Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 13.12.1996, Blaðsíða 4
Áhangend- um Skota boðiðtil Monaco ÁHANGENDUR skoska landsliðsins I knattspyrnu, sem fylgdu liðinu til Tall- inn í Eistlandi vegna fyrir- hugaðs HM-Ieiks við heimamenn í október sL, geta séð leik þjóðanna í Monaco 11. febrúar nk. sér að kostnaðarlausu. Eins og fram hefur komið mætti Teitur Þórðarson, landsl- iðsþjálfari Eistlands, ekki með sina menn til leiks við Skotana á tilsettum tima þar sem leiknum hafði ver- ið flýtt með skömmum fyrirvara og var gestunum dæmdur sigur. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, breytti þeirri ákvörðun, ákvað að leikið yrði í Monaco og tók á sig allan kostnað vegna ferðar Skota. í gær tilkynnti FIFA að fyrrnefndum skoskum áhorfendum yrði boðið til Monaco. Þar sem um heimaleik Eistlands er að ræða halda Eistlendingar sjónvarps- og auglýsinga- rétti en heimamenn í Monaco fá aðgangseyrinn að frátöldum kostnaði. PENINGAR Alþjóða frjálsíþrótta- forystan óánægð Forráðamenn Alþjóðafijáls- íþróttasambandsins (LAAF) eru óhressir með hversu lítið sam- bandið fær greitt frá Alþjóða- ólympíunefndinni. Talið er að Ólympíunefndin hafi greitt LAAF um 536 milljónir króna. „Miðasal- an í Atlanta gaf rúman fímm og hálfan milljarð króna og þá eru tekjur af sjónvarpsrétti ekki tald- ar. Það er aðallega okkar fólk sem heldur Ólympíuleikunum uppi en Alþjóðaólympíunefndin heldur peningunum. Bara þróunaráætlun okkar kostar um 335 milljónir króna árlega," sagði talsmaður IAAF í gær. IAAF fundar þessa dagana í Mónakó og munu forráðamenn sambandins væntanlega skýra frá því í dag að verðlaunafé á vegum sambandsins á næsta ári verði alls um 670 milljónir króna, en LAAF veitir peningaverðlaun á síðasta stigamót ársins og HM innanhúss og utanhúss. Enn á eftir að fínna fyrirtæki sem er tilbúið að kosta stigamótin en IAAF hefur lofað að hver sá íþróttamaður sem setur heimsmet á þeim fái um 7 milljón- ir króna. KORFUKNATTLEIKUR Þrrframlengt í Boston Reuter ÞAÐ er fátt sem stöövar Michael iordan þegar hann er í ham og Tom Gugliotta, leikmanni Minnesota, tókst ekki aö stööva Jordan að þessu sinni. að var hart barist í Boston þeg- ar botnliðin í austurdeildinni mættust, en Celtics tók á móti Tor- onto Raptors og höfðu heimamenn sigur eftir þtjár framlengingar. Rick Fox setti niður þriggja stiga skot um leið og klukkan gall og tryggði Boston þar með 115:113 sigur í lengsta leik tímabilsins. Þetta var í fyrsta sinn í nærri þijá- tíu ár sem Boston leikur þrífram- lengdan leik í deildinni. Fox gerði 24 stig fyrir Boston og David Wes- ley 20 auk þess sem hann átti 10 stoðsendingar. Barros gerði 18 stig, þar af 15 með þriggja stiga skotum. Damon Stoudamire gerði 31 stig fyrir gestina og átti 12 stoðsending- ar. Anthony Mason gerði 25 stig og tók 21 frákast þegar Charlotte vann Denver 101:97 og var þetta í fyrsta sinn sem Mason nær því að gera yfír 20 stig og taka yfír 20 fráköst í sama leiknum. Chicago, sem hafði tapað tveimur leikjum í röð, sigraði Minnesota 103:86 og var Jordan með 27 stig og Pippen gerði stigi minna, tók 9 fráköst og átti 8 stoðsendingar. Rodman var í banni og virðist það há meisturunum verulega. Gestirnir höfðu 50:49 yfir í leikhléi en í upp- hafí þess síðari gerðu meistaramir 10 stig gegn tveimur og brutu þar með ísinn. Kendall Gill sýndi George Karl, fyrrum þjálfara sínum hjá Seattle, að hann getur leikið vel og gerði 24 stig þegar Nets vann Super- Sonics 110:101. Þetta var stærsti sigur sem hinn ungi þjálfari Nets, John Calipari hefur unnið til þessa. „Þetta var góður sigur hjá okkur. Við vorum að sigra lið sem ætlar að beijast um meistaratitilinn," sagði Gill eftir leikinn. Miami Heat virðist óstöðvandi og í fyrrinótt sigraði liðið í tíunda útileik sínum, lagði Philadelphia 76ers 84:79. Allen Iverson kom heimamönnum í 79:78 þegar 38 sekúndur voru eftir en Tim Hardaway kom gestunum yfír á ný 12 sekúndum síðar og lék góða vöm gegn Iverson sem hitti ekki er 5,7 sekúndur vom til leiksioka. Hardaway gerði 21 stig, átti 8 stoðsendingar og Mouming var með 20 stig og 17 fráköst en Iver- son gerði aðeins átta stig fyrir heimamenn. Chris Webber gerði 23 stig fyrir Bullets og tók auk þess 11 fráköst og átti sjö stoðsendingar er liðið sigraði Cleveland 106:95. Washing- ton hafði tapað fimm leikjum í röð áður en liðið sigraði í fyrrinótt. Juwan Howard gerði 25 stig en hjá Cleveland gerði Terrell Brandon 28 og Chris Mills 21. O’Neal gerði 33 stig fyrir Lakers er liðið vann Indiana og nú hefur LA forystu í Kyrrahafsriðlinum. O’Neal tók tíu fráköst og hefur nú tekið 4.005 í deildinni. KNATTSPYRNA Beckenbauer ætlar að hreinsa loftið Franz Beckenbauer, forseti Bay- em Múnchen, ætlar að byija nýtt ár með því að hreinsa loftið í herbúðum Bayem Múnchen, sem hefur verið spennuþmngið allt frá því að Lothar Mattheáus og Júrgen Klismann deildu á sl. keppnistíma- bili. Klinsmann hefur að undanfömu ekki verið ánægður með leikaðferð Bayem. „Það koma rúmlega sextíu þúsund áforfendur á hvem heima- leik okkar til að sjá okkur leika sóknarleik, en við leikum vamarleik fyrir þá. Það næst engin tenging á milli miðvallarleikmanna og sóknar- leikmanna. Ef þetta heldur svona áfram er ég farinn frá Bayem 1. júlí á næsta ári,“ sagði fyrirliði þýska landsliðsins. Þá rennur út samningur hans við Bayem. Beckenbauer sagðist ætla að funda með Klinsmann í byijun næsta árs. „Ég mun fyrst ræða við hann um ýmis mál sem hafa verið að koma upp, síðan um knattspym- una,“ sagði Beckenbauer. ■ GUNNAR Örn Gunnarsson hefur verið ráðinn þjálfari 4. deild- ariiðs Aftureldingar úr Mos- fellsbæ. Gunnar hefur m.a. leikið með og þjálfað hjá Víkingi og Leikni. Hann tekur við af öðrum fyrrum leikmanni Víkings, Lár- usi Guðmundssyni sem þjálfaði Mosfellinga á síðustu leiktíð. ■ SIGURBJÖRN Hjartarson verður næsti þjálfari meistara- flokksliðs Aftureldingar í knatt- spymu kvenna en liðið féll í 2. deild í haust eftir eins árs vem í 1. deild. Sigurbjörn leysir Eirík S. Sigfús- son af hólmi. ■ BERND Schuster, fyrmm landsliðsmaður Þýskalands í knatt- spymu, gekk í fyrradag til liðs við UNAM frá Mexíkó. Schuster, sem er 36 ára gamall, hefur komið víða við á ferlinum og oftar en ekki far- ið frá félögum sínum eftir deildur við aðra leikmenn eða forráðamenn. ■ PORTÚGALIR hafa kallað á Femando Nelson hjá Aston Villa til að leika gegn Þjóðveijum á laugardaginn í níunda riðli undan- keppni HM. Hann kemur í landslið- ið í stað Sergios Conceicaos sem meiddist á æfingu. ■ BÚLGARSKI Iandsliðsmaður- inn Ludoslav Penev, sem hefur átt í útistöðum við búlgarska knattspyrusambandið, gaf ekki kost á sér í leik gegn Kýpur í undan- keppni HM, sem fer fram á morgun. ■ PATRICK Kluivert, miðheiji Ajax, leikur sinn fyrsta landsleik í langan tíma fyrir Holland, þegar Hollendingar mæta Belgum á morgun. ■ DANIR taka þátt í keppninni um Bandaríkjabikarinn, sem fer fram í janúar. Landslið Bandaríkj- anna, Mexíkó og Ptrú taka einnig þátt í keppninni. ■ JAN E. Jörgensen, landsliðs- maður Dana í handknattleik, hefur gert nýjan samning við þýska liðið Flensburg-Handewitt. Samning- urinn er til 30. júní 1998. ■ FERNANDO Hierro, miðvall- arleikmaður Real Madrid, getur ekki leikið með Spánveijum gegn Júgóslövum, vegna meiðsla á hné. Josep Guardiola eða Miguel Ang- el Nadal, leikmenn með Barcel- ona, eru líklegir til að taka stöðu Hierros, sem hefur verið í byijun- arliði Spánverja í sex ár. ■ ATLETICO Madrid er tilbúið að kaupa Jonathan Akpoborie frá þýska liðinu Hansa Rostock. Liðið er tilbúið að borga 335 millj. ísl. kr. fyrir Nigeríumanninn, sem hefur skorað tíu af nítján mörkum Rostock í þýsku 1. deildarkeppninni. Ginola ekki undir stýrið KEVIN Keegan, knattspyrnu- stjóri Newcastle, sló í gær á allt tal um að franski Ieikmað- urinn David Ginola myndi prufuaka Reault Laguna kapp- akstursbíl í næstu viku, er hann sagði: „Á meðan Ginola er samningsbundinn New- castle.mun hann ekki aka kapp- akstursbifreið. Mér er sama hvað hann gerir þegar samn- ingurinn er úti.“ Ginola hefur iátið hafa eftir sér að hann hafi hug á að ger- ast kappakstursmaður. Honum er boðið til Frakklands í næstu viku, til prufuaksturs ásamt svissneska akstursmanninum Alain Menu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.