Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR13. DESEMBER1996 C 3 KORFUKNATTLEIKUR Háspenna í Hellinum Keflvíkingar „stálu" sigrinum á síðasta sekúndubrotinu Mikið væri gaman og gott fyrir íþróttirnar ef allir leikir væru jafnskemmtilegir og spennandi og leikur ÍR og Keflavíkur í gærkvöldi í 8-liða Skúli Unnar úrslitum bikarkeppn- skrifa^S°n innar í körfuknattleik. Hann bauð uppá allt sem hægt er að hugsa sér, hraða, spennu, dramatík í lokin og stórleik nokkurra manna. Frábær skemmtun sem rétt er að þakka báðum liðum fyrir. Það eina sem skyggði á var að annað liðið yrði að tapa. Það kom í hlut ÍR-inga að þessu sinni en Keflvík- ingar hreinlega stálu sigrinum á síð- asta sekúndubrotinu og sigruðu, 88:78. Þegar 18,22 sekúndur voru til leiks- loka kom Eiríkur Önundarson ÍR í 87:84. Kristinn Friðriksson reyndi þriggja sriga skot en boltinn vildi ekki niður. „Ég var alveg viss um að ég myndi hitta,“ sagði Kristinn eftir leik- inn. Guðjón Skúlason náði frákastinu skaut um leið og brotið var á honum en hitti ekki, þannig að hann fékk tvö vítaskot og hitti úr báðum. Staðan orðin 87:86 og 4,67 sekúndur eftir. Tekið var leikhlé og Sigurður Ingi- mundarson, þjálfari Keflvíkinga, sýndi bæði klókindi og þekkingu á leikregl- unum þegar hann sagði sínum mönn- um að slá boltann úr höndum þess ÍR-ings sem ætlaði að hefja leikinn undir eigin körfu. Þetta gerðu þeir og réttilega dæmd tæknivilla og IR fékk tvö skot án þess að klukkan færi í gang. Eggert Garðasson, sem átti stórkostlegan leik í gærkvöldi, fór á vítalínuna en misnotaði bæði skotin.' Damond Johnson náði frákastinu, rakti boltann aðeins fram og grýtti honum síðan til Kristins sem var „lengi“ að ná tökum á boltanum en skaut um leið og klukka tímavarðar gall og skoraði. „Þetta var svo flott sending frá Damon að ég varð að skora. Ég klikkaði á þriggja stiga skoti rétt áður og vissi að ég fengi annað tækifæri," sagði Kristinn al- sæll í lokin. Leikurinn var bráðskemmtilegur og ágætlega leikinn. Bæði lið léku lengstum stífa maður á mann vörn og í sókninni gekk boltinn hratt manna á milli. Sem dæmi um hversu vel leikurinn gekk má nefna að fyrri hálfleikur stóð aðeins í 29 mínútur og er örugglega einn sá stysti sem leikinn hefur verið hér á landi. Allt var í járnum framan af og um miðjan hálfleikinn, þegar staðan var 22:21, tóku Keflvíkingar leikhlé, komu síðan grimmir til leiks og gerðu næstu tíu stig. Gestirnir héldu forystunni allt þar til ein mínúta var til leiksloka en þá kom Eiríkur ÍR í 85:84. Johnson hitti ekki og þegar 41,6 sekúnda var til leiksloka fékk besti maður ÍR, Egg- ert Garðarsson, vítaskot. Eggert hafði hitt mjög vel og varla geigað hjá honumn skot og ef það kom fyrir náði hann frákastinu. Én nú brá svo við að hann misnotaði bæði skotin. Ranglega voru dæmd skref á Johnson er 33 sekúndur voru eftir og síðustu 18 sekúndum er líst hér að framan. Antonio Vallejo, þjálfari ÍR, er IÞROTTIR TITO Baker lelkmaður ÍR lék vel í gærkvöldi og einnlg Damon Johnson lelkmaður Keflvíklnga, sem hér sækir að honum. greinilega að gera gríðarlega skemmtilega hluti í Breiðholtinu. Sóknarleikur liðsins er hraður og skemmtilegur og i vörninni er mjög mikil og góð hreyfíng á leikmönnum. Eggert átti stjörnuleik en hlýtur að hafa verið miður sín yfir þessum fjór- um vítaskotum í lokin. Atli Þorbjörns- son lék vel í fýrri hálfleik en Eiríkur í þeim síðari og Tito Baker átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik þegar Al- bert gætti hans, en fór heldur betur í gang í þeim síðari. Hjá Keflavík var Johnson góður og er trúlega besti erlendi leikmaðurinn sem hér leikur í vetur. Albert var einn- ig sterkur og stórskytturnar Guðjón og Kristinn áttu ágætan dag þó svo þeir hittu ekki sérlega vel úr þriggja stiga skotunum að þessu sinni. GOLF Tveir fóru tvisvar holu í höggi Einheijar, það er að segja þeir sem farið hafa holu í höggi í golfi, ætla að hittast laugardaginn 28. des- ember í Kaffi Reykjavík til að bjóða nýja félaga velkomna í Einheijaklúbb- inn. í byijun desember var búið að tilkynna til GSÍ að íslenskir kylfingar hefðu farið 53 sinnum holu í höggi á árinu og þar af fóru þeir Vilhjálmur J. Guðmundsson úr Leyni og Baldvin Jóhannsson úr Keili báðir tvívegis holu í höggi. Þeir sem náðu drauma- högginu í ár fá viðurkenningu frá Einhetjaklúbbnum í hófinu milli hátíð- anna. Tveir þeirra sem náðu holu í höggi í sumar voru að gera það í fimmta sinn, Ragnar Ólafsson landsl- iðsþjálfari í golfi og Eiríkur Smith list- málari. Hér á eftir eru nöfn þeirra sem fóru holu i höggi í sumar. Ragnar Ólafsson, GR, Guðjón E. Jónsson, GK, J. Pálmi Hinriksson, GK, Örn Ævar Hjartarson, GS, Sigríður Guðbrands- dóttir, GS, Baldvin Jóhannsson, GK, Ólafur Marteinsson, GK, Gísli Jónas- son, GV, Reimar Charlesson, GR, Sveinbjörn Halldórsson GR, Helgi Benediktsson, GK, Viktor Ingi Stur- laugsson, GR, Sigurður Albertsson, GS, Ólafur Danivalsson, GK, Ólafur Frostason, GK, Birgir Karlsson, GGL, Kjatan Ólafsson GKj, Pétur Valbergs- son GK, Magnús St. Einarsson GOB, Óskar Guðmundsson, NK, Hilmar Sig- urðsson, GKj, Arnar Ástþórsson, GS, Grímur Þórisson GKj, Jónas Heiðar Baldursson, GR, Hafliði Ingason, GV, Eyjólfur Vilbergsson, GG, Sveinbjörn H. Sveinbjörnsson, GK, Guðni Þór Magnússon, GE, Haukur Ingi Hjaltal- ín GK, Eiríkur Steinsson, Björn V. Skúlason, GS, ísleifur Leifsson GO, Birna Ólafsdóttir GOF, Guðmundur Pálsson, GO, Siguijón Friðjónsson, GO, Gísli Jóhannsson, NK, Þórður Ágústsson, GO, Valur B. Sigurðsson, GR, Hilmar M. Bjarnason, María Magnúsdóttir, GR, Einar Hermanns- son, GKG, Óli Viðar Thorsteinsson, GR, Eyjólfur Bergþórsson, GR, Helgi Gunnlaugsson, GO, Logi Guðbrands- son, GO, Helgi Svavarsson, GO, Sig- fús Thorarensen, NK, Sigurður Gunn- arsson, GJÓ, Már Hinriksson, GR og Eiríkur Smith, GK. Þeir hafa skorað mest Þeir leikmenn sem hafa skorað mest, þegar 1. deildarkeppnin í handknattleik er hálfnuð, eru: Julina Róbert Duranona, KA....103/31 ValdimarGrímsson, Stjörnunni... 92/34 Zoltan Belany, ÍBV............ 81/37 Björgvin Rúnarsson, Selfossi.. 80/26 Júrí Sadovski, Gróttu......... 71/32 Sigurður V. Sveinsson, HK..... 67/ 8 Guðmundur Petersen, FH........ 64/32 OlegTitov, Fram............... 63/14 Eiar G. Sigurðsson, Aftureld.. 61 Ragnar Óskarsson, ÍR.......... 60/14 Sergei Zisa, KA............... 58/10 Bjarki Sigurðsson, Aftureldingu.. 56/ 6 Halldór Ingólfsson, Haukum.... 56/19 Jón Kristjánsson, Val......... 56/11 Alexej Demidov, Selfoss.......51 PetrBaumruk, Haukum........... 50/21 KorpúKsstaðir til- búnir næsta sumar Golfklúbbur Reykjavíkur og Reykjavíkurborg hafa komist að samkomulagi um að GR taki við fjármögnun og framkvæmdum á austustu burstinni á Korpúlfsstöð- um og er ætlunin að nota þann hluta hússins sem klúbbhús við nýja golfvöllinn. Garðar Eyland, formaður GR, sagði í samtali við Morgunblaðið að ætlunin væri að v>gja nýju brautirnar um miðjan júlí og vonandi yrði húsnæðið til- búið þá. „Það er stutt síðan teikningar voru samþykktar og nú er ekkert að vanbúnaði að ráðast í fram- kvæmdir. Húnsæðið sem við verð- um með er um 420 fermetrar að grunnfleti. Á efstu hæðinni er hug- myndin að gera æfingaaðstöðu þar sem hægt væri að æfa allt árið. Miðhæðin verður klúbbhús og í kjallaranum verður kerrugeymsla, búningsaðstaða og annað sem nauðsynilegt er í golfskála,“ sagði Garðar. Aðalfundur GR var haldinn fyrir skömmu og þar kom í ljós að staða klúbbsins er góð. „Skuldir eru á núlli,“ eins og Garðar orðaði það og tölverður hagnaður varð á árinu en veltan var um 45 til 50 milljón- ir. Hildur Haraldsdóttir, sem verið hefur framkvæmdastjóri klúbbsins undanfarin fjögur ár, hefur ákveðið að láta af störfum og hefur starf hennar verið auglýst. „Það er mikil eftirsjá í góðum starfsmanni eins og Hildi,“ sagði Garðar. Emma stökk yfir 4,40 m EMMA George, stangar- stökkvari frá Ástralíu, setti heimsmet kvenna innanhúss í Melbourne á dögunum, er hún snaraði sár yfir 4,40 m. Emma á einnnig heimsmetið utan- húss, 4,45 m. Þess má geta að Vala Flosadóttir hefur stokkið 4,16 m innanhúss og 4,17 m utanhúss, sem er heimsmet unglinga. Dregið í undan- keppni EM hjá þeim yngri DREGIÐ hefur verið í riðla í undankeppni Evrópukeppn- innar í knattspyrnu milli liða skipaðra leikmönnum 16 ára og yngri og 18 ára og yngri. I keppni yngra liðsins er Is- lands í 13. riðli af 15 og mót- heijarnir verða Litháen og PóUandi. Skulu leikirnir verða búnir þann 10. mars 1998. Efsta liðið úr hverjum riðli heldur áfram i lokakeppnina í Skotlandi sem fram fer í april og maí 1998. HQá Uðum skipuðum leik- mönnum 18 ára og yngri dróst íslenska liðið gegn Austurríki, Finnlandi og Lettlandi í 11. riðil af 14. Riðlakeppni þessa aldursflokks skal vera lokið 30. nóvember 1997. Lokakeppnin fer fram á Kýpur í maí 1998. Anthony Yeboah Yeboah fer hvergi ÞRÁTT fyrir að vera óánægð- ur í herbúðum Leeds fer Anthony Yeboah hvergi, held- ur skal hann ljúka því einu og hálfa ári sem hann á eftir af samningi sínum. Þetta er skoð- un knattspyrnustj óra félagsins George Graham. Yeboah hefur sagt það opinberlega að hann sé óánægður ly'á félaginu og vilji gjarnan komast frá því en hann hefur verið úr leik síðan í mars er hann meiddist í hné í viðureign Leeds og Aston Villa í úrsUtum deildarbikars- ins. „Yeboah á eftir hálft annað ár af samningnum og ég yrði manna glaðastur ef hann yrði í okkar hópi út þann tíma,“ sagði Graham í gær. „Ég hef talað við Yeboah og sagt hon- um að sjái hann einhver Ijón í veginum fyrir því að vera áfram hjá Leeds eigi hann fyrst að tala við mig áður en hann ræðir óánægju sína við fjölmiðlamenn,“ bætti Graham við. Hann sagði ennfremur að það væri skiljanlegt að leik- maðurinn væri leiður á að geta ekkert leikið. „Við höfum verið að ná okkur á strik og auðvit- að vilja leikmenn vera þátttak- endur í því. Ég er hins vegar að gera mér vonir um að hann sé á batavegi og verði með okkur áður en alltof langur tími líður.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.