vegna bókaútgáfu og af sölu myndbanda svo fátt eitt sé nefnt. Schumacher hefur hins vegar rífleg laun fyrir að keyra hratt á bil sínum og aðeins tæplega fjórði hlut þeirra ríflega 2,2 millj- arða sem hann hefur fengið í kassann árinu er komið frá aug- lýsendum. Heimsmeistarinn í hnefaleikum í þungavigt, Evander Holyfíeld, hefur talsvert lægri tekjur en Tyson félagi hans sem skýr- ist m.a. af því að hann fékk þriðjungi lægri tekjur fyrir sigurinn á fyrrum heimsmeist- ara. Þó gengi Andre Agassi hafí ekki verið upp á það besta á tennisvellinum á árinu hefur hann samt mun hærri tekjur en landi hans, Pete Sampras. Það skýrist m.a. af því að hann hefur mun meiri tekjur af ýmiskon- ar auglýsingum því útlit hans er talið vera „sölulegra“. Einn golfmaður er á listanum, það er gamli refurinn Amold Palmer, með rúmlega einn milljarð króna í tekjur. Palmer hefur nær engar tekjur lengur af því að leika golf enda ekki í fremstu röð lengur. Nær allar tekjur hans koma af því að hann er stórvirkur við hönnun golfvalla og sölu margs konar golfvörum sem hann framleið- ir. Það vekur einnig athygli að engin kona kemst inn á listann og jafnvel þó litið sé á 40 tekjuhæstu íþróttamenn heims á árinu. Tekjuhæsta konan er þýska tenniskonan Steffí Graf en hún hefur náð að öngla sam- an um 192 milljónum króna á árinu sem brátt er liðið í aldanna skaut. Flestir íþrótta- menn, sem eru á listanum, iðka körfuknatt- leik, 8 talsins, næstflestir eða 6 leggja stund á hnefaleika. Þeir tekjuhæstu Hér er listi yfir 25 tekjuhæstu íþróttamenn heims á þessu ári. Þessar tölur eru allar í millj- ónum króna. 1. Mike Tyson, hnefaleikar.............5.028 2. Michael Jordan, körfuknattleikur....3.526 3. Michael Schumacher, kappakstur......2.214 4. Shaquille O’Neal, körfuknattleikur..1.639 5. Emmit Smith, amerískur fótbolti.....1.107 6. Evander Holyfield, hnefaleikar......1.040 7. Andre Agassi, tennis................1.017 8. Amold Palmer, golf..................1.017 9. Dennis Rodman, körfuknattleikur.......870 10. Patrick Ewing, körfuknattleikur.......836 11. Cal Ripken jr, hafnarbolti ...........802 12. Roy Jones jr, hnefaleikar.............802 13. Dan Marino, amerískur fótbolti........780 14. Wayne Gretzky, íshokkí................769 15. Riddick Bowe, hnefaleikar.............769 16. Pete Sampras, tennis..................757 17. Oscar de la Hoya, hnefaleikar.........757 18. GrantHill, körfuknattleikur...........723 19. Ken Griffey jr, hafnarbolti...........723 20. Dale Eamhardt, kappakstur.............701 21. David Robinson, körfuknattleikur......633 22. Hakeem Olajuwon, körfukattleikur......622 23. Clyde Drexler, körfuknattleikur.......622 24. Michael Chang, tennis.................599 24. Julio Cesar Chavez, hnefaleikar.......599 KIMATTSPYRIMA: BECKEIMBAUER ÆTLAR AÐ HREIIMSA LOFTIÐ HJÁ BAYERIM / C4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.